Morgunblaðið - 24.04.1966, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.04.1966, Qupperneq 1
32 siður 63. árgdngwr. 91. tbl. — Snnnndagnr 24. apríl 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Jens-Ofto Krag í vii&faitii vtið de Gaultie: „V-Evrópa er varin án samvinnu við USA“ BlaðaljósmyiMlarai fengu í fyrsta skipti leyfi til að taka mynd j neðri málstofu brexka þingsins, er það var sett, sL fimmtudag. 81 fórst i fíugslysi I Bandaríkjunum í nóft Lodihead Elecira, með 98 innan- horðs fétil til jarðar í Qlclahoma Oklahoma, 23. apríl. — (AP-NTB) — LOCKHEED ELECTRA skrúfuþota hrapaði í morg- un til jarðar nærri Ard- nore í Oklahoma. Með flugvéiinni, sem var í leigu fiugi, voru 92 bandarískir hermenn, og sex manna áhöfn. í síðustu fréttum hermdi, að 81 þeirra, sem með vél- inni voru, hefðu beðið bana. Hins vegar voru margir þeirra 17, sem enn voru á lífi, mjög illa haldn- ir og sumir í bráðri lífs- bættu. Flugvélin var eign féiagsins „American Flyers“, en það annast leiguflug. Var hún á leið frá Kaliforníu til Fort Benning í Georgía. Var milli- lendingin fyrirhuguð í Ard- nore. Forstjóri flugfélagsins, Reed Pignan, sat sjálfur við stýrið, er slysið varð. Vélin féll til jarðar nærri iandamærum Texas, og í morg un skýrði taismaður flugfélags ins frá því, að rigning hefði verið, og lélegt skyggni, er slysið bar að höndum. Bóndi einn, er vitni varð að slysinu, segir, að slysið hafi orðið í næsta nógrenni Ard- nore-fiugvaliar, um 5 eða 6 km frá fiugbrautunum. Fram- burður hans hefur þó ekki varpað neinu ljósi á orsakir siyssins. Washington, 22. apríl — AP JENS OTTO KRAG, forsæt- isráðherra Danmerkur, sem nú er í heimsókn í Randa- ríkjunum, lét þau orð falla á fundi með fréttamönnum vestra, að hann hefði sagt við de Gaulle Frakklandsfor- seta að Vestur-Evrópa yrði ekki varin nema í samvinnu við Bandaríkin. Ekki vildi Krag uppskátt láta hverju de Gauile hefði svarað þessu, en sagði að Frakklands- forseti væri staðráðinn í að fram- kvæma fyrirætlanir sínar um að taka herlið Frakka úr sameigin- legum herafla Atlantshafsbanda- lagsins. „Á því leikur enginn efi,“ sagði Krag á fundinum, „að Atlants- hafsbandaiagið verður starfhæft þótt Frakkar leggi minna til þess en áður var .... og jáfnvel þótt herafh bandalagsins kunni að þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum.“ Jens Otto Krag er eini stjórn- málaleiðtoginn úr ríkjum At- lantshafsbandalagsins sem rætt hefur við Frakklandsforseta síð- an de Gaulle ákvað að slíta hern aðarieg tengsl Frakka við At- iantshafsbandalagið. „Ég sagði við de Gauiie að Vestur-Evrópa yrði ekki varin án samvinnu við Bandaríkin“, sagði Krag á fundinum, sem haldinn var í sendiráði Dana í Washing- ton, skömmu áður en Krag ræddi við George Ball, Robert Mc Framhald á bls. 31. 29 geöveikissjúkling- ar farast í eldsvoöa Kuopio, 23. apríl NTB. 29 SJÚKLINGAR fórust í elds- voða seint í gærkveldi, er geð- veikrahælið í Lapinlax í Finn- landi brann til grunna. Tókst að eins að bjarga 7 sjúklingum, og voru 3 þeirra alvarlega brenndir. Eldsins varð fyrst vart um kl. 22.30. Sjúkrahúsbyggingin var tvær hæðir, byggð úr timbri. Miklar ráðstafanir voru gerðar þegar í stað, til bjargar sjúkl- ingunum, en járngrindur fyrir gluggum hælisins hindruðu mjög björgunarstarfið, og vatnsskort- ur á staðnum og í nágrenni hans gerði það að verkum, að slökkvi starfið varð mjög ófullkomið, Eldsupptök eru ókunn. Skfótið tíl 99 64 • • • A-þýzkui lcmda- mæravörðui leYSÍr írá skjóðunni Berlin, 28. apríi. .— AP. A.USTU R-ÞÝZKUR landa- mæiavörður, Peter Hagens að mafni, sem nýlega flúði til V- Berlinar, hefur skýrt yfirvöld- ure þar frá því, að a-lþýzkir landamæraverðir hafi fengið ekipun um að skjóta þegar í etað til bana alla þá, sem reyn.a að fíýja frá A-Berlín. „Okkur var sagt“, sagði Hagens, „að sæjum við ein- hvern á férli milli girðing- anna og sjálfrar landamæra- línunnar, ættum r-ið að skjóta |>egar í stað á viðkomandi, án þess að skjóta fyrst aðvörun- arskotum. í hvert skipti, sem vakt lauk, þakkaði ég Guði íyrir ,að enginn skyldi hafa reynt að flýja á mínu eftirlits- evæði iþann daginn". Hagens lýsti girðingu þeirri, eem áður er minnzt á, og sagði að rafmagn vœri leitt uim hana, og kcemi fram á mæla- borði, ef einhver reyndi að komast í gegn. Sagði Hagens, #ð girðing þessi væri 300 milna (160 km.) löng, á möik um A- og V-Berlínar. Borgarstjóri boöar til fundar í Lídó í dag — með íbittirvi Siviáíbijða- Bústaða- Árbæfar- og Háaieítishverfis — Ftinfitirinn befst kl. 3 e.h. í ÐAG kl. 3 hefst í veit- ingahúsiim Lídó fyrsti fundurinn af hinum sex hverfafundum, sem Geir Haitgrímsson, borgarstjóri, hefur boðaS ti! með íbúum Reykjavíkur. Fundur þessi er sérstaklega fyrir íbúa 'Smáirbúða-, Bústaða—, Ár- bæjar- og Háaleitishverfis. Á fundinum í dag mun borgarstjóri flytja ræðu um málefni Reykjavíkur almennt og fyrrnefndra bverfa sérstaklega. Jafn- framt svarar hann fyrir- spurnum, sem fram koma frá fundargestum. Auður Auðuns, forseti borgar- stjórnar, flytur ávarp, fundarstjóri verður Arin- björn Kolbeinsson, læknir en fundarritarar Hannes Þ. Sigurðsson, fulltrúi og Ragna Ragnars. í anddyri fundarstaðar- ins verða til sýnis ýmsir uppdrættir og kort a£ hinu nýja aðalskipuiagi Reykja víkur. íbúar í fyrrnefndum hverfum eru eindregið hvattir til að fjölmenna á fund borgarstjóra í Lídó í dag kl. 3 og beina tíl hans fyrirspurnum um málefni hverfanna og önnur borg- armál *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.