Morgunblaðið - 08.05.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1966, Blaðsíða 10
19 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 8. maí 1966 Gubmundur G'islason Hagalln: „Og þa mun einnig þiöna klakaspöng” Matthías Johannessen: H FAGUR ER DALUR ' í Almenna bókafélagið. — ’ Rvík 1966. ÉG HEF aldrei farið í launkofa með það, að ég er einn af þeim unnendum íslenzkra bókmennta, sem er ærið sárt um hið rímaða ljóðform. Illt þætti mér og ó- heillavænlegt, að það yrði með öllu lagt fyrir róða. Að minni hyggju mundu þar slitna mikil- væg tengsl skáldanna og þegar fram í sækti alls þorra almennra Iesenda við íslenzkar menningar- erfðir — og jafnvel við ljóðræn- ar bókmenntir okkar yfirleitt, því að seint munu hin órímuðu ljóð ná jafnalmennri hylli og hin /•ímuðu hafa notið, hvað sem liði 'þeim, sem næmastir eru á feg- urð óbundins máls og á skáldleg- ar myndir og hugsanir, hvort sem þær eru torræðar eða til- tölulega skýrar og rökrænar. En í rauninni ætti það ekki að þurfa að koma neinum á óvart, þótt skáld seinustu áratuga yrki mjög á annan veg en áður tíðk- aðist. Erlend skáld samtíðarinn- ar hafa yfirleitt ort órímað, og flest yrkja þau alltorrætt. Þeim finnast öll viðhorf orðin svo um- hverf, að þeim hæfi bezt dul- kennt líkingamál. Sumum virð- ist jafnvel, að þau verði helzt ekki túlkuð nema á irrationellu — órökrænu táknmáli. Áhrif erlendra skálda hafa auðvitað valdið allmiklu um straumhvörfin í formum ís- lenzkra ljóða, — meiri en er- lendir straumar og stefnur nokkru sinni áður, síðan dans- kvæðin brutust hér inn í vé dróttkvæðanna. Hjá hinum veiga minnstu ungra íslenzkra ljóða- smiða, sem skil kunnu á erlend- um bókmenntum, mundi hin er- lenda tízka ein hafa verið næg til fráhvarfs íslenzkri rimhefð. enda þeim hafa verið léttir að að sleppa glímunni við rímið, og ^innig mun hafa getað fellt slík sltáld í freistni sá torræði fram- setningarháttur hugsana og til- fininga, sem einkennir margt hinna rímlausu ljóða erlendra nútíðarskálda, því yfir þoku- kennda hugsun, tómleik tilfinn- ingalífs og vangetu til myndsköp- unar er freistandi að varpa tor- ræðri dul. — Jafnvel hið an- kannalega og grófa getur litið út sem listræn snilli, bragð sem hristi lesandann upp úr doða vana og hversdagsmennsku! Hjá hinum — skáldunum, sem eiga sér raunverulega köllun sem túlkendur tilfinninga sinna og vitrænna viðhorfa gagnvart til- verunni og mannlífinu — hefur samstaða þeirra og hinna erlendu nútíðarskálda um þessi viðhorf ráðið mestu, þegar þeir völdu sér form. Þeim finnst sem flest gamalt í heimi hugmynda, hug- sjóna og jafnvel viðurkenndra vísindalegra staðreynda sé mark- leysa — og allt hið nýja á tjá og tundri og lítt höndlanlegt til jákvæðrgr og rökrænnar mótun- ar, — já, það er ekki aðeins sem heimur hins andlega, heldur líka hins vísindalega raunhæfa hafi hrunið til grunna — og jafn- vel riði sjálf jörðin á braut sinni, enda mætti láta sér detta í hug, að hið furðulega kapphlaup tveggja hinna mestu hernaðar- velda okkar tíma út í himingeim inn, sem hvorki er til sparað fé né fjör í hungruðum heimi, ætti sér ekki aðeins vísindalegar, metnaðarlegar og hernaðarlegar orsakir, heldur ráði_ þar undir niðri sú tilfinning, að brátt ættu þeir ekki hinir miklu drottnarar ómælanlegs auðs og munaðar og jafnvel alls lífs láðs og lagar, öruggt athvarf — svo stutt sem hún er þó, mannsævin — á þessu auvirði meðal hnatta, sem við höfum af barnslegri tilfinninga- semi titlað: móður jörð.......Og hvernig mætti svo duga skáld- unum til túlkunar tilfinningalífi sínu og viðhorfum gamalt, hefð- bundið og hemlandi form, — fastskorðað rím og arfgeng bók- menntahefð um vitsmunabundna og rökvísa hófsemi í vali orða og líkinga? Getum við ekki þeir íslend- ingar, sem lesið höfum þjóðsög- ur og séð, hvað þær eru — hvað í þeim felst — látið okkur til skilningsauka á háttum sumra hinna ungu skálda okkar detta í hug söguna um kveðskapar- keppni þeirra Kolbeins jökla- skálds og Kölska, þar sem þeir sátu á bjargbrúninni, hengiflug við fætur og brimaður og græn- golandi sjór við rætur bjargsins. Kolbeinn vissi, að ekkert minna en sál hans var í veði, og hvað dugði honum svo annað en að grípa til óvenjulegra og óhefð- bundinna ráða í kveðskap sín- um? Hvað var það svo, sem Kölski sagði? Jú, hann kvartaði, skírskotaði til kveðskaparhefðar samtímans: „Þetta er ekki kveð- skapur, Kolbeinn!" sagði hann, sá svartkrímótti. .. . Og nú tek- ur margur sér í munn orð mann- kynsóvinarins við lestur hins nýja skáldskapar. . . . En mundi ekki þeim skáldum nútímans, sem virzt hefur allt, er þeim hef- ur verið kennt að virða og trúa á frá fortíðinni, hrynja í rústir og eiga — eins og Grímur Thomsen sagði: — „allt í heimi treyst“, finnast undir niðri sem þeir eigi við að etja óvin alls, sem lifir, — og að þeir verði að beita óvenjulegum og óhefð- bundnum formum í viðbrögðum sínum og viðnámi, — þó þeir berjist í rauninni frekar sér til hugsvölunar en til sigurs, eins og Kolbeinn gerði forðum. Og mundi nú ekki kominn tími til fyrir hvern þann íslending, sem metur eitthvað annað en það og nýtur einhvers annars en þess, sem hengt verður utan á hann eða verður í hann látið, að taka að rýna af alvöru og skilningi í jafnvel órímuð ljóð hinna yngri skáldakynslóða í stað þess að hrista yfir þeim höfuðið og tauta að þetta séu ekki ljóð? En ef það kynni nú að vera skáldskapur, ef það kynni nú að túlka að meira eða minna leyti hið innra líf og þar með vanda mikils þorra hinna ungu í þessu landi, barna okkar og barnabarna........ Við gætum þó minnzt þess, að við höfum áður lesið órímuð ljóð, sem túlka - sammannlegar tilfinningar, hafa auðgað okkur að fegurð, hrifið okkur sakir djúpsæis á andleg vandamál og sökum hárbeittrar, þróttmikillar orðkynngi í ádeilum á mannlega spillingu, og þykir mér hér bezt hlíta að skírskota til þeirrar bók- ar, sem ennþá er KÖlluð hin helga bók, hvort sem menn nota það heiti með eða án gæsalappa. En hvað sem þessu líður, get- um við, unnendur hins arfgenga ljóðforms okkar íslendinga, hugg að okkur við það í bili, að of snemmt sé að ætla, að það sé dauðadæmt. Sum skáld okkar — og það engan veginn þau veiga- minnstu — sem líta svipuðum augum á vá þess tíma, sem við lifum á, og algerir hyllendur hins órímaða ljóðforms, yrkja ein- göngu stuðluð ljóð eða nota hvor tveggja formin, eftir því, um hvaða efni þau fjalla, — og til eru þau, sem án þess að slíta tengslin við hina arfgengu ljóð- hefð Lslenzkra bókmennta leitast Matthías Johannessen við að gera hana frjálslegri.... Og hver veit, nema sá tími komi, sem var þjóðinni og tung- unni ómetanlegur brunnur end- urnæringar á þeim nauðöldum, sem hún þraukaði af, vitandi það að hausti, að hún gat átt von slíks vetrar, að fjölmargir mundu þeir, ungir og gamlir, sem ekki ættu eftir að sjá út springa fífil í varpa á næsta vori! Það er engan veginn Ijóst, að sá, sem þreytti kapp við Kolbein forð- um, eigi þess vissa von að steypa ekki einu kraftaskáldi, heldur öllu mannkyni fyrir ætternis- stapa innan tíðar. Hírósíma — það er orðið, sem af stendur nú ámóta ógn og af Helvíti á 17. öld og víða lengur. En ýmis teikn eru á lofti, sem bent gætu til þess, að helmistrið frá Hírósíma, sem hvílir yfir veröld framtíð- arinnar, dvíni og eyðist svo sem ægivaldi Vítis hefur nú yfirleitt létt af íslenzku þjóðinni. Eitt er það, sem styrjöldin í allra vel á veg komnir með að finna ráð gegn banvænni geisl- un. Og svo mundu þá ýmsir halda að létta mundi að nokkru af þorra manna því fargi, sem hef- ur haft á ærið margt gagnger áhrif — og meðal annars ljóð- list íslendinga. Ekki er ég frá því að margir ungir menn mundu þá gefa á ný gaum að ís- lenzkri Ijóðhefð og þykjast geta tekið undir með höfundi ljóða- bókarinnar Fagur er dalur: „Þér leggst á hverju vori eitthvað til.“ Fagur er dalur er fimmta ljóðabók Matthíasar Johannes- sen, en auk þess liggja eftir hann margar bækur annars efnis, svo sem kunnugt er, og loks fjöldi viðtalsþátta í Morgunblað- inu, en þeir eru sumir með því bezta og sérkennilegasta, sem frá hans hendi hefur komið, enda það efni blaðsins, sem fáir munu láta fram hjá sér fara. Þegar svo þess er gætt, að hann vinn- ur mikið starf sem ritstjóri og er enn ekki maður miðaldra, er auðsætt, að hann er gæddur óvenjulegu starfsþreki og að sama skapi virðist vinnugleðin. .... Þá hefur hann átt ljóð í tveimur safnritum, Sex ljóð- skáldum 1959 og Fra hav til jök- el, sem í eru þýðingar Pouls P. M. Pedersens, dansks skálds og bókmenntaunnenda, á íslenzkum ljóðum frá síðustu áratugum. Það safn kom út árið 1961 og hlaut svo góða dóma, að ein- hvern tíma hefði það þótt mjög frásagnarvert hér á landi, en nú þykir einkum mikið til þess koma, að íslenzk skáldrit séu þýdd á sænsku og hljóti lof í Svíþjóð. Fyrsta ljóðabók Matthíasar, Borgin hló, kom út 1958. í henni voru bæði rímuð og órímuð ljóð. Ekki þótti mér leika vafi á því, að í henni kæmi fram skáldgáfa, en hins vegar virtist hið unga skáld mjög óráðið á flestan veg og mörg vansmíðin á Ijóðunum. Önnur ljóðabók hans var Hólm- gönguljóð. Þar tók hann við- fangsefnin fastari tökum, og bet- ur kom þar fram sú ólga, sem byltist honum í brjósti; og þá er þriðja ljóðabók hans, Jörð úr Ægi, 1961, barst mér í hendur, greip ég hana með nokkurri eft- irvæntingu........ Svo var ég þá ekki lengur í vafa um gáfu og framtíð skáldsins, enda yfir- vann ég við lestur hennar þann vanþokka, sem ég að öðru jöfnu hef á hvarfi íslenzkra skálda frá hinu rímaða formi, en í bókinni Jörð úr Ægi eru svo til eingöngu órímuð Ijóð, — og þá er skáldið bregður þar fyrir sig rími, er það sízt heildinni til bóta. En í ljóðunum þreytir ást skálds- ins á gróðri og gróðuröflum til- verunnar fang við sáran og pín- andi ugg dauða og tortímingar af slíkum hita hjartans, skap- eins sakir skáldlegra tilþrifa, heldur og með tilliti til vand- aðra og hnitmiðaðra listrænna vinnubragða. En þegar hún kom bókin Vor úr vetri, varð ég fyrir vonbrigðum. í henni eru ein- göngu rímuð ljóð og hátturinn ávallt sá sami og einn hinn við- kvæmasti, sem skáld hafa valið sér, sonnettan. Virtist mér auð- sætt, að skáldið hefði annað tveggja skort þol eða listræna getu og þjálfun til slíkra átaka við erfiðleika formsins, að þeir stýfðu ekki flugfjaðrir hans og fölskvuðu elda skapsmuna og til- finninga. Mér fannst ég hvorki finna þann hinn einlæga dáanda vorsins og landsins né hinn geð- ríka, viðkvæma og óstýriláta túlkanda ógnvekjandi stað- reynda. Svo er þá komin fimmta ljóða- bók skáldsins, Fagur er dalur. Hún er í látlausum, en fallegum ytri búnaði Hafsteins Guðmunds- sonar, óskemmdum af prentara og prentsmiðju — og er jafnt útgefandanum og íslenzkri bóka- gerð til sóma. Það er því hverj- um bókelskum manni nautn að handleika og skoða þessa bók. En mest mundi þó um það vert, að þetta er einnig bók, sem vitn- ar jafnt um sérstæðan persónu- leika og ríka skáldgáfu, og list- ræn og yfirleitt fáguð vinnu- brögð skáldsins, þó að á stöku stað staldri vandfýsinn lesandi og máski sérsinna við orðalag, orðmynd eða líkingu, sem hon- um finnst ekki í fullu samræmi við hið fágaða heildaryfirbragð, sem auðsjáanlega hefur verið skáldinu kappsmál. Bókin hefst á fögru og innilegu ástarljóði, eins konar tileinkun. Það er ort undir hinum látlausa, en þó seiðþunga bragarhætti, sem hér hjá okkur er fyrst og fremst tengdur Ferhendum tjald- arans. Annars er bókinni skipt i sjö Ijóðaflokka, sem bera þessi heiti: Sálmar á atómöld, Ó, þetta vor, Myndir í hjarta mínu, Hér slær þitt hjarta, land, Goðsögn og loks Friðsamleg sambúð. Öll ljóðin í flokknum Hér slær þitt hjarta, land, eru sonnettur, og er nú auðsætt, að skáldið hefur náð á þeim bragarhætti öðrum, Ijúf- ari og eðlilegri tökum en í næstu bók á undan þessari. Þá eru og stuðluð og ort undir fastbundn- um hætti tvö af ljóðunum I flokknum Myndir í hjarta mínu, en þó eru þau án endaríms. Eins og sonnetturnar og hið fagra upphafsljóð bókarinnar sýna þessi kvæði Ijóslega, að Matthías Johannessen getur fellt hugsanir sínar og tilfinningar í hefðbund- ið rím, án þess að túlkun þeirra verði ópersónuleg og bragðdauf — og ennfremur, að honum læt- ur meðferð rímsins, ef hún að- eins fær samhæfzt því, sem hon- um liggur á hjarta. Enda er það svo, að hann hefur ómótmælan- lega sýnt með bók sinni um á- Suðaustur-Asíu hefur sýnt okk- ur jákvætt með tilliti til fram- tíðarinnar. Það eru viðbrögð Rússa og yfirvarpsnasablástur stjórnenda Ráðstjórnarríkjanna. Rætt er um í heimsfréttum fræðilegan ágreining þeirra og Kínverja, en þagað um hinn raunverulega: að Rússinn sér, þó að skásett séu þau augu Kin- verjans, að ljótt er hornaugað, sem hann gefur þeim hluta Rússaveldis, sem nær frá Úral- fjöllum og austur að Kyrrahafi.. En fleiri eru þau, teiknin. Banda- ríkjamenn bjuggu til fyrstu at- ómsprengjuna og Hírósíma-vítið, og hvort sem Sovétríkin verða þeim fyrri til að helga sér öll völd á tunglinu eða ekki, þá virðast fregnir benda til, að Bandaríkjamenn séu nú fyrstir ríki, þrótti og opinskárri alvöru, að ekki verður þeim, sem sjálf- ur er heilhuga og án fordóma á lj óðforminu, nokkru sinni það fyrir að gruna skáldið um list- ræna hálfvelgju eða það væmna daður við ógnir Heljar, sem glott- ir hunzkulega við lesandanum í ljóðum þeirra skálda, er ekki skynja þær sem kvíðvænlegan veruleika, heldur sem kær- komna bókmenntalega hroll- vekju. Hins vegar var svo það, að skáldinu virtist svo mikið niðri fyrir, að hann gæfi sér ekki ævinlega tóm til að leggja listnæmt eyra við tónum strengj- anna, og svo var þá stundum „lítt af setningi slegið." .... En hvað um það: Næsta Ijóðabók skáldsins fannst mér að hlyti að taka af öll tvímæli — ekki að- hrif Njálu á íslenzkan skáldskap, að hann kann vel að meta, hve lifandi samband við bókmennt- ir fortíðarinnar er áhrifaríkt og gjöfult — frá kynslóð til kyn- slóðar, gegnum raðir aldanna. Og eins og hann sýnir í Fagur er dalur, er það engan veginn af ræktarleysi við menningarerfðir fslendinga, að hann kýs að víkja frá íslenzkri rímhefð í megin- þorra ljóða sinna, heldur af innri þörf til samhæfingar formi og efni. Mér virðist ljóst af Fagur er dalur, að þegar ólgan er mest inni fyrir og torrætt og marg- slungið það, sem henni veldur, svo að hugurinn flögrar sitt á hvað kringum viðfangsefnið til að fá séð það og snýr frá öllum hliðum og í margvíslegri birtu, Framhald á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.