Morgunblaðið - 24.04.1966, Síða 5

Morgunblaðið - 24.04.1966, Síða 5
Sunnudgaur 24. aprfl 1986 MORGUNBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM — Jæja, þá er blessað vor- ið loksins komið. Þessi setning syngur fyrir eyrum manna hér í borginni þessa dagana. Menn, sem hittast á götu, fitja strax upp á þvi hve veðrið sá indælt og dásamlegt. Þeir hafa skil- ið vetrarfrakkana eftir heima, og líklega verða þeir ekki teknir meira fram úr fata- skápunum næstu mánuðina. Strákarnir eru farnir að sparka fótboltanum af mikl- um móði, stelpurnar hafa dregið fram sippubandið, eða hoppa í parís, og það er eins og allir séu skyndilaga komn- ir í gott skap. f>að er sem sagt kominn sumarhugur í íslend- inga. Og það er kannski ekki að furða. Undanfarna þrjá daga hefur rikt hér sannkallað vor veður, og snjórinn sem huldi hér allt um sl. helgi er nú Vor í Reykjavík. Krókusarnir skörtuðu í sínu fegursta á Fjólugötunni í fyrradag. Vor í Reykjavík Aframhaldandi vorveður frarn yfir helgi ■með öllu horfinn úr byggð. Garðar og tún, sem skörtuðu í gulum haustlitum fyrir að- eins nokkrum dögum, eru far líka farin að skarta í sinni in að fá á sig grænan blæ. fegurstu mynd eins og og Og sums staðar eru blómin reyndar má sjá á myndinni, sem þessu spjalli fylgir. Þar eru það blómstrandi krókus- ar, en myndin er tekin á Fjólu götunni. Táknrænt, ekki satt? Mbl. hafði samband við veð urstofuna í gær til þess að spyrjast fyrir um, hvort bú- ast mætti við einhverju áfram haldi á þessu vorveðri. — Já, ætli það ekki, sagði veð- urfræðingurinn, sem varð fyr ir svtörum. — Það er útlit fyrir austlæga átt, og það má því ætla að það verði sæmi- lega hlýtt að degi til og á- framhaldandi sól yfir helgina Hins vegar verður trúlega næturfrost áfram. En sem sagt, það verða því horfur á því að austlæga áttin muni ríkja fram yfir helgina. Lengra - fram í tímann vildi veðurfræðingurinn ekki spá að svo stöddu, en það mátti heyra á honum, hann vonaði auðvitað eins og reyndar all- ir borgart|iar, að þetta vor- veður mundi ríkja sem lengst. Ný vélasamstæða getur valdið byltingu í síldarsöltun Rætt við ungan tæknifræðing, sem vinnur að smíði háusskurðar- og slógdráttarvélar fyrir síld UNGUR tæknifræðingur, Stein- ar Steinsson Holtagerði 80 í Kópavogi, hefur í vetur unnið að smíði hausskurðar- og slóg- dráttarvélar fyrir síld, sem á að geta valdið byltingu á sviði hag- ræðingar og sparnaðar á vinnu- Steinar Steinsson, tæknifræðingur. afli við síldarsöltun. Steinar hef ur áður smíðað síldarflokkunar vél, sem gefur mjög góða raun, en fyrrnefnd hausskurðarvél verður liður í vélasamstæðu, sem Steinar hyggst gera tilraun með á síldarsöltunarstöðinni Björg á Raufarhöfn, en hann er einn af eigendum hennar. í viðtali Mbl. við Steinar kom það fram m.a., að hín nýja vél hans á að geta hausskorið og slógdregið 450—600 síldar á mín útu, sem svarar 80 tunnum síld ar á klukkustund. Steinar sagði, að vélin ætti að geta annað þeirri löndunartækni sem nú er notuð, en síldarbátar með nú- tíma úíbúnað landa nú hiklaust 400—000 tunnum á klukkustund. Steinar kvað auðvelt að byggja umflutningakerfi með færibönd- um og gaffallyftum í sambandi við vélasamstæðuna og minnka á þann hátt flutningskostnað innan einnar stöðvar verulega og spara auk þess mikla vinnu. Vélasamstæðan samanstendur í réttri röð af eftirtöldum vél- um: snldarflokkunarvél, röðunar vél, hausskurðar- og slógdráttar vél, flokkunarvél fyrir skorna síld, og vöðlunarvélum fyrk þrjá flokka síldar. Sagði Steinar, að þegar hefðu verið pantaðar rússneskar vöðlunarvélar, sem renysla er komin á erlendis og gefist hafa ágætlega. Aðspurður kvað Steinar til vera sænskar og norskar haus- skurðarvélar og hefðu þær verið notaðar hérlendis en notkun þeirra undantekningarlaust ver- ið hætt skjótlega, vegna þess hve seinvirkar þær eru, og við það bættist að þessar vélar hent uðu ekki íslenzkum staðháttum, þar sem ekki er hægt að geyma síldina til langframa, eins og gert er á síldarsöltunarstöðum víða erlendis. Með tilkomu þessarar vélasam stæðu sagði Steinar, að það ætti að vera úr sögunni að stórir hópar síldarverkunarfólks flytt- ist milli staða eftir því hvar síldin heldur sig hverju sinni, og getur á þann hátt sparað út- gerðarmönnum geysimikið fé. Steinar áætlaði einnig, að 70 manna starfsliði sdldarsöltunar- stöðvar mætti hæglega fækka um helming eða meira við til- komu vélasamstæðunnar. Steinar kvaðst hafa fengið hugmyndina að þessari vél árið 1957, og verið að vinna að út- færslu hennar, teikningum og útreikningum síðan. Hann sagði, að fjárskortux háði framkvæmd um nokkuð, og fé vantaði til að fullgera hina nýju hausskurðar- og slógdráttarvél. Fyrstu síldor- viktirnor n Ruuiurhöfn Raufarhöfn, 23. apríl. ALLIR, sem vettlingi geta valð- ið, eru nú komnir á grásleppu- veiðar hér, en hún hefur verið allsæmileg núna síðustu daga. Þorskafli hefur einnig verið með ágætum undanfarið, en lítið hefur verið um þær veiðar sinnt. Stöðugt er unnið að því hér, að undirbúa Síldarverksmiðjuna fyrir vertíðina í sumar. Hafa verið settar þrjár síldarvigtir, hinar fyrstu hér á landi, en þær eru keyptar frá Augsburg í Þýzkalandi. Vigtir þessar eru algjörlega sjálfvirkar, stjórnað af rafeindaheila, og eru tengdar við síldarkrana, tvær eins tonns vigtar við hvern. Tveir Þjóð- verjar eru komnir hingað til þess að sjá um uppsetningu vélanna, og fóðrum við þá á grásleppu- hrognum, en það þykir herra- mannsmatur úti í Þýzkalandi. Veðurblíða og sólskin hefur verið hér síðustu dagana, en frost allar nætur og tekur því snjóinn fremur seint af. Áætlun- arferðir eru hafnar héðan aftur til Reykjavíkur, en búast má við að þær verði skammvinnar, því að þegar frost tekur úr vegunum munu þeir verða mjög illfærir vegna aurs. Mikil óánægja hefur verið hér með Skipaútgerðina þar sem þjónusta þeirra hefur verið afar léleg í þessu flutningaleysi sem hér hefur verið undanfarna mánuði. Þó er nú flogið að Kópa skeri, en mikill áhugi er hjá mönnum hér fyrir því að reistur verði flugvöllur á Raufarhöfn. — Einar. Hagstæður vetur kveður Valdastöðum 20. apríl. í I>AG er síðasti vetrardagur. Talið er, eftir því, sem fréttir herma, úr ýmsum landsblutum að þessi vetur, sem nú er, að kveðja, sé einhver harðasti, sem komið hefir um langt ára- bil. En víðast nokkuð gjaftfeld- ur, og frostharður. Hér um slóð- ir, tel ég þennan vetur einn hagstæðasta hvað veðurfar snert ir, sem ég man eftir. Að visu var á tímabili, töiuvert frost, en því fylgdu stillur og góð- viðri. Varla er hægt að segja, að komið hafi hér illviðrisdagur. Ekki hefir einn einasti dagur fallið úr sambandi við mjólkur- flutninga í allan vetur. Enda getur ekki heitið, að snjóföl hafi sést hér í allan vetur. f vetur hefir vatn þorrið á nokkr- um stöðum og valdið allmiklum enfiðleikum. Töluvert hefir in- flúenean stungið sér niður hér í sveitinni. En þar, sem fátt fólk er á flestum heimilum, eru fáir til þess, að hlaupa í skarð- ið. St. G. Vísukorn í vetrarlok. Sunna hlær en svalað hlíð, sunnan-blærina getur. Runnur grær og rósin /ritt, runninn snær og vetur. St. G.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.