Morgunblaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 8
1» t* \ i > «ðS > Sunnudgaur 24. april 1966, 8 MORGUNBLADIÐ FRÁ ALÞINGI: Raforka frá Búrfelli með álbræðslu 30% ódýrari á árunum 1970-1985 úr ræðu dómsmálaraðherra f FYRRINÓTT lauk í neðri- deild Alþingis 3. nmræðu um ál- bræðslusamninginn, en atkvæða- greiðslu var frestað. Er sagt frá henni á öðrum stað í blaðinu. Á síðdegis- og kvöldfundi í deild- inni á föstudaginn töluðu um málið þeir Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra, Ágúst Þor valdsson, Halldór E. Sigurðsson, Eysteinn Jónsson, Einar Olgeirs- son, Ragnar Amalds, Sigurvin Einarsson og Björa Fr. Björns- son. Hér á eftir fer stuttur úr- dráttur úr ræðu Jóhanns Haf- steins dómsmálaráðherra er liann hélt er málið kom til 3. umræðu. Ráðherra sagði, að í ræðum stjórnarandstæðinga um málið hefði komið fram minnimáttar- kennd og ótti við það, að við værum ekki menn til þess að semja við útlendinga og hafa hér erlendan atvinnurekstur, án þess að bíða við það tjón, jafn- vel á sjálfstæði landsins. Talað hefði verið um kjarkleysi fylgis- manna álbræðslu samningsins og að þeir vantreystu undirstöðu atvinnuvegum þjóðarinnar og vildu bjarga sér með samning- um við útlenda aðila. Slíkum staðhæfingum mætti eins snúa við og tala um kjarkleysi þeirra er ekki treystu sér til þess að semja við erlenda aðila og væru hræddir um að slíkir samningar yrðu orsök þess að við biðum tjón á sjálfstæði og efnahags- kerfi. Segja mætti þó, að þetta væri hugsanagangur sem við æbt um að vera vaxnir upp úr. Við værum ekki minni menn en sér- hver önnur sjálfstæð þjóð til þess að semja við útlenda aðila ef við dæmdum slíka samninga hagstæða fyrir okkur. Þegar lit- ið væri til framtíðarinnar sæist berlega að mikil fólksfjölgun væri væntanleg, svo það væri ekki að ófyrirsynju að fleiri stoð um væri rennt undir atvinnuHf- ið. Ráðherra sagði, að vitanlega væri Ijóst að svona samningi fylgdu mörg vandamál og það .yrði vissulega að gera ráðstafan- ir til þess að fylgja sem bezt eftir framkvæmd samningsins og greiða úr þeim vandamálum sem upp kynnu að koma á hverj um tíma. Stjórnarandstæðingar hefðu mikið um það talað, að með samningi þessum væri tekin upp ný stefna og að úitlendingar gætu niú tekið í sínar hendur meira eða minna af atvinnurekstri í landinu. Því væri til að svara, að enginn hefði verið með nein- ar tillögur að fá útlendingum þessa yfirstjórn í hendur. Yfir- stjórn atvinnumála yrði jafnt í höndurn Íslendinga sem áður og hið sama mundi gilda um þetta fyrirtæki og önnur. Það væri rétt sem bent hefði verið á í umræðum að ef framkvæmd samningsins færi illa úr höndum og það kæmi í ljós, að hún væri skaðleg fyrir almenning og efna hagslífið, þú ættum við þá yfir- stjórn þessara mála, að taka slíka verksmiðju eignamámi, bæði samkvæmt stjórnarskránni og ákvæðum samningsins, en um þetta væri fjallað í 35. grein hans. Þá vék ráðherra að því að inn í umræður um þetta mál hefði spunnizt það hvort Alusu- isse yrði aðili að Vinnuveitenda samibandi íslands, og hefðu kom ið fram óskir að svo yrði ekki. 19. apríl sl. hefði borizt bréf frá þeim þar sem þeir staðfestu, að ISAL mundi ekki gerast aðili að Vinnuveitendasambandinu. Þá vék ráðherra að því er komið hafði fram í ræðu Einars Olgeirssonar um verkföll og það hvort þau gætu haft áhrif á raf- magnskaup verksmiðjunnar. Sagði ráðherra, að verkfall á ís- landi gæti auðvitað ekki hindr- að Alusuisse í því að greiða fyrir það rafmagn, sem bræðslan not- aði í raun og veru. Til gæti kom ið aðeins þau verkföll sem bein- línis lækkuðu orkunotkun verk- smiðjunnar niður fyrir lágmarks magn sem gætu haft í för með sér hnekki fyrir landsvirkjun, samkvæmt þessu ákvæði samn- ingsins. Af þessu leiddi að það væru aðeins verkföll í bræðsl- unni sjálfri sem stöðvuðu sjálfa framleiðsluna. T.d. væri engin ástæða fyrir ISAL að draga úr framleiðslunni þótt verkfall yrði hjá hafnarverkamönnum. Slókt verkfall þyrfti að standa mánuð um saman áður en það færi að segja til sín í minnkaðri orku- notkun þar sem bræðslan mundi hafa jafnan nægar efnisbirgðir á staðnum. Það yrðu verkföll sem yrðu í sjálfri verksmiðjunni sem segðu vitanlega fyrr til sín, en samt yrðu þau að standa langan tíma til þess að breyta nokkru um skuldbindingar um raf- magnskaup. Fyrirtækið yrði sjálft að sanna að það hafi orð- ið fyrir verkfalli er það gat ekki komið 1 veg fyrir með öllum eðlilegum ráðum og það hafi ver ið bein afleiðing af þessu verk- falli sem orkunotkun þess fór niður fyrir lágmark. Þá hefði verið spurt um að það hvernig afstaða ríkisstjórn- arinnar væri í sambandi við þessi verkföll. T.d. hvort Alusu- isse gæti bent á það að ríkis- stjórnin gæti leyst málið og af- stýrt óviðráðanlegum öflum t.d. með því að banna verkfallið. Því væri til að svara að ríkisstjórnin hefði engar sérstakar skyldur gagnvaft verkföllum í bræðsl- unni fremur en öðrum verkföll- um og ætti Alusuisse enga heimt ingu á því að ríkisstjórnin grípi til sérstakra ráðstafana til að leysa vinnudeilur í verksmiðj- unni. Þá vék ráðherra að þeim um- mælum Hannibals Valdimarsson ar að samningarnir hefðu ekki alltaf gengið snuðrulaus't. Ráð- herra sagði að því væri til að svara að fyrstu samningsdrög- in af hendi íslendinga hefðu ver ið send Svisslendingunum í jan úar 1965 og þar hefði samnings- uppkastið verið formað. Því hefði svo aftur verið svarað með samningsuppkasti frá Alusuisse í maí 1965. Við það uppkast hefði verið gerður fyrirvari og óskað eftir fundi. Fyrirvarin hefði varðað efnisatriði og þó einkum form samninganna. Þetta uppkast hefði síðan farið til þingmannanefndarinnar sem hefði farið í gegnum það og gert við það ýmsar athugasemdir. Upp úr því hefði verið samin greinargerð og hún seld til Alu- suisse. Ráðherra sagði að það hefði verið margt í þessu samn- ingsuppkasti Svisslendinga sem talin hefðu verið það veruleg atriði, að látið hefði verið uppi irm það leyti að óvíst væri hvort af samningum yrði. Forstöðu- menn samningana af Svisslend- inga hálfu hefðu svo komið hing að í október og hefðu það þá verið alveg sérstakleg ákvæði um deilur á milli aðilanna og þau lög, sem fara ætti eftir sem voru ágreiningsatriði. Sagðist ráðherra þá hafa látið í ljós við Svisslendingana að við gætum ekki gengið að þeim ákvæðum er þeir fyrirhuguðu. Upp úr þessium viðræðum hefðu þeir síðan gengið inn á það sem nú kæmi frauj í 45. grein samning- ana. Þá vék ráðherra að því, að auk gerðardómsins hefðu orðið mestar deilur um rafmagnsverð- ið. Vissulega hefði verið æski- legra ef það hefði getað verið hærra, en lengra en þetta hefði ekki verið mögulegt fyrir okkur að komast. Það væri sín skoðun að samningurinn væri okkur hag stæður þrátt fyrir rafmagnsverð ið Og að grundvallarverðið 2,5 pro. mill. gæfi okkur sterkari og betri aðstöðu til annara virkjana framkvæmda en við hefðum ella haft. í greinargerð frumvarpsins kæmi fram að ef litið væri á framleiðslueiningu rafmagns frá Búrfelli með og án álbræðslu, kæmi í ljós að á árunum 1969— 19T5 mundi viðbótarorkan kosta 62% meira ef álrbæðsla yrði ekki byggð, á árunum 1976—1980 2i2% og á árunum 1981—1985 12% meira. - Þessum staðreyndum hefði ekki verið á móti mælt, nema sagt hefði verið, að áætl- anir um byggingarkostnað gæti ekki staðist. Um kostnaðinn lægju hins vegar fyrir ýtarlegar áætlanir, sem að miklu leyti væru þó fast verð. Happdrætti vangefínna Handhafi vinningsmiða nr. 20443 í happdrætti Syrktarfélags vangefinna, sem hlaut fólksbif reið Chevrolet Impala, gaf Styrkt arfélaginu kr. Þúsund daginn sem bifreiðin var afhent. Hann hefur óskað þess að nafns verð i ekki birt. Styrktarfélagið þakk- ar þessa rausnarlegu gjöf og óskar vinningshafa til hamingju með bifreiðina. Þessi mynd er af happdrættisbílnum og standa við hann framkvæmdastjóri Styrktarfélagsins og fulltrúi frá fjáröfiunarnefnd, Hörður Ásgeirsson. (Frá StyrktarféL vangefinna) Stórkostleg nýjung — Vatnslímdar spónaplötur frá OY. Wilhelm Schauman A/B. Vér getum útvegað vatnsheldar spónaplöt ur (Vialaboard) frá Finnlandi. Einnig Steypumótakrossvið á mjög hag- stæðu verði. — Leitið upplýsinga. Hannes Þorsfeinsson Heildverzlut Hallveigastíg 10. — Sími 2-44-55. Verkakvennafélagið Framsókn Félagsfundur í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu, þriðjudaginn 26. apríl kL 8,30 síðdegis. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Rætt um uppsögn samninga. 3. Onnur mál. Konur fjölmennið og mætið stundvíslega. Verkakvennafélagið Framsókn. Svurtir ítolskir skór nýkomnir. — Bússkinn, skinn, heilir Lönguhlíð milli Miklubrautar og Barmahlíðar. Nýjasta nýtt í kaffilogtm FILTROPA kaffisíur Útsöluverð aðeins kr. 20,00 pakkinn. Heildverzlunin Amsterdam Sími 31-0-23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.