Morgunblaðið - 14.06.1966, Page 16
16
MORGU NBLAÐIÐ
Þriðjudagur 14. júní 1964
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 105.00
Ilausasöiu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 8. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið'.
STÖÐVUN
VERÐBÓL G UNNAR
VMJ
UTAN ÚR HEIMI
James H. Meredith eftir skotárásina, reynir að skríða yfir þjóðvcginn í leit að skjóli. Lækn-
ar tóku um 20 högl úr fótum hans og baki er hann hafði verið lagður inn á sjúkrahús.
Banatilræii við James
Meredith
— Bandaríski þingheimurinn
fiemtri sleginn
Eins og um hefur verið
getið í fréttum hér í blað-
inu, varð bandarískur
svertingi fyrir skotárás á
dögunum er hann var í
mótmælagöngu í fylkinu
Mississippi. Maður þessi
heitir James Meredith og
varð hann m.a. óviljandi
valdur að blóðugum átök-
um fyrir nokkrum árum er
hann innritaðist fyrstur
negra, í Háskólann í Miss-
issippi.
í síðustu viku fór Mere-
dith í mótmælagöngu ásamt
fjórum félögum sínum frá
borginni Memphis og var
ferðinni heitið til Jackson,
sem er höfuðborg fylkisins.
Er þeir félagar voru miðja
vegu milli borganna Oxford
og Memphis, varð Meredit.h
fyrir skotárás og var hann
fluttur í sjúkrahús með ail-
mörg högl í baki og fótleggj-
um. Meredith og félagar hans
álíta að árás þessi hafi verið
gerð að yfirlögðu ráði og
ségja þeir að lögreglan á
staðnum hafi ekkert gert til
að hindra skotmanninn. Einn
göngumanna, Claude Sterret,
sagði eftir árásina að skömmu
áður hefði bifreið með tveim
ur mönnum margsinnis ekið
framhjá göngumönnum og
kalað til þeirra, að þeir
myndu aldrei komast framhjá
Hernando, en það er nafn
borgarinnar sem þeir félagar
stefndu að. Sterret sagði að
skotmaðurinn hafi komið upp
úr gryfju meðfram veginum
og áður en hann skaut á
Meredith hafi hann veifað öðr
um vegafrendum í burtu. Sam
kvæmt því sem Sterret segir,
gerðu lögreglumenn þeir
sem þarna voru, enga tilraun
til að stöðva skotmanninn
fyrr en eftir að hann hafði
hleypt af nokkrum skotum
úr haglabyssu sinni. Lög-
regluforinginn W. L. Mere-
dith sagði hins vegar, að
enginn lögreglumannanna
hefði verið sjónarvottur að
árásinni. Skotárás þessi oili
mi’killi ólgu í Washington og
urðu fjölmargir þingmenn til
þess að senda Johnson forseta
skeyti af þessu tilefni. í einu
þeirra sagði m.a.. „Hvers
virði er það að geta sent
menn í geimgöngu þegar íbú
ar Bandaríkjanna geta hvergi
gengið óhultir í sínu heima-
andi“? Johnson forseti brást
skjótt við er hann frétti um
skotárásina og áður en lög-
reglan hafði haft upp á skot-
manninum, gaf forsetinn lög-
reglunni fyrirskipun um að
láta einskis ófreistað til að
hafa upp á manninum. Árás-
armaðurinn, Aubrey Norvell,
var handtekinn skömmu síðar
og fluttur í fangelsi, sakaður
um morðtilraun.
Fréttamenn höfðu tal af
Meredith eftir að hann hafði
verið lagður inn á sjúkrahús
og sagði hann m.a. að hann
hefði haft grun um að sér
yrði sýnt banatilræði meðan
á göngunni stæði. Hann kvaðst
hafa fengið tilkynningu um
að hann yrði skotinn á leið-
inni. Hann sagði að ein af
ástæðunum fyrir því að hann
lagði upp í göngu þessa, hafi
einmitt verið sú, að losna
við óttann við banatilræði.
Meredith sá skotmanninn
koma upp úr gryfju fyrir
utan veginn skömmu áður
en skothríðin byrjaði. Han.n
kaðst hafa hugleitt áður en
hóf gönguna, hvort ekki yrði
heppilegast að hafa byssu
meðferðis. „Ég hefði getað
skotið Norvell þegar í stað
hefði ég haft byssu" sagði
Meredith en í stað kaus ég
að bera Biblíu í göngu þess-
ari“.
Þegar séð varð að Mere-
dith myndi ekki geta haldið
göngunni áfram, kom dr.
Martin Luther King og ákvað
Franih. á bls. 12
A llar ríkisstjórnir hafa hér á
** landi um langt skeið
glímt við vanda verðbólgunn-
ar og gengið misjafnlega. —
Fram til ársins 1960 voru
reynd hin margvíslegustu úr-
ræði, og í hálfan annan ára-
tug einkenndist íslenzkt efna-
hagslíf af margháttuðum höft
um og hömlum. Hvert ráðið
og nefndin var sett á stofn af
annarri. Eitt gengi var á einni
vörutegund og annað á hinni.
Mismunandi uppbætur voru
til að laða menn að einni
framleiðslugrein, en ekki ann
arri, og svo framvegis.
Allt var þetta kerfi hið
furðulegasta, og eftir því sem
lengra var haldið á þessari
braut komu óskostirnir betur
í ljós, en hinsvegar nægðu
þessar aðgerðir síður en svo
til að hamla gegn verðbólgu-
þróun. Landsmönnum létti
því mikið, þegar sýnt var á
árinu 1960, að viðreisnarráð-
stafanirnar mundu bera ár-
angur, en með þeim var þessu
kostulega kerfi kastað fyrir
róða og teknir upp frjálsir og
heilbrigðir viðskiptahættir.
Framan af tókst einnig
, sæmilega að halda í skef jum
verðhækkunum, en á árinu
1961 lögðu stjórnarandstæð-
ingar til pólitískrar atlögu.
Kommúnistar og Framsóknar
menn sömdu um það bak við
tjöldin að sprengja launa-
kerfi landsins, og þá gerði
SÍS hina kunnu svikasamn-
inga við kommúnista norðan-
lands, sem ollu því að ný
verðhækkunarskriða hljóp af
stað, og óhjákvæmilegt varð
að lækka gengi krónunnar.
Þessa atviks mættu ráða-
menn Sambands ísl. samvinnu
félaga gjarnan minnast nú,
þegar þeir kvarta undan því
að verðbólgan sé að sliga
rekstur Sambandsins og kaup
félaganna. Það var Eysteinn
Jónsson, sem fyrirskipaði
gerð svikasamninganna 1961,
þótt hann vissi, að þeir
mundu koma hart niður á at-
vinnulífinu, og ekki sízt
rekstri Sambandsins.
Síðan hafa sem kunnugt er
orðið allmiklar kaupgjalds-
hækkanir árlega og verð-
hækkanirnar hafa að sjálf-
sögðu fylgt í kjölfarið. Jónas
Haralz, hagfræðingur, hefur
, bent á, að verðbólgan síðustu
tvö til þrjú árin sé nokkuð sér
staks eðlis. Á því tímabili hef
ur það hvorttveggja gerzt, að
íslenzkar sjávarafurðir hafa
hækkað í verði á erlendum
mörkuðum og uppgripaafli
hefur verið á síldveiðum,
vegna tilkomu hinna nýju og
fullkomnu tækja. Allar stétt-
ir þjóðfélagsins hafa krafizt
hlutdeildar í þéssari miklu
verðmætasköpun, og leiðin,
sem farin hefur verið, hefur
verið sú, að krefjast hækkaðs
kaupgjalds — og launahækk-
anirnar hafa verið knúðar
fram.
Hið góða árferði hefur gert
það að verkum, að unnt hefur
verið að standa undir þessum
stöðugu kauphækkunum, án
þess að hag landsins út á við
væri stefnt í voða, enda eig-
um við öfluga gjaldeyrisvara
sjóði. Hitt er þó Ijóst — og
það verða allir að skilja — að
kaupgjaldshækkanir verða
ekki lengur byggðar á stór-
auknum afla og hækkuðu
verðlagi erlendis. Þvert á
móti megum við þakka fyrir,
ef bátaflotinn verður jafn
fengsæll í sumar og síðastlið-
ið ár, og gott er einnig, ef við
í heild fáum jafn gott verð
fyrir sjávarafurðir og þá var.
Á þessari meginstaðreynd
verður að byggja umræður
um kjaramál nú. Grundvöllur
sá, sem á undanförnum ár-
um hefur verið fyrir kaup-
hækkunum, er ekki lengur
fyrir hendi. Þvert á móti er
atvinnulífið nú þegar í vanda
statt að rísa undir útgjöldum
og ekki unnt að auka á þau.
LÆKKANDI
AFURÐAVERÐ
U'ins og greint var frá hér í
^ blaðinu sfðastliðinn sunnu
dag er heimsmarkaðsverð
bæði á lýsi og mjöli lækk-
andi og þegar orðið mun
lægra en um sama leyti í
fyrra. Byggist lækkun þessi,
nú eins og fyrir nokkrum ár-
um, á mikilli veiði Perú-
manna, og miklu framboði
þeirra á þessum vörutegund-
um.
Þetta eru uggvænleg tíð-
indi, því að áreiðanlega veitir
útgerðinni ekki af því verði,
sem að undanförnu hefur
fengizt fyrir afurðir hennar.
Raunar hefur síldarverð í
sumar þegar verið ákveðið,
og þrátt fyrir þessar verð-
lækkanir er það svipað og í
fyrra. Lenda lækkanirnar því
á síldarverksmiðjunum, og
sem betur fer hefur hagur
þeirra verið góður síðustu ár-
in, þannig að von er til þess,
að þær geti sæmilega risið und
ir þessum lækkunum. Og auð
vitað treysta menn því, að hér
sé aðeins um tímabundnar
verðlækkanir að ræða óg verð
ið muni aftur hækka, þótt
naumast verði það á næstu
mánuðum.
En þessar verðlækkanir á
afurðum okkar sýna okkur
samt enn einu sinni, að ekki
er hægt að byggja kröfur okk
ar um aukin lífsþægindi á
því, að viðskiptakjör okkar út
á við muni sífellt fara batn-
andi. Þar skiptast á skin og
skúrir.
MERKUR MENNTA
FRÖMUÐUR
LÁTINN
jJT" ristinn Ármannsson, fyrr-
verandi rektor Mennta-
skólans í Reykjavík, lézt í
London síðastliðinn sunnu-
dag. Hafði hann verið á ferða
lagi í Grikklandi ásamt
konu sinni er hann veiktist
skyndilega og var fluttur til
London. Þar gekk hann undir
uppskurð á föstudag, en á
sunnudag hrakaði honum og
síðdegis þann sama dag and-
aðist hann.
Kristinn lauk magisters-
prófi í málvísindum frá Kaup
’mannahafnarháskóla árið 1923
og sama ár gerðist hann kenn-
ari við Menntaskólann í
Reykjavík. Þar starfaði hann
til ársins 1965 og var rektoc
skólans frá 1957.
Framlag Kristins til ís-
lenzkra menntamála var mik-
ið og margþætt og er óhætt að
fullyrða, að með honum er
genginn einn merkasti mennta
frömuður íslands á þessari
öld.