Morgunblaðið - 04.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1966, Blaðsíða 5
OTKJvfkudagur 4. maí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 í L>a Canterina einungis fjór- ar. í>að verður t>ví sannarlega hvíld í því að fást við hana móts við Ævintýri Ho-ffmans. — Og samvinnan við hina íslenzku söngvara? — Hún hefur verið með ágætum. J>eir hafa verið mjög samvinnuþýðir og elsku legir. Kórinn er góður og það sem mest er um vert: hann er mjög áhugasamur, sem er því miður meira en hægt er að segja um svipaða kóra í Svíþjóð. Og Magnús Jónsson hefur mjög góða og þjálfaða rödd, við Magnús erum reynd ar gamlir kunningjar. Ég var aðeins 13 ára gamail, þegar ég hitti hann fyrst í Svíþjóð. — Hvað getið þér sagt okk ur um óperuna sjálfa? — Hún er sérstæð fyrir margra hluta sakir. Hún er eins og kunnugt er byggð á skáldsögum Hoffmans, sem var ákaflega rómantiskur maður, og ef til vill dálítið „hysterískur“ á stundum. Tveir rithöfundar í París sáu í þessum skáldsögum góðan efnivið í leikrit, og í því gerðu þeir Hoffman sjálfan að höfuðpersónunni. Offen- bach samdi óperuna með hlið sjón af leikritinu og einnig þar er Hoffman ávallt sögu- hetjan. Óperuhús voru fyrr á tímum tímum treg til að sýna óperuna, sem stafaði fyrst og fremt af hjátrú, en svo ein- kennilega vildi til, að þegar hún var frumsýnd í Vín brann óperuhúsið meðan á sýningu stóð og margir biðu bana í eldsvoðanum. Hið sama skeði í París, þegar óperan var frumsýnd þar. Um efni óper- unnar er óþarfi að fjölyrða, sjón er sögu ríkari. Eins og fyrr greinir á Söder ström að baki langa reynslu í sviðssetmngu óperu þrátt fyrir ungan aidur, en hann heldur einmitt í dag hátíðlegt 28 ára afmæli sitt. Rætt við leikstjórann Leif Söderström ström, sem íslenzkum óperu- gestum er að góðu kunnur, en hann færði upp óperuna Madame Butterfly í Þjóðleik- húsinu fyrir u.þ.b. ári. Með stærstu hlutverkin í Ævintýri Hoffmans fara Magnús Jónsson, er sýngur Hoffman sjálfan, en Magnús lét nýlega af starfi hjá Kon- unglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn og er nú alkom- inn til íslands. Guðmundur Jónsson syngur fjögur hlut- verk í óperunni og stærstu kvenhlutverkin syngja þær Svala Nielsen, Eygló Viktors- dóttir og Þuríður Pálsdóttir. Aðrir söngvarar íslenzkir, sem koma fram í óperunni má nefna Sigurveigp Hjalteste-.', Guðmund Guðjónsson, Hjálm ar Kjartansson og Sverri Kjartansson. Leikstjórinn Leif Söder- ström er ungur að árum, en á að baki langa og marg háttaða reynslu í uppsetn- ingu ópera bæði fyrir svið og sjónvarp í Svíþjóð. Við svið- setningu Ævintýri Hoffmans hér á landi hefur hann ekki einungis á hendi leikstjórn heldur hefur hann einnig teiknað búninga og leiktjöld sjálfur. Fréttamaður Mbl. hitti þennan hæfileikaríka og glaðsinnaða Sváa að máli í her bergi hans í Þjóðleikhúsinu og lagði fyrir hann fáeinar spurningar varðandi hann sjálfan og starf hans hér: — Ég kom hingað til ís- lands 1. apríl sl., sagði Söder- ström, — og síðan höfum við æft óperuna tvisvar á dag, að undanteknum einum fimm hvimleiðum dögum, sem ég lá veikur í innflúenzu. En á meðan æfðu söngvararnir og kórinn að sjálfsögðu. Ég gat ekki komið því við í fyrra þegar Madame Butterfly var frumsýnd, að vera hér við- staddur, en ég er ákveðinn í að láta það ekki henda aftur, en ég fer heim aftur 8. maí. Það 'bíða min næg verkeíni í Svíþjóð. í tilefni af 200 ára afmæli Drottning Holms Slots Teater sem byggt var 1766, á að sýna óperuna La Canterina eftir Haydn, en t henni á ég að annast leik- stjórn. Það er, vel á minnst, reginmunur á þessum tveim- ur óperum; í óperu Offen- bachs eru um 60 persónur en ÚR ÖLLUM ÁTTUM ÆVINTÝRI Hoffmans — hin víðfræga ópera Offenbachs verður frumsýnt á sviði Þjóð leikhússins 6. maj n.k. í óper unni koma fram 12 einsöngv- arar, 28 manna kór, 6 ballett- stúlkur og yfir 30 manna hljómsveit. Leikstjóri óper- unnar er Svíinn Leif Söder- Magnús Jónsson í lilutvcrki Hoffipans. Að baki hans er Þjóðleikhúskórinn. (Ljósm. Bj Bj.) Ævintýri Hoffmans í Þjdðleikhúsinu X DX D Utankjörstaðakosning Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá islenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í Búnaðar- félagshúsinu við Lækjargötu. — Skrifstofan er opin sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10 og sunnudaga 2—6. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 19, 3. hæð, veitir allar uppiýsingar og aðstoð í sambandi við utan kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar: 22637 og 22708. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar i síma 22756. 2ja herb. íbúðarhæð Til sölu er óvenju glæsileg 2ja herb. íbúð á 2. hæð í nýju sambýlishúsi á bezta stað í Vesturborginni, tvöfalt gler, harðviðarinnréttingar, teppalögð, sér geymsla, í kjallara og hlutdeild í vélaþvottahúsi og teppalÖgðu stigahúsi. Skipa- og íasteignasalan sEr,Vi::°", Sumarbúðir heimatrúboðsins f dag og á morgun þurfa þeir sem óskað hafa eftir dvöl fyrir telpu að Lækjamóti í Mosfellssveit að hafa samband við forstöðumann starfsins í síma 1627» frá kl. 4—7 e.h. Hódegisverðor- fundur íslenzk- umerísku fél. ÍSLENZK-ameríska félagið held ur hádegisverðarfund í Þjóðleik- húskjallaranum miðvikudaginn 4. maí og hefst hann kl. 12,10 stundvíslega. Gestur fundarins verður pró- fessor John Teal frá háskólanum í Alaska og mun hann flytja er- indi og sýna stutta kvikmynd um Alaska og tamningu og rækt- un sauðnauta (musk oxen). Prófessor John Teal hefur há- skólapróf frá Harvard og Yale og er nú sem stendur prófessor við Alaskaháskóla. Hefur hann lagt sérstaka rækt við rannsókn ir á sauðnautum og sýnt fram á með tilraunum, að hægt er að temja þessi dýr og hafa mikil not af ull þeirra. Telur hann ís- land vel fallið til ræktunar sauð- nauta, og mun fjalla um það í erindi sínu. Hádegisverðurinn kostar kr. 130,00 og óskast þátttaka til- kynnt í síma 2-34-90 fyrir þriðju dagskvöld. Skorað er á félagsmenn að fjöl menna og taka með sér gesti. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Þjóðleikhúskjallaran- um miðvikudaginn 25. maí kl. 8,30 e.'h. og er þess óskað, að fé- lagsmenn fjölmenni á fundinn, sem verður nánar auglýstur í dagblöðunum. Sveinn H. Valdimarsson hæstaréttarlögmaður Sólfhólsgötu 4 (Sambandshús) Símar 23338 og 12343 KRISTINN EINARSSON héraðsdómslögmaður Hverfisgötu 50 (frá Vatnsstíg) Símar 10260 og 40128 Kosningasjóður D-listans FRAMLÓGUM í kosningasjóð D-listans er veitt mót- taka í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll og í Valhöll við Suðurgötu 39 (simi 17100). M atvöruverzlun í eigin húsnæði, ásamt með sambyggðum söluturni, olíu- og benzínsölu, í nágrenni baejarins, er til sölu. Iðnfyrirtœki Gott saumaverkstæði, sem framleiðir nýtízku kven- fatnað, er til sölu. Nýjar vélar. Gott húsnæði. Nokkrar efnisbirgðir og góð sölusambönd fylgja við söluna. fasteignasalah HÚSaEIGNIR BANKASTKÆTI 4 Upplýsingar aðeins veitt- ar á skrifstofunni, (ekki í síma), Bankastræti 6. Söltunarstöð til leigu Lítil en hentug söltunarstöð Jakobssen- stöð) er til leigu á Siglufirði. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Siglufirði, 20. apríl 1966. Bæjarstjórinn (sími 7-13-15).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.