Morgunblaðið - 24.04.1966, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.04.1966, Qupperneq 23
Sunnudgaur 24. apríl 196f MORGUNBLAÐIÐ 23* SjÖtugur á morgun: Ásgeir H. Jónsson Valshamri ÞEGAR ég fyrir 24 árum kom fyrst til Stykikshóims og hóf ! starf á sýsluskrifstofunni, kynnt ist ég í því starfi mörgum mönn- um og mikil samskipti hafði ég við hreppstjórana, svo sem starfi mínu var samfara, Meðal þeirra var Ásgeir á Valshamri. Það j vakti fljótt athygii mína hversu hann hafði fagra rithönd, sér- stakan stíl og frágang á öllu því, sem hann lét frá sér fara. j Var sama hvort um bréf eða skrár var að ræða, það var eng- in hætta á að ekki skildist allt, eem þar var um fjallað og gott var að leita til hans, því bæði ! Sfwi var það að svörin drógust ekki á ianginn og hitt að þau voru greinileg. Ég man líká vel eftir vinnu og handbrögðum hans í skattanefndarstarfi hans og þar þurfti yfirskattanefnd jafnan litlu við að bæta. Ég skal ekki dóm á það leggja hversu fljótvirkur hann var en vandvirkni hans sáu allir. Þann- ig er líka með búskap hans. Snyrtimennskan hæst skrifuð og því blessast allt svo vel. Og eitt enn, ég held að Ásgeir taki aldrei að sér það verk, sem hann ekki er viss með að ljúka þannig að sómi sé að. Ásgeir Halldór Jónsson er fæddur að Valshamri í Skógar- strandarhreppi 25. apríl 1896. Þar hefir hann alla tíð átt heima síð- an og unað vel hag sínum. For- eldrar hans bjuggu þar áður all- an sinn búskap. Móðir hans var Kristín Daníelsdóttir frá Langa- dal, systir Daða manns Maríu Andrésdóttur. Faðir hans var Jón Jónsson og voru ættir hans úr Dölum. Hann var lengi hrepp stjóri þeirra Skógstrendinga. — Ég hef ekki verið víðförull um dagana, segir Ásgeir í stuttu viðtali, ég hef haldið mér við jörðina. Byrjaði búskap 1923 eft- ir lát föður míns 1922 og hef því búið nú í 43 ár. Faðir minn bjó á Vaishamri í 35 ár, hóf bú- skap 1887. Ég giftist svo árið 1927 Ás- laugu Guðmundsdóttur frá Fagradal í Dalasýslu. Þar bjuggu foreldrar hennar, Þórdís ívars- dóttir og Guðmundur Hannesson og áttu margt barna. Guðmund- ur var lengi póstur. Þegar ég byrjaði búskap voru allar jarðir og kot í Skógarstrand arhreppi í byggð og blómleg eyja byggð, allar 6 eyjarnar í byggð, aðeins ein, Geitareyjar, voru þá í eyði. Hreppurinn því fjölmenn- ur og góðmennur. Skemmtanalífið var ósköp fá- breytt hér á ströndinni. Menn fóru á milli kunningjanna og svo voru kirkjuferðirnar. Það voru helztu mannfundirnir og menn settu metnað sinn í að mæta við kirkju. Því var kirkjusókn góð. Fyrsti prestur, sem ég man eft- ir, var séra Jósef Hjörleifsson. Ég leit mjög upp til hans. Ágúst son ur hans og ég vorum á líku reki og ekki spillti það fyrir. Eftir hann kom svo séra Lárus Hall- dórsson. Báðir þessir menn voru miklir embættismenn og á Breiða bólsstað var messað annan hvern sunnudag. Já, merin voru ekki að setja það fyrir sig þótt þeir þyrftu að fara fótgangandi langa leið og jafnvel í misjöfnu veðri til að komast til kirkju og ekki man ég til að messa félli niður. Við Breiðabólsstaðar- kirkju var lengi forsöngvari Jósef Eggertsson á Vörðufelli. Var unun að heyra hann leiða sönginn enda hafði hann blæ- fagra og mikla rödd, sem ekki gleymist þeim sem á hlýddu og ekki efi á að söngur hans dró fólk að og setti sinn svip á guðs- þjónustuna. Eftir messu ræddu menn saman eins og gerist og gengur um áhugamálin og var það oft uppörfandi og gagnlegt. Á haustin komu oft fjárkaup- menn úr Hólminum bæði frá Tangsverzlun og Sæmundarverzl un. Var lagt mikið upp úr því að selja féð á fæti, því þá höfðu bændur engin eftirkaup. Tóku kaupmenn þá við fénu á staðn- um og fengu menn til að reka út í Hólm. Stundum var líka slátrað á Dröngum og afurðirn- ar fluttar á bátum í kaupstað- inn. Samgöngurnar voru ekki eins greiðfærar og í dag. Það var meiri kyrrð og friður yfir öllu en í dag og þessi hraði sem nú ber efst var ekki til. íhugunar- stundir voru því fleiri. ^ Þetta er í stuttu máli það, sem Ásgeir sagði mér, er ég lagði leið til hans um daginn í tilefni af- mælisins. Hann talaði eingöngu um björtu hliðarnar og sólar- geislana, enda held ég að Ásgeir hafi manna bezt kunnað að haga lífsgöngu sinni þannig að dökku blettirnir eru algerlega útilokað- ir, í það minnsta í minnihluta. Ánægjan og hið góða skap sér fyrir því. Hann hefir ekki held- ur staðið einn í straumi lífsins. Víst er um það. Ásgeir hefir gegnt hreppstjórastarfi frá 1930, verið safnaðarfulltrúi og í sókn- arnefnd frá 1922. í fræðslunefnd hefir hann setið og verið for- maður hennar og í stjórn Búnað- arfélags sveitarinnar frá 1926. Þau hjón eiga 4 börn og eru þrjú þeirra búsett í Reykjavík, en Jón sonur hans býr með föður sínum á Valshamri. Á þessum affnælisdegi munu samferðamenn Ásgeirs senda honurti og heimili hans innilegar árnaðaróskir um leið og þeir þakka vinsemd hans fyrr og síðar. Á. H. Atvinna Viljum ráða duglegan mann til starfa nú þegar. — Upplýsingar hjá verkstjóra. Afurðasala SÍS Vélritun Innflutningsfyrirtæki í Reykjavík vill ráða góða vé/iritunarstúlku fyrir íslenzkar og enskar bréfa- skriftir. — Góð vinnuskilyrði og kaup eftir sam- komulagi. Umsóknir sendist afgr. Mbl. merkt: „Vélritun — 9741“, fyrir 1. maí n.k. Rósir Nýkomnar pottarósir frá Danmörku. •— Takmarkað- ar birgðir. — Mjög gott úrval af allskonar potta- blómum, grænum og blómstrandi. Vorlaukar, Daklíur, Bóndarósir, Anemonur, Gladiolus, Begoniur o. fL Blómaskáli PAUL MICKELSEN. HveragerðL REYKMÍKUR Stofnaður 1966. Fyrsta skemmtun hins nýstofnaða Hjóna-klúbbs Reykjavíkur, verður haldin í Lídó laugardaginn 30. apríl nk. og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 19,30. — Húsið verður opnað kl. 19. TIL SKEMMTUNAR m.a.: 1. Einsöngur: Guðrún Á. Símonar, óperusöngkona. 2. Frumfluttur nýr skemmtiþáttur af leikurunum Róbert Arnfinnssyni og Rúrik Haraldssyni. 3. Flutt minni eiginkvenna — og karla. Ný hljómsveit: Sextett Ólafs Gauks. Söngvarar: Svanhildur Jakobsdóttir og Björn Einarsson. Veizlustjóri verður Sveinn Ásgeirsson, hagfr. — Samkvæmisklæðnaður — Verði aðgöngumiða er mjög i hóf stillt og kosta að- eins kr. 750,00 (fyrir parið) og er maturinn inni- falinn. — Sala aðgöngumiða hefst í veitingahúsinu Lídó nk. þriðjudag kl. 16—19. — Athygli þeirra, sem ekki hafa sótt skírteini sín, skal vakin á því að verði þeirra ekki vitjað þá, verða þau afhent öðrum. HJÓIKLÚRBUR REYKJAVÍKUR II sí •v. **•*»•«» »«r»«*.»•»*-»» wm með DIXAN, þvottaduftið fyrir allar tegundir þvottavéla: því DIXAN er lágtreyðandi og sérstaklega framleitt fyrir þvottavé/ina yðar. Með DIXAN táið þér alltat bextan árangur!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.