Morgunblaðið - 21.06.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐID Þriðjudagur 21. júni 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM Volkswagen 1965 og ’66. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 < RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 . bifreiqTleigan SlMl 33924 BIFREIOALEIGAM VEGFERD Grettisgötu 10. Sími 14113. IV1AGIMÚSAR SKIPHOLTI21 símar21190 eftir lokun slmi 40381 FjOlvirkar skurðgröfur J d ' v I R mm K J ÁVALT N TIL REIÐU. SÍmi: 40450 Hópferðabílar allar stærðlr Sími 37400 og 34307 BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt 6 volt mL Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sírm 38820. t Konur og karlar í umferðinni Ég setti heldur en ekki í feitt, þegar kvenfólkið í um- ferðinni komst á dagskrá. Ef mig hefði grunað, að umraeður um þetta mál mundu verða jafnmörgum hvatning til að setjast niður og skrifa Velvalt- anda, hefði ég tekið þetta til umræðu fyrir löngu. En hér kemur enn eitt bréfið: „Svar til „Meiraprófsbíl- stjóra. Ég ber svo mikla lotningu fyrir gáfum þessa Meiraprófs- bílstjóra að ég hlýt að skrifa þetta orð með upphafsstaf, — en ekki má ég gleyma að þakka honum innilega fyrir fróðlegar upplýsingar. Ég og lögreglan, þurfum sýnilega að rifja upp ýmislegt í sambandi við umferðareglurnar, því ég held að við, (ég og lögreglan, ég þori ekki annað en að gefa þessa skýringu í svigum því annars mun Meiraprófsbíl- stjóri líka misskilja það hvað ég á við hér), höfum álitið, hingað til, að séu þrír bílar á ferð á sömu akrein (eins og í umrætt sinn) og sá bíll sem er í miðið gefur stefnuljós og byrjar að sveigja yfir á hægri akrein fyrir framúrkeyrslu og þriðji bíll er enn á vinstri ak- rein, aftast, þá eigi þriðji bíll ekki að ryðjast fram með þeim bíl sem á undan er, þó hann sé hraðskreiðari, heldur að minnka benzíngjöfina eða að stíga á bremsu, ef þörf er. Það mundi ég heldur gera en að keyra í hliðina á næsta bíl á undan. En ef til vill veit ekki Meiraprófsbílstjóri hvemig farið er að því að hægja á bíl, eða stoppa, það er ekki gott. En hann hefur þó af veikum mætti reynt að miðla öðrum af þekkingu sinni og fyrir vikið veit ég bað að hann virðir ekki stefnumerki — heldur þjösnast áfram þótt það kosti líf eða limi og keyra Verði yfir nokkra bílgarma eða í gegn um þá, það eru bara smámunir, — ef karlmenn gera það. Það er til nokkurs að vinna að hafa meirapróf í akstri, ef það gefur sérréttindi til bess að limlesta fólk, keyra á hvað sem fyrir verður og þverbrjóta allar umferðareglur. Ég var í rétti, en sá sem á eftir kom réttlaus, í þessu tilfelli. Ég held að greindarvísitalan hljóti að vera undir meðallag hjá þeim sem ekki skilur það sem ég skrifaði og meiraprófs- bílstjóri hengir hatt sinn á. Hvert flón hlýtur að sjá það að ég hefði ekki tekið þetta dæmi, hefði ég sjálf keyrt í veg fyrir bíl sem á eftir kom á hægri akrein. Nei, ég tók dæmið vegna þess að bíllinn sem rudd ist framúr, með dæmalausri frekju, var á vinstri akrein eins og ég, eftir að ég gaf stefnumerkið en ætlaði samt að troða sér framúr og gerði það þar sem ég kaus heidur að víkja og láta stela réttinum af mér, en að verða keyrð í klessu og hjálpað yfir í aðra og betri veröld. Öllum er annt um líf sitt og þessvegna geri ég ekki leik að því að keyra í veg fyrir öku- fanta eins og þennan. Því .nið- ur, kæri Meiraprófsbílstjóri, þetta var afleitt vindhögg hjá þér, ég vona að það verði það síðasta, það er svo leiðinlegt að auglýsa svo þröngan skiln- ing. Lika verð ég að hryggja þig með því að ég hef vitað það í tuttugu ár, að brekkan upp frá Elliðaánum væri köll- uð Ártúnsbrekka, en þar fyrir held ég, að það geti ~k.<i móg- að neinn þótt ég veldi að nefna hana öðru nafni. Annars ber það vott um skarpa greind að skilja það við hvaða brekku ég átti, ég dáist af því! Og svo vildi ég aðeins benda á hve furðulegt það er, að karlmennirnir Skuli gera sig seka í því sama og kvenfólkið, — þeir rísa líka upp á „aftur- fæturna", eða ef til vill eru þeir alltaf á fjórum fótum, en hvort heldur sem er, þá held ég að G.H.E. ætti að líta í eigin barm hvað flaustur og tauga- æsing viðkemur. Einnig vil ég benda á það, að ég tel það ekki „kurteislegt" eða riddaralegt að ráðast á kvenfólk í blaða- grein og nefna það „apa“ i umferðinni og tala um „apa- hátt“ þess. Mynduð þið þegja, herrar góðir, ef einhver kvenmaður hefði skrifað álíka grein og nefnt ykkur „asna“ og skrifað um „asnahátt" ykkar? Nei, það er heldur ekki von, enda hefði það, eins og hitt, — lent á mörgum ómaklegum. Svo vil ég einnig vekja athygli á eirrni setningu hjá G.H.E., en þar stendur: „Þetta deiluefni er ekki nýtt af nálinni og þekkist víða“. Hversvegna er það deiluefni? Jú, vegna þess að karlmenn eru annar aðilinn og kvenfólk hinn. Þessir blessaðir ljúflingar eru þá ekki hót betri með að deila, þrátt fyrir það að þeir guma af taugastyrk — og til hvers gagns er það að hafa styrkar taugar, ef það kemur hvergi í Ijós? Og líka vil ég benda á nokkuð athyglisvert, G.H.E. segir nefnilega í beinu áframhaldi af fyrri tilvitnun: „Þegar það ber á góma rís kvenfólkið upp á afturfæturna (bæði hér og erlendis) —“ Upp koma svik um síðir, það er á þessu auðheyrt að það eru alltaf karlmennirnir sem byrja að ráðast að kvenfólkinu og deila á það, alltaf riddaralegir blessaðir! og eru svo stainhissa að við skulum ekki sleikja út um báðumegin og þakka inni- lega fyrir okkur. En fyrst að við eigum að vera sælar og hugfangnar af því ef ykkur þóknast að gera lítið úr okkur og ásakið okkur fyrir þær skammir sem þið sjálfir gerið í umferðinni, — hversvegna eruð þið ekki sjálfir glaðir og ánægðir þó við segjum okkar meiningu á móti? Þið ásakið kvenfólkið um það sem þið gerið ykkur sjálfa seka um. D. K.“ 'Ar Fréttaflutningur Lýðræðissinni skrifar: „Erlendar fréttir. Auðsjáanlega er fólki farið að blöskra erlendur frétta- flutningur Ríkisútvarpsins. Undanfarið hafa birzt 2 greinar um þetta efni í þessum þætti. Be%dir þetta til að margrr eru farnir að gera sér grein fyrir þeim áróðri, sem þar er fluttur. Það eru mörg dæmi, sem nefna mætti í þessu sambandi, en aðeins eitt þeirra nefnt núna. Við munum eftir því hvern- ig fréttaflutningurinn var er mest var um vetnissprengjur vestan hafs og austan. Þegar sprent var fyrir vestan \ar vanalega eytt miklum tíma í að lýsa vetnissprengjunni. Einnig var tekið fram að betta væri t.d. sprengja nr. 39 í Bandaríkjunum. Var fréttin svo endurtekin í öllum frétta- tímum Rikisútvarpsins þann daginn og stundum endurtekin næsta dag. Þegar sprengd var vetnis- sprengja austan hafs þá var fréttin vanalega svona: „Sænskir vísindamenn telja að sprengd hafi verið vetnis- sprengja í Ráðstjórnarríkjun- um í gær.“ Þessi frétt var svo vanalega aðeins lesin einu sinni ef til vill í' aukafrétta- tíma Ríkisútvarpsins. Er ekki kominn tími til að láta athuga fréttaflutning þennan, og eru ekki of margir fréttamenn Ríkisútvarpsins áhangendur ríkisins með 140 milljón kjósendur, sem fá að „kjósa" um einn lista? Er einhver eða einhverjir þeirra þjálfaðir í því ríki? Lýðræðissinni". 'Ar Trjárækt . V. A. skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég veit ekki hvort ég fæ birtingu á þessum línum í þínu blaði — þar sem þitt blað er sennilega á algerlega önd- verðri skoðun en ég. Mig langar til að segja þér, hve mikið mér sárnar það, ef illa er gengið um mitt fagra land, sem ég því miður hef alltof oft rekið mig á — og er ég hrædd um að þar eigi oftast fsiendingar hlut að máli. Þetta á þó eflaust eftir að breytast á komandi árum. En það, sem mér liggur þyngst á hjarta er — hvers vegna má landið okkar ekki halda sinni fegurð eins og hún er — sínum sterku sérkennum, en það er einmitt nekt þess og stórbrötið víðsýni, til hvers er verið að sóa milljónum til skógræktar. Er það efnishyggj- an — tilhlökkunin yfir hinum glæsta barrskógi sem í fram- tíðinni verði hægt að hafa „timburafnot af“ — já ef til vill nægilegt fyrir allt landið — ha — ha. Því að þegar 50-60 ár eru liðin verður tunbrið sennilega að mestu leyti úr sögunni sem efniviður. Þessir „skógræktarmenn“ láta sig dreyma um sögunarmyllur og timburflota, eru þeir raun- verulega að klæða landið? Þessi harmleikur, sem á sér stað hér minnir helzt á ein- hvern ,,snobbisma“ — mann, sem elskar aðeins farðann á andliti konu sinnar og sóar peningunum í snyrtivörur handa henni — en gleymir sál- inni. Eins og hann Helgi Sæm. komst að orði eitt sinn myndi barrskógur fara landinu ámóta vel og skegg á andliti konu. Þarna er vel að orði komist —• því að bæði á barrskógurinh alls ekki heima hér og þrifst ekki nema á stöku stað. Birkið er íslenzkt, það sómir sér vel hér, en hvað gerir ekki „skógræktin”, hún holar þess- um barrtrjám niður milli bjarkanna og svo er það björk- in sem á að víkja fyrir barr- inu, þegar þar að kemur. Hefurðu komið í íslenzkan birkiskóg — notið þess að liggja þar innan um blóm og grös, sem vaxa milli trjánna? — Hefurðu séð skógarsvörð í barrskógi dimma-svað — stofn arnir naktir nema efst, þar, serrf sólin nær til? Hafa skóg- ræktarmenn legið þar í svað- inu og látið sig dreyma um moldarsvörðinn og myrkrið? Er það þetta sem þið viljið? Efnishyggja? Hver er eiginlega tilgangurinn með öllu þessu? Að vera eins og aðrir, en það tel _ég eina veikustu hlið okk- ar íslendinga að halda alltaf að sjálfsagt sé að taka aðra til fyrirmyndar, þar sem við ætt- um að fara okkar eigin leiðir. Það er skógræktin, sem að mínum dómi gengur verst um landið — vegna þess að hún kann ekki að meta þess dýr- mætu sérkenni — nektina — þykist bæta úr með útlendum barrviði. Væri ekki nær að nota milljónirnar í eitthvað annað — eins og sandgræðslu — það er uppbygging. Það er göfugt að „græða það sem áður kól“, en niðurrif að hola niður öllu þessu barri, sem auk þess þrífst ærið misjafnlega — á alls ekki heima hér. Að loknm: Getur það verið satt, að helztil tekjur af „skógræktinni’* nú séu greinar sem höggnar eru af „furuskóginum“ við Rauða- vatn og seldar eru fyrir jólin. — Hvenær verður þá furan á Þingvöllum höggvin? — V. Á.*4 ★ Veitingahúsin í sunnudagsblaðinu var þess getið, að tveir kaffibollar, tvær flöskur af „Pepsi“ og sex smákökur hefðu kostað tvö hundruð og þrjátíu krónur I Sigtúni 17. iúní. Þarna féll nið- ur hluti af innskoti því þetta átti að vera: sex kökur, þar af tvær smákökur. Sjálfsagt er að gera þessa smáleiðréttingu til þess að allt verði rétt — og sanngjarnt, þvi enginn efast um að verðið hafi verið sanngjarnt! En eftir því sem ég hugsa betur um þetta sannfærist ég meira og meira um það, að hér sé um algert , heimsmet að ræða. Ég efast stórlega um að dýrustu veitingastaðir í Lon- don komist í hálfkvist við veit- ingahúsin í Reykjavík í verð- lagningu. Annars væri fróðlegt að athuga málið. .Jk. ALIILIÐA LYTTUÞJÓNUSIA UPPSETNINGAR ■ EFTIRUT OnSLYTTUR sf. Grjótagöíu 7 síini 2-4250

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.