Morgunblaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 19
ín-iðjudagur 14. júní 1966 MQRGUNBLAÐID 19 - Blaðamannaför Framhald af bls. 17 og efasemdir um framtíð hinna miklu hugsjóna, sem þjóðfélag ið á að byggjast á. „Gagnrýni á þjóðfélagið og stjórnarvöldin Minning f. 17./3. 1883 — d. 8 /6. 1966. MEÐ Tómasi er horfinn af hér- vistarsviðinu sérstakur persónu- leiki, skapfestumaður og dreng- skapar. Hann mátti í engu vamm sitt vita og svo tryggur var hann þeim, er hann batt vináttu við, að öruggt var, að frá hans hendi torugðust vináttuböndin aldrei. Kynni okkar Tómasar hófust fyrst, er við vorum samskipa á Sterling gömlu 1909, báðir á leið til Reykjavíkur til náms í Verzlunarskóla íslands. Tómas var ágaetur námsmað- ur, alltaf með þeim hæstu í skól anum og fékk verðlaun fyrir námsafrek. Hann var prýðilega vel gefinn maður og stundaði námið af kostgæfni og áhuga. Orð var á því gert, hvað hann var góður í stærðfræði, og lit- hönd hafði hann svo fallega, að xnikla athygli vakti, og frágang- ur allur á skriflegum verkefn-- um var svo smekklegur og list- rænn, að af bar. Við lokapróf í Verzlunarskól- anum 1911, var prófverkefni í ís lenzkri ritgerð á þessa leið: „Er reglusemi og skilvísi mikils virði?“ Öll voru að sjálfsögðu svörin á þá leið, að þessar dyggðir væru hornsteinar viðskiptalífs- ins og ófrávíkjanleg nauðsyn í samskiptum manna yfirleitt, en fáum held ég, að hafi betur tek- izt en Tómasi að gera þær að lífsreglu sinni. Hygg ég að allir, sem eitthvað kynntust honum, geti borið því vitni. Að loknu prófi dreifðist hó-p- urinn í ýmsar áttir, og þótti það happ mikið að geta fengið at- vinnu við verzlun eða skrifstofu störf, því að ekki var um auð- ugan garð að gresja í þeim efn- um í þá daga. Tómas hafði um árabil unnið við hið stóra fyrirtæki R. P. Riis á Hólmavík og fór þangað að prófi loknu. Var hann starfs maður þess fyrirtækis hjá frænda sínum, Jóni Finnssyni verzlunarstjóra í 12 ár. Hann rak um skeið verzlun á Hólmavík og stundaði búskap jöfnum höndum og farnaðist vel. Tómas giftist 1.6. 1912 Ágústu L. Einarsdóttur, Jochumssonar skálds gáfaðri og glæsilegri konu, og eignuðust þau 4 börn, sem öll eru á lífi, vel gefin, myndarleg og átorkusöm. Hann missti konu sína 15.3. 1944 og var hún öllum, sem til hennar þekktu harmdauði, bæði gkyldum og óskyldum. Þegar börnin voru alfarin að heiman, fór að losna um veru hans á Hólmavík. Hann seldi því ibústofn sinn og húseignir og fluttist til Reykjavíkur. Á ferðum mínum um Hólma- vík gisti ég oft á hinu gestrisna og glaðværa heimili hans og minnist ég margra ánægju- stunda þaðan með þakklæti. Á síðasta árinu, sem Tómas var á Hólmavík, bar á fundum okkar saman að hausti til og innti hann mig eftir, hvort ég vissi um nokkra atvinnu handa gér í Reykjavík. Kom okkur saman um, að við skyldum reyna samstarf við fyr- irtæki, sem ég hafði með hönd- tim, um óákveðinn tíma og vita hvernig okkur tækist að vinna saman. Þessi óákveðni tíml entist í 17 ár og á öllum þessum sam- starfsferli okkar var samvinnan hin ágætasta. Tómas var verkséður og starfs Claður mjög. Hugsaði hvert verk verður að vera „jákvæð“, el’.a er hún til ills eins og á engan rétt á sér“, eins og komizt var að orði. Hér vil ég reyndar enn slá þann varnagla, að slík ferð á vegum opin- berra aðila kann að villa vel og skipulagði áður en hann byrjaði að vinna, fann upp ýmis tæki til hagræðingar og allt virtist leika í höndum hans. Hann var alla tíð heilsuhraust ur, reglusemi hans og skyldu- rækni frábær, svo að t.d. á þess- um 17 ára starfferli, var það að- eins 2—3 sinnum, sem hann ekki mætti til verks, enda þá veikur. Við fráfall Tómasar Brands- sonar hafa hinar fornu dyggðir misst trúan og hollan fulltrúa. Ég kveð vin minn Tómas með söknuði og þakklæti fyrir órofa tryggð og vináttu frá fyrstu kynnum til hinztu stundar. Ólafur A. Guðmundsson. I DAG er Þórður Björnsson fimmtugur. Fæddur 14. júní 1916, sonur Björns Þórðarsonar, lögmanns, frá Móum á Kjalar- nesi, síðar forsætisráðherra, og Ingibjargar Ólafsdóttur Briem frá Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Ástríður móðir dr. Björns var systir þjóðskáldsins séra Matthí- asar Jochumssonar, en í móður- ætt sína telur Þórður Björnsson til, frændsemi við annað þjóð- skáld, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. . Ég kýs í þessu greinarkorni að ræða lítillega um vin minn Þórð Björnsson sem merkan bókamann, en sleppi upptaln- ingu á verzlegu vafstri, það gera efalaust aðrir. Við höfum þekkst í rúm þrjátíu ár, eða síð- an við vorum báðir ungir piltar, og erum nær því að vera jafn- aldra. Undirritaður er tæpum tveim árum yngri. Þórður Björnsson hóf snemma alhliða söfnun íslenzkra bóka, en seinna sérhæfði hann sig nær eingöngu við ferðabækur er- lendra manna um ísland, ekki einungis frumútgáfur, heldur og allar útgáfur þeirra, ef auðið var að ná þeim. Árangurinn af því er sá að hann er ekki einungis með fróðustu mönnum á því sviði, heldur mun hann eiga eitt bezta, ef ekki fullkomnasta bóka safn í einkaeign hérlendis. Nær allar þær dýrmætu bækur hefur Þórður aflað sér erlendis frá ýmist á ferðum sínum, eða eftir söluskrám frá fornbókasölum víðsvegar um heim. Þekki ég sjálfur af eigin reynslu að ár- vekni þarf til þess að eftirtekj- ur sjást, því maður hefur ekki alltaf erindi sem erfiði í þeim manni sýn. Gera má ráð fyrir, að flestir þeir, sem við hitt- um að máli og rökræddum við, hafi verið dyggir og trúir flokksmenn og e.t.v. þröng- sýnni en fólk almennt. Ekki er ósennilegt, að það séu fremur meðalmenn en frábær- ir að frjálslyndi og víðsýnj, sem veljast til starfa fyrir flokkinn — menn, sem treysta má til að bera tilhlýðilega virð ingu fyrir yfirboðurum sínum og víkja ekki út af braut hug- sjónarinnar, — menn, sem !íta á það sem sjálfsagða skyldu a'ð fórna einstaklingseðli sínu fyr- ir þjóðfélagið og sjálfstæðri hugsun fyrir flokkinn og telja jafnsjálfsagt að þeir, sem ekRi gera svo, séu fangelsaðir eða læstir inni á geðveikrahæli. „Þeir standa þjóðfélaginu fyr- ir þrifum", eins og einn flokks maðurinn sagði. Einstaklingur er heldu.' ijótt hugtak í Sovétríkjunum og enska orðið „individual“ er þar ekki þýtt sem „einstakling ur“, heldur sem „egoisti", — sá, er lætur eigin hag stjórna öllum sínum gerðum. Því mið- ur varð þessi merkingarmunur ekki að fullu Ijós fyrr en und- ir lok ferðarinnar og skilduin við þá, að bæði þetta orð og önnur myndu hafa vatdið margs konar misskilningi í umræðum. Ekki ætla ég mér þá dul að halda því fram, að Sovétþjóð- félagið sé eitt um að leitast við að fórna andlegu frelsi einstakl ingsins — eða frelsismöguleik- um — á altari þjóðfélagsins, meirihlutans. Að sjálfsögðu gera öll þjóðfélög þetta að vissu marki. Og jafnvel í því þjóðfélagi, sem telur sig bo'c- bera einstaklingsfrelsisins — Bandaríkjunum, — hefur til- hneigingin til samræmingar verið hættulega mikil og mörg um þarlendum menntamönn- um mikill þyrnir í augum. í flestum vestrænum þjóð- félögum er það þó fyrst og fremst almenningsálitið sem reynir að neyða einstakling- inn til eftiröpunar á þvi, sem víngarði, en mikið má góður vilji. Þórður Björnsson er að eðlis- fari fremur hlédrægur maður, góður vinur vina sinna, mesta tryggðatröll. Hann er kvæntur ágætri konu Guðfinnu Guð- mundsdóttur, sem búið hefur manni sínum listrænt heimili, enda er frúin vel gefin og gaman að koma til þeirra og ræða við þau um bækur oa menn. Þetta á ekki að vera nein æfi- saga heldur stutt afmæliskveðja frá mér til Þórðar Björnssonar, skrifuð undan setjaranum á elleftu stundu þeirra svartlistar- manna. Ég þakka Þórði og Guð- finnu góð kynni, óska þeim hamingju á þessum merku tíma- mótum í lífi húsbóndans, og allra heilla á ókomnum æfibraut um. Lifið heil! Reykjavík, 14. júní 1966. Stefán Rafn. það telur rétt — jafnframt því sem alls konar samtök leitast við að beita áhrifum sínum eftir ýmsum leiðum — svo öt- ullega, að fólk á fullt í fangi með að velja og hafna. En ein- mitt þetta — að eiga þess kost að viða að sér upplýsingum um mismunandi sjónarmið — að mega velja og hafna, er að mínu áliti ómetanlegur kost- ur. — Um slikt er ekki að ræða í sovézku þjóðfélagi. — Þar hefur flokkurinn fullt eftirlit með allri skoðanamynd un — öll blaða- og bókaútgáfa er i höndum flokksins; menn geta ekki fengið bækur erlend- is frá nema þeir fáu útvöidu. sem eiga vini og kunningja er- lendis er senda þeim bækur — og jafnvel slíkt er takmarkað. Menn fá ekki að ferðast nema í skipulögðum hópum, þar sem strangt eftirlit er haft með þeim. Öll fræðsla fólksins er byggð á kenningum kommúnismans — einstaklingarnir eru teknir svo að segja beint úr móður- kviði og þeim hleypt í gegcium uppeldis og skoðanamyndúnar vélar kommúnismans með það fyrir augum að framleiða þjóð- félagsþegna, sem falli nákiiæm- lega inn í það form, sem skipu- laginu hentar. Ég minnist heimsóknar á barnaheimili í Kiev á sl. sumri. í hverju herbergi var stór mynd af Lenín og forstöðu konan sagði okkur frá því, hvernig börnin kynntust hon- um fyrst sem góðum frænda, er hefði verið öllum mönnum betri og elskaði lítil born (Leyfið börnunum að koma ti! mín o.s.frv.). Þennan mann ættu öll sovézk börn að taka til fyrirmyndar í hvívetna. Síð an, eftir því sem þau stækkuðu og þroskuðust, bættist við nán ari uppfræðsla um líf Lenins og kenningar. Jafnframt væri lögð áherzla á að þroska þjóð- félagsvitund barnanna — þau lærðu, að þau ættu að lifa og hrærast í samfélagi við aðra og þeim bæri að líta á sig sem hluta af heild. Og til þess að heildin ekki rask- aðist yrðu hlutarnir að vera í samræmi hver við annan. Forstöðukonan Iýsti fyrir okkur þeim aðferðum, sem beitt væri til að uppræta eigingirni barnsins og einnig skaðleg áhrif frá foreldrum, ömmum og öfum — „við vitum að foreldrar og ættingjar hafa tilhneigingu til að láta of mik ið með börnin — þau kunna ekki vísindalegar uppeldisað- ferðir og gera okkur stundum erfitt fyrir“. Ein af uppeldisað- ferðunum var einangrun. Barn, sem ekki var nógu sveigjanlegt. var látið borða eitt sér og leika sér eitt og hin börnin hvött til að hunza það, unz þrjóskan hafði verið brotin á bak aftnr „þannig sýnum við barninu, að það er háð samfélaginu og verður að haga sér eins og him ir“, sagði forstöðukonan. Ég hafði sjálf haft barn á barnaheimili hér heima og tel, • að börn hafi að mörgu loyti mjög gott af slíku uppeldi, — svo framarlega sem þau einrúg njóta umhyggju öryggistilfmn ingar og fræðslu heima fyrir og reynt sé að vekja skilning þeirra á því, að ólík sjónarmið eigi rétt á sér. Mér hraus því hugur við að hugsa um þessa misbeitingu barnahéimilisins sem uppeldisstofnunar. f bók um sovézka æsku rakst ég á frásögn af teikn- ingum skólabarna: „Þegar á aldrinum 6—7 ára er þjóðfé- lagsvitund sovézkra barna orð- in svo sterk, að þegar þau teikna myndir af geimförum eru þeir alltaf tveir eða þrír saman — það hvarflar ekki að þeim, að geimfarinn sé einn — einstaklingurinn er í þeirra augum ekki til sem slíkur“. Vissulega er aðdáunarvert hversu mikla rækt Sovétmenn leggja við börn og unglinga. Sérstök fæða er ætluð börnum og þau eru vel og hlýlega klædd; þau eru undir ströngu heilbrigðiseftirliti allt frá fæð- ingu — þau njóta ágætustu menntunar og pjáiíunar mnan þess ramma, sem skipulagið setur, — þess er gætt, að þau njóti útivistar, sólar og stundi líkamsrækt. í hverri borg eru sérstök leikhús fyrir börn, með fjölbreyttum sýningum —- og t’ómstundum verja þau við ýmiss störf og leiki í Ungherja- höllunum miklu. AUs staðar eru gefin út blöð og tímarit fyrir börn og unglinga — Komsomol — æskulýðsfélög flokksins á hverjum stað sjá um þá útgáfu í fljótu bragði virðist þetta næstum fullkomið fyrirkomulag. Og er það ef til vill. Það er líklega eins og hver önnur vitleysa að láta sér detta í hug Hitlersæskan í Þýzka- landi, þegar maður horfir á barnahópana, sem verið er að æfa í slagorðum á Rauða torg- inu í Moskvu fyrir 1. maí eða skrúðgönguna í Erevan á barnadaginn, þar sem flokkar unglinga ganga í herfylking- um, klæddir einkennisbúning- um hinna ýmsu greina hersins — með byssur reiddar um öxl eða ung börn í fanginu „þetta á að tákna friðsamlega stefnu herja okkar — sýna að Bovét- herinn hafi það markmið fyrst og fremst að verja æskuna og upprennandi kynslóðir", segja leiðsögumenn okkar. Ég áset mér að reyna að skilja þetta frá sovézlcu ■sjón- armiði — en verð að játa að mér hlýnaði um hjarta, þegar ég hugsaði um hinar óskipu- legu barnaskrúðgöngur hér heima á Sumardaginn fyrsta og 17. júni, þar sem ekki einu sinni skátarnir okkar geta gengið almennilega í takt. Ekki efa ég andartak, að Rússar vilja frið og telji her sinn aðeins til varnar, eins og fleiri, — enda hafa þeir ekki gleymt þeim hörmungum og þjáningum, sem heimsstyrjöld- in síðari olli þeim. Allir leggja á það áherzlu að þeir óski friðar, hvarvetna eru uppi spjöld og borðar, þar sem á er letrað „friður“, „við vilj- um frið í heiminum“.... o.s.frv. Allir skáluðu fyrir friði og vináttu þjóðanna, svo mikið og oft —, því miður —-, að mér fannst áhrifamáttur þessara orða dofna smim saman. En ef til vill hafði ég fengið dálitla hellu fyrir eyr- um af vopnabrakinu á Rauða torgi 1. maí — á degi verka- lýðsins. Það er vissulega margt, sem í Sovétríkjunum vekur spurn- inguna: Hvernig verður þetta þjóðfélag, þegar fram líða stundir? Um það eru víst ekki allir á eitt sáttir? Fyrir nokkr- um dögum birtist í vísindariti austur í Tékkóslóvakiu grein eftir ungan menntamann, Dr. Michael Lakatos að nafni, þar sem hann gerðist svo djarfur að gagnrýna stiórn landsins fyrir ofríki og of mikla skipu- lagningu. Um viðbrögð stjórn- arinnar við skrifum hans hef ég enn fátt séð annað en að tímaritið hafi verið gert upp- tækt. Dr. Lakatos sagði m. a. að forystumenn Tékkóslóvakíu hefðu fullkomnað svo stjórn- málaaðferðir sínar og áróður, að almenningur væri farinn að fylgja stefnu þeirra í blindri hlýðni. Og héldi svo áfram enn um langt skeið, að óárægia væri bæld niður og skoðana- mismun haldið í svo föstum skefjum, mundi það hafa bau áhrif á andlegt ástand þjóðar- innar að hún yrði athafnasljó og áhugalaus. Á þessum tveim- ur ferðum mínum til Sovétríkj anna heyrði ég marga, bæði menn og konur, segja, að þeir væru löngu hættir að nenna að fylgjast með því sem væri að gerast í stjórnmálum lands- ins. „Það er ekki til neins nema ergja sig — ég veit að ég get ekkert gert til þess að breyta ástandinu", var við- kvæðið. Hvað verður um slíka þjóð ef annar Stalín eða Hitler sezt í valdastól? Tómas Brandsson Fimmlugur í dags Þórður BjöriKssofii yfirsokadómori

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.