Morgunblaðið - 25.05.1966, Blaðsíða 17
MífMkudagur 25. maí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
Þórarinn Kristbjörns-
son — Minningarorð
F. 31/8 1949.D. 17/5 1966.
1>RJÚ ár eru ekki langur tími en
hversu margt skeður þó á þrem-
ur árum. Það eru þrjú ár síðan
ég fluttist til Kópavogs með fjðl-
skyldu minni.
Það lei'ð ekki langur tími frá
komu okkar hingað þar til kynni
okkar hófust af nokkrum hóp
unglinga héðan úr bænum.
Unglinga á aldrinum frá 14 til
17 ára, sem urðu nokkuð tíðir
gestir á heimili okkar.
Lífsglaðir unglingar, fjörmikl-
ir, kátir og stundum hávaðasam-
ir, alltaf skemmtilegir og prúð-
ir.
Það var stundum þröngt á
þingi í litla húsinu okkar þegar
þessir unglingar voru þar sam-
ankomnir en það var einnig allt-
af eins og sólskinsblettur í kring
um þessi ungmenni.
Fljótlega dreifðist þó unglinga
hópurinn nokkuð margra á-
stæðna vegna og ekki sízt sök-
um þess að mörg af ungmenn-
um þessum hafa orðið að hverfa
frá námi í Gagnfræðaskóla Kópa
vogs vegna þess að þar var þeim
ekki búinn sá námsstaður sem
við hæfi var.
Og nú eru tvö af þessum ung-
mennum horfin sjónum fyrir
fullt og allt. Hjörtur Gúðmunds-
son drukknaði í ágúst í fyrra og
nú fórst Þórarinn Kristbjörnsson
á Reykjavíkurflugvelli hinn 17.
maí.
„Þó að eldri eikur falli
er þess von að nýir kvistir
þroskist vel og þroska nái
í þeirra stað sem eru misstir".
Svo kvað eitt af skáldum okk-
ar. En þarna voru það ekki
gömlu kvistirnir sem féllu held-
ur þeir ungu.
Það voru ungu kvistirnir, þess-
ir drengir, sem höfðu báðir svo
fastmótaðan persónuleika að eft-
ir honum var tekið.
Þeir vöktu ekki eftirtekt
vegna yfirborðslegs stærilætis
eða mikilmennsku. Athyglin
beindist að þeim vegna festu í
framkomu og eðlilegrar glað-
værðar.
Það varð að vonum að kynni
okkar urðu nánari af Þórarni en
Hirti. Eftir að unglinga-hópurinn
fór að dreifast vegna náms og
starfa, þá hélt Þórarinn sem allt-
af gekk undir nafninu Tóti með-
al félaganna áfram komum sín-
um til okkar.
Það fylgdi Tóta alltaf birta og
glæðværð þegar hann kom á
heimili okkar sem og annars
staðar. Alltaf var hann sami
sviphýri káti unglingurinn. Allt-
af búinn til þess að rétta hjálp-
arhönd ef einhvers þurfti með.
Það var glaður unglingur sem
kom til okkar st'ö kvöldi síðasta
sjómannadags. Unglingurinn sem
stýrði kappróðrabátnum fyrir sjó
vinnudeild Lindargötu-skólans
þá um daginn. Þó honum auðn-
aðist ekki áð verða fyrstur að
marki, þá var ánægjan samt ó-
svikin yfir unnu afreki í keppn-
isþraut.
Ekki datt okkur þá í hug að
þetta yrði síðasta koma Tóta á
heimili okkar. En enginn má
sköpum renna og við það verð-
um við að sætta okkur þó erfitt
sé.
Það varð okkur gæfa að kom-
ast í kynni vi'ð æskufólkið í
Kópavogi þegar á fyrstu mán-
uðum okkar hér.
Og þó að Tóti sé nú einnig
horfinn úr hópnum fyrir fullt og
allt, þá er þó eftir sá fagri
geisli, sem fylgir minningunni
um hann og það eru eingöngu
góðar minningar.
„Þeir sem guðirnir elska, þeir
deyja ungir.“ Þetta er talið vera
gamalt grískt máltæki. Einhvern
veginn er það svo að oft finnst
Páll Guðmundsson
Dalbæ — Minning
í DAG verður til moldar borinn
frá Hrepphólakirkju, Páll Guð-
mundsson bóndi í Dalbæ, Hruna
mannahreppi.
Páll var fæddur í Dalbæ 8.
sept. 1899, sonur hjónanna Guð-
finnu Kolbeinsdóttúr og Guð-
mundar Guðmundssonar, sem
þar bjuggu lengi rausnarbúi.
Páll ólst upp í myndarlegum og
glaðværum systkináhópi. Hann
var með karlmannlegustu mönn-
um, drengilegur og Ijúfmann-
legur í allri framgöngu. Páll var
tveggja manna maki að hverju,
sem hann gekk meðan heilsan
entist. Hann var mjög greiðvik-
inn og nutu margir hans fyrir-
-greiðslu og góðu handtaka. Páll
var mjög laginn við að stjórna
vinnu og var sem allir færðust í
aukana, þar sem hann var með í
verki, enda hafði hann þann sið
fornkappa að vera ævinlega þar
sem bardaginn var harðastur og
gætti þess jafnan, að ekki hall-
aði á lítilmagnann.
Páll var um 40 ára skeið einn
af tápmestu um-bótabændum
Hrunamannahrepps og jafnan
reiðubúinn að veita hverju góðu
málefni liðsinni sitt. * Jörð sína
ræk-taði hann og byggði af stór-
hug og dugnaði, nú hin síðari ár
með aðstoð sona sinna, svo að
þar eru nú tvö býli með um 75
ha. túnum og tilheyrandi bygg-
ingu-m.
Þótt Páll félli nú frá í fu-llu
starfi fyrr en við vinir hans get-
um að fullu sætt ðkkur við, vaT
hann búinn að stinga sínu óðals-
merki það traustlega í völ-1 nið-
ur, að það mun ekki falla í ná-
inni framtíð, heldur verða bor-
ið áfram af afkomendum hans,
sveit hans og þjóð til heilla.
Páll kvæntist eftirlifandi
konu sinni, Margréti Guðmunds
dóttúr, árið 1927, hinni mestu
myndarkonu, sem reyndist hon-
um traustur lifsförunautur. Þau
eignuðust fjögur mannvænleg
börn, sem öll eru búsett í Hruna
mannahreppi. Þau eru Brynjólf-
ur og Jóhann, bændur í Dalbæ,
Guðmundur, bóndi i Sunnuhlíð
og Svava, húsfreyja á Hrafn-
kelsstöðum. Auk þess ólu þau
hjón upp tvo drengi, Birgi Odd-
steinsson og Grétar Pál Ólafs-
son.
Við sveitungar og aðrir vinir
Páls kveðjum hann með sökn-
uði og þakklátum huga í dag
við Hrepphólakirkju. Blessuð
veri minning hans.
Sigm. Sigurðsson.
manni eins og að þeir sem bjart-
ast ljós leikur um, verði skamm-
lífir.
Enn hnípir hópurinn ungi
horfinn er annar af sviði,
enn dynur dómsins þungi
dynur með þungum ni'ði.
Við kveðjum þig, Tóti, með
kærri þökk fyrir hina alltof
stuttu samleið á lífsleiðinni. —
Friður sé með þér.
Ingunn og Þorvaldur Steinason.
Lilja Guðrún, Steini og Ólöf.
t
K V E Ð J A
Það kemur oss oftast á óvart
hvað skeður
á ævinnar þyrnóttu braut,
þau skella á sncggt þessi válegu
veður
er valda oss ógnandi þraut
Og þannig var viðhorfið þegar
hinn ungi
og þróttmikli unglingur hneig,
þá lagðist á hjörtun svo lamandi
þungi,
að líknbón í hæðirnar steig.
Hvað má þá foreldrum hugsvöl-
un veita
og hvar eru hjálpsemdar ráð.
Þeim ofraunum megnar ei annað
að breyta
en alföður dýrðlega náð.
Sorgþrungin standa þau ömmur
og afi
og ákalla skaparans son,
þau búast við ferð á því hyl-
djúpa hafi
og huggast af samfunda von.
Svo kveðja þig ættingjar aðrir
og vinir
og ákalla föðurins nafn,
þeir skilja, að þú varðst að
hverfa sem hinir
í himinsins eilífa safn.
K. G.
t
KVEÐJA TIL ÞÓRARINS
KRISTBJÖRNSSONAR
Haustfölvi hvíldi
heims yfir byggðum,
bjó þó birta
barnsleg í huga.
Æskunnar yndi
ómfagurt söng
sólbjart sumar
sálar í rann.
Vék burt vetur
vor kom, og sumar
gekk að garði.
Glaðlyndur hópur
hló við heimi
harðlyndum, óvitandi
vábrests voða
víslega nær.
Öll él uppbirtir
aftur að stundu
liðinni langri eða
lfðandi stuttri,
brosti þá brátt
brosmildrar æsku
framtíðar fólk
frónskrar þjóðar.
Dró upp dökka
dimmviðris bliku
á heiðskíran himin
hárra vona,
uggvæn örlög
aftur hjuggu
óvænta und
okkar í hópinn.
Varð fyrir Vali
vina úr hópi
þekkur Þórarinn
þrifinn að bana
beði til bölmóðs
barna sálum vorum,
angurs óbætandi
ungum hjörtum.
Bót þó í foöli
brostinna vona
og sárrar sorgar
að sjá til baka
samveru stundir
sólskins fagrar
gefur það gleði
grátnum huga.
Kæran þig kveðjum '
kunningja hópur
ungur méð ósk um
endurfundi, er
lífsstríði lýkur
að langri eða stuttri
endaðri æviför
okkar. Hvíl í friðL
Þ. S
Kjartan Kjartansson
Kveðja að vestan
ÞAÐ, var sem birtu brygði, er
við vinir og aðrir velunnarar,
heyrðu andlá-t þessa unga og
efnilega manns. Það var sú birta
yfir allri framkomu þessa unga
manns, og glæstar vonir voru
bundnar við framtíð hans. Hann
hafði lofað miklu námi i læknis-
fræði og síðar aflað sér fram-
haldsmenntunar erlendis, allt til
-þess að búa sig sem bezt undir
lífsstarfið. H'ann ög al-lt lofaði
svo miklu, engum duldist, sem
nokkur kynni höfðu af honum,
að þar fór glæsilegur maður í
sinni grein sem miklar vonir
voru tengdar við, enda hafði
hann á sínum stutta starfsferli
áunnið sér traust og mikið álit
í sínu starfi og var þegar búinn
að fá reynslu við starf sitt, sem
lofaði svo miklu og miklar vonir
voru tengdar við, og fra-mtíðin
virtist liggja bein og björt við,
öðrum til hjálpar og líknar.
Hann bar með sér hvar sem hann
fór að þar fór glæsilegur ma-ður,
sem a-llir þeir, sem hann þekktu,
vissu. Hann vakti eftirtekt á sér
hvar sem hann fór, sú birta og
ylur geisluðu frá honum þó
maður aðeins m-ætti honum á
götu. Nú er þetta al-lt horfið
sjónum manns, en minningin
hefir og mun geymast í hugum
allra er hann þekktu.
Kjartan sál. var sonur merkis-
hjónanna Kjartans J. Jóhanns-
sonar læknis og fyrrverandi al-
þingismanns og konu hans Jónu
Ingvarsdóttur, sem um mörg ár
voru á ísafirði, og áunnu sér
virðingu og traust allra er þat*
kynntust. Á heimili foreldranna
ólst hann upp, sem barn og
unglingur, og kynnin voru orðin
löng og náin við hið einstæða
myndarheimili foreldranna.
Þessi fáu or-ð eru aðeins þakk-
ir, fyrir árin og kynnin, sem svo
miki-I birta er við tengd. Innileg-
ar samúðarkveðjur eru sendar
ti-1 allra vandamanna hans og
blessun guðs veri með þeim á
þessum erfiðu tímamótum.
Ekkjunni ungu Sigríði Þórar-
insdóttur og foörnum þeirra eru
sendar sérstakar samúðarkveðj-
ur.
Blessuð sé minning hans.
Pál! Pálsson.
MORGUNBLAOID
Við Sæviðarsund
Til sölu eru rúmgóðar og skemmtilegar 4ra herb.
íbúðir á hæðum. Seljast fokheldar.
Aðeins 4 íbúðir í húsinu. — Sér hitaveita.
Uppsteyptur bílskúr fylgir.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4. — Sími 14314.
2ja herbergja íbúð
Til sölu er nýleg 2ja herb. íbúð á 2. hæð í húsi við
Dalbraut. íbúðin er í ágætu standi. Teppi á stofu,
gangi og ytri forstofu. Þvottavélar. Fallegt útsýni.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4 — Sími: 14314.
Skoda 1959
station bifreið, góð til sölu. — Greiðist á 10 mán-
uðum.
Linditré sf
Lindargötu 30.