Morgunblaðið - 08.05.1966, Page 14

Morgunblaðið - 08.05.1966, Page 14
14 MQHCU MBLABID Sunnu<Sagur %. maf Stúlkca Stúlka óskast til starfa við vélabókhald o.fl. Verzlunarskóla eða hliðstæð menntun æskileg. — Framtíðarstarf. Upplýsingar á skrifstofu okkar frá kl. 2 — 5 e.h. H. Benediktsson hf. Suðurlandsbraut 4. Laxveiði ivn Nokkrir stangaveiðidagar eru til sölu í eftirtöldum ám í sumar. Leirvogsá verð frá.......kr. 600 Laxá í Kjós — ........ — 900 Víðidalsá —............•— 900 Ölfusá — — 650 Stóra-Laxá í Hr. —..........— 650 Upplýsingar á skrifstofu vorri kl. 2—6 e.h. STANGAVEIÐIFÉLAG REYKJAVÍKUR. Bergstaðastræti 12 B. Sími 19525. þegar þér cruð að velja eitthvað fallegt fyrir vorið og sumarið, þurfið þér að líta á úrvalið hjá okkur. NÝJAR VÖRUR: Á Laugavegi 11 og Strandgötu 9, Hf. Ljós og hvít ullarefni í dragtir og pils. Einlit og köflótt terylenefni. Köflótt ullarefni í buxnadragtir. Hekluð efni, með og án svampfóðurs. Crimpleneefni í kjóla og dragtir, slétt og þlisseruð. Fóður, tillegg, tízkuhnappar. Á Skólavörðustíg 12, Strandgötu 9, Hf. Einlit og rósótt teryleneciffon. — — tricelefni. Blúnduefni Hekluð og netofin efni. Þvottaflauel, margir litir. Strigaefni, Crépefni. Fóður, tillegg, tízkuhnappar, bönd, borðar og kjólaleggingar. McCall-SNIÐ. Ítyögue — Bókaþáttur Framhald af bls. 10 verði skáldinu það beinlínis ó- sjálfrátt og þá um leið að fullu eðlilegt að grípa til hins órím- aða ljóðforms, en þá er fastmót- uð stemning fegurðarskyns, ást- ar, hljóðláts trega eða angur- værrar og ljúfrar minningar knýr á, falli orðin gjarnan í hátt- bundnar áherzlusamstöður og ljóðstafað rím,- Ekki er síður auðsætt af Ijóð- unum í þessari bók en þeim í Jörðu úr Ægi, að skáldið er í óvenjulegum mæli barn sinnar tíðar. Hann sér sínum innri sjón- um til allra átta leika háan hyrr við himin sjálfan — en hins veg- ar er svo það. að fáir munu eiga sér jafnríkulegt mótvægi og hann. Margir takast alls ekki á við þann bölmóð, sem hefur grip- ið þá og virðist hjá ýmsum hafa kæft hina annars eðlislægu hvöt ungs manns og vaxandi til að glæða með sér hugsjónir og gæða þær orku til flugs. En Matthíasi er ekki þannig farið. Hann ann af ástríðukenndum funa fegurð og unaði gróandans, hvort sem hann birtist í angan og litum jarðargróðans, vexti og viðgangi ferfætlinga eða í kvaki og hreið- urönnum fuglanna, sem knúnir ómótstæðilegri eðlishvöt fljúga hingað yfir lönd og höf með hækkandi sól. Og honum verður það undursamleg og óviðjafnan- leg dásemd, svo oft sem það hef- ur endurtekið sig, að ást manns og konu beri ávöxt nýs lífs, til verði ný mannvera, sem brátt brosi ósjálfbjarga við móður- og föðuraugum og fálmi eftir gliti sólar. Það er honum óbærileg til- hugsun, að þessi lífvera og hvað annað, sem fær notið vaxtar og þroska, eigi ef til vill skyndilega að tortímast — jafnvel sjálf móð ir jörð, sem skáldið segir um, þegar hann gengur á einmæli við lífsins föður, að sé þrátt fyrir allt fegursta tréð í hans garði.. . Unaður alls, sem lifir og grær, þrunginn fyrirheitum um nýtt líf eins og sólglituð blómkróna á daggsælum vormorgni — og hinn nístandi gustur frá hliðum Helj- ar, — þetta eru þær ósættan- legu andstæður, sem svo að segja hvarvetna eru til staðar, beint eða óbeint, í Ijóðum Matthíasar — og gæða þau undarlegu seið- magni. Honum er oft myrkt fyrir aug- um í ljóðum þessarar bókar, ekki sízt i flokknum Friðsamleg sam- búð, en svo sem hann er háður bólmóðri samtíð sinni, váspám hennar og heljarugg, svo er hann og tengdur allt frá bernsku þeim „sem sólina skóp“ — og á hans vit gengur hann í Sálmum á atómöld, lengsta og að ýmsu for- vitnilegasta ljóðaflokki bókar- innar. Auðmjúkur er hann þar, en eigi að síður ámóta þrásæk- inn og Jakob, þegar hann sagði: „Ég sleppi þér ekki fyrr en þú blessar mig,“ enda segir hann um Drottin, að þó að hann sé þögull, sé návist hans lögmál. Og þar kemur, að hann skilur þögn hans og ávarpar hann þann- ig: „Með þögninni eyðir þú öll- um misskilningi eins og sól þurrki dögg af morgungrænum blöðum." Þó að heluggur og hrakspár leggist tíðum sem lítt þolandi farg á hug hins einlæga og nær- fellt barnslega opinskáa skálds, verður sízt um hann sagt, að hann sé einnig haldinn þeirri tilhneigingu til sefjandi böl- mæði, sem mjög er ríkjandi í bókmenntum samtímans og virð- ist beinlínis liggja í loftinu og jafnvel grípa æskuna slíkum tökum, að hún viti hvorki veg né stíg og hafi sér engu að una. Og þegar hann hefur gengið á ein- tal við sinn þögla Drottin, varp- ar hann af sér farginu um stund- ar sakir og nýtur alls, sem vek- ur uhað og gróðrargleði manns og moldar. Hann leyfir sér að hlakka til vorsins og yrkir ljóð eins og Fögnuð, sem er hið fyrsta í flokknum Hér slær þitt hjarta, land. Þetta er þar niðurlagið: „Og þá mun einnig þiðna klaka- spöng úr þínu brjósti, nótt þess myrk og löng mun leita uppi ljós og sólaryl. Þér leggst á hverju vori eitthvað til.“ Guðmundur Gíslason Hagalín. Eignist nýja vini Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfasambandi við yður. Uppl. og 150 myndir sendar ókeypis. Correspondence Club Hermes 1 Berlín 11, Box 17, Germany „Geisha“ sófasettið Þetta vinsæla sófasett getum við nú út- vegað í teak og eik. Margir litir af áklæði fyrirliggjandi. Húsgagnaverzlunin Kaj Pind Grettisgötu 46. Sími 22584.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.