Morgunblaðið - 25.05.1966, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐID
Miðvikudagur 25. maí 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
SENDUM
LITLA
bílnleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
ðt'
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
Volkswagen 1965 og ’66.
8IFREIDALIIGAH
VEGFERÐ
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
FjOlvirkar skuR-ÐGRÖFUR
J
D
L
V
I
R
K
I ÁVALT TIL REIÐU.
N SÍmi: 40450
skiphoiti21 símar21190
eftir lokun stmi 40381
Rauða myllan
Smurt brauð, beílar og náJfai
sneiðar.
Opið frá kl. 8—23,30.
Sími 13628
Þorsteinn Júhusson
héraðs'dómslögmaður
Laugavegi 22.
Opið 2—5. Sími 14045.
B O É C H
ÞOKULUKTIR
BRÆÐURNIR ORMSSON
Lágmúla 9. — Sími 38820.
A
Sá fyrsti
Fyrsti laxinn kominn á
land úr Elliðaánum. Frá því
var sagt hér í blaðinu í gær.
Venjan er sú, að Elliðaárnar
eru „opnaðar“ á hverju vori
við hátíðlega athöfn — og hef-
ur borgarstjóranum þá verið
boðið að draga þann fyrsta.
En sá fyrsti b.eið ekki eftir
borgarstjóranum. Hann stökk
upp á þurrt, kom óbeðinn — á
undan áætlun. Og þegar þeir
byrja að veiða, verður sá fyrsti
númer tvö.
Jr Alþjóðamót
Hér er haldið Norður-
landamót í bridge. Þetta er
fjölmennt mót og ekki eina al-
þjóðlega mótið, sem haldið er
hér á þessu ári. Þeir, sem sjá
um mót með útlendingum hér
á landi, miða venjulega við
júní og júlí, enda eru þá mest-
ar líkur á að gestirnir fái
sæmilegt eða gott veður. Hinir,
sem annast ferðamannamót-
töku og flutninga hér á landi,
hafa mælzt til þess undanfarin
ár, að reynt verði að flytja sem
flest mót fram á vor eða halda
þau síðari hluta ágúst og í
september, jafnvel október.
Nú komu bridge-spilararnir
síðari hluta maí. Ekkí þurfa
þeir að vera óánægðir með
veðrið, þeir hefðu jafnvel get-
að komið fyrr. Þetta ættu
fleiri að athuga.
Kokkurinn
Nú eru Bretarnir farnir
að láta til sín taka á ísafirði á
ný. Að vísu ekki alvarlega,
skáru bara einn kokk á háls.
Kokkarnir hafa komizt í hann
krappann fyrr, hljóta ekki
alltaf þakklæti fyrir dagsverk
sitt, jafnvel þótt þeir kunni
eitt o gannað fyrir sér í matar-
gerðarlistinni.
Og sá brezki vildi láta málið
niður falla. Sennilega hefur
grauturinn brunnið við hjá
honum einhvern tíma og hann
hefur talið sig í veikri aðstöðu
til að verja líf sitt. Já, graut-
urinn — eða eitthvað annað
álíka alvarlegt, því ekki dunda
menn við að skera náungann
á háls nema að hann hafi gert
sig sekan um mjög alvarlegt
athæfi.
Að drepa tímann
Og nú fá bæði Keflvík-
ingar og Vestmannaeyingar
brennivínið sitt. Ekki svo að
skilja, að við höldum, að þeir
hafi ekki fengið það reglulega
fram til þessa. En nú er hlut-
verki póstþónustunnar lokið 1
brennivínsflutningum til þess-
ara tveggja fyrrnefndu staða
— og póstþjónar í Eyjum verða
að finna einhverja leið til þess
að drepa tímann.
Vonandi rýrna tekjur pósts-
ins ekki það mikið, þegar hann
missir þennan stóra spón úr
aski sínum, að hann taki upp á
því að hækka öll burðargjöld,
eins og pósturinn er vanur að
gera þegar eitthvað bjátar á.
Annars mátti heyra það i
útvarpinu í viðtali við kefl-
vískan góðborgara, að fram-
sókn flaut þar inn í brennivini
— og í raun rétti áður en
brennivínið kom. Framsóknar-
smalinn, sem átti að fá eina
flösku, ef framsókn kæmi að
fjórum, er væntanlega búinn
að fá eina, eða voru þær fjór-
ar? Og ríkið ætti ekki að tapa
á kosningum.
-Ar Opinn grunnur
Austurbæingur skrifar:
„Velvakandi góður.
Mig langar að biðja þig að
taka eitt mál föstum' tökum,
en það er slysahættan.
Við Vorsabæ 8—10 í hinu
nýja íbúðarhverfi er grunnur
undir tvö hús. Þessir hús-
grunnar eru þannig að til
vandræða horfir, hann er hálf-
fullur af vatni, en enginn
varnargirðing er í kringum
hann. Þrjár eða fjórar mæður
hafa nýlega náð börnum sín-
um upp úr þessum stórhættu-
lega forarpytti sama dag. Mér
hefur Verið tjáð, að margsinnis
hafi verið kært yfir þessu til
ýmissa aðila, en því hefur
aldrei verið sinnt. Á ekki að
byrgja þennan forargrunn fyrr
en banaslys hefur orðið í hon-
um?
Hver er ábyrgur fyrir þeim
slysum sem kynnu að verða á
þessum stað og hvern á að
ásaka ef barn drukknar
þarna?
Það má víst ekki hreyfa við
þessum stórhættulega vítis
slysastað af því einu, að það
eru tveir „lögregluþjónar"
sem eiga þarna grunna.
Það á að girða fyrir alla
slysahættu, og það á að girða
slíkán stað eins og grunnana
að Vorsabæ 8—10. Ég vona að
það verði gert, svo að húsmæð-
urnar í þessu hverfi geti verið
rólegar í náinni framtíð.
Austurbæingur“
★ Ungleg
Ein 21-árs skrifar:
„Velvakandi góður!
Ég brá mér á Hótel Sögu eitt
laugardagskvöld fyrir sköijimu,
sem ekki er í frásögur færandi.
Ég hef oft komið þar áður.
sérstaklega í miðri viku, því
þá er yfirleitt ekki eins margt
fólk og um helgar. Þá hef ég
alltaf gengið inn án þess að
nokkur hafi skipti sér af því,
en nú brá svo undarlega við,
að dyravörðurinn _ spyr mig
hvað ég sé gömul. Ég segi auð-
vitað eins og satt er að ég sé
21 árs. Hann spyr mig um
„passa“, og ég segist því miður
ekki hafa hann við hendina;
hélt hreinlega að ég þyrfti þess
ekki nú frekar en áður. En
dyravörðurinn gerði auðvitað
skyldu sina og sagði kurteis-
lega að hann gæti því miður
ekki hleypt mér inn nema ég
sýndi „passa“. Þá fauk , mig
og ég spurði hvers vegna í
ósköpunum ég hefði aldrei
þurft þess fyrr. Þá bliðkaðist
hann og sagði: „Þú hlýtur
bara að vera svona ungleg í
kvöld!“ Ég viðurkenni að
þetta var ákaflega vel mælt á
stundu sem þessari og ég
roðnaði út undir bæði og
spurði hvort hann gerði sér
grein fyrir því að það kostaði
stórfé að sækja „passann“
minn, því ég ætti heima all-
langt í burtu og yrði að fara í
leigubíl. En það var náttúru-
lega ekki honum að kenna, það
var bara asnaskapur úr mér
að eiga ekki heima nær Hótel
Sögu, fyrst ég á annað borð fer
þangað eins oft og raun ber
vitni.
Svo náði ég í passann minn.
dyravörðurinn kom hlaupandi
út og opnaði fyrir mér bíl-
hurðina eins og góðum dyra-
verði sæmir, — en ég var í
vondu skapi allt kvöldið út af
þessu smáræði. Nú langar mig
að spyrja: Hafa dyraverðirnir
leyfi til að hleypa fólki inn
alla daga nema laugardaga án
þess að fá að líta á „passann"?
Eð er öllum hleypt inn sem
vilja, aðeins til að þjónarnir
sofni ekki af leiðindum yfir að
hafa ekkert að gera?
Kærar þakkir.
Ein 21 árs.“
'tr Jón Oddgeir
Enn skrifar Austurbæing-
ur:
„Kæri Velvakandi!
Mig langar að biðja þig að
koma fáeinum línum fyrir mig
á framfæri. Það hefur verið
skrifað margt um „Hjálp í
viðlögum", og það var þá
kannski hallað nokkuð á stjórn
R.K.Í. fyrir slóðaskap, en ekki
má gleyma því sem vel er gert.
R.K.f. auglýsti námskeið og
var það haldið nú í vikunni,
eða nánar tiltekið frá og með
13/4 til 16/4 1966. Námskeið
þessi voru mjög fjölmenn.
Hóparnir voru fjórir og 30—40
manns í hverjum. Ég hygg að
fólk hafi lært mikið á þessúm
tíma, en margir spurðu um
fleiri námskeið, og væri von-
ándi að úr þeim yrði.
Ég vil leyfa mér fyrir mína
hönd og raunar þeirra sem á
námskeiðið komu að færa
R.K.í. þakkir fyrir að halda
þetta námskeið, og færa Jóni
Oddgeir Jónssyni þakkir fyrir
góða kennslu. Hann hefur eins
og margir vita, ódrepandi
áhuga á að fræða fótkið. En
betur má ef duga skal. Nú þarf
R.K.Í. að halda kennaranám-
skeið, eða fá einhvern sem
þessa hluti kann og hægt er að
treysta (auk Jóns O. Jónsson-
ar) og veita honum kennara-
réttindi.
Ég endurtek þakklæti mitt
til R.K.f. og kennarans Jóns O.
Jónssonar. Og ég vil undir-
strika það að ég álít að það
þurfi að auka kennaratöluna
með því að halda kennaranám-
skeið eða veita réttindi ein-
hverjum þeim, sem R.K.f. Jg
Jón O. Jónsson treysta til að
kenna. Ég er viss um að ef það
yrði gert, þá væri hægt að
halda fleiri námskeið.
Austurbæingur".
Víbratorar
220 Volta 1 fasa.
Eínnig útvegum við frá
Master
fjölda annarra tækja, svo sem:
Gólfslípivélar
Vibra-þjöppur
Steinsagir
Litla vélknúna vagna (hjólbörur)
hentugar fyrir byggingar, og hina
velþekktu hitablásara.
i mMiiiiM t iiiiiii n.
Grjótagötu 7. — Sími 24250.