Morgunblaðið - 24.04.1966, Side 4

Morgunblaðið - 24.04.1966, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudgaur 24. apríl 1966 BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDUM LITLA bíloleigon lngólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 Volkswagen 1965 og ’66. BIFREIBUEICAK VEGFERD Grettisgötu 10. Sími 14113. ^ Álið Allt verður til þess að ergja suma menn. Nú hefur Velvakanda borizt bréf frá Is- lenzkuvini“, sem finnur orðinu „ái“ í merkingunni „alumini- um“ flest til foráttu. Segir hann, að þetta sé óþarft ný* yrði; betra væri að nota annað hvort orðið „elmi“ eða „álm- ur“. Velvakandi veit þó ekki betur en síðara orðið sé gam- alt í málinu í merkíngunni „álmviður“ (á dönsku Ælm eða Ælmetræ). Líklega hafa bogar verið smíðaðir úr álmi, því að orðið gat líka merkt boga, sbr allar kenningarnar, álmagrér, álma bendir, álmahlynur o.s. frv., þ.e. maður. Þarna gæti því frekar orðið „ruglingur (orðið samkynja í báðum merkingun- um, sem báðar eru hafðar um smíðaefni), en á orðunum áll (karlkyns, fiskur) ogál (hvorug kyns, aluminium). Allt tal um einhvem rugling er í raumnni út í bláinn; af samhenginu sést jafnan, við hvað er átt, enda eigum við í íslenzkunni fjölda- mörg orð í n^örgum merking- um, og hefur það ekki komið að sök. Svo er þetta ekki eins mikið nýyrði, og sumir virðast ætla. Hinn merki fræðimaður, séra Jón prófastur Jónsson á Stafa- felli í Lóni austur (fæddur 1849), sem var margfróður, mál hagur og ágætur hagyrðingur, kvað eitt sinn vísu þessa; Silfur og gull með gljáa full- an skarta, má og blika eir og ál, einnig nikul, tin og stál. Þarna notar séra Jón ál um aluminium og nikul um nikkel. Þegar kóngurinn fékk sér álhjálm Ekki veit Velvakandi, hve nær vísan er ort, en ál var orðið þekktur málmur upp úr miðri síðustu öld. Þótt ál sé - Skrifstofa vor verður lokuð fyrir hádegi, mánudaginn 25. apríl, vegna jarðarfarar. Verkfæri og Járnvörur h.f. Húsbyggjendur — Bifreiðastjórar Athugið Getum tekið að okkur raflagnir til húsa. Tökum einnig að okkur stillingar og viðgerðir á rafkerfum bifreiða, svo sem dínamóa, startara og mótora. Varahlutaþjónusta — Motorola alternatora. RAFVÉLAVERKSTÆÐI SÍMONAR MELSTEÐ, Síðumúla 19. — Sími 40526. algengasti málmur i jarðskorp- unni (næst á undan járm), reyndist óvenju erfitt að finna aðferð til þess að vinna það hreint á svo ódýran hátt, að hagnýtt gildi hefði. Þýzka efna fræðingnum Wöhler tókst að búa til álduft árið 1827 og ál- massa árið 1845. Framleiðslan var þó alltof kostnaðarsöm. Það ar ekki fyrr en 1854, að Frakk- inn Henri de Sainte-Claire Deville fann ódýrari aðferð. Napóleon III. Frakklandskeisari studdi uppfinningamanninn með ráðum og dáð og lét reisa fyrstu álverksmiðjuna árið 1855 (í Javelle). Fyrst í stað var álið þó rándýrt. Eitt kíló- gramm kostaði árið 1854 2.600 franka, en árið 1856 var verðið komið niður í 375 franka og 125 franka 1858. Fyrsti hlutur- inn, sem smíðaður var úr áli, var hringla handa keisara- prinsinum, syni Napóleons III., sem síðar var kallaður Napóle- on IV. og Zúlusvertingjar drápu suður í Afriku 23ja ára gamlan árið 1879. Konungur vor, Friðrik sjöundi, sem ríkti 1848-1863 átti hjálm úr áli, og þótti hann mikil konungsger- semi. Setti hann djásn þetta á höfuð sér á stórhátíðum, þeg- ar hann vildi hafa sem allra- mest við. oults lítinn áhuga. Hann skrif- aði þá tveimur svissneskum iðjuhöldum, Gustave Naville og Huber-Werdmúller, sem buðu Héroult tafarlaust til sín. Þeim leizt vel á hugmyndina og stofn uðu hinn 12. nóvember 1888 hlutafélagið Aluminium-Ind- ustrie-Aktien-Gesellschaft, sem skipti síðar um nafn, þegar við- skipti þess voru orðin alþjóð- leg, og nefnist nú Swiss Alu- mininum Ltd. (Alusuisse). Ættum við að kannast við nafn ið. Stofnárið tók verksmiðja þeirra við Rínarfossa (í Neu- hausen nálægt Schaffhausen í Svisslandi) til starfa. Hún varð brátt heimsfræg vegna fram- leiðslu sinnar, framleiðslugæða og framleiðsluaðferðar, enda er hún upphafsstaður ál-stóriðju í heiminum. Fyrirtækinu tókst á fáum árum að lækka svo stórkostlega verð á áli, að farið var að nýta það í stórum stíl til allra handa iðnaðar, og varð það þannig alger brautryðjandi og frumkvöðull á þessu sviði. Árið 1890 kostaði kílógramm af hreinu áli 34,50 svissneska franka, árið 1894 slétta fimm franka og árið 1900 ekki nema 2,50 franka. Félagið hef- ur nú starfað í 77 ár við mik- inn orðstir sem eitt helzta for- ystufyrirtæki í álvinnslu. Sturlusonar eitt kvöldið í vik- unni og var meðal annars að lesa, hvað kalla eigi keisara, konunga eða jarla. Segir Snorri í svari við spurningunni „Hver eru manna nöfn ókennd?“: „Maðr er hverr fyrir sér; hit fyrsta ok hit æðsta heiti manna er kallat keisari, því næst konungr, þar næst jarl. Þessir III menn eigu saman þessi heiti öll“. Síðan telur Snorri upp ýmis heiti: allvaldr, fylkir, vísir, harri eða herra, hertogi, sinnjor eða senjor (sinjórr, sin- jór eða senjór stendur í öðr- um útgáfum), mildingr, mær- ingr og landreki. íslendingar hafa því snemma farið að nota orðið sinnjór eða sinníur sem tignarheiti, sbr. skrif Velvak- anda sl. sunnudag. Snorri til- færir vísu eftir Sighvat skáld Þórðarson, sveitunga Tómasar skálds Guðmundssonar úr Grímsnesinu, þar sem hann kallar Noregskonung „sinnjor Nóregs“. -Ar Tilbreytingarlausar eft- irhermur G. S. skrifar m.a.: „Ætli ég sé einn um það að vera orðinn alveg óskaplega leiður á þessum eftirhermum, sem alltaf er verið að troða upp með í útvarpinu og á hvera kyns skemmtunuim? Dettur ís- lenzkum „skemmtikröftum1* (geðslegt orð, eða hitt þó held- ur!) ekkert frumlegra í hug en að herma eftir nokkrum þjóð- frægum nfönnum? Fyrir nú ut- an það, hvað tal þeirra eftir- hermugarpanna er andlaust og lítið fyndið, þá eru það sí og æ sömu mennirnir, sem hermt Aluminium-Industrie-Actien-Gesellschaft Herstellung auf efectrlschem Wege von Rein Aiunum'um & Aluminúim-tegifungen. Silicium Kupfsr und EUHAUSEN & beí SCHAFFHAUSEN íschwíuz) -fe Verksmiðjan við Rínar- fossa Það var ekki fyrr en tveimur hugvitsmönnum kom í hug snilldaraðferð til að fram- leiða ál með rafgreiningu, að stóriðja á áli gat hafizt Svo einkennilega vildi til, að mennirnir fundu aðferðina upp samtímis, árið 1886 án þess að vita hvor af öðrum, og báðir voru þeir 23ja ára. Þeir voru Bandaríkjamaðurinn Charles M. Hall og Frakkinn Paul T. Héroult (báðir fæddir 1863, og þeir létust sama árið, 1916). Nú var enginn áhugasamur Napó- leon í Frakklandi, og þarlend- ir menn sýndu uppíjötvun Hér- Hér birtist til gamans gömul mynd af verksmiðjunni við Rínarfossa. Vegna þrengsla víu: ekki hægt að stækka smiðjuna, og árið 1945 var hún lögð nið- ur, þar eð hún þótti of lítil, og einnig vegna þess, að menn vildu fá að njóta fegurðar Rín- arfossa óskertrar. Tókst félags- stjórnin á hendur að rífa allar byggingar og skilja þannig við landið, að það væri í upphaf- legri mynd sinni. Því verki var lokið árið 1954 og þykir hafa tekizt með ágætunu Sinjórr Velvakandi var að blaða í skáldskaparmálum Snorra er eftir, þ.e. séra Árelíus, Hall- dór Laxness, Bjarni Benedikts- son, Einar Olgeirsson, Harald- ur Björnsson og Guðlaugur Rósinkranz. Stundum fær séra Jón Auðuns að fljóta með, svo og Stefán Jónsson, fréttamað- ur útvarpsins. Þetta er orðinn svo tilbreyt- ingalaus þvættingur, að ég a.m. k. er orðinn hundleiður á non- um í bili. Og hvernig datt mönnum í hug að bjóða bless- uðum börnunum upp á einar eftirhermurnar enn á sumardag inn fyrsta? Hver hafði gaman að þessari vitleysu? Ekki börn- in, svo mikið er víst, og varla fullorðið fólk heldur". B08CH Flautur TéTT^ 6 volt, 12 volt, 24 volt. Brceðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Simi 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.