Morgunblaðið - 14.06.1966, Síða 4
4
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. júní 1966
BILALEICAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SENDUM
sfM' 3-fí-GO
mwm
Volkswagen 1965 og ’66.
LITLA
bílaleigan
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
[rf.
ðM
RAUDARÁRSTÍG 31
SÍMI 22 0 22 .
bifreiðXleigan
SIMI 33924
BIFREIBALEIG/VK
VEGFERD
Grettisgötu 10.
Sími 14113.
IVIAGIMUSAR
SKIPHOLTI21 5ÍMAR 21190
eftir lokun simi 40381
Fjölvirkar skurðgröfur
I
l -
v
mm
ÁVALT TIL REIÐU.
Sími: 40450
PILTAR
EF ÞlÐ EIGIP UNHUSTtlNA
ÞÁ Á ÉC HRINOANA /
'fáartMdamimsofi
/tojtafrar/ éf \ ‘ J
BOSCH
Þurrkumótorar
24 volt
12 volt
6 volt
/
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9. — Sími 38820.
Leikvellir og börn
Velferð barnanna er ætíð
umræðuefni fólks. — Fyrir
skömmu fékk ég bréf frá íbúa
í gamla bænum, sem gerir að
umtalsefni í alllöngu bréfi leik-
vallarmálin. Hann telur að í
hinum nýju hverfum sé þess
ekki nógu vel gætt að hafa leik
vellina nógu stóra, svo þeir geti
rúmað hina ýmsu leiki barna
á mismunandi aldursstígi. Nú
er mest megnis miðað við leik
barna innan við 5 ára aldur.
Aðaluppistaðan í leiktækjum
eru sandkassar og rólur, renni-
brautir og klifurgrindur, —
sem eru við hæfi litlu barn-
anna. Bréfritari segir: !>að
sem vantar, a.m.k. í gamla
bænum, fyrir drengina, eru
sparkvellir. Þeim er umsvifa-
laust vikið út af leikvöllum,
því þeir rúmi ekki fótbolta
innan um ungbörn.
Ég er hér í gamla Austur-
bænum, og ég vil enda bréf
mitt, segir bréfritari, á þvi að
benda á sparkvöll fyrir dreng-
ina austan Listasafns Einars
Jónssonar, þar sem eitt sinn
átti að rísa Kjarvalshús. Börn-
in hafa það á tilfinningunni að
þau megi hvergi vera og slíkt
hugarfar gagnvart borgaryfir-
völdum er skaðlegt.
★ Þjóðhátíð
Nú förum við senn að
heyra um dagskrá þjóðhátíðar-
innar. Sannleikurinn er sá, að
á undanförnum árum hefur
ekki orðið nein ýkjamikil
breyting á dagskránni. Sá
háttur hefur verið hafður á, að
borgarráð kýs nefnd manna til
þess að stjórna þessari hátíð.
Hefur nefndin að því er virð-
ist, þá hverju sinni stuðst við
dagskrá sem var árið á undan.
Þetta útheimtir ekki mikil
heilabrot fyrir nefndarmenn,
það er líka öllum Ijóst fyrir
lðngu.
En nú vildi ég hreyfa því,
ekki í sambandi við þá þjóðhá-
tíð, sem fyrir höndum er að
halda, heldur þá sem verður
1967: Hvernig væri að fela
þeim sem skemmtikraftaskrif-
stofur starfrækja að sjá um
þjóðhátíðina 1967, svona til
reynslu. Það heyrist oft sagt á
þjóðhátíðadaginn: Dagurinn er
orðinn pylsu- og blöðrudagur
þjóðarinnar, — sennilega með
nokkrum rétti. Það er þó hreint
ekki hugmyndin.
•+T Merking strætis-
vagna
Bréf frá íbúa í úthverfi,
um strætisvagnana og merk-
ingu þeirra:
„Ég er þakklátur bréfritara,
sem stakk niður penna sínum
tii þín um daginn, um að setja
stærri númer á strætisvagnana.
Þar benti hann á mjög að-
kallandi bót á þjónustu strætis-
vagnanna. — Ég myndi telja
að stafirnir þyrftu að vera um
eitt til tvö fet á hæð. Með því
að hafa vagnana merkta á
þennan hátt, eins og bréfritari
minnist á, má benda á þessi
atriði: Ef maður kemur á við-
komustað í þann miind og
vagninn er að renna af stað,
þá þarf maður ekki að hlaupa
fram með honum og „taka
af honum“ númerið. — Fari
svo að maður sjái á eftir vagni,
þá getur maður strax áttað sig
á því hvort var það minn vagn
sem var að fara eða einhver
annar? Fleiri dæmi um það
mikla hagræði, serrí af þessu
væri, mætti telja. Ég vænti þess
að forstjóri strætisvagnanna,
taki málið upp í sumar, og að
þetta verði komið í lag með
haustinu.
Strætisvagna-f arþegi“.
■Jt Viðeyjarkirkja
Þá barst Velvakanda
hraðbréf frá gömlum Reykvík-
ingi, þar sem hann gerir að
umtalsefni Viðeyjarstofuna og
kirkju, og myndatexta með
mynd af henni í sunnudags-
blaði Mbl.
Ég er einn af þeim sem les
allt sem ég sé í blöðunum um
Viðeyjarstofuna, og hið hörmu-
lega ástand hennar. Það er
ekki rétt hjá blaðamanninum,
að segja að Viðeyjarkirkja sé
nú í sömu niðurníðslu og stof-
an. Biskup landsins, sem tekið
hefur kirkjuna undir sinn
verndarvæng, hefur látið lag-
færa hana og mála. Segja má
að hún sé nú til eins mikils
sóma þar, eins og Viðeyjar-
stofan er til lítils sóma. Hafi
biskup þakkir fyrir.
En úr því ég er farinn að
tala um Viðeyjarstofuna, lang-
ar mig að segja þetta:
Mig minnir það hafi verið
klúbbfélagar í Kivanisklúbb
hér í borginni, sem í fyrra
gerðu strandhögg í Engey og
máluðu þar öll hús á einum
degi. Ég skora á Kivanismenn
að gera nú strandhögg í Viðey,
vopnaða málningarrúllum og
málningu, og gera þar „sams-
konar hervirki" og í Engey,
sem allir eru þeim þakklátir
fyrir. — Að vísu er mér kunn-
ugt um að Viðeyjarstofan er í
einkaeign og það geti verið
vafasamt lögfræðilega séð, að
siga hóp manna á eignir ann-
arra, en niðurníðsla Viðeyjar-
stofu er slík þjóðarskömm, að
ekki verður við svo búið unað,
og slík framtakssemi Kivanis-
manna því réttlætanleg. —
Gangið á land í Viðey Kivanis-
menn!
Gamall Reykvikingur“.
'Á' Gönguferðir
og heilsan
Það var vissulega fróð-
legt að heyra í fréttaauka út-
varpsins fyrir nokkrum kvöld-
um frá Ameríku-fréttaritara
þess um heilsufarið. Ég hjó
þar eftir því, að hinir banda-
risku sérfræðingar höfðu sagt,
ao það sé þreyttum fulltíða
manni hollara að hvíla sig á
því'að fá sér hæfilega göngu-
för, en að fyllast vorkunsemi
yfir sjálfum sér og fleygja sér
á legubekk og sofna. Undir
þessi orð tekur vinur minn sem
mikið gengur. Hann var búinn.
að segja mér það áður en ég
heyrði fréttaaukann, að hans
bezta hvíld eftir langan vinnu-
dag sé að ganga á stokknum
inn í Sogamýri (hitaveitu-
stokknum) eða vestur í Sels-
vör og vestur með sjó út á Sel-
tjarnarnes. En hann segir, að
það sé viðburður að hann mæti
manni á þessum gönguferðum.
Það ætti einhver snjall ná-
ungi eða félagsskapur að taka
sig til og gera kort yfir göngu-
leiðir í og við Reykjavík, —■
fyrir þá sem hafa áhuga á að
stunda þessa hollu íþrótt, sem
virðist að dómi sérfræðinga,
vera undirstaða góðrar heilsu
mannfólksins. — Hver veit
nema að til væru samtök, sem
myndu vilja leggja fram fé i
þessu skyni.
Geirskurðarhriífar
Nýkomin
DR0NNINGH0LM
ávaxtasulta
— sem er sultud ÁN SUÐU
og heldur því nœringargildi
sínu og bragði ÓSKERTU
— sem er aðeins framleidd
úr ALBEZTU ÁVÖXTUM á
réttu þroskastigi
— sem er seld í afar fall-
egum umbúðum, og má þvi
setja hana BEINT Á BORÐIÐ
— sem húsmóðirin ber Á
BORÐ, ef hún vill vanda
sig verulega við borðhaldið
fáein stykki.
JLaugavegi 15.
Sími 1-33-33.
8 TEG.
JARÐARBERJASULTA SULTUÐ JARÐARBER
HINDBERJA — — SÓLBER
APPELSÍNU — — TÝTUBER
APRÍKÓSU — — KIRSUBER
DRONNINGHOLM ER LÚXUSSULTA