Morgunblaðið - 14.06.1966, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.06.1966, Qupperneq 28
28 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 14. júní 196V Mary Raymond: STÚLKA MEÐ GBÍMP Ég mundi allt í einu eftir erfða skráruni minni, sem lögfræðingur Toms hafði sent lögfræðingi Steve, og það fannst mér ein- kennilegt atvik, sem hvergi kom heim og 'saman, eins og var en gefði mig dálítið órólega nú. — Ég á væntanlega sjáif ein- hverja peninga? sagði ég. —Já, svolítið. Kn auðvitað yrðirðu miklu ríkari, ef eitthvað kæfhi fyrir Tom. Þessi orð hans féllu á meðvit- und mína, líkust grjótskriðu. Svo að þú taldir mig mundu verða ríkari, ef eitthvað kæmi fyrir Tom? Ég skynjaði ein- hverja yfirvofandi hættu. Dauð- inn virtist blása köldum gusti, réit við olrubogann á mér. Yves hélt áfram, rétt eins og hann læsi hugsanir mínar og skemmti séf við óttann, sem orð hefðu vaídið. Ég sagði snöggt: — Á morgun vil'ég fá að sjá Afrodite. Ég vil fard í bankann minn og ég vil að þú hringir til kunningja minna, og bjóðir þeim heim. Svo vil ég líka senda Tom skeyti. —* Hversvegna ekki bara hringja til hans? sagði Yves og star^i enn á mig. — Við getum reynt að hringja til hans í kvöld, eða panta samband fyrir morgundaginn. — Það liggur ekki á fyrr en á morgun, sagði ég. — Ég geng út frá að Tom borgi leiguna af þessu húsi? Svo vildi ég líka sjá alla búreikninga og vita, hver húseigandinn er. Yves yppti öxlum. — Það er heimskulegt af þér að vera að fást um öll þessi smáatriði, fyrr en þú ert orðin alveg góð aftur, ef þú endilega vilt .... þá gott og vel. Á morgun skulum við gera allt þetta, sem þú ert að tala um. Ég lét það eftir mér að hrósa sigri í huganum. Það hafði verið auðveldara en ég hafði haldið að taka völdin í mínar hendur. Ég gekk út að dyrunum, en þá kom snögglega yfir mig þessi sami svimi, sem ég hafði fengið fyrr, úti á götunni. Ég missti alla jafn vægiskennd og greip í dyrastaf- inn til þess að styðja mig. — Hvað gengur að þér? sagði Yves. — Þú ert náföl. — Ekki neitt, sagði ég fljót- mælt, því ég óttaðist þessa um- hyggjusemi hans. — Ég er bara þreytt. Ég ætla að hvíla mig dá- lítið fyrir matinn. Eins og í fyrra skiptið, leið sviminn frá innan skamms, og þegar Janine kom og sagði, að kvöldverðurinn væri tilbúinn, gat ég farið og setzt niður og fannst ég vera alveg orðin góð aftur. Janine hafði soðið humar og svo kálfasteikina, sem ég hafði séð hana var að útbúa. Máltíð- inni lauk með nýjum ávöxtum og hún var ágæt. Janine kunni að búa til mat, hvað sem annars mætti um hana segja. Við gengum öll snemma til náða. Sannast að segja var ég svo syfjuð, að ég gat varla hald- ið augunum opnum. Ég man, að ég var hálfsyfjuð að bursta tenn urnar, en ég nennti ekki að þvo mér eða gera neitt við andlitið á mér. Mig langaði aðeins til að komast í rúmið og sofa. Mig dreymdi, að ég var stödd á einhverjum stað, sem líktist mest löngum jarðgöngum. Ein- hverjar franskar raddir voru að babla allt kring um mig — þar var Janine og Yves og svo ein rödd til, sem var digrari en hljóm fegurri — einhver ókunn rödd og svo léttari rödd annarrar konu. Ég gat skilið einstöku orð .... hún er dauð .... læknirinn .... sjálfsmorð .... sjálfsmorð .... Smámsaman hækk-uðu raddirnar, jarðgöngin fjarlægð- ust og ég fann, að ég var í her- berginu mínu, þar sem allt var fu-llt af fólki. Sem snöggvast hélt ég, að ég væri komin aftur í herbergið mitt í Sorrell, en þá áttaði ég mig á nútíðinni og mér skilist, að ég væri í húsi í Suð- ur-Frakklandi. Þarna var tvennt ókunnugt, auk Yves og Janine n---------□ 30 D---------q og ég festi augun á þeim, því að af ókunnugum gat ég helzt ein- hvers góðs vænst. Ung stúlka 1 búningi ’hjúkrunarkonu var að fást við einhver áhöl-d á borði, en hitt var vingjarnlegur, grá- hærður maður, sem sat hjá rúm- inu mínu. Ég lét augun reika um al-lt herbergið, en loksins stað- næmdust þau við hann. — Jæja, litla min, þér eruð w~z . A ■ X r MAji. ^-nílrJLnJL □□□□ 00 I í [ \ 394f ~ ~ ~~ COSPER — Nei, ég horfði ekki á hana — ungar stúlkur vekja ekki áhuga minn. búin að gera okkur öll hrædd. Þér hafið verið óþæg. Hann tal- aði frönsku, en svo greinilega, að ég átti ekkert bágt með að skilja hann. — Næst skuluð þér ekki vera að taka svefntöflur. Ég starði á hann hálfdösuð. í bili fann ég ekkert vit í þvi, sem hann var að segja. — Ég hef ekki tekið neinar svefntöflur, sagði ég loksins. Hann hélt á litlu glasi í hend- inni og veifaði því framan í mig. — Viljið þér ekki sjá þetta glas. Ég ætla að taka það frá yður. Ég þekkti aftur glasið. Það var undan svefnpillunum, sem Martin læknir hafði útvegað mér í Sorrell, rétt eftir slysið þegar ég hafði þjáðzt af svefn- leysi. Glasið hafði verið næstum fullt, þegar ég lét það niður, ásamt snyrtivörunum mínum, en ég hafði enga pillu tekið vik- um saman. j — Ég hef ekki tekið neinar svefnpillur. endurtók ég og brýndi ofurlítið röddina. Læknirinn leit á mig með þol- inmæði og skilningi í svipnum. — Þér megið ekki láta undan þunglyndinu, væna mín, sagði hann. — Ég skil vel, að þér haf- ið orðið að þola mikið undan- farið, en of margar svefnpillur eru ekki rétta ráðið við þvi, skiljið þér. PRINCE ALBERT .... i PÍPUNA FERSKT BRAGÐ - SVALUR REYKUR MADl IN U.S.A. MEST SELDA PÍPUTÓBAK í AMERÍKU! * Þennan morgun hafði Janine komið með morgunverðinn inn ti-1 mín og ekki getað vakið mig. Fyrst hafði hún haldið, að ég svæfi bara svona fast, en svo hafði hún séð tómt glasið og haldið, að ég væri dáin, Hún hafði kallað á Yves, sem hafði «ent eftir lækninum, og hann hafði farið að lífga mig, með að- stoð hjúkrunarkonunnar, og loksins getað vakið mig af dá- inu. Ég hlustaði á allar skýringar þeirra, sem fóru fram á ensku og frönsku, því að læknirinn kunni ekki ensku, _svo að Yves túlkaði mál hans. Ég var skelfd og ringluð. Ég vissi alveg upp á hár, að ég hafði engar svefnpillur tek- ið, en því meir sem ég fullyrti það því truflaðri hélt læknirinn mig vera og því meira reyndi hann að róa mig. — Verið þér alveg óhrædd, frú. Þetta getur verið alvarlegt, en slys geta alltaf komið fyrir. Sjúklingarnir -gera sér ekki allt- af nægilega Ijóst, að róandi með- öl geta verið hættuleg. Ef þér verðið góð stúlka, skal þetta ekki fara lengra. Ég leit á hann í örvæntingu og svo á Yves. Janine starði á mig á móti og ánægjan skein út úr litlu, hörðu augunum. Ég minntist þessa svimakasts, sem ég hafði fengið daginn áður, óg mundi eftir seyðinu og sterk- krydduðu fæðunni, sem hún hafði búið til og ég etið, og ég mundi eftir áhuga henr,ar á lækninga j urtum. Ég kunni nægilega mikið 1 frönsku til þess að segja: —. Janine er að reyna að eitra fyr- k mig. —- Júlía, Júlía! sagði Yves f mótmælatón. Hann sneri sér að lækninum. — Ég er hræddur um, að frú Gerard hafi orðið eitthvað rugluð við þetta slys sitt. Janine er gamalt og trútt hjú, og sér ekki sólina fyrir frú Gerard. Læknirinn klappaði mér aft- ur á höndina. — Þér megið ekki gera yður þessar ímyndanir, frú. Ef Janine hefði ekki verið, vær- uð þér ekki í lifenda tölu. Það var vegna þess, að hún gerði svo fljótt aðvart, að við gátum lífg- að yður í tæka tíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.