Morgunblaðið - 25.05.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.05.1966, Blaðsíða 27
Miftvikudagur 25. maf 1968 MORGU NBLAÐIÐ 27 Stöðvar NATO fluttar til Briissel Erhard og brezkir ráðherrar scgðir sammála um London, 24. maí. — NTB. HAFT er eftir áreiðanlegum heimildum í London í dagr, að meðlimariki Atiantshafsbanda- lagsins, önnur en Frakkland, séu nú á góðri leið með að ná sam- komulagi um að flytja aðal- stöðvar bandalagsins frá París til Briissel. Er hér um að ræða aðalstöðvar yfirherstjórnarinnar í Evrópu (SACEUR) og aðal- skrifstofurnar (SHAPE). Frá þessu var skýrt, að lokn- flutninginn um fundi kanzlara V-Þýzkalands, Ludwig Erhard, og brezkra ráð- herra, sem haldinn var í London í dag. Heimi'ldimar herma, að miklar líkur séu til þess, að fastaráð Atlantshafsbandalagsins verði flutt til Briissel 7. og 8. júní n.k. Ráðgert mun jafnframt að endur skipuleggja alla starfsemi banda- lagsstofnananna, er flutningurinn á sér stað. 12 þús. manns hafa séð Nýja skipið Hvalur 9 heldur til veiða úr Reykjavíkurhöfn. í baksýn Hvalur 6 á leið út. Fyrstu hvalirnir komn- ir í Hvalstöðina Bátarnir fjórir héldu út á sunnudag FYRSTU hvalirnir á þessari ver- tíð bárust á land í Hvalstöð- inni í Hvalfirði í gær. Hvalur 7 kom með fyrsta hvalinn kl. 4 í gær. Og á leið inn voru Hvalur 6 og Hvalur 9 með sinn hvorn hvalinn. Bátarnir voru allir með langreyði, sem þeir höfðu fengið langt úti. Hvalveiðiskipin héldu til veiða úr Reykjavíkurhöfn kl. 9 á sunnudagskvöld. Þau eru að venju fjögur talsíns. í staðinn fyrir Hval 5 er nú komið hið nýja hvalveiðiskip Hvalur 9, sem er 650 tonn og stærst hval- veiðiskipanna. Á nýja skipinu er skipstjóri Ingólfur Þórðarson. Billedbladðt lýsir viðbrögðum íslendingo í handritamólinu og birtu ummæli ráðherranna dr. Bjarna Benedktssonar og dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, og auk þess viðbrögð fólks á götunni, Neín- ist greinin í Billedbladed „Glæd esbud fra Köbenhavn." ÞEGAR dómur féll í landsrétti í Kaupmannahöfn í handritamál- inu sendi danska Billedbladed fréttamann og ljósmynd^ra til ís lands, þá Henrik Mortensen og Egon Engmann, til að fe;sta á blað og filmu viðbrögð íslend- inga. í blaðinu 13. maí birtist frásögn þeirra í máli og mynd- um á þremur síðum. Þeir félagar komu fyrst á rit- stjórn Mbl. og birta myndir og frásagnir af viðbrögðum við fréttinni þar, ásamt ummælum Matthíasar Johannessen rit- stjóra. Þá komu þeir í Lands- bókasafnið og hittu Finnboga Guðmundsson, landsbókavörð og Lárus H. Blöndal, bókavörð, einnig í handritastofnunina þar sem þeir hittu m.a. Jónas Krist- jánsson. Þá hittu þeir að máii — Peking Framhald af bls. 1 hyggju að hefja styrjöld gegn okkur ásamt Bandaríkja- mönnum.“ Chen-yi sagði enn fremur, að það væri ætlun Sovétríkj- anna að taka höndum saman við Bandaríkin og leggja undir sig heiminn. Jafnframt sagði utanríkis- ráðherrann, að sér virtist, að meiri háttar átök við Banda- ríkjamenn vera óumflýjan- leg. — Vegirnir Framhald af bls. 28. opna þær. Og Oddskarð var opnað í fyrradag. Vegurinn kem ur þó svo blautur undan snjón- um, að þar er rétt jeppafært. Byrjaður er mokstur á Fjarð- arheiði beggja megin. Á Vestfjörðum eru heiðar enn lokaðar í snjó, en opið víða milli fjarða. Þingmannaheiði er enn lokuð og þaðan vestur úr. ~ Fjársöfnun Framhald af bls. 27 menn samtök á Sauðárkróki haf- izt handa um fjársöfnun til sjóð- stofnunar til að standa straum af slíkum kostnaði, og verður safn- að dagana 7. og 8. maí n.k. Kvenfélögin á Sauðárkróki og í Skagafirði munu annast söfn- un hvort á síftu svæði, en í kaup stöðunum og Reykjavík munu stjórnir átthagafélaga Skagfirð- inga veita framlögum viðtöku. Aðalféhirðir söfnunarinnar er Guttormur Óskarsson, gjaldkeri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og geta þeir, sem vilja leggja þessu máli lið einnig sent framlög sin beint til hans. — jón. Á Hval 8 er skipstjóri Sigur- sveinn Þórðarson. Tveir af skip- stjórunum frá í fyrra eru nú hættir, en í staðinn eru komnir Ragnar Guðmundsson á Hval 6 og Friðbert Ely Gíslason á Hval 7. Hvalveiðiskipin kvörtuðu yfir slæmu skyggni þessa fyrstu daga vertíðarinnar, en rigning er úti fyrir. Hvalstöðin er nú að verða til- búin til að bræða og mikið af fólkinu komið þangað, en Hvalstöðinni starfa um 80 manns. Var Loftur Bjarnason, útgerðarmaður, sjálfur staddur þar uppfrá, er Mbl. hafði sam- band við stöðina í gærkyöldi. Þögnina í Hafnarfj.báó SÆNSKA kvikmyndin „Þögn- in“ eftir Ingmar Bergman hefur gengið í Hafnarfjarðarbíó í 6 vikur og hafa rúm 12 þús. manns séð hana, að því er Níels Árna- son, bíóstjóri, tjáði okkur i gær. Dálítið er nú farið að draga úr aðsókn og því sagðist hann ekki þora að spá um hve lífseig myndin yrði úr þessu. Hafnarfjarðarbió hefur sýnt 9 af kvikmyndum hins kunna kvikmyndagerðarmanns, Ing- mars Bergmans við auknar vin- sældir. Sá hópur stækkar óðum, sem áhuga hefur á að sjá þær. Síðasta myndin eftir hann á und Sigfús Guðmundsson Reynir Zoega S5 Hinir nýkjörnn bæjarfulltrúar júlistæðismanna í Neskaupsstoð Sjálfstæðismenn unnu sigur í Reynir Zoega og Sigfús Guð- kosningunum í Neskaupstað. munciss011' Hafa þeir aðeins átt 1 bæjar- fulltrúa um langt árabil, en fengu nú tvo kjörna. Þeir eru Konungurinn í Buganda í haldi Deilt um, hvort skilja skuli Buganda frá Uganda Kampala, 24. maí —• AP-NTB HERINN í Uganda réðst í dag á höll konungsins í Buganda, sem er hluti Uganda. Varð lífvörð- ur konungs að láta í minni pok- ann, eftir nokkurra klukku- stunda harða bardaga. Herma síðustu fréttir, að konungur, Sir Edward Frederick Mutesa, sé nú hafður í haldi. Atburður þessi fylgir í kjöl- far mikilla átaka, sem átt hafa sér stað milli konungs og for- seta Uganda, Dr. Milton Obote, að undanförnu. Mutesa varð for seti í Uganda, ári eftir að land- ið fékk sjálfstæði frá Bretum, en í febrúar sl. rifti Obote stjórn arskránni, rak Mutesa fra og tók sjálfur við embætti forseta. Sl. föstudag fékk Mutesa sam- þykkta tillögu á þingi, þar sem þess var krafizt, að Obote flytti aðsetur stjórnar landsins frá Kampala í Buganda, sem kon- ungur telur á sínu umráðasvæði, en Obote svaraði í dag með því að senda herlið til hallar kon- ungs. Mutesa hefur lengi viljað skilia Buaanda frá Ueanda. an „Þögninni“ var gamanmynd- in „Flísin í auga Kölska“, sem gekk í 73 daga, en ekki eins skarpt og Þögnin. Var fremur jöfn aðsókn að henni. Sagði Niels að á sýningum á Þögn- inni væri ákaflega kyrrt í saln- um og mikil spenna meðal áhorf enda. Niels kvaðst hafa tryggt sér sýningarrétt á fjórum af kvik- myndum Bergmans til viðbótar, en mundi dreifa þeim nokkuð, líklega ekki fá nema tvær á þessu ári. Yrðu það líklega nýj- asta myndin „Alla mina Kvinn- or“ og ein af eldri myndunum, sem ekki hefur verið sýnd hér áður. — S-Vietnam Framhald af bls. 1. gerður, ef það mætti verða til að lægja óánægjuöldur þær, sem risið hafa að undanförnu, og ógn að hafa ráðamönnum. Jafnframt var tekið fram, eins og áður segir, að öllum til- raunum til að efna til nýrra óeirða yrði mætt með harðari aðgerðum en áður hefðu þekkzt. Ekki ræddu forsetinn og forsætis ráðherrann nánar í hverju þess- ar aðgerðir myndu fólgnar. Þrátt fyxir yfirlýsingar ráða- mannanna kom enn til minni háttar óeirða í norðurhluta S- Vietnam í dag, einkum í bæn- um Hue. Þá fóru stúdentar í Saigon í mótmælagöngu, og var þess krafizt af þeim, að stjórn Ky segði af sér. Hins vegar er ljóst, að stjórn- in þykist nú trygg í sessi, eftir að tókst að brjóta á bak aftour andspyrnuna í Danang. Vörugeymsla Innflutningsfyrirtæki óskar eftir ca. 150 ferm. vörugeymsluhúsnæði á jarðhæð, nú þegar. Upplýsingar í síma 15159 og 12230. Faðir okkar, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR SVEINSSON Kárastíg 3 andaðist á Landsspítalanum 22. þ.m., jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu 27. þ.m. kl. 1.30 e.h. Ragnheiður Guðmundsdóttir Sveinn Benónýsson Hulda Guðmundsdóttir Snorri Guðmundsson Haraldur Guðmundsson Þorfinnur Guðmundsson og barnabörn. Jóhann Eliasson Jóhanna Sigurbjörnsdóttir Sigurbjörg Bjarnadóttir Kristin Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.