Morgunblaðið - 08.05.1966, Blaðsíða 21
Summdagur 8. maí 1966
MORGUHBLAÐIÐ
2i
Pálína Pálsdóttir 75 ára
„Andaðu frá þér kærleika eins
eðlilega
og blómin ilmi sínum og láttu
alla í návist þinni draga að sér
þann guðlega andblæ.“
ÞESSI orð sækja á huga minn,
þegar ég lít yfir ævistarf Pálínu
vinkonu minnar á þessum tíma-
imótum. En afmælisdagurinn er
á morgun 9. maí.
Störf hennar hafa verið óvenju
fjölþætt og hefir þar hvort
tveggja haldizt í hendur, alhliða
hæfileikar og atgjörvi. Skerfur
hennar til menningarauka á Eyr-
arbakka mun seint metin að verð
ieikum.
Hún tók virkan þátt í félagslífi
staðarins. f kvenfélaginu starfaði
hún mikið, sérstaklega fyrr á ár-
vm, og mörg voru hlutverkin
sem hún skilaði hjá Leikfélagi
Eyrarbakka, sem lengi starfaði
þar með miklum blóma, og hvar
6em var sungið var hún sjálf-
sögð með sína fallegu sópran-
rödd og músíknæmi og það eru
ekki allmörg ár, síðan hún hætti
að syngja* í kirkjukórnum. í
stúkunni „Eyrarrós“ vann hún
einnig vel og dyggilega. í>á er
ótalið starf hennar í þágu kirkju-
mála, sem mun vera fágætt af
leikmanni. í sóknarnefnd hefir
hún setið árum saman og um
margra árabil verið formaður
hennar og er enn og einnig er
hún kirkjuhaldari. En það starf
hefir hún rækt af slíkri alúð, að
vakið hefir athygli innlendra og
erlendra, sem mér er persónu-
lega kunnugt um.
Það er dýrmætur auður að
eignast í vöggugjöf slíka hæfi-
leika og bera gæfu til að ávaxta
sitt þund svo vel, sem hún Pá-
lína hefir gjört. Hún kann að
miðla öðrum af þeim auði sín-
>um og hefur með því öðlazt frá-
bæran skilning og vilja, til að
leysa hvers manns vanda, er til
hennar hafa leitað, bæði vanda-
manna og vandalausra. Þess
vegna hefur margur kosið að
dvelja í návist hennar um lengri
eða skemmri tíma og leita sér
andlegrar og líkamlegrar hvíld-
ar, jafnt kotungar sem heims-
borgarar.
Það er ekki hægt að segja að
Pálína hafi farið varhluta af
reynslu lífsins, frekar en flestir
á hennar aldursskeiði.
Foreldrar hennar voru þau
Þorgerður Halldórsdóttir af
Rauðnesstaðaætt á Rangárvöll-
um og Páll Guðmundsson frá
Strönd í Meðallandi. Bjuggu þau
hjón fyrsta árið hjá Ingveldi,
móður Þorgerðar, sem þá var
orðin ekkja, í Háakoti í Fljóts-
hlíð. Páll fór til sjóróðra út á
Eyrarbakka hinn fyrsta vetur, er
þau Þorgerður voru I hjóna-
bandi, en lézt þar úr lungna-
bólgu. Var Pálína þá ekki fædd,
■vo snemma syrti í álinn fyrir
Þorgerði. Fluttist hún upp úr
því til Eyrarbakka með litlu
dótturina og móður sína. Með
elju, sparsemi og þolgæði kom-
ust þær af. — Pálína hefir tjáð
«nér, að amma sín hafi verið sér-
•takur persónuleiki og eigi hún
henni mikið að þakka, ásamt
uoóður sinni, en á sambúð þeirra
bar aldrei skugga.
Þegar Pálína var 1S ára réð-
kit hún í þjónustu til þeirra
heiðurshjóna Eugeníu og Peter
Nielsen, sem þá veitti forstöðu
Lefoli-verzluninni á Eyrarbakka.
Þar fékk hún, ásamt fleirum,
sem þar unnu, góðan skóla.
Nielsensfjölskyldan sá fljótt
hvað með Pálínu bjó og má segja
að þar yrði hennar annað heim-
ili, þar til hún stofnaði sitt eig-
ið. Tókst mikil vinátta með
þeirri fjölskyldu og mæðgunum
þrem. Mættust þar íslenzk og
dönsk menning, sem mér þykir
ekki ólíklegt, að til samans hafi
mótað Pálínu og gert hana m.a.
að þeirri hefðarkonu, sem hún
er-,
Árið 1913 giftist Pálína Guð-
mundi Ebenezersyni, skósmið
og kaupmanni, hinum ágætasta
manni. Mat hann konu sína að
verðleikum og var það gagn-
kvæmt frá hennar hálfu. Heim-
ili þeirra hjóna stóð jafnan op-
ið öllum og óvíða hef ég séð jafn
ótvíræða merkingu gamla máls-
háttarins að: „Þar sem er hjarta-
rúm, þar er húsrúm.“
Þegar ég sendi þér þessa
kveðju Pálína mín, hafa margir
Eyrbekkingar, sem fluttir eru
að heiman, beðið mig fyrir sína
hönd að þakka þér trygga vin-
áttu og fyrir þann skerf, sem
þú hefir lagt af mörkum til
menningarmála á Eyrarbakka.
Við óskum þér allrar blessun-
ar um tíma og eilífð.
Sigrún Gísladóttir.
T ækif æriskaup
GERIÐ HAGKVÆM KAUP
Á PEVSUIVI ÞESSA VIKU
GRÍPIÐ GOTT TÆKIFÆRI
STORKURINN
KJÖRGAROI
Til sölu
er LINCOLN CAPRI fólksbifreið smíðaár 1955.
Ennfremur sjálfskiptur mótor með öllu tilheyrandi
í Lineoln, Fordmotor í ýmsar nýjustu gerðir með
öllu tilheyrandi, einnig mótor í Pontiac sömuleiðis
með öllu tilheyrandi.
(Jpplýsingar í síma 11118 í dag og eftir kl. 20:00
næstu kvöld.
Hvítasunnuferð
Karlakdr Keflavíkur
fer í söngferð til VESTFJARÐA um hvítasunnuna
með M.S. ESJU.
Viðkomustaðir: ísafjörður, Bolungarvík, Patreks-
fjörður.
Nokkur pláss laus. — Upplýsingar í síma 1520
Keflavík.
Kvikmyndahús
í Kaupstað úti á landi, til sölu nú þegar,
eða í haust.
Rannveig Þorsteinsdóttir hrl.
Laufásveg 2. Sími 13243.
MP. STALOFNAR
Húsbyggjendur í dag vllja stílhreina og
fyrirferðalitla ofna, sem hafa hóan hitastuðul.
Um gœði MP ofnanna þarf ekki að fjölyrða,
því að þeir eru sœnsk úrvalsframleiðsla.
Ofnana má tengja við hitaveitukerfi Reykjavíkur.
ATHYGUSVERÐ
ÞJÓNUSTA
Ráðgefandi þjónusta tryggir rétt val.
Lokaðar umbúðir fyrir sérhverja pöntun
tryggir rétta og hagkvæma afgreiðslu
ÓKEYPIS á byggingarstað í Stór-Reykjavík.
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ.
Leitið frekari upplýsinga eða pantið bœkling
frá fyrirtœkinu.
HEILDVERZUN HVERFISGÖTU 70
SÍMl 16462 REYKJAVÍK.