Morgunblaðið - 04.05.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.05.1966, Blaðsíða 19
MiðvHcuéfagur 4. maí 1966 MORGU NBLAÐIÐ 19 — Alþingi Framhald af bls 1 hæsta, sem þekkist nokkurs stað ar. Hinir tiltölulega skynsömu kjarasamningar tveggja síðustu ára og aðrar hliðarráðstafanir haía aukið rauntekjur verka-, sjó- og iðnaðarmanna mun meira en hinar óhóflegu kaupkröfur áð ur gerðu. Bráðabirgðaathugun Efnahagsstofnunarinnar bendir iþannig til þess að raunverulegar atvinnutekjur þessara stétta hafi á sl. ári aukizt um nálægt 10% frá árinu áður. Ráðstöfunartekj- ur þessara stétta eftir álagningu beinna skatta og greiðslu fjöl- skyldubóta hafa þó aukizt enn meir eða samtals um 12% hjá fjölskyldufólki í þessum stétt- um. Er þetta mun meira en aukn ing raunverulegra þjóðartekna á mann sem er áætluð milli 6% og 7%. Frá árinu 1960—1965 hafa raunverulegar þjóðartekjur vax- ið um 32% á mann en raunveru- legar ráðstöfunartekjur verka-, sjó- og iðnaðarmanna hafa á sama tímabili aukizt um 33%. Er því ljóst að þessar stéttir hafa fyllilega haldið hlut sínum í aukn ingu þjóðartekna og er það vel. Athuganir kjararannsóknar- nefndar benda til þess að meðal- ársvinnutími verkamanna í Reykjavík hafi ekki aukizt á ár- inu 1964 heldur hafi dregið úr lengd vinnutímans í fyrra og einn ig á líðandi ári jafnvel svo að gera megi ráð fyrir að í ár verði vinnutími verkamanna rúmlega 100 stundum styttri en árin 1963 og 1964. Rikisstjórninni er ljóst að henni er skylt að horfa til fram- tíðarinnar og hún verður að reyna að tryggja uppvaxandi kynslóð örugga lífsafkomu. Á áratugnum 1950—1960 fjölgaði aðeins um rúmlega 300 manns samtals í landbúnaði, fiskveið- um og fiskiðnaði en gera má ráð fyrir að vinnandi fólki fjölgi um 16—17 þúsund manns næsta ára- tug. Það gegnir því furðu þegar flokkar skírskota sérstaklega til ungu kynslóðarinnar og hags- muna verkalýðsins og berjast með þau orð í munni gegn upp- byggingu nýrra atvinnugreina í landinu ekki aðeins gegn ál- bræðslu heldur jafnvel gegn kís- jlgúrvinnslu við Mývatn og telja þúsundir manna muni yfirgefa landsbyggðina og streyma til Reykjavíkur til að vinna í verk- smiðju, sem ekki þarf nema lít- inn hluta vinnuaflsaukningarinn- ar innan sjálfs Reykjanessvæðis- ins. íslenzk æska, vísindamenn og tæknimenn eiga enga samleið með mönnum með slíkan hugs- unarhátt. Helgi Bergs (F) sagði hina vaxandi dýrtíð og verðtoólgu 6kapa launþegum æ lengri vinnutíma, án þess þó að hann Ibæri meira úr bítum og tærði fjárhagslegan grundvöll undir- stöðuatvinnuveganna. Nú væri svo komið að opin- ber verkefni hrönnuðust upp og Ibiðu óleyst, enda hefðu opin- berar framkvæmdir verið skorn ar niður um 20% á árinu 1965. Þá væri því litla fé er veitt væri af hinu opinbera mjög óskipu- lega dreift og bæri Ijóst vitni óstjórn ríkisstjórnarinnar í fjár- málum. Því væri gjarnan haldið fram af ríkLsstjórnini að nú myndi heil kynslóð græða á verðbólg- unni. Svarið við þeim fullyrðing um hefði fengizt 1. maí, er verka iýðurinn bar einhuga fram kröf- ur sínar um að verðbólguþróun- in yrði stöðvuð. Helgi vék einnig að byggingu álverksmiðju við Straum. Sagði hann að Framsóknarflokkurinn teldi, að erlend stóriðja kami þá aðeins til greina að hún væri liður í heildaráætlun, þar sem tekið væri tillit til byggða- vandamálsins og aðstöðu í efna-, hagsmálum. Nú væri verksmiðju þessari valin sá staður þar sem vinnuaflseftirspurnin væri mest, auk niðurlægjandi ákvæða um gerðardóm og afar óhagkvæma raforkusölusamninga. Það væri skoðun Framsóknarflokksins að leggja bæri áherzlu að að efla atvinnulífið, í stað þess að drepa það í dróma með hæpnum að- gerðum í efnahagsmál jnr. sem núverandi ríkisstjórn gerði. Birgir Finnsson (A) gerði í upphafi máls síns þinghaldið að umtalsefni. Sagði hann að á því þingi er nú væri að ljúka hefðu mörg merk mál alotið af- greiðslu, sérstaklega undanfarn- ar vikur. Kvartað hefði verið um það af hálfu stjórnarmdstæð inga hversu afgreiðsla mála gengi seint, en þar gætu þeir fyrst og fremst kennt sjá.íum sér um. Margt væri þó se.n bet- ur mætti fara í þingha'd'nu og I nú hefði verið skipuð 7 n anna | milliþinganefnd til að endur- I skoða lög um þingsköp Alþing- is. M.a. væri nauðsynlegt að þjóðin fengi réttari mynd af störfum Alþingis við útvarps- umræður en nú væri. Vék Birgir síðan að afstöðu sinni til álbræðslunnar í Straums vík og sagði að með henni yrði at vinnulífið gert fjölbreyttara auk þess . sem rafmangsverð yrði lægra til almenningsnota með álverksmiðju, en án. Þær tekjur sem fengjust af sölu rafmagns til álverksmiðjunnar væri trygging fyrir lánum er tekin væru til raf orkuframkvæmda. Auk þess hefði virkjun, án álbræðslu ekki gefið af sér tekjur til Atvinnu- jöfunarsjóðs, en sá sjóður kæmi til með að gegna mjög veiga- miklu hlutverki. Það væri skoð- un sín að samningurinn væri hagstæður og að bygging ál- verksmiðju mundi stuðla að alhliða eflingu atvinnuveganna og frekari stórvirkjana, t.d. við Dettifoss. Vék síðan Birgir að þeim full yrðingum er komu fram í ræðu Hannibals Valdimarssonar í gær að hækkað fiskverð til neytenda hefði ekki þýtt hækkað fisk- verð til útvegsmanna og sjó- manna. Fiskverðið hefði verið hækkað um 17% um sl. áramót og hefðu verið tvær leiðir til þess að mæta auknum útgjöld- um ríkissjóðs er af þessu leiddi. Önnur að leggja á nýja skatta, hin að draga úr útgjöldum ríkis sjóðs, og hefði sú leið verið val- in. Að lokum gerði Birgir af- stöðu sveitarfélaga og ríkisins að umtalsefni. Sagði hann að núverandi ríkisstjórn hefði stuðlað að því að gera sveitar- félögin sterkari með því m.a. að fá þeim nýja tekjustofna og taka á sig meira af útgjaldalið- um þeirra. Nú hefði einnig ver- ið sett ný lög um lánasjóði sveitarfélagana, er mundi reyn- ast sveitarfélögunum mikilvægt. Einar Olgeirsson (K) sagði að með því að hleypa inn í landið er lendum auðhring væri stigið fyrsta sporið niður á nýlendu- stigið. Þetta væri þó aðeins upp hafið, og mætti benda á það sem strax hefði fylgt á eftir, er veita ættu amerísku auðfyrirtæki ein- orkun á vinnslu kísilgúrs við Mývatn. Núverandi stjórnarvöld þreyttust ekki á að telja kjark- inn úr þjóðinni og segja henni, að við gætum ekki lengur treyzt á eigin atvinnuvegi. Þetta væru hrein ustu blekkingar og þeir hinir sönnu aftur- haldsmenn er kyrjuðu þennan söng. Staðreynd irnar væru þær, að við gætum gert allt sem gera þyrfti sjálfir, — þó að allt umhverfðist nú í ræningjabæli erlends auðmagns og hervalds. Slík léti þing og þjóð ekki bjóða sér og teldi sig óbundna af þeim óheilla samn- ingum er nú hefðu verið gerðir. Nýjar hækkanir nauðsynja- vara mundu auka útgjöld ríkis- sjóðs í launagreiðslum um 50 millj. kr. Þetta kæmi til af því að rikið ætlaði að greiða 80 millj. kr. til hagræðingar í sjávarút- vegi. Af þessu dæmi ætti öllum að vera ljós sú bandvitlausa stjórnarstefna sem byggi sig undir nýja gengislækkun eftir naestu kosningar. Verðbólguvöxt urinn hérlendis væri í rauninni ekki óeðlilegur þar sem hann væri höfuð gróðalind ’braskara, en fyrir slíka teldi ríkisstjórnin sig vera málsvara fyrir. Ingólfur Jónsson, landbúnaðar ráðherra, minnti á, að lög um verðlagningu búvöruverðs hafa verið endurbætt og þannig geng- ið frá málum, að einn aðili getur elcki gert þau óvirk eins og gerð- ist sl. haust. Nú verður eðlileg vinna bóndans, konu hans, skyldu liðs og hjúa viðurkennd við út- reikning verðlagsins. Er eðli- legra að búvöru verðið miðist við alla framlagða vinnu við búið og rekstrargjöld þeldur en miðað sé að einhverju leyti við ákvæð isvinnu og afla- hlut sjómanna, sem er ávallt breytilegur. Landbúnaðurinn verður alltaf einn aðalatvinnuvegur þjóðarinn ar, sagði ráðherrann. Hann mun gera meira en að framleiða mat- væli fyrir íslenzka neytendur, þar sem búvörurnar eru úrvals hráefni. Með því að nýta fram- leiðsluna getur þjóðin fengið miklar gjaideyristekjur og veitt miklum fjölda manna atvinnu við vinnslu vörunnar. I stað þess að flytja uliina út óunna mætti margfalda útflutningsverðmætið með því að vinna úr henni í land inu. Miklar líkur eru til að til- raunir sem unnið er að með hag nýtingu ullarinnar geti aukið gæði hennar þannig að vinna megi úr íslenzku ullinni vörur, sem hún var áður talin ónothæf í. Gærurnar eru fluttar að mestu óunnar úr landi. Hér á landi ætti, að sauma pelsa og fleiri tízku- vörur úr okkar ágætu gærum og skjólföt úr öðrum skinnum, sem eru eftirsótt í hinum kaldari löndum. Með því að auka verð- mæti skinna og ullar og nýta allt sem verðmæti getur orðið af sláturgripum, batnar aðstaðan til sölu á kjöti fyrir erlendan markað. Með ræktun og upp- græðslu má margfalda sauðfjár- stofninn. Ekki er rétt að gera mikið úr offramleiðslu í landbún aði þótt mjólkurframleiðslan hafi um sinn orðið meiri en fyV- ir innlenda markaðinn, það þarf ekki lengi að hafa áhyggjur af því. Þá vék Ingólfur Jónsson að virkjunarmálum og sagði: í land inu hefur verið virkjað aðeins 2% af því vatnsafli, sem telja má hagkvæmt til virkjunar. Þeg ar virkjuð eru við Búrfell 210 þúsund kw. hefur 6% af þeirri vatnsorku, sem hagkvæm er til virkjunar verið beizluð. Með því að virkja við Búrfell á hagkvæm asta hátt verður virkjunarkostn- aður mjög ódýr. Virkjunarkostn- aður við Sog miðað við nútíma verðlag næmi um 20 aurum á kwst. en við Búrfell tæplega 10 aurum. Með því að virkja við Búrfell og selja til Álverksmiðj- unnar raforku verður rafmagns- verð fyrir almenna notkun 62% ódýrari fyrstu árin heldur en yrði ef virkjunin væri minni. Aðrar þjóðir hafa miklar tekj ur af ferðamönnum. fsland mun verða ferðamannaland. Móttaka ferðamanna og fyrirgreiðsla við þá eykur þjóðartekjurnar. 1955 komu 9.107 erlendir ferðamenn hingað til lands. 1960 12.806 og 1965 28.879. Það stefnir í rétta átt í þessum málum. Að lokum sagði ráðherrann: fs lendingar eru með tekjuhæstu þjóðum Evrópu. Það hefði þótt ótrúlegt fyrir fáum árum. Þetta er árangur af uppbyggingu at- vinnuveganna undir forustu rík- isstjórnarinnar. Pétur Sigurðsson (S) sagði í upphafi ræðu sinnar að berlega hefði komið í Ijós að stóriðju- málið væri mesta deilumál þessa kjörtímabils. Stjórnarflokkarnir hafa vegið og metið málið og komizt að þeirri niðurstöðu að allt bendi til að satnningurinn um álbræðslu í Straumsvík hafi í för með sér þjóhagslegan ávinn ing. Stjórnarandstaðan hefur haft annan hátt á. Hún tekur eitt atriði út úr samningunum gagnrýnir það og finnur honum allt til foráttu á grundvelli þess. Ræðumaður svaraði síðan gagn- rýni sem fram hefur komið á orkuverð, gerðardóm, samnings- tíma og staðsetningu verksmiðj- unnar og sagði síðan: Hluti skatt tekna rennur til Hafnarfjarðar- kaupstaðar en enginn vafi er á því að verksmiðjan og hafnar- gerðin í Straumsvík eiga eftir að verða mikil lyfti stöng fyrir allt byggðarlagið. Enda verður að viðurkenna þörf þeirra ekki síð- ur en margra annarra staða hafandi í huga, að helzti at- vinnuvegir þeirra um áratugaskeið, togara- útgerðin hefur ekki borið sitt barr nú um langt árabil, m.a. vegna þeirra fórna sem togara- útgerðin hefur fært, svo lífvæn- legra væri á framleiðslustörfum sjávarafurða kringum landið. Stærsti hluti skattteknanna fer í atvinnujöfnunarsjóð til upp byggingar atvinnulífi úti um land. Stofnfé þess sjóðs er hátt á 400 milljóna króna og.verður til ráðstöfunar á þessu ári um 36 millj. kr. 50 millj. kr. á næsta ári og að fáum árum liðnum á annað hundrað milljónir króna. Þá er heimild til að taka innlend lán og allt að 300 millj. kr. er- lend lán. Þá gerði Pétup Sigurðsson að umtalsefni afstöðu ASÍ til ál- samninganna og sagði: Það er furðulegt að Hannibal Vaide- marsson og félagar hans í stjórn ASÍ skuli í afstöðu sinni tll ál- samninganna ganga í berhögg við eina af grundvallarstefnum verkalýðssamtakanna að auðlind ir landsins verði nýttar. Ég veit að stór hluti íslenzku verkalýðs- hreyfingarinnar er þess fullviss að samningarnir um ál- og kísil- gúrverksmiðju, bygging nýrra sildarverksmiðja, auknir flutn- ingamöguleikar á hráefnum og endurskipulagning fjárfestingar- sjóða og tilkoma atvinnujöfnun- arsjóðs renna styrkari stoðum undir uppbyggingu atvinnulífs- ins. Þórarinn Þórarinsson (F) sagði að skýrslur Efnabagssamvinnu- stofnunar Evrópu sýndu að síð- ustu 12 mánuði hefði verðbólgu- aukningin orðið þrefallt meiri hér á lándi en í nokkru öðru 1 a n dii V-Evrópu. Núverandi stjórn hefur gefizt upp á sviði efnahagsmála en aflabrögð hafa bjargað henni. Káupmáttur tímakaups hefur staðið í stað. Vinnutíminn lengst. Afkoma atvinnufyrirtækja versn- að. Þá vék ræðumaður að álsamn- ingunum og sagði að hið hættu- legasta við 'þá væri hugsunar- hátturinn sem að baki lægi. Van- trú á gildi þeirra atvinnuvega, sem fyrir 'eru. Vantrú á dugnað og framtak íslendinga. Ég hef tröllatrú á íslenzku framtaki. Hún er ekki byggð á þjóðernis- legum gorgeir heldur köldum staðreyndum. Hér þarf að taka við ríkis- stjórn sem getur tekizt á við verðbólguna, styður íslenzkt framtak, veitir launlþegum hlut í vaxandi þjóðartekjum, hefur til tt u stettarsamtaka og getur veitt trausta forustu. Unnar Stefánsson (A) sagði að núverandi ríkisstjórn hefði komið í framkvæmd mörgum þeim málum er hefðu raunhæft og varanlegt gildi fyrir þjóðina, m.a. með því að marka fasta stjórn efnahagsmála. Vinstri stjómin hefði á sínum tíma gef- ist upp, án þess að komast út úr glímunni um dægurmálin. Þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun sú er unnið hefði verið eftir mark- aði að vissu leiti tímamót. Nú væri starfað eftir fyrirfram gerð um áætlunum, — slýkar áætlana gerðir sköpuðu möguleika til þess að vinna skipulega að nýt- ingu fjármagnsins. Slíkar áætlana gerðir yrðu einnig að ná til framkvæmda sveitarfélaganna en þau hefðu vaxandi hlutverki að gegna á sviði þjónustufram- kvæmda. Stefna bæri að því að framfar- ir og gróska næði til allra lands hluta, — og að fjárfestingunni yrði þannig beint inn á þær brautir- sem hagstæðastar væru. Mikið starf hefði verið unnið með Vestfjarðaáætluninni og nú væri ákveðið að taka upp slíka fram- kvæmdaáætlun fyrir Norðurland Með þessum áætlunum væri farið inn á nýja braut, er lögfest væri með lögum um Atvinnujöfnunar sjóð. Nauðsyn væri á að fram færi allsherjárathugun á skipun sveitastjórnamála, og stækka félagseiningarnar þeim til eflingar. Nú væri framundan mikil fólksfjölgun á íslandi og það væri frumskilda þjóðfélagsins að sjá til þess að allir þegnar þess fengju nóg að starfa. Fram sókn sæi í þessu ekki nema eina leið, að efla landbúnaðinn. Öll- um væri ljóst að slíkar að- gerðir væri ekki einhlítar. Það þyrfti að vinna skipulega að uppbyggingunni og notfæra sér tækni nútíðar og framtíðar við hana. Hjalti Haraldsson (K) sagði að með tilkomu álverksmiðju hefðu gtjórnarvöld landsins gert ærlega tilraun til þess að sporð- reisa jafnvægi í byggð landsins. Tekjur til landsbyggðar- innar væru aðeins mjög lítið brot af þeirri fjárfestingu er ætti sér stað með byggingu verksmiðjunnar, auk þess sem sjóður þessi mundi enda með bindingu í Seðla- bankanum í Reykjavík. Þá sagði Hjalti að skólamál landsbyggðarinnar væri í hinu mesta ólestri og í mörgum hér- uðum hefðu foreldrar ekki nein tækifæri til þess að veita börn- um sínum framhaldsmenntun, og tækju þá tíðum þann kost að flytja þangað sem möguleiki væri á slíku. Gerði Hjalíi einnig hin nýju lög um Framleiðslu- ráð landbúnaðarins að umtals- efni og sagði að gengið hefði verið á snið við óskir mikils fjölda bænda með þvi að taka upp 6 manna nefndar kerfið á ný. Eðlilegra hefði verið að bænd ur hefðu fengið beinan samnings rétt við ríkisvaldið, en að etja þeim saman við launþega á ný. Alfreð Gíslason (K) sagði það staðreynd að gufur frá ál- verksmiðjunni reyndust jafnan öllu lífi í umhverfi þeirra hinn mesti vágestur og hefðu allar þjóðir lagt áherzlu á aðgerðir til að koma í veg fyrir hættu af völdum þessara eiturefna. Hér hefði þetta mál hinsvegar verið látið liggja milli hluta og að- varanir þær er hann hefði borið fram, ekki tafið afgreiðslu máls- ins á Alþingi. Mikil hætta væri á hæg- fara eitrun af völdum gufunnar, enda væri slík eitrun atvinnus j úkdóm ur starfsmanna í álverksmiðjun- um, þar sem að- gerðir hefðu ekki komið til. Við álbræðsluna í Straumsvík væri gert ráð fyrir opnum bræðsluofnum sem sendu frá sér um 70% eiturefn- anna, en í Noregi væri hinsvegar lokaðir bræðsluofnar er sendu frá sér 30—40% eiturefna. Ráð- stafanir til að koma upp reyk- hreinsunartækjum hefðu hér ver ið vanræktar í þeim tilgangi að spara hinum erlenda aðila fé, þar sem slík tæki væru mjög dýr. Slælega hefði verið haldið á málum við rannsókn á áhrif- um eiturgufunnar hér og eðli- legra hefði verið fyrir ríkis- stjórnina að hafa vaðið fyrir neðan sig í þessu efni. Það væri því áskorun sín til ríkisstjórnar- innar að hún léti hið fyrsta fara fram hlutlausa og ítarlega rann- sókn á þessum málum. Matthias Á. Mathiesen (S) ræddi fullyrðingar stjórnarand- Framhald á hlo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.