Morgunblaðið - 14.06.1966, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ
ÞriSjudagur 14. júní 1966
Fjölbreytt starfsemi Upp-
lýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna á Islandi
Rætt við Orton H. Hicks,
nýjan blaðafulltrúa USIS
ORTON H. Hicks, jr., nefnist
nýr blaðafulltrúi hjú Upplýs-
ingaþjónustu Bandaríkjanna
(USIS) í Reykjavík. Hann
kemur hingað frá Þýzkalandi,
þar sem hann hefur veitt svo-
kölluðu „America House“ í
Köln forstöðu síðastliðin sex
ár, en næstu þrjú ár á undan,
1957—1960, starfaði hann við
Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna í Noregi.
v Orton H. Hicks, sem er 39 ára
gamall, er ættaður frá New
York-ríki. Að háskólaprófum
loknum starfaði hann fyrst að
markaðsrannsóknum, en síðan
við rannsóknir í landafræði o.fl.
við Dartmouth College. Á árun-
um 1954—1956 var hann einn af
framkvæmdastjórnum fyrirtækis
ins „Encyclopaedia Britannica
Films“ og sá um dreifingu kvik
mynda fyrirtækisins erlendis.
Síðan 1957 hefur hann starfað
hjá Upplýsingaþjónustu Banda-
ríkjanna. Hann nam við Kaup-
mannahafnarhátkóla veturinn
1951—1952 og hefur skrifað tals-
vert um norræn málefni, eink-
um efnahagsmál. Þá hefur hann
ritað um þýzka minnihlutann
í Norður-Slesvík. Mr. Hicks tal-
ar dönsku, norsku og iþýzku, auk
móðurmá:ls sins. Hann er kvænt
ur og á þrjú börn.
* ★
i Blaðamaður Mbl. hitti Mr.
Hicks sem snöggvast að máli
fyrir nokkru o gspurði hann m.
a. um starf hans í Köln.
— Svonefnd „American
House“ eru starfrækt í 10—20
.helztu borgum Vestur-Þýzka-
lands. Þau eru miðstöðvar Upp
lýsingaþjónustu Bandaríkjanna
á hverjum stað. í Köln var t.d.
bókasafn, þar eru sýndar og
leigðar kvikmyndir, haldnar list
sýningar og aðrar sýningar, þar
er ljósmyndasafn, lestrarher-
bergi með bókum, blöðum og
tímaritum o.s.frv. Stofnunin sér
einnig um nemendaskipti milli
landanna, veitir hvers konar upp
lýsingar um Bandaríkin, og í
stuttu máli sagt er starfsemin
þar með svipuðu sniði og hjá
okkur hér. Stofnun upplýsinga
þjónustunnar hér er e.k. „Ame-
rican House“. Slíkar stofnanir
eru til í Kaupmannahöfn og
Osló, og auk þess er bóka- og
kvikmyndasafn norður í
Tromsö, eins og slíkt safn er hér
norður á Akureyri.
— Mér líkaði vel að búa I
Noregi. Þar hafði ég tekið þátt
í skemmtilegri tilraun árið 1950,
sem er liður í svokölluðu „Exp-
eriment for International Liv-
ing“ gera tilraun með allþjóðlegt
sambýli. Við vörum tíu Banda-
ríkjamenn, sem tókum þátt í
þessari tilraun í Noregi. Fjóra
mánuði bjuggum við á heimil-
um á víð og dreif í Buskeruds-
fylki, ýmist í litlum þorpum eða
á sveitabæjum.
— Hvernig er svo starfi upp-
lýsingaþjónustunnar hagað hér
á íslandi?
— Það er með svipuðu sniði
og í öðrum löndum og mjög
margvíslegt. Yfirmaður hennar
hér er Don R. Torrey. Fyrst og
frémst eigum við að kynna land
okkar og þjóð, menningu okkar
og þjóðlíf. í öðru lagi eigum við
að geta veitt öllum, sem þess
Orton H. Hicks.
óska, hvers konar upplýsingar
um Bandaríkin, og nota sér það
margir, bæði einstaklingar, fé-
lög og menntastofnanir. Ef við
teljum upp ýmsa af einstökum
liðum starfseminnar, er sjálfsagt
að byrja á bókasafninu, sem er
til húsa í Bændahölilnni á Mel-
unum, eins og allt starf okkar.
Þar er bæði lestrarsalur og út-
lán. í safninu eru nú um 6.700
bækur og 900 hljómplötur, en
auk þess eru þar blöð og tíma-
rit, nó,tur og segulbandsspólur
með hljómlist og upplestri. Safn-
ið veitir einnig ýmiss konar þjón
ustu, útvegar alls konar heimilis
föng vetra, ákveðnar bækur
o.s.frv. Daglega koma 70—80
manns í safnið. Safnið er vel
notað, a.m.k. miðað við Osló.
Þá lánum við kvikmyndir, og
geta þeir, sem vilja, fengið fjöl-
breytta kvikmyndaskrá. Upplýs-
ingaþjónustan gengst fyrir hljóm
leikum, sýningum alls konar,
ekki sízt á verkum listamanna,
og fyrirlestrum. í sambandi við
þá langar mig til að geta þess,
að ég hefði hug á að flytja fyrir-
lestra norður í Lapplandi, þegar
anda, en ég hélt marga fyrir-
lestra norður í Lapplandi, þegar
ég var í Noregi, svo sem um
sögu, landafræði og Abraham
Lincoln. Fyrir nokkrum dögum
hélt Don R. Torrey fyrirlestur
um Bandaríkin fyrir fólk, sem
fer bráðlega til náms vestra, svo
sem á vegum American Field
Service (AFS), kirkjulegrar starf
semi, eða á eigin spýtur. 15. júni
n.k. flyt ég erindi fyrir sama
fólk um menntun og skóla i
Bandaríkjunum, skólamenn og
aðra, sér um fréttasendingar til
bíaða og útvarps hér, t.d. í sam-
bandi við lendinguna á tunglinu
um daginn, og gengst fyrir menn
ingarkvöldum. Síðustu fjóra mán
uðina höfum við haldið margar
slíkar „kvöldvökur“. Nefna má
kynningu af hljómplötum, þar
sem ljóðskáld, leikritahöfundar
og skáldsagnahöfundar lásu úr
evrkum sínum, kynningu Ralph
L. Curry á bandarískri kímni,
fyrirlestur um þróun borga (með
litskuggamyndum), kynningu á
geimrannsóknum, fyrirlestur,
sem Frank R. Ponzi hélt um nú-
tímalist í Bandaríkjunum, hljóm
listarkvöld og fyrirlestur, sem
Teal prófessor frá Alaska hélt
um sauðnaut (með kvikmynd).
— Tónlistarstarfsemin hefur ver-
ið umfangsmikil, t.d. voru sex
hljómleikar heldnir á vegum okk
ar í maímánuði. Við erum ánægð
ir með menningarstarfsemi upp-
lýsingaþjónustunnar, þar sem
greinilega hefur komið í Ijós, að
íslendingar kunna að meta hana.
— Hvernig varð yður við, þeg-
ar þér voruð beðinn um að fara
til íslands?
—Mér þótti það ágætt, en hins
vegar var mér ekki sagt frá því,
fyrr en mánuði áður en ég kom,
svo að stuttur tími var til stefnu
til að kynna sér máiefni lands Og
þjóðar. Allars vissi ég töluvert
um ísland vegna dvalar minnar
náms og starfs í Danmörku og
Noregi. Margir Bandaríkjamenn
vita eitthvað um Ísland og gera
sér, eins og fleiri útlendingar,
slæmar hugmyndir um loftslagið
vegna nafnsins, sem er vægas-t
sagt fremur kuldalegt. Ég hafði
hin vegar heyrt einhvern tíma,
að nöfnin á Grænlandi og ís-
landi hlyti að hafa víxlazt í forn
öld. Mér hafði einnig verið sagt,
að nafngift Eiríks rauða á Græn
landi væri „The Greatest Real
Estate Fraud in History“.
— Eruð þér nokkuð farinn að
ferðcist um landið?
— AUtof lítið enn, enda höfum
við verið að koma okkur fyrir,
og vegirnir út úr bænum hafa
ekki 'beinlínis verið freistandi,
en við hjónin erum ákveðin í að
ferðast um landið, um leið og
vegirnir batna í vor Og sumar.
Annars iðkum við bæði fjal'l-
göngur, eins og margir Banda-
ríkjamenn, sem dveljast á ís-
landi. Kona mín var t.d. ekki bú-
in að vera fulla fimm daga hér,
þegar hún hafði gengið á Esju.
Dóttir okkar, sem er níu ára
gömul, var með í fjallgöngunni,
og þegar niður kom, uppgötvaði
hún að hún hefði gleymt tann-
spöng uppi á fjallinu. Valdimar
Johnson, Vestur-íslendingurinn í
bandariska sendiráðinu hér, brá
skjótt við og skundaði einn upp
á Esju aftur, og ekki leið á löngu
unz hann var kominn aftur niður
með spöngina. Við höfum klihð
fjöll hér í nágrenninu um hverja
helgi, og um hvítasunnuna fór-
um við til Þingvalla og lentum
í rammíslenzkum snjóbyl á Ár-
mannsfelli.
Mbl. býður Orton H. Hicks og
fjölskyldu hans velkomna til ís-
lands og óskar honum velfarn-
aðar í starfi hans hér.
IMorðurlönd munu hafa
nána samvinnu á þingi
UIMESCO
DAGANA 10. og 11. júní sl
var haldinn fundur UNESCO-
nefnda allra Norðurlandanna hér
í Reykjavík og sóttu hann for-
menn nefndanna ásamt nokkr-
um fleiri fultrúum frá herju
landi um sig. Dr Gýlfi Þ. Gísla-
son menntamálaráðherra var í
forsæti fundarins.
Aðalviðfangsefni fundarins
var að athuga og ræða um þá
tillögu til starfs- og fjárhagsá-
ætlunar fyrir árið 1967-’68, sem
aðalframkvæmdastjóri UNSSCO
hefur lagt fram, og að marka
sameiginlega afstöðu Norður-
landanna til hennar. Fjárhags-
áætlun sú, sem hér um ræðir
gerir ráð fyrir því, að Mennta-
og vísindastofnun Sameinuðu
þjóðanna hafi samtals 63 millj-
ónir dollara til umráða fyrir
starfsemi sína árið 1967 og 1963
og er þá um að ræða aukningu,
er nemi hér um bil 30% miðað
við þá starfs- og fjárhagsáætl-
un, sem stofnunin hefur unnið
eftir árin 1965 og ‘66.
Fundurinn áleit, að UNESCO
skipi nú svo mikilvægan sess,
og hafi svo áríðandi erkefniun
að gegna á sviði alþjóðlegrar
samvinnu, að slík aukning sé
réttlætanleg svo fremi að stofn-
unin hafi yfir nægilegri starfs-
getu að ráða til að koma slíkri
áætlun í framkvæmd.
Að einstökum þáttum þeirrar
starfsáætlunar, sem fundurinn
fjallaði um, má baráttan gegn
ólæsi í heiminum tvímælalaust
teljast þýðingarmestur. í þessu
sambandi hefur UNESCO gert
starfsáætlun, sem nær til ársins
1970 og leit fundurinn einróma
svo á að hana bæri að styðja.
Annar mikilvægur þáttur, sem
tekinn hefur verið upp í starfs-
áætlun UNESCO, að frumkvæði
Norðurlandanna er kennsla
barna, sem eiga við einhvers kon
ar andlega eða líkamlega van-
heilsu að búa.
Allt frá því að Mennta- og
vísindastofnun Sameinuðu þjóð-
anna var stofnuð hafa Norður-
lönd átt fulltrúa í stjórn stofn-
unarinnar. Fyrst átti Noregur
þar sæti, þá Danmörk og síðan
Svíþjóð. Fundurinn samþykkti
einróma að styðja framboð full-
trúa Finnlands við næsta stjórn
arkjör, sem fer fram á UNESCO
þingi, sem haldið verður í París
í nóvembermánuði n.k. Á þingi
UNESCO í haust munu Norður-
löndin hafa með sér nána sam-
vinnu um þau mál, sem þar
koma til umræðu og afgreiðslu.
A T H U G I Ð
Þegar miðað er við útbreiðslu,
ei langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Dr Finnbogi Guðmundsson og dr Harald L. Teterás í Lands-
------------—bókasafninu í gær.
Samkeppnin er frændþjóð-
unum holl
Spjallað við dr. Harald Tveferás
yfirbókavörð frá Osló
BLABAMABOR Mbl. hitti í
gær dr. Harald L. Tveterás yfir-
bókavörð Háskólabókasafnsins í
Osló sem snöggast að máli á
skrifstofu landsbókavarðar.
Tveterás hefur sem kunnugt er
setið hér norræna UNESCO-
fund, er lauk á laugardaginn,
en langaði áður en hann færi
heim að líta inn á Landsbóka-
safnið.
Háskólabókasafnið í Oslo gegn
ir margs konar hlutverki, er í
senn landsbókasafn Noregs,
bókasafn Oslóarháskóla og vís-
indabókasafn fyrir allt landið,
ef því er að skipta. í aðalsafn-
inu eru um 1.6 milljónir binda,
en sé bókakóstur ýmissa stofn-
anna, sem £ tengslum eru við
það talinn með, ræður það yfir
2.2 milljónum binda.
Dr. Tveterás taldi, að menn
hefðu í Noregi snemma skilið
þörf og gildi vísinda og vísinda-
iðkana og reynt að hlynna að
þeim, en listamenn og iðkun
skapandi lista hefðu lengi átt
erfiðara updráttar. Skáldin
hefðu fyrrum mátt svelta, en síð
an verið stofnuð prófessorem-
bætti handa sérfræðingum í
verkum þessara sömu skálda.
Hann kvaðst lengi hafa barizt
fyrir því í Noregi að styrkja
aðstöðu skapandi listamanna og
kom þeim á framfæri við þá,
er njóta ættu verka þeirra og
sagðist hann hafa heyrt, að ís-
lendingar hefðu gert tilraun í
þessa átt og væri það vel.
Hann sagði ennfremur, að
Norðmenn hugsuðu mikið um
það, hvað mætti helzt og bezt
verða til varnar norskri menn-
ingu. Verja þyrfti t.d. málið
fyrir sterkum utanaðkomandi
áhrifum og þótt Norðmenn
deildu um sitt eigið mál inn-
byrðis fyndu þeir, að þeir yrðu
að snúa bökum saman í þessarr
sameiginlegu baráttu.
Hann fagnaði því, að Islend-
ingar hefðu nú gengið í UNES-
CO. Þátttaka þeirra styrkti enn
aðstöðu Norðurandaþjóðanna í
þeim voldugu samtökum og
yrði að efla samvinnu þeirra
innbyrðis. Samvinna væri holl
en samkeppnin engu síður
Frændþjóðirnar á Norðurlönd-
um þyrftu að keppa sín á miLli
í sem allra flestum greinum.
Dr. Teterás kað það lengi hafa
erið draum sinn að koma til
íslands og nú hefði hann rætzt.
Sér hefði verið mikiL ánægja að
flytja í boði Háskóla íslands
fyrirlestur um Björnsson og
Norðurlönd. Hann taldi starf
UNESCO-fundarins hafa gengið
að óskum og rómaði mjög allar
viðtökur íslendinga.