Morgunblaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1966, Blaðsíða 16
16 MORCU N B LAÐIÐ Sunnudgaur 24. apríl 1966 Útgeíandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstj'órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FUNDIR BORGARSTJÓRA ¥ dag hefst í veitingahúsinu^ Lídó fyrsti fundurinn af sex, sem Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, hefur boðað til með fbúum Reykjavíkur, og standa munu næstu sex daga. Þessir hverfafundir eru al- gjör nýjung, en með þeim vill borgarstjóri fá tækifæri til að kynna Reykvíkingum betur framkvæmdir borgar- .. innar og störf borgarstjórnar- innar á liðnu kjörtímabili, jafnframt því sem hann á þess kost á þessum fundum að heyra sjónarmið Reykvíkinga og íbúa hinna einstöku hverfa til hinna margvíslegu mál- efna og vandamála, sem upp koma í stjórn Reykjavíkur- borgar. Fundir þessir hafa þegar vakið mikla athygli, og eng- inn vafi er á því, að þessi við- leitni borgarstjóra til þess að skapa nánara samband milli þeirra, sem með stjórn borg- arinnar fara og borgarbúa hefur mælzt mjög vel fyrir. f»ví miður hefur það reynzt svo hér á landi að þeir, sem kjörnir hafa verið til trúnað- arstarfa í sveitarstjórnum eða _til landsstjórnar hafa ekki verið í nægilega nánu sam- bandi við fólkið í landinu. Það er til mikils skaða, og þess vegna ber að fagna þeirri nýjung, sem Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, hefur fitjað upp á með þessum fundar- höldum, og vafalaust mun brjóta blað í samskiptum fólksins í landinu og þeirra manna, sem það hverju sinni felur trúnaðarstörf á hendur. Á fundum þessum getur hver og einn staðið upp og beint fyrirspurnum til borg- arstjóra um hver þau mál sem honum sýnist, hvort sem þau varða hagsmunamál ein- stakra hverfa eða Reykjavík- urborgar í heild. Þannig fá Reykvíkingar í lok þessa kjör tímabils borgarstjórnar tæki- færi til að spyrja í þaula þann mann, sem þeir hafa falið for- ustu sinna mála og vissulega eiga forustumenn í stjórnmál um að vera reiðubúnir til þess að leggja verk sín á þennan hátt undir mat og dóm fólksins. Morgunblaðið fagnar frum kvæði borgarstjóra að þessum fundarhöldum, og vill hvetja alla Reykvíkinga til þess að fjölmenan á þessa fundi og beina fyrirspurnum til Geirs Hallgrímssonar um hver þau máiefni hverfa eða borgar, sem þú fýsir. HARÐUR DÓMUR UM EIGIN FLOKKSMENN P'ramsóknarblaðið ræðir ál- málið enn í forustugrein í gær, og segir að „með því að beita handjárnum með meiri hörku en áður þekkist í þingsögunni“ hafi ríkisstjórn inni „tekizt“ að fella dagskrár tillögu Framsóknarmanna við aðra umræðu álmálsins í Neðri deild! Það er óneitan- lega broslegt að sjá slík skrif í málgagni Framsóknarflokks ins. Öllum er kunnugt að fullur stuðningur hefur verið meðal þingmanna stjórnar- flokkanna við álfrumvarpið, en hins vegar varð Eysteinn Jónsson að beita mikilli hörku og „handjárnum“ til þess að neyða sjö þingmenn Framsóknarflokksins á sínum tíma til þess að samþykkja afturhaldsafstöðu hans til þess. Tveir þessara sjö þing- manna hafa nú brotið af sér handjárnin, en á það minnist Framsóknarblaðið ekki í fyrr nefndri forustugrein. Síðan segir Framsóknar- blaðið: „Undir þessum kringum- stæðum er það gerræðis- fyllsta ofríki, að ríkisstjórn- in beiti handjárnum til að knýja fram með örlitlum þingmeirihluta eitt mesta stórmál, sem hefur komið fyrir þingið...Slík máls- meðferð sýnir fyllstu lítils- virðingu á lýðræðinu og er ofbeldisverknaður af verstu tegund.“ Þetta er harður dómur, ekki sízt yfir Framsóknar- þingmönnunum tveimur, sem raunverulega lýstu yfir fylgi sínu við álsamningana á Alþingi síðastliðinn miðviku- dag, og lýstu andúð sinni á afstöðu Framsóknarflokksins til þess, með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu. Ef marka má orð Tímans eru þessir tveir þingmenn orðnir félegt fyrirbæri í augum flokksmanna sinna. UTAN ÚR HEIMI Síðasti sjdræninginn Felix Luckner fallinn í valinn ÞEGAR þeir sem nú eru menn komnir á miðjan aldur voru bara strákar í skóla, heyrffu þeir marga söguna af „Sædjöflinum“ sem kallaður var, þýzkum greifa í þjón- ustu sjóhers hans hátignar Vilhjálms keisara, sem fór með skipi sínu um höfin og vann landi sínu frækilega í heimsstyrjöldinni fyrri. Eng- inn maður týndi þó nokkru sinni lífi af hans völdum í stríðinu og engir fangar áttu betri vist en áhafnir skipa þeirra sem „Sædjöfullinn“ tók herskildi, og allur var maðurinn þannig í hátt að frásagnarvert var. Og því segjum við frá honum nú, að fyrir nokkru bar að andlát þessa kappa í Málmey í Sví- þjóð á 86. aldursári. „Sædjöfullinn" hét réttu nafni Felix Lúckner. Hann var greifi að tign og góðrar ættar en var snemma ódæll nokkuð og einþykkur og hljópst á brott að heiman 13 ára gamall og réði sig messa- dreng á rússnesku seglskipi. Síðan flæktist hann víða og var við margan starfann rið- inn, veiddi kengúrur í Ástra- líu, gekk í mexikanska her- inn og Hjálpræðisherinn, stundaði hnefaleika og glímu og siglingar alltaf öðru hvoru og sitthvað fleira sem við kunnum ekki hér frá að ségja. Loks gafst honum Felix Lúckner, „Sædjöfull- inn“ hlaðinn heiðursmerkjum fyrir framgöngu sína í stríð- tækifæri til þess að taka sigl- ingapróf og var kjörinn til að vera skipstjóri á „Hafern- inum“, af því han-n kunni manna bezt með slík skip að fara, þeirra er völ var á. „Haförninn“, hið sögu- fræga skip Lúckners, var ekki síður merkilegt en skip- stjóri þess. >að var upphaf- lega bandarískt, þrísigld skonnorta og öll hin ásjáleg- asta, sem Þjóðverjar náðu á sitt vald og létu breyta í Hamborg svo að ofanþilja leit hún út eins og friðsam- legt norskt kaupfar, neðan- þilja var ailt þýakt og her- mannlega búið sem von var. Lúcknes hafði þann hátt á við töku óvinaskipa, yfirleitt brezkra eða franskra flutn- ingaskipa, að hann sigldi „Haferninum“ í átt til þeirra og hafði uppi merkjafána að spyrja hvað tímanum liði eða einhvers ámóta. Skipstjórar hinna skipanna hægðu þá oftast ferðina og uggðu ekki að sér þar sem norski fán- inn var í mastri „Hafrarnar- ins" og kannski líka kona á þilfarinu — því Lúckner vissi mætavel að norskir skip stjórar áttu vanda til að hafa eiginkonur sínar með sér á langferðum og lét því jafnan einhvern yngstu háseta sinna bregða sér í pils og setja upp hárkollu og villa um fyrir óvinunum — og bjuggu sig undir að svara. En er skipin voru nógu nærri var norska fánanum rennt niður úr mastri Hafarnarins og hinn þýzki dreginn að hún, hluta af borðstokknum hleypt nið- ur svo skein í fallbyssu og annan vopnabúnað og merkja fánar skiptu yfir í „Leggist að eða við skjótum"! Síðan var skipstjóri óvina- skipsins og áhöfn hans flutt yfir í „Haförninn" og skip- inu sökkt með kurt og pí. Lúckner greifi vildi ógjarnan kalla hina herteknu óvini sína „fanga“, kvað þá aðeins gesti sína um stundarsakir. Skipstjórar höfðu ríkmann- lega klefa út af fyrir sig í „Skipstjóraklúbbnum" og voru oft margir saman í góðu yfirlæti. Viðurgerningur all- ur um borð í „Haferninum" var hinn bezti og svo að mönnum búið að alltaf voru þar nýjustu dagblöð og tíma- rit brezk og frönsk og nóg af plötum að setja á grammófón inn. Einnig máttu menn fara frjálsir ferða sinna um skip- ið að kalla mátti og svo vel leið flestum „föngum“ Lúck- ers að þeim var eftirsjá að „fangavistinni" er henni lauk. Einhverju sinni hafði „Sæ- djöfullinn" komist yfir nokk- uð á þriðja þúsund kassa af forláta frönsku kam-pa víni. Hann veitti gestum sinum af því oft »g tíðum og bót jafn- an einni slikri og bíu sterlings pundum að auk hverjum „Haförninn", sem sökkti 14 skipum í heimsstyrjöldinni fyrri án þess nokkur maður týndi lífi. þeim er fyrstur kæmi auga á óvinaskip. Sögur segja að ekki hafi áhöfn „Hafarnar- ins“ verið ein um að klifra þar upp í rá og reiða að for- vitnast um framandskip held ur hafi háttvirtir „gestir“ Lúckners skipstjóra Uka gert það óspart sér til dægrastytt- ingar — eða kannski það hafi verið kampavínið, sem freisf- aði. . Aldrei týndi maður lífi fyrir tilverknað Lúckners eða „Hafarnarins“ og tókst honum þó að ná á sitt vald og sökkva mesta fjölda óvina skipa, en öllum á þann hátt er áður greindi. Einhverju sinni hafði borið óvenjuvel í veiði og var orðin þröng á þingi um borð í „Hafernin- um“, þar sem fyrir voru 400 sjómenn úr herjum banda- manna. „Sædjöfullinn“ gerði sér þá lítið fyrir og hertók franskt skip sem var á leið til Brasilíu og setti mennina um borð í það — en greiddi þeim fyrst af stakri prúð- mennsku fullt kaup fyrir all- an þann tíma sem þeir höfðu dvalizt um borð í „Hafern- inum“ og drakk þeim kveðju- skál í kampavíninu sem áður gat. Er þetta varð hafði Lúckn- er verið mjög athafnasamur, sökkt 14 skipum á sjö mán- uðum og vissi að herskip bandamanna voru á hælun- um á honum. Hann brá sér þá suður fyrir Góðravonar- höfða og út í Kyrrahafið, tók nokkur bandarísk skip suður af Hawaii-eyjum en varð loks að láta í minni pokann fyrir flóðöldu á Félagseyjum. Eftir nokkra hrakninga hélt hann þaðan á opnum báti frá eyjunni til annarrar og komst loks til Fiji-eyja, þar sem Bretar tóku hann höndum. „Sædjöfullinn“ hefði að vísu getað neytt aflsmunar til að komast hjá hahdtöku, en hann var ekki einkennis- klæddur og bar því ekki sMkt við. En þegar heimsstyrjöld- inni lauk var líka úti ævin- týri. Lúckner hélt um heim- inn þveran og endilangan að segja frá ferðu-m sínum, en það var skammgóður vermir. Hiann v*r hlynnbur HSttter Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.