Morgunblaðið - 14.06.1966, Page 17

Morgunblaðið - 14.06.1966, Page 17
Þrtfljuéksur 14. jén! 1966 MORG UN B LAÐID 17 horn af illa hefluðum eld- hússkápum, sem tæpast var hægt að loka og skúffum, sem illt var að opna. Hinsvegar framleiða Lettar mest og^ bezt húsgögn í Sovétríkjunum.'ágæt og mikið eftirsótt. býr fólkið, hvernig klæðist það, etur og drekkur? Eftir slíka skyndiferð á vegum op- inberra aðila er harla erfitt að svara þessum spurningum. Fólk var yfirleitt afar glað- legt og í góðum holdum. Hvergi sáust merki örbirgðar flestir virtust sæmilega klædd- ir og margir vel. í matarverzl- unum var nægur matur, — sumt býsna dýrt — en ekki var annað að sjá en mikið væri verzlað og allríflega keypt. sá ég greinilega breytingu til hins betra frá sl. sumri, er ég var þarna á ferð — bæði auk- ið vöruúrval og, a.m.k. í kven- fatnaði, furðulega framför í saumaskap og stíl. Þegar ég hafði orð á þessu við leiðsögu mann okkar, sagði hann ánægð ur: „Komdu aftur eftir fimm ár — þá........“ Tæpast sligast Rússar undan skattabyrði, sér rétt, sem okk- ur var sagt, að opinber gjöld væru yfirleitt ekki hærri en Rússar gera sér sjálfir fulla grein fyrir því að húsakynni þeirra eru ekki nógu góð. I samtali, sem ég átti við ungan byggingaverkfræðing um þessi mál, sagði hann m.a. „það er satt, húsin okkar eru ekki nógu vel byggð — en spurningin er á hvað eigum við að leggja áherzlu — vandaðan frágang eða að koma .sem fyrst þaki yfir fólkið. Þú getur ekki ímyndað þér, hvernig ástandið var hér í húsnæðisrnálum eft- ir striðið. Fjöldi borga og bæja fóru svo að segja í rúst og tug- milljónir manna skorti hús- næði — og hafði ástandið þó hvergi nærri verið þolanlegt fyrir stríðið vegna hinna öru fólksflutninga til iðnaðarborg- anna. Hvað átti að gera? Hús- næðisvandræðin hafa leitt af sér margs konar önnur vand- ræði, þau valda heilsuleysi og taugaveiklun, það er afleitt að fólkið verði að kúldrast margt saman í einu eða tveimur her- bergjum. Við verðum að byggja hratt enn sem komið er. Þeg- ar brýnustu þörfinni hefur ver- ið annað, getum við snúið okk ur að vandaðri vinnu“. Ég treysti mér ekki til að mótmæla þessu. En nú mun farið að tíðkast, að fólk gett gert með sér samvinnufélög og látið byggja eigin íbúðir, og má þá ætla, að kröfurnar um vandaðri vinnu fari vaxandi. ★ ★ ★ Sennilega er ágætt að búa í Sovétríkjunum fyrir allan þorra manna — svo framar- lega, sem menn hugsa einkum um munn sinn og maga gera hóflegar kröfur og temja sér að líta á stjórnina og flokkinn IJr blaðamannaför til Sovétríkjanna: ..Hvernig lizt ykknr á?“ Eftir IViargréti Bjarnason í barnaskrúðgöngu í Erevan gat m.a. að líta unglinga klædda einkennisbúningum hersins. ar mælikvarða — lægst laun- uðu verkakonur hafa um 60 rúblur á mánuði eða tæpar 3000.— ísl kr. — alm. blaða- menn hafa 150-200 rúblur, barnakennarar um 100 rúblur, leikarar 100-400 rúblur eftir vinsældum og margir visinda- menn og almennir flokksstarfs- menn svipað, eftir því sem við komumst næst. Mér skilst, að Sovétmenn verji mestum hluta launa sinna í mat og drykk, leikhús og hljóm leika. Segja má að ekki sé margt annað við launin að gera. Ekki hafa þeir, til þessa a.m.k., varið fé til kaupa á bif- reiðum og heimilistækjum, allt slíkt er enn af skornum skammti — en nú mun sam- kvæmt nýjustu efnahagsáætl- unum eiga að bæta þar úr sem sjá má af samningi Rússa við Fíat-verksmiðjurnar ítölsku. Og ekki hefur verið mikil freisting að verja miklu fé til klæðnaðar meðan vöruval var svo fábrotið og leiðinlegt. Þetta breytist eflaust fljótt úr þessu, því að í fataverzlunum þurfa þeir miklar áhyggj- ur að hafa af húsakostn- aði. Að vísu er húsakostur al- mennt ekki ýkja góður, en leig an er líka sama og engin — nokkrar rúblur á mánuði fyrir hvert herbergi. Þó frétti ég um nokkra, sem urðu áð greiða hærri leigu, stúdenta, sem ekki fengu inni á stúdentagörðum — fyrir þá gat leigan fyrir herbergi komizt í 25—30 rúbl- ur. Húsnæði er enn takmarkað, þótt allsstaðar sé byggt af kappi. Hús eru ýmist hlaðin úr múrsteini eða sett saman úr verksmiðjuframleiddum eining um. Arkitektúr hefur fleygt fram á síðustu árum, en sögu- sagnir um, að Rússar byggi óvandað eru engar ýkjur — nokkra ára gömul hús eru sem hinir verstu kumbaldar, sprungur í veggjum, málning flögnuð af, undnar og sprungn ar hurðir og karmar, berir og brotnir steinstigar og þar fram eftir götunum. Eldhúsinnrétt- ingar eru afar lélegar. Á iðnað arsýningum í Lettlandi og Armeníu . sáum við sýnis- aðila, er gerir það, sem fólk- inu er fyrir beztu og reynir að sjá því fyrir hollu og góðu lífi. Um skapandi listamenn og aðra, sem ekki eiga hægt með að semja sig að högum og hugs unarhætti fjöldans gegnir nokk uð öðru máli, — slikir menn eiga heldur ótrygga vist í sov- ézku þjóðlífi, enn sem komið er, haldi þeir sig ekki innan þess ramma, sem þeim er sett- ur. Ramminn hefur að vísu stækkað töluvert á síðustu ár- um, en grindur hans eru enn sterkar. Einstaklingurinn sem slíkur skiptir litlu máli nema að því leyti, sem hann getur komið þjóðfélaginu að gagni. Menn þurfa að fá nóg að borða og halda heilsu til þess að geta unnið í þágu þjóðfélagsins á þann hátt, sem hinir meira og minna sjálfskipuðu yfirboðar- ar þess telja henta bezt. Frelsi og fjöl'breytni í hugsun og rölc- ræðum eru til þess eins að draga athygli og orku manna frá „Þjóðþrifastarfsemi“ al!s konar og velcja þeim bölsýai Framhald á bls. 19 ÞAÐ er miðnætti. Ég sit við gluggann í her- berginu mínu á Hótel Armeniu og horfi út yfir Lenintorgið upp Ijómað af leiftrandi eldingum. Þrumurnar drynja eins og skot- hríð. Stórir regndropar smella á rúðunum og ég sé, hvernig vatnið fossar niður af öxlunum á Lenin og sligar grænar grein ar trjánna meðfram bogmynd- uðum húsunum. Heillandi veð- ur, — a.m.k. í góðu skjóli og notalegt að láta hugann reika. Mér verður hugsað til blaða mannsins, sem fyrr um daginn hafði sagt: „Þið hafið nú dval- izt í Sovétríkjunum mánaðar- tíma og víða farið. Ef til vilí félaga. Við skildum held ég, góðir kunningjar. ★ ★ ★ Við heimsóttum átta borgir í sex lýðveldum Lenin- grad, Moskvu og Soohi í Rússlandi Riga í Lettlandi, Tallin í Eistlandi, Kiev í Ukrainu, Baku í Azerbaijan og Erevan í Armeníu. Þessi Jýð veldi eru byggð mismunandi þjóðum, sem eiga sína sögu og menningu. Fljótt á litið er svo að sjá, sem þessar þjóðir haldi eigin tungu og menningu og vissum sérkennum. En spurn- ingin „hversu lengi?“ varð æ ásæknari eftir því sem leið á ferðina. Ekki svo að skilja, að við sæjum þess bein merki, að Rússar leitist við að kveða nið- ur mál og menningu eða sundra þjóðunum. Síður en svo — ut- an Rússlands sjálfs virðast Rúss ar hvarvetna í miklum minni- hluta — þjóðirnar tala hver sinni tungu þó þær læri einnig rússnesku frá fyrstu skólaárum, flest dagblöð eru á þeirra eigin málum, þó hvarvetna séu jafn- framt gefin út dagblöð á rúss- nesku, hvarvetna eru leikhús, óperuhús og hljómleikahús, og bókaútgáfa er mikil og all fjölbreytt, þótt allt slíkt sé undir stjórn flokksins. En ýmis atriði vekja efasemd ir um að „þjóðleg" menning standist til frambúðar sovézka samræmingu. Hvers vegna eru leikstjórar æskulýðsleikhúss- ins í Riga úkrainskir? — for- stöðumaður bókaútgáfunnar í Lettlandi Rússi, sem hefur harla lítið vit á bókmenntum? — öll skilti og slagorðaspjöld í höfninni í Riga á rússnesku eingöngu?, — annar hver dans á armenskri þjóðdansasýningu rússneskur eða úkrainskur?, — allsstaðar sömu minjagripirnir til sölu og hvergi hægt að sjá sérstæðan þjóðlegan listiðnað nema í hæsta lagi smávegis út- skurð og leðuriðju í Eistlandi og Armeniu — og örfáar teg- undir skartgripa? Hversvegna var lögð slík áherzla á, að þjóð- erni skipti engu máli þar sem stöðuveitingar á sviði menning- armála væru annarsvegar — og hví sagði einn Rússinn að „smáþjóðirnar" á landa- mærum Sovétríkjanna væru svo „viðkvæmar“ gagnvavt Rússum? ★ ★ ★ Eitt af því fyrsta, sem fólk spyr ferðamann frá Sovétríkj- unum er, hvernig háttað sé lífskjörum austur þar. Hvernig Á Rauða torgi í Moskvu — horn æfð í slagoröum fynr 1. mau Eitt af nýjustu samhýlishús- um í Moskvu. vilduð þið segja okkur í stuttu máli hver áhrif þessi ferð hef- ■ur haft á ykkur og hvert álit ykkar er nú á Sovétríkjunum.1* Ég varð að svara, að það gæti ég alls ekki — a.m.k. ekki í stuttu máli. — Við hefðum séð svo margt og orðið fyrir svo margvíslegum áhrifum, að mér væri gersamlega ómögulegt að gera grein fyrir skoðunum mín um að svo stöddu — yrði að fá lengri umhugsunarfrest. Og nú er ég komin heim og hef fengið lengri umhugsunar- frest, en verð að viðurkenna, að mér veitist næstum jafn erfitt og fyrr að segja álit mitt á Sovétríkjunum. Einn daginn gat mér virzt sem sovézkt þjóðskipulag væri harla gott og annan að það væri hreint afleitt. Við mættum hvarvetna mik- Illi vinsemd og frábærri gest- risni, ræddum við margt ágæt- isfólk, sáum ógleymanlegar listsýningar og nutum matar og drykkjar í óhófi. Við höfðum okkur til fylgdar ágætan mann og elskulegan, Lev að nafni, hreinræktaðan Moskvubúa, sem vildi allt fyrir okkur gera. — Hann gætti okkar svo sam- vizkusamlega að bezta barn- fóstra hefði ekki gert betur, og þótt hann í sinni einlægu trú á Lenín og flokkinn sinn gæti ekki skilið sjónarmið okkar og skoðanir á ýmsum inálum breytti það engu, við vorum sannfærð um, að ekki hefði verið völ þægilegri ferða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.