Morgunblaðið - 25.05.1966, Blaðsíða 2
MORCU N BLAÐiÐ
Miðvikudagur 25. maí 1966
i
Þrjú irönsk herskip
í Reykjavík
— Það má gjarnan hafa
það eftir mér, að þetta var
ekki skipstjóranum okksir að
kenna. Ég hef alltaf haft ótrú
á þessum Grimsby-togurum,
en það máttu ekki hafa eftir
mér.
— Skemmdust persónuleg-
ar eignir ykkar við árekstur-
inn?
DAGANA 27. til 31. mai n.k.
heimsækja Keykjavík þrjú frönsk
herskip undir stjórn Salmon’s
aðmíráls. Skip þessi eru frá
franska sjóhernum, „Marine
Nationale Francaise".
Nöfn skipanna eru: „Surcouf",
„Bouvet“ og „Le Picard“.
Tvö hin fyrrnefndu eru tund-
urspillar 2.750 tn., 130 metrar á
lengd og 13 metrar á breidd.
„Surcouf" er sérstaklega útbúið
sem aðmírálsskip, og var tekið í
þjónustu flotans árið 1955. Skip-
i'ð er búið 6 127 m/m og 4 57
m/m loftvarnarbyssum, einnig 6
tundurskeytahlaupum sem beint
er gegn kafbátum.
„Bouvet", sem tekið var í notk
un 1956, er búið vopnakerfi bæði
til loftvarna og fyrir sjóorustur.
Auk þess hefir skipið stórskota-
útbúnað með 57 m/m byssum, 6
tundurskeytarör, og sexfalda
sprengjuvörpu gegn kafbátum.
„Le Picard" er hraðskreiður
tundurspillir, 1.290 tn. og 100 m
á lengd og 10,30 m á breidd. —
Skipið var tekið í notkun 1956 og
er búið 6 57 m/m loftvarnarbyss-
um, 12 tundurskeytarörurii og
sexfaldri eldflaugavörpu gegn
kafbátum.
Áhafnir þessara þriggja skipa
eru samtals 821 maður.
„Surcouf" dregur nafn sitt jslí
Robert Surcouf, sem er fæddur
í Saint Malo árfð 1775 og dáinn
1827. Var hann frægur sægarp-
ur í styrjöldum frönsku bylting-
arinnar og keisaratímabilsins.
Pierre Bouvet, þekktur aðmír-
áll, fæddur 1775 og dáinn 1860,
barðist einkum á Kyrrahafinu.
Almenningur mun fá tækifæri
til þess að skoða skipin „Bouvet"
og „Le Picard“ 28. og 29. maí
eftir hádegi báða dagana.
Sjókempan Ballantine og Ian Clark 2. vélstjóri.
Stjórnsemi um bori eftir
áreksturinn á Halamiðum
q
Rætt við tvo skipsmenra Admiral Burnett
Áiengisútsölur
í Keflovík
og Eyjum
JAFNFRAMT bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningunum voru
greidd atkvæði um hvort opna
skyldi áfengisútsölur í Vest-
mannaeyjum og Keflavík. Úrslit
urðu þau að í Keflavík sögðu
1254 já og 773 nei, og í Eyjum
sögðu 1342 já en 6Í4 nei.
Vatnslitumynda-
sýning og vor
Elsku litla Fín:
Ef maður horfir á andlitið
og svolítið meira — sumir
kalla það af og frá — og
áframhaldið sjónarinnar
áhorfandans hafði komizt í
uppstreymi — fagra djarfa
veröld myndanna allt um
kring — og afkoma þrátt fyr-
ir skáldagrillur og þegnskap
borgarmenningar hlustandi á
vorkvöldum sjónar almættis-
ins — þarna er trúin á lífið,
jafnvel móthugsuður stjaldr- .
ar við fæti.
Amenico Pascvf.
Jóh. S. I^jarval.
Brasilía vann Chile 1-0 í
landsleik í Rio de Janeiro í
sl. viku. Brasilíumenn, sem
eru heimsmeistarar í knatt-
spyrnu, eru í riðli með Búlga
ríu, Portúgal og Ungverja-
landi í lokakeppninni um
heimstitil í sumar.
EINS og frá var skýrt í blað-
inu í gær varð harður árekst-
ur milli brezku togaranna
Admiral Burnett frá Fleet-
wood og Ross Howe frá
Grimsby, er skipin voru að
veiðum á Halamiðum á mánu
dagsmorgun sl. Skipsmenn
fyrrnefnda togarans yfirgáfu
hann rétt eftir að árekstur-
inn varð, en annar brezkur
togari dró Admiral Burnett
inn til ísafjarðar.
Skipsmenn af Admiral Bur
nett komu til Reykjavíkur í
gærdag, en héðan halda þeir
á fimmtudag. Á rfteðan þeir
bíða eftir flugfari dvelja þeir
að Hafnarbúðum og á City
Hótel.
Fréttamaður blaðsins hitti
tvo skipsmenn togarans að
máli yfir kvöldverðarborði í
Hafnarbúðum og skýrði þá
annar vélstjóri, geðþekkur
maður að nafni Ian Clark,
frá nánari atvikum viðvíkj-
andi árekstrinum.
— Við héldum kyrru fyrir
er áreksturinn varð og ég var
þá enn sofandi en vaknaði
við illan draum er ég kast-
aðist fram úr kojunni og út á
gólfið. Ég slapp þó með öllu
ómeiddur og sem betur fór
slasaðist enginn um borð. Ég
varð mjög hrifinn af þeirri
stillingu, sem ríkti meðal
áhafnarinnar þrátt fyrir
þennan leiða atburð, og allt
fór vel og skipulega fram
undir röggsamri stjórn okkar
ágæta skipstjóra, Jack Shard.
Það var engu líkara, en skips-
höfnin hefði ekki haft annað
fyrir stafni um dagana en
að lenda í stórárekstrum úti
á rúmsjó. Við yfirgáfum
flestir togarann nær sam-
stundis, meðal annars af því,
að ókyrrt var í sjó og hætta
á að leki kæmi að honum
þá og þegar. Aðmírállinn var
síðan dreginn inn til ísa-
fjarðar og í dag kom umboðs
maður fyrirtækisins í Fleet-
wood, sem á togarann, til að
líta á skemmdirnar. Við höfð-
um verið að veiðum í nokkra
daga og afli var fremur lítill.
Ég geri ráð fyrir að hann
verði nýttur á Isafirði.
— Hafið þið nokkra hug-
mynd um hversvegna árekst-
urinn varð?
— Það liggur ekki ljóst
fyrir ennþá. Við höfum að
vísu okkar grunsemdir, en
því miður get ég ekki látið
þær uppi vegna sjóprófanna,
sem fara eiga fram í Eng-
landi.
Hér grípur snareygur og
veðurbitinn háseti, Ballan-
tine fram í:
Skipsmenn Admiral Burnett við komuna til Reykjavíkur. (Ljósm. Sv. Þorm.).
— lan Clark verður fyrir ;
svörum: 3
— Þeir, sem höfðu sínar «
vistarverur stjórnborðsmeg- :
in, þar sem Ross Howe kom ;
á okkur, urðu fyrir nokkrum :
skakkaföllum vegna þess, að ;
olía og vatn komst í föt þeirra :
og skóbúnað. Áreksturinn var ;
mjög harður og sviplegur, og :
það voru fleiri en ég sem ;
þeyttust steinsofandi fram úr ;
hlýjum rúmum.
— Þannig fór líka fyrir |
mér, segir Ballantine. — Ég ;i
var í fastasvefni og dreymdi ■
konur og vín. Þessvegna kom «
þetta verr við mig en flesta ;
aðra, að ég hygg, auk þess ;
sem hvorugur okkar hefur ;
lent í neinu svipuðu áður. Ég ;
hef verið að veiðum við ís- ;j
landsstrendur í mörg ár og ;
allt hefur það gengið snurðu- j
laust fyrir sig. Ég vil í því ;
sambandi geta þess sérstak- :
lega, að við höfum aldrei ;
verið teknir að veiðum í land :
helginni ykkar; þó er ekki -
loku fyrir það skotið, að við :
kynnum að hafa læðzt inn ;j
fyrir mörkin öðru hvoru, og I
nú rekur þessi glettni sjó- ;
maður upp tröllahlátur. 3
— Er það gamalt skip, ;j
Admiral Burnett? 3
— Nei, svara Clark vél- :
stjóri. — Skipið er tiltölu- ;
lega nýtt, byggt árið 1962 og 3
þess utan afburðagott sjó- ;i
skip. Það er því sannarlega :
óheppilegt, að svona skyldi ;
fara. Það verður gert við «
skemmdirnar á skipinu á ísa ;
firði, að ég hygg, og við er- jj
um að gera að því skóna, að ;
það verði tilbúið innan 3
þriggja vikna, en það er ;
mikil bjartsýni, sagði Ian j
Clark að lokum. — et. ;
Hægur austanvindur var á vík.
landinu í gær og víða smá- Lægðirnar suður í hafi eru á
skúrir, en él og dumbung- hreyfingu austur og ekki
ur á hálendinu. Hitinn var verulegra veðrabrigða að
1 stig á Kili, eins á Horn- vænta.
ströndum, en 10 stig í Reykja
Með bólgin raddbönd á óperusviði
IViagnús Jonsson ofreynir sig sem Hoffmann
Á SUNNUDAGSSÝNINGUNNI á
Æfintýruin Hoffmanns í Þjóð-
leikhúsinu, gerðist það að aðal-
söngvarinn, Magnús Jónsson,
fékk illt í hálsinn og missti við
það röddina, svo hann gat varla
talað að aflokinni sýningu. Kom
í Ijós að raddböndin í honum
höfðu bólgnað illa, og versnuðu
við áreynsluna eftir því sem á
sýningu leið. I gær var Magnús
strax betri, og vona hann og
læknar haas að hann verði orð-
inn góður fyrir sýninguna á ann
an i hvítasunnu, en aflýsa verður
sýningunni í kvöld.
Mbl. átti stutt sanutal við
Magnús í síma í gærkvöldi. Hann
kvaðst hafa fundið að röddin
byrjaði að svíkja hann eftir
fyrsta atriðið og þá orðið tauga-
óstyrkur. Var gert hlé á sýning-
unni og hálslæknir til kvaddur,
sem sagði að raddböndin væru
bólgin og vildi hann að söngvar-
inn hætti við sýninguna. En
Magnús og aðrir í leikhúsinu
trúðu ekki að þetta væri svona
alvarlegt. og hélt söngvarinn að
ef hann gæti sungið sig frá tauga
óstyrknum, kæmist' hann í gegn
um sýninguna, eins og dæmi eru
til að söngvarar hafi gert með
bólgin radd'bönd. Sýningin verð-
ur að halda áfram, eins og leik-
húsfólk segir, hvað sem í skerst.
— En það var Bjarnargreiði við
áheyrendur, sagði Magnús. — Ég
hefði átt að hætta. Þetta er niér
bara alveg óþekkt. Það hefur
aldrei komið fyrir mig fyrr og
ég gerði mér ekki grein fyrir
hve alvarlegt það var. Mér þykir
það bara leitt vegna áheyrenda.
En slíkt kernur fyrir í óperu-
húsum. Og nú er söngvarinn sem
betur fer strax farinn að ná sér,
sem fyrr er sagt, og verður vænt
anlega heiLl heiísu á sínum stað
á sýningunni á annan hvíta-
sunnudag.