Morgunblaðið - 14.06.1966, Síða 23

Morgunblaðið - 14.06.1966, Síða 23
IrfSjudagur 14. júni 1966 MORGUNBLADID 23 Kjartan Lárusson og Ragnheiður Ásgrímsdóttir i stiganum. — Skyldi hann liafa verið að bjóða henni á ballið, sem haldið v?r í gærkvöldi? — V/ð lok niður í grasvörðinn gellur ein. Þetta finnst okkur hálf- gerð svartsýni, svona í lok prófa. Yið röltum út úr skól- anum og eiginlega sáröfund- um ið þetta unga fóík. Það er alltaf skemmtilegur tími, þegar settur er upp hvíti koll urinn. Við óskum þeim til (hamingju með þannan góða áfanga. Áfanga, sem vonandi er fyrirboði annars og meira. ^ ———————™ — Kosygin Framhald af bls. 1. ríkisstjórninni í fyrsta skipti i 16 ár, hafi Sovétmenn fengið gamla ósk uppfyllta, sem muni stuðla að góðri sambúð land- anna. Stjórnmálafréttaritarar í Finn- landi segja að ekkert hafi kom- ið fram, sem bendi til þess að efnt verði til mótmælaaðgerða þar í landi vegna komu Kosyg- ins. Mikil viðhöfn var við komu ráðherranns, og lék hann á als oddi er hann heilsaði Kekkonen forseta og Rafael Paasio forsætis ráðherra. 1 viðhafnarveizlu, sem Kekk- onen hélt til heiðurs Kosygin sagði forsetinn í ræðu, að sam- búð ríkjanna væri einstaklega góð, og að Kosygin myndi fá hjartanlegar mótökur hvar sem væri í landinu. Sambúð Sovétríkjanna og Finnlands væri byggð á grund- velli vináttu og samstarfs, sem hefði reynst harla vel á undan- förnum árum. f svarræðu sinni samsinnti Kosygin þessum ummælum Kekkonens, og minntist jafn- framt á hina svo nefndu Kekk- ©nenáætlun, sem gerir ráð fyrir kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum. Sagði Kosygin, að slikt svæði myndi tryggja mjög öryggi Norðurlandaþjóð- anna og einnig vera mikilvægur liður í að skapa öryggi í Evrópu. Formlegar viðræður Kosygins og finnskra stjórnmálamanna hefjast næstkomandi mánudag. — Viet-Nam Framh. af bis. 1 Bandarísk hernaðaryfirvöld í Saigon segja að Bandaríkjamenn og stjórnarhermenn hafi fellt rúmlega 300 skæruliða í þessum átökum, en mannfall af þeirra hálfu sé um 80 manns. Bjartsýni ríkir nú meðal ráða manna í Washington um að hin harðnandi átök í Vietnam kunni að flýta fyrir friðarsamningaum leitunum. Þó er á það bent, að hið ótrygga stjórnmálaástand í landinu geti dregið úr and- spyrnu landsmanna gegn Viet Cong. Almennt er þó talið að hér sé aðeins um tímabundna erfiðleika að ræða. Dean Rusk utanríkisráðherra og McNamara varnarmálaráð- herra sögðu á fundi með frétta- mönnum í Hvíta húsinu sl. laug ardag, að auknar árásaraðgerðir Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra hefðu kollvarpað hernaðaráætlunum Viet Cong á regntímanum, sem nú er um það bil að hefjast. Frá því var skýrt I Washing- ton á laugardag að Bandaríkin ætli nú að senda 18000 hermenn til Vietnam, og verða þá 285000 bandarískir hermenn í S-Viet- nam. Álitið er að tala þessi verði orðin 400.000 í árslok 1966. Búddatrúarmenn hófu aftur í dag kröfugöngur í Saigon, eftir tveggja vikna hlé. Vopnaðir lög reglumenn voru á verði fyrir framan bandaríska sendiráðið og aðrar opinberar byggingar í borginni. Allmargir munkar og óbreyttir borgarar voru hand- teknir. Kröfugangan átti sér stað á mesta annatíma borgarinnar og olli því talsverðum umferðar trufiunum. Allt er nú með kyrrum kjör- um í Hue, en þar voru miklar kröfugöngur í fyrri viku. Hefur lögregluliðið, sem þá var flutt til borgarinnar nú verið flutt á brott. William C. Westmoreland, yf- irmaður alls herafla Bandanríkja manna í S-Vietnam fór í dag í könnunarferð til helztu víg- stöðva bandamanna i Vietnam og ráðgaðist þar við herforingja og ræddi við óbreytta hermenn í orustu. Um 60.000 kaþólskir fóru 1 skipuiega hóp^öngu um stræti Saigon á sunnudag og kröfðust harðari aðgerða gegn kommún- istum og lýstu yfir eindregnum stuðningi við aðgerðir Banda- ríkjamanna. Stakk þessi ganga mjög í stúf við aðgerðir Búdd- ista, sem hafa látið í ljós andúð á Bandaríkjamönnum og herfor ingjastjórn Kys. Mikið iárnbraut- arslys í Indlandi 58 farast — /06 hættulega særbir Bombay, 13. júní — NTB, AP. í GÆR rákust á tvær hraðlestir í útjaðri Bombay og fórust þar a.m.k. 52, en 106 særðust hættu- lega. Mjög mannmargt var í lest- unum og konur og börn í meiri- liluta. Slysið varð skömmu eftir að önnur lestanna skipti um spor og er ekki fullvíst hvað því hafi valdið, en gizkað á tæknilega bil- un eða misskilning. Rannsókn slyssins var hafin þegar í stað. Fyrstu fréttir af slysinu sögðu yfir 100 manns hafa farizt og 120 særzt en síðar kom í ljós að það var á misskilningi byggt. í hvorri lest voru yfir 1500 farþeg- ar. — Slökkviliðsmenn og björgunar- lið kom þegar á vettvang og hófst handa, en björgunarstarf var erfitt og oft þurfti logsuðu- tæki til að ná farþegum út úr flaki lestarinnar, einkum þó fremstu vögnunum, sem verst urðu úti. Lestarstjórarnir báðir héldu lífi og þykir mikið undur. Þeir köstuðust báðir út úr klef- um sínum við áreksturinn. — Hundra'ð manna hjúkrunarlið var sent á vettvang og varnar- málaráðherra Indlands, Chavan, og innanríkisráðherrann, Desai, héldu þegar á slysstaðinn að votta samúð sína. -* Þetta er mesta járnbrautarslys, sem orðið hefur í Indlandi í seinni tíð og hafa þau þó orðið nokkuð mörg. Talsmaður yfir- stjórnar járnbrautanna sagði í dag að enginn grunur léki á um Bv. Gylfi aug- lýstur til sölu að hér hefði verið um hermdar- verk að ræða, eins og verið hefði um sum fyrri slysanna. Er þar kennt um Naga-ættflokknum, sem vill segja sig úr lögum við Indland og hefur verið lýst yfir því opinberlega að Naga-menn séu grunaðir' um ýmis hermdar- verk sem unnin hafa verið á járnbrautarleiðum í Indlandi síð- an um áramót. Mesta slys til þessa varð 26. maí sl., er hrað- lestin frá Bangaloore til Poona fór út af sporinu og 22 fórust, en í maíbyrjun fórust ellefu manns og yfir hur.drað særðust er sprengin varð í flutningalest í Bhusaval, 450 km norðaustan Bombay. Fimm fórust svo 28. maí er járnbrautarvagn sprakk í loft upp skammt frá Gorakhpur, 640 km suðaustan Nýju Dehli. - SvAS Framh. af bls. 1 flugmenn þykjast afskiptir um laun miðað við sænska starfs- bræður sína, en Svíar bera við hærri útgjöldum til allra nauð- þurfta í sínu landi. Einnig eru deilur um starfsaldur flugmanna þegum sínum á leiðarenda með eftirlaun og annað því skylt. SAS hefur reynt að koma far- Mikið hitamál er einnig gildis tími væntanlegra samninga, sem flugmenn vilja binda við hálft ár en stjórn SAS við 3 ár. langferðabifreiðum eða lestum það sem af er verkfallsins eða með öðrum . flugfélögum en vöruflutningar halda áfram sem fyrr og innanríkisflug, sem yfir leitt er í höndum annarra aðila á vegum SAS, leggst heldur ekki niður fyrst um sinn. Samtök flugmanna eru sögð búast við því að verkfallið drag ist á langinn, nema því aðeins að ríkisstjórnir landanna láti mál- ið til sín taka. Verkfallið ber að einmitt þegar SAS á á hættu að missa flugmenn til erlendra flug félaga, einkum bandarískra, sem bjóða langtum hærri laun en nú eru greidd í SAS. Búizt er við að um 50 danskir flugmenn af 230 s*m við SAS vinna, fari frá félaginu ef verkfallið dregst á langinn en á undan þeim eru farnir frá félaginu þetta ár 30 flugmenn. Formaður samtaka sænsku flugmannanna, Gösta Lindgren, segir að sænskir flug- menn geti auðveldlega haldið verkíallinu til streitu í allt sum- ar, en bendir jafnframt á hætt- una á því að einhverjir þeirra láti freist.ast af tilboðum banda- rísku flugfélaganna. Talsmaður dönsku flugmannasamtakanna sagði um málið: „Okkur er það óskilj anlegt, að SAS skuli þora að láta skerast svona í odda eins 'og nú er ástatt. Verkfallið verð- ur félaginu dýrt, bæði beint og óbeint“. í svipaðan streng tekur for- ustumaður ferðamála í Noregi og segir að verkfallið sé mikið áfall fyrir alla þá sem atvinnu hafi af ferðamálum og jafnvel þótt næstu daga gerist „minni- háttar kraftaverk" verði tjónið tæpast til fjár metið, svo mikið hafi verið af pöntunum sem nú verði að endurgreiða eða ráð- stafa á annan hátt. — Sterlingspundið Framhald af bls. 1 lönd, að Frakklandi undan- skildu, studdu einnig sterlings- pundið í september í fyrra þegar brezki gjaldmiðillinn var i hættu staddur vegna óhagstæðs greiðslujöfnuðar. Eins og að líkum lætur hefur gengi pundsins hækkað nokkuð víða um heim síðan kunngert var samkomulag það sem náðist í Basel í dag, en hvergi þó svo að stórtíðindum sæti. TOGARINN Gylfi, er var eign Varðar h.f. á Vatneyri við Pat- reksfjörð, verður brátt auglýst- ur til sölu. Það er Ríkisábyrgðar sjóður, sem auglýsir togarann, en hann hefur allan ráðstöfunarrétt yfir honum. Runólfur Sigurðsson hjá Ríkis ábyrgðarsjóði, tjáði blaðinu í gær, að Ríkisábyrgðasjóði væri að sjálfsögðu ekkert kappsmál að eiga togarann. Hann hefði verið settur á opinbert uppboð á Pat- reksfirði en ekkert viðunandi til boð komið. Hins vegar hefðu ýmsir sýnt togaranum áhuga og mun hann auglýstur formlega innan tíðar. Togarinn Gylfi ligg- ur nú inni í Sundum. Skipin enn vi5 Jan IViayen HÉR FARA á eftir síldarfréttir frá því um helgina, sem LÍÚ hefur tekið saman: Samtals tilkynntu 18 skip 2.259 tonn á sunnudagsmorgun. Veður var óhagstætt fram eftir degi á sunnudag, en fór batnandi með kvöldinu. Aðal- veiðisvæðjð var suður af Jan Mayen. Tvö skip fengu síld 130 mílur austur norður frá Dala- tanga. í gærmorgun voru skipin að kasta 250 mílur NA frá Rauf arhöfn. Samtals 14 skip voru með 2.110 tonn alls. Skipin voru þessi: Dagfari ÞH 300 tonn, Ólafur Friðbertsson IS 100, Bára SO 120, Jörundur II RE 160, Harald ur AK 90, Framnes IS 130, Ás- þór RE 120, Sigurður Bjarna- son EA 170, Þórður Jónasson EA 290, Ingiber Ólafsson GK 210, Sunnutindur SU 160, Ólafur Sig urðsson AK 160, Þorleifur OF 50 og Skírnir AK 50. HINAR VIÐURKENNDU HAKA FULLMATIC ÞVOTTAVÉLAR eru ulsjállvirkar Einn hnappur, eitt handtak, og HAKA sér um afganginn. Ekkert erfiði, engin þreyta. HAKA er mest selda þvottavélin hér á landi. HAKA er óskadraumur allra húsmæðra. Leitið upplýsinga um HAKA þvotta- vélina hjá okkur strax í dag. V|"!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.