Morgunblaðið - 04.05.1966, Blaðsíða 3
MiðvTfrudagur 4. maí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
3
— Óttast
Framhald aí bls. 32. ,
kann að hafa haft á skemmd-
irnar á olíufárminum. Ekki er
enn vitað hversu mikið magn
af benzíni og gasolíu hafi
skemmzt en einn þeirra aðila,
sem blaðið hafði samband við
i í gær, Jóhann G. Stefánsson,
' framkvæmdastjóri Olíufélags-
ins h.f., kvaðst málinu lítt
kunnugur en hefði fregnað, að
hér gæti verið um 2 millj.
lítra að ræ’ða. Mun láta nærri
að það séu um 1700 tonn.
Blaðið hafði einnig sam-
band við meðdómendur í sjó-
réttinum, sem um málið fjall-
ar og kváðust þeir engar upp-
lýsingar geta um það gefið á
þessu stigi. Orsakirnar til
þessa atburðar væru næsta ó-
i ljósar enn sem komið er, en
hér gæti t.d. verið um leka
ventla að ræða í dæluútbún-
! aði skipsins.
| ' í dag kl. 4 verður sjóprófum
haldið ófram og fæst þó vænt-
anlega úr því skorið hversu
| mikið magn olíufarmsins haifi
skemmzt. Dómari í sjóréttin-
um er Björn Friðfinnsson, full
trúi borgardómara í Reykja-
vík.
Þess má geta, óð í nóvember
sl. ár kom fyrir samskonar ó-
happ í öðru finnsku skipi,
„L1NDEN“, sem hingað kom
með oliu- og benzínfarm. —
Blönduðust þá saman 5000
tonn af benzíni og olíu. Var
skipið sent með farminn aft
ur til Ba1,umi, þaðan sem
„INGA“ mun hafa komið* að
þessu sinni. Var olían send
gegnum hreinsunarstöðvarnar
þar á nýjan leik.
Karlakór Akur-
eyrar heldur
söngskemmtun
Akureyri, 3. maí.
KARLAKÓR Akureyrar heldur
hina árlegu samsöngva sína um
næstu helgi. Kórinn syngur í
Nýja bíói kl. 5 á laugardaginn og
í Sjálfstæðishúsinu á sunnudag
kl. 4 og 8.30. Auk þess syngur
hann fyrir vistmenn og sjúk-
linga í Kristnesshæli, fjórðungs-
sjúkrahúsinu og Elliheimili Ak-
lireyrar.
í Karlakór Akureyrar eru nú
rúmlega 40 söngmenn, þar af
koma 8 fram sem einsöngvarar
að þessu sinni. Söngstjóri er Guð
mundur Jóhannsson, en Áskell
Jónsson, sem verið hefur söng-
stjóri í 22 ár lét af því starfi í
haust. Fröken Ingibjörg Stein-
grimsdóttir söngkennari hefur
kennt einstökum söngmönnum
raddbeitingu um tíma og leið-
beint á æfingum. Undirleikari
er Kristinn Gestsson tónlistar-
kennari.
Á söngskrá eru 14 lög og er
hún mjög fjölbreytt. M.a. verða
frumflutt tvö lög eftir Jóhann
Ó. Haraldsson tónskáld, sem lézt
é sl. vetri. Auk þess minnist kór-
inn Björgvins Guðmundssonar
tónskálds, sem orðið hefði 75
ára 26. apríl sl., ef hann hefði
lifað, með því að flytja verk eftir
hann.
Myndin sýnir sovézka varnareldflaug er sýnd var við hátíðahöldin 1. maí á Rauða torginu í
Moskvu. Þessi eldflaug getur eyðiiagt árásareldflaugar óvina löngu áður en þær ná skot-
marki sínu, þar eð hún fer sjálfkrafa á loft við radaraðvörjinarmerki.
A hótíðisdegi verhalýðsins í Moskvu
Myndin var tekin við tátíðahöldin í Moskvu 1. maí, og sýnir sovézku leiðtogana á grafhýsi
Lenins. Xalið frá vinstri: A. Grechke marskálkur, Voroshilov, fyrrv. forseti, Malinovsky
marskálkur, Breznev aðalritari kommúnistaflokksins, Kosykin forsætisráðherra, Podgorny
forseti Sovétríkjanna, Suslov flokksritari og Anastas Mikoyan.
SUKSIHW
„Ævintýri Hoffmans"
Frnmsýnt n. k. föstndng
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir nk.
föstudag óperuna Ævintýri Hoff-
mans eftir Offenbach. Leikstjóri
er 27 ára Svíi, Leif Söderström
að nafni, en hann er einn af
yngstu leikstjórum Sænsku óper-
unnar. Þetta er í annað skipti
sem hann stjórnar óperu hér —
<S>hin fyrri var Mademe Butterfly,
er sýnd var á fjölum Þjóðleik-
hússins í fyrravor.
Magnús Jónsson fer með titil-
hlutverkið í óperunni, en nú eru
rétt tíu ár síðan Magnús söng hér
síðast í óperu. Hann hefur und-
anfarin ár sungið við óperuna í
Kaupmannahöfn, og það má geta
þess að í fyrra fór Magnús ein-
'v
Xalið frá vinstri: Söderström, sænski leikstjórinn, Guðlaugur Rósenkranz, Þjóðleikhússtjóri, Wod-
iszko, hljómsveitarstjóri, og Magnús Jónsson, söngvari, er fer með titilhlutverkið í óperunni.
mitt með hlutverk Hoffmans
þar, og hlaut mjög góða dóma
fyrir túlkun sína.
Með önnur helztu hlutverkin
í óperunni fara: Guðmundur
Jónsson, Jón Sigurbjörnsson,
Sverrir Kjartansson og Sigurður
Fransson. Með aðalkvenhlutverk-
in fara: Þuríður Pálsdóttir, Sig-
urveig Hjaltestedt, Svala Nilsen
og Eygló Viktorsdóttir. Alls
koma fram í óperuna um 80
manns, þegar kór, sem telur um
24 manns, og 34 manna hljóm-
sveit er meðtalin, og sagði Þjóð-
leikhússstjóri, á fundi með
fréttamönnum, að þetta væri
dýrasta verkið sem leikhúsið
hefur fært upp.
Teikningar að búningum og
leiktjöldum hefur Leif Söder-
ström gert, en Lárus Ingólfsson
hefur útfært :þá. Dansana í óper-
unni, en í henni koma sex ballet-
dansarar fram, hefur Fay Wern-
er, balletmeistari Þjóðleikhússins
gert. Bohdan Wodiszko stjórnar
flutningi tónlistarinnar í óper-
unni.
Óperan verður flutt á íslenzku,
en þýðinguna að verkinu hefur
Egili Bjarnason gert.
□------------:----□
Sjá nánar á >bls. 5.
□-----------------D
Þögn
XIMINN þegir enn þunnu hljóði
um klofning Framsóknarflokks-
ins í tveimur stórmálum, sem
fyrir Alþingi hafa komið að
þessu sinni. Að visu hefur blað-
ið skýrt frá því í fréttum, að
þrír þingmenn flokksins hafi
hlaupizt undan merkjum í at-
kvæðagreiðslu um álsamningana
og kísligúrverksmiðjuna, en eng
in tilraun hefur verið gerð til
þess að skýra fyrir lesendum
blaðsins ástæðurnar til þess á
einn eða annan hátt. Á hinn bóg
inn hefur ekki verið hjá því
komizt að túlka skrif blaðsins,
sérstaklega um álsamningana,
sem beina og hatrama árás á
þingmennina tvo, sem sátu hjá
við atkvæðagreiðslu þá. En sú
staðreynd, að þrír þingmenn
Framsóknarflokksins hafa neit-
að að hlýðnast fyrirskipunum
Eysteins í tveimur stórmálum,
er einkar athyglisverð og sýnir,
svo ekki verður um villzt, að
óánægjan í Framsóknarflokkn-
um er nú að nálgast suðupunkt,
reyndar er byrjað að sjóða upp
úr. Mönnum hefur lengi verið
það ljóst, að undir forustu Ey-
steins Jónssonar hefur flokkur-
inn stöðugt stefnt í afturhalds-
átt, og ofstækisfull þröngsýni
hefur einkennt stefnu og starf
flokksins í vaxandi maeli. Af-
staða Framsóknarflokksins til
álsamninganna og kísligúrverk-
smiðju við Mýva^jn, er auðvitað
eingöngu byggð á pólitískri
tækifærismennsku. En lið Ey-
steins Jónssonar er nú orðið svo
órólegt og kvíðið um það, hvað
framtíðin ber í skauti sér, eða
öllu heldur ber ekki í skauti sér
fyrir flokkinn undir hans for-
ustu, að hann megnar ekki leng-
ur að halda handjárnunum á
þingmönnum sínum. Þeir brjót-
ast nú einn af öðrum undan
flokksaganum, og neita að fara
að orðum Eysteins.
„Sér grefur gröf
„Sér grefur gröf þott grafi“,
stendur einhvers staðar, og á
það vissulega við um Framsókn-
arflokkinn. Óheilindi, ábyrgðar-
leysi og tækifærismennska hafa
einkennt stefnu hans og störf í
stjórnarandstöðunni. Hann hef-
ur jafnan sett flokkshag ofar
þjóðarheill. Um nokkurt árabil
hefur flokkurinn nú biðlað til
vinstri manna um fylgi í því
skyni einu, að reyna að nota
þau atkvæði til þess að koma
sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðis-
flokknum. En Framsóknarflokk-
urinn hefur ekki styrkzt við það
vinstra fylgi, sem honum hefur
tekizt að reita af kommúnistum,
heldur þvert á móti. Djúpstæður
skoðanaágreiningur er innan
flokksins um mikilvægustu mál,
og Eysteini Jónssyni hefur
reynzt gjörsamlega ókleift að
halda flokknum saman á þeim
grundvelli, sem hann hefur
sjálfur skapað honum. Þannig
koma nú brestirnir stöðugt bet-
ur og betur í ljós, og eru þeir
þegar farnir að hafa lamandi
álirif á alit félags- og flokksstarf
Framsóknarmanna. Örvænting
forustuliðsins kemur svo greini-
lega fram í fáránlegum skrif-
um Xímans, sem hafa fyllt ;iafnt
andstæðinga sem fylgismenn
blaðsins algjörum viðbjóði á
ábyrgðarlausum og ósvífnum
skrifum þess. Þannig má með
sanni segja, áð sér grefur gröf
þ<>tt grafi, og Framsóknarmönn-
um hefnist nú fyrir óheilindi og
tækifærismennsku undanfar-
inna ára.