Morgunblaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. júní 1966 Kristinn Armannsson fyrrum rektor látinn Kristinn Ármannsson, fyrrv. rektor Menntaskólans í Reykjavík, andaðist í Lond on síðdegis á sunnudag sL Kristinn hafði verið á ferða- lagi í Grikklandi með konu sinni er hann veiktist skyndi lega og var fluttur til Lond- on þar sem hann gekk undir uppskurð síðastlðinn föstu- dag. Uppskurðurinn gekk vel, en á sunnudagsmorgun hrak aði honum og skömmu eftir hádegi andaðist hann. Banamein Kristins var hjartabilun. Kristinn Ármans son var sjötugur að aldri er hann lézt. Hann var fæddur á Saxahóli á Snaefellsnesi 28. sept. árið 1895. Foreldrar Kristins voru hjónin Ármann Jónsson skipasmiður og Katrín Sveinsdóttir frá Þór- ólfsstöðum í Miðdölum. Krist inn lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Reykjavíkur ár- ið 1915. Stundaði síðan mál- fræðinám latínu, grísku og ensku við háskólann í Kaup- xnannahöfn og lauk þaðan magisterprófi árið 1923. Síðar stundaði Kristinn nám í Rómaborg, á Norðuröndum og í Englandi. Hann hóf kennslu við Menntaskólann í Reykjavík árið 1923 og varð yfirkennari árið 1939. Árið 1957 var Kristinn skipaður rektor Menntaskólans og hafði hann það starf með höndum til ársins 1965. Enn- fremur var Kristinn lektor í grísku frá árinu 1925 og auka kennari í latínu frá 1952. Frá árinu 1934 hafði hann Kristinn Armannsson með höndum dönskukennslu í Ríkisútarpinu og frá 1931- 40 var Kristinn stundakennari í ensku við Verzlunarskól- ann. Kristinn ritaði og vann að útgáfu fjölmargra fræðirita og framlag hans til náms- bókagerða bæði sjálfstætt og með öðrum er of yíirgrips- mikið til að það verði rakið hér. Kristinn lætur eftir sig konu Þóru Árnadóttur og uppkomin börn. Með Kristni er genginn einn merkasti menntaírömuð ur íslands á þessari öld. Fiskaflinn 12,1% minni en í fvrra HEILDARAFH landsmanna tvo fyrstu rnánuði ársins var 113,866,5 tonn, en var á sama tíma í fyrra 129,480.2. Er því heidarafinn nú 15.613,7 tonnum minni en í fyrra, eða 12,1% Heildaaflinn skiptist þannig. Töl ur frá sama tima í fyrra í svig- um. Bolfiskur 32.342,1 tonn (49.750.1) , síld 17.248 tonn (48.765.2) loðna 63.971.1 tonn (30.734.4) rækja 305.2 tonn (230.4) . Deilur um hval- veiðiheimild Tókíó 13. júní NTB. JAPANSKA fiskimálastjórnin lýsti því yfir í dag, að Japan byðist til að lækka hvalveiði- heimild sína fyrir næsta veiði- tímabil, sem hefst í desember nk. og lýkur í apríl 1967, úr 52% niður í 48%. Gildir þetta um hvali sem veiddir eru við S- heimskautslandið. Mál þetta verður tekið á lö. alþjóðahval veiðiráðstefnunni, er hefst í London 20. júní nk. Heildarveiðiheimildin á fyrr- nefndu svæði er nú 4500 bláhval- ir. Hafa Japanir haft 52% af þessari heimild, Norðmenn 28% og Rússar 20, en Sovétríkin gera nú kröfu til að heimildinni verði skipt jafnt niður á milli þessara 3ja þjóða. Helzta umræðuefnið á þessari ráðstefnu verður hin mikla fækk un á hvalstofninum, og munu Japanir leggja fram tillögu um að veiðiheimildin verði lækkuð úr 4500 niður í 3500 hvali. Borgarráð auglýsir til leigu 67 íbúðir í háhýsi Ætlaðar fyrir aldrað fólk, öryrkja og einstæðar mæður BORGARRÁÐ Reykjavíkur hef- ur ákveðið að auglýsa til leigu 67 íbúðir í háhýsi að Austurbrún 6. Ibúðir þessar eru 1 herbergi með svefnkrók, eldhús og bað og eru sérstaklega ætlaðar öldruðu fólki, öryrkjum og einstæðum maeðrum. Væntanlega verða íbúðir þessar fullgerðar í júlí- mánuði n.k. Ákveðið hefur verið, að eftir- taldar meginreglur gildi um út- hlutun: 1. Við úthlutun á íbúðum til aldraðra, koma þeir einir til greina, sem náð hafa ellilífeyrisaldri. 2. Úthlutun íbúða til öryrkja er því skilyrði háð, að um sé að ræða minnst 75% ör- Dauðadómur í Kína — fyrir tilræði við tvo útlendinga Peking, 13. júní — AP, NTB. DAUÐADÓMUR var í dag kveð- inn upp yfir 19 ára gömlum kín- verskum pilti er lagt hafði hnífi tvo útlendinga, konu, sem starf- a’ði við sendiráð A-Þýzkalands í Peking, og blaðamann frá Mali. Sár þeirra voru þó ekki stórvægi leg og eru bæði komin heim til sín af sjúkrahúsinu sagði í opin- berri tilkynningu um málið, en sjálfur var pilturinn dæmdur til dauða og leiddur fyrir aftöku- sveitina skömmu eftir dómsupp- kvaðningu. Tilkynningin um dauðadóminn var lesin upp á stærsta íþrótta- leikvangi Peking, innan dyra, og var þar fyrir 13.000 manna á- horfendahópur og fagnaði dóm- inum mjög. Miðar blöktu þar úr þakinu niður og stóð þar á, að öllum andbyltingarsinnum skyldi útrýmt úr landinu. Pilturinn, sem hnífnum brá, var þar við- staddur og sá enginn honum bregða. Var honum gefið það helzt að sök að með tilræðum þessum hefði hann viljað sverta nafn Kína og flækja það inn í argvítugar deilur um alþjóðlegt moi'ðmál. „Sumir hafa látið í veðri vaka að líkamsárásir þess- ar bæru vott sjúklegu útlendinga hatri Kínverja" sagði „dómsfor- setinn", en andbyltingarlegur svipur þess er augljós". Loks seg ir í dómsúrskurðinum að hinn seki hafi alla tíð haft horn í síðu kínverska kommúnistaflokksins fyrir morð byltingarmanna á föð ur hans, áður en kommúnistar komu til skjalanna og heíði hon- um verið sýnd linkind í svipuðu máli áður, en nú væri nóg komið. orku að mati trygginga- læknis. 3. Búseta í Reykjavík sl. 7 ár er skilyrði. 4. fbúðir þessar eru að hluta ætlaðar til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis og munu þeir að öðru jöfnu ganga fyrir, sem búa í óíbúðarhæfu húsnæði. 5. Eigendur íbúða koma eigi til greina. Að öðru leyti mun borgarráð setja nánari reglur um úthlutun leiguíbúða þessara. Umsóknareyðublöð liggja frammi í skrifstofu félags- og framfærslumála, Pósthússtræti 9, Reykjavík og skulu umsóknir hafa borist eigi síðar en 28. þ.m. til húsnæðisfulltrúa. Af bolfisktegundum veidd- ist mest af þorski eða 19.338.6 tonn (27.562), ýsu 6.028 tonn (9.072), ufsa 2.010.2 tonn (6.808. 4), löngu 1.288.4 tonn (1.836.8) og karfa 1.320..7 tonn (1.968,4). Aflinn skiptist þannig eftir verkunaraðferðum, a<5 af þorsk- aflanum fóru 14.779 tonn í fryst ingu (20.729.1) og 6.054 tonn í söltun (13.619.2). Til herzlu fóru 2.849.1 tonn (4.940.6 tonn). Til niðursuðu 1500 tOnn (16.720), til mjölvinnslu 295,9 (297.7) og til innlendrar neyzlu 1.654.3 tonn (2.078.7). Af síldar og loðnu afla fóru 1.451.8 tonn í söltun (3.137), til frystingar 2.849.9 tonn (10.660.8) til niðursuðu 14.8 tonn og til mjölinnslu 75.965.9 tonn (65.155.8). Moskvu, 7. júní — NTB — 1 DAG hófst í Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu, 15. flokks- þing kommúnistaflkks landsins. Mongólía er eitt dyggasta fylgi- land Sovétríkj anna í deilunni við Kínverja. 750 fulltrúar sitja þingið og auk þess fulltrúar frá kommún- istaflökkum í 39 löndum, að því er fréttastofan Tass skýrir frá. i\lý í stað þearrar er eyðilagðist í FYRRAKVÖLD um 11 leytið lenti flugvélin SIF á vegum Landgræðslu ríkisins á flugvell- inum í Reykjavík. Vélin kom frá New York og hafði um borð nýja áburðar- og grassáninga- flugvél fyrir Landgræðslu ríkis- ins. Flugstjóri á SIF var Þor- steinn Jónsson. Hin nýja vél Landgræðslunnar er Piper-Pony vél og kemur beint úr verksmiðj unni. Vélin kemur í stað áburð arvélarinnar, sem eyðilagðist I maí sl. Þetta er þriðja vélin, sem Landgræðsla ríkisins hefur til áburðardreifingar frá því að byrjað var að dreifa áburði úr lofti árið 1958. Páll Sveinsson landgyæðslu- stjóri tjáði Mbl. í gær að vél þessi væri mjög fullkomin á- burðarvél og rúmaði meira en hinar fyrri vélar og veitti þar að auki meira öryggi. Páll Hall- dórsson, flugmaður, mun í vik- unni taka þessa nýju vél í notk- un og verður fyrst borið á við Gunnarsholt. í sumar verður dreift áburði, alls 600 tonn. Enn fremur gat Páll þess að vélinni hefði verið valið nafn og heitir hún „TÚN“ eftir uppástungu Karls Eiríkssonar. „TÚN“ er fyrsta áburðarvél landsins, sem hlýtur íslenzkt nafn. Óðinn með 60 skóloböin og 30 mnnnn bói í skemmtiiöi um Vestfiiði ÁKAFLEGA erfitt hefur verið urn samgöngur á milli fjarða á Vestfjörðum að undanförnu, eins og áður hefur komið fram, þar sem vegir eru þar enn ófærir af ýmsum orsökum. Það hefur m.a. bitnað mjög á skólabörnum, sem hafa viljað fara þangað í skóla- ferðalög að loknum prófum, og eins á öðrum skemmtiferðamönn um. En menn hafa þó ekki dáið ráðalausir. Um helgina var leit- að til Landhelgisgæzlunnar varð degi gekk á með skúrum norðan lands og vestan, en létti til síðdegis og gerði bezta veður. Var hitinn 14 varð enn hlýrra á sunnudag, því að þá komst hitinn upp í 21 stig á Akureyri, Staðar- hóli og á Vopnafirði. andi það, að hún sæi um að flytja um 30 skólabörn frá Stykk ishólmi á Vestfirði í skólaferða lag. Var varðskipið Óðinn feng- ið til þess að sjá um þessa flutn inga. Flutti varðskipið hópinn fyrst til Patreksfjarðar, en þar slógust þá með í förina um 30 manna söngflokkur frá Patreks- firði. Sigldi varðskiþið síðan með allan hópinn til ísafjarðar. Þegar þangað kom var varð- skipið fengið til þess að flytja annan 30 manna hóp skólabarna frá Súgandafirði til Skagastrand ar, þar sem langferðabifreiðir biðu eftir börnunum. Hafa þvi varðskipsmenn á Óðni flutt ná lega 100 manns, sem hafa verið á skemmtiför um Vestfirði, um helgina. Urðu úti LÍK TVEGGJA brezkra heim- skautsfara fundust á Stoning- eyju í Suðurskautslandi í síðustu viku. Er álitið að ofsalegur heim skautsstormur hafi orðið þeim að bana. Vindhraðinn fór í 225 km á klst. Líkin voru fullklædd, en hvorki sást tangur né tetur af útbúnaði þeirra félaga. Er álit- ið að stormurinn hafi'feykt sleð um þeirra og tjaldlbúðum út í buskann. Bretarnir voru 26 og 24 ára gamlir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.