Morgunblaðið - 21.06.1966, Side 2

Morgunblaðið - 21.06.1966, Side 2
2 MORGUNBLAÐJD Þriðjudagur 21. júní 1966 • 17. júní hátíðahöldin í Hafnarfirði fóru vel fram, veðrið eins og bezt verður á kosið og þátt- taka mikil. Hefur ekki áður verið eins margt fólk á hátíðasvæðinu á Hörðuvöllum og nú og skrúðgangan var mjög fjölmenn. — Einnig var margt um manninn við barnaskólann um kvöldið, — og litið um ölvun. — Myndin er tekin af hátiðasvæðinu á Ilörðuvöllum. — Lljósm. Asa. Prestastefna hefst í dag Aðalmál hennar er presfakallaskipunin SYNODUS hefst í dag með messu í dómkirkjunni kl. 10.30 árdegis. Séra Þorbergur Krist- jánsson frá Bolungarvík pre- dikar, fyrir altari þjóna séra Birgir Snæbjörnsson, Akureyri, og séra Magnús Guðjónsson, Eyrarbakka. Eftir messuna ganga prestar í kirkjugarðinn við Suðurgötu, þar sem lagður verður blómsveigur á leiði dr. Jóns Helgasonar, biskups. Kl. 14 verður prestastefnan sett í kapellu háskóJans. Biskup flytur ávarp og yfirlit og lagðar verða fram starfsskýrslur prest- anna. Kl. 15 verður sameiginleg kaffidrykkja í Garði í boði biskups, en prestskonur eru boðnar til kaffidrykkju á heimili biskups. Kl. 16 verður tekið fyrir aðal- mál prestastefnunnar, presta- kallaskipunin. Framsögumenn verða séra Ingólfur Ástmarsson, biskupsritari, og séra Sigurður Haukdal, Bergþórshvoli. Eftir það verða umræður. skipað í FUNDUR með viðræðunefnd- um vinnuveitenda og verkalýðs ins hefur verið ákveðinn kl. 2 siðdegis í dag. Á fundi í framkvæmdanefnd Vinnuveitendasambands íslands í gær var formaður sambands- ins, Kjartan Thors, Gunnar Guðjónsson og Barði Friðriks- son tilnefndir í viðræðunéfnd vinnuveitenda, en í henni mun umræðuhópa og nefndir. Kl. 18 flytur söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, dr. Róbert A. Ottóson, ávarp. Kl. 18.15 ávarp- ar séra Finn Tulinius presta- stefnuna og flytur erindi. Kl. 20 verður útvarpserindi. Séra Jón Guðnason fyrrv. skjala vörður, flytur erindi um Jón Helgasc?i, biskup, aldarminning. Prestastefnunni lýkur n.k. fimmtudag. í Lesbók Mbl. verður birt grein n.k. sunnudag um Jón Helgason, biskup, eftir séra Óskar J. Þorláksson. LEIT var hafin í gær að vél- bátnum Sævari frá Bíldudal, sem er 4 tonn að stærð, en hann hafði farið í róður sl. laugar- einnig eiga sæti Hjörtur Hjart- ar frá Vinnumálasámbandi sam vinnufélaganna. 1 viðræðunefnd Verkamanna- sambands íslands eiga sæti fjór- ir meðlimir í framkvæmdanefnd þess, þau Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson, Jóna Guðjóns- dóttir og Hermann Guðmunds- son. Orður 17. júní FORSETI fslands hefur í dag sæmt eftirgreinda íslendinga ridd arakrossi hinnar islenzku fálka- orðu: Harald V. Ólafsson, forstjóra, fyrir kynningu á íslenzkri tónlist og íslenzkum listamönnum. Jóhann Þorkelsson, héraðs- lækni, Akureyri, fyrir embættis- og félagsmálastörf. Jón Auðuns, dómprófast, fyrir embættisstörf. Frú Teresíu Guðmundsson, fyrrv. veðurstofustjóra, fyrir emb ættisstörf. Þorgils Ingvarsson, fulltrúa, fyrir bankastörf. Þórhall Jónasson, hreppstjóra, Breiðavaði, Eiðaþinghá, fyrir búnaðar- og félagsmálastörf. Reykjavík, 17. júní 1966. (Fréttatilkynning frá orðuritara) dagsmorgun. Á bátnum var einn maður, Hallgrímur Ottósson frá Sæbakka, Bíldudal, rúmlega sex tugur að aldri. Gengið var með víkum frá Bíldudal í gær, en ekki varð þess vart að Sævar hefði komið að landi. Þá var landhelgisgæzlu vélin Sif fengin til að leita að bátnum. Vélbáturinn Þórður Ólafsson fór frá Bíldudal um hádegi í gær til að svipast eftir Sævari og fann hann út af Látrabjargi. Sævar var þá á leið inn til Bíldudals og ástæðan yrir því. að hann var svo lengi úti er sú, að hann réri sunnarlega og heim ferðin gekk stirt vegna nokk- urrar brælu. Þórður Ólafsson fylgdist með Sævári þar til hann var kominn inn í fjörðinn og kom hann til Bíldudals um 7 leytið í gær- kvöldi. Einn lestar- ræningjanna dæmdur Leicester, 20. júní, AP. JAMES Edward White var í dag dæmdur til 18 ára fangelsisvist- ar fyrir aðild sína að lestarrán- inu mikla 1963. Við dómsupp- kvaðningu var tillit tekið til þess að White var ekki einn höfuð- pauranna, heldur sá er lagði á ráðin um hvernig koma skyldi ránsfengnum undan. Lestarræn- ingjarnir höfðu á brott með sér meira en 2.500.000 sterlingspund ag hefur áðeins lítill hluti þessa fjár náðst aftur. LÆGÐIN suðaustur af land- flug bæði þar og á Norðaust- / inu var á hreyfingu vestur og urlandi. Sunnan lands var 11— 1 olli vaxandi rigningu hér á 15 stiga hiti, en kaldara fyrir landi. Var mikið úrfelli á norðan, kaidast 4 stig á Horni, Austfjörðum og erfitt um Viðræðufundur um launamálin ■ dag Báturinn, sem leitað var, kom fram í gærkvöldi Tvennt siasast er bíll steypist í Spjarará HINN 17. júní sl. varð bifreiða- slys í Grundarfirði. Vildi slysið til á Eyrarsveitarvegi skammt frá Setbergi. Fólksbifreið, 6 manna Chevrolet, ók út af veg- inum og lenti á brúarstólpa við Spjarará. Lögreglunni i Stykkishólmi barst tilkynning um slysið kl. 13.20 og fór hún strax á vett- vang ásamt héraðslækni Guð- mundi Þórðarsyni. Þegar þeir komu á slysstað kom í ljós að tvennt hafði verið í bifreiðinni. Ökumaðurinn, Guðmundur Jóns- son, Réttarholtsvegi 83, Reykja- vík, og farþegi, Marid Davíðs- dóttir Bergþórugötu 23, Reykja- vík, ,þau eru innan við tvítugt. Bæði voru mikið slösuð, opið beinbrot á fæti ökumanns og stúlkan síðubrotin og auk þess höfðu þau hlotið mörg önnur smærri meðsli, sérstaklega öku- maður, sem hafði fengið heila- hristing. Hin slösuðu voru flutt þegar í sjúkrahúsið í Stykkishólmi þar sem þeim var veitt nauðsynleg- asta hjálp, en síðan kom sjúkra- flugvél Björns Pálssonar síðar um daginn og flutti þau á sjúkra hús í Reykjavík. Lögregluþjónninn sem fór á slysstað lætur þess getið að ekki verði annað séð en bifreiðin haíi ekið með ofsa hraða því skammt fyrir norðan slysstaðinn er beygja á veginum og virðist sem ökumaður hafi þar misst stjórn á bifreiðinni, lent í lausamöl og henst frá einum vegkanti til annars þar til hann lenti á brú- arstólpa, sem er 103 metra frá fyrrnefndri beygju. Þegar bif- reiðin lenti á brúarstöplinum, snerist hún í loftinu, kom niður á hjólin ofan ána, sem brúin er yfir, en það er þriggja metra fall. Bifreiðin virðist vera gjör- ónýt. — Fréttaritari. Björn Gunn- bugsson, læknir, látinn BJÖRN Gunnlaugsson, læknir, varð bráðkvaddur á heimili sinu í Reykjavik í gærkvöldi, tæp- lega 67 ára að aldri. Björn var með þekktari læknum í höfuð- borginni, þar sem hann hafði starfað í nær 40 ár. Hann var um árabil kennari og prófdómari við læknadeild Háskóla íslands. Bjöm Gunnlaugsson fæddist þann 24. nóvember 1899 í Einars- nesi á MýrUm, sonur hjónanna Gunnlaugs Einarssonar, bónda þar, og síðari konu hans, Þóru Friðriku Friðgeirsdóttur. Hann varð stúdent frá MR 1920 og cand, ined. frá Háskóla íslands 1926. Björn stundaði fram haldsnám í Kaupmannahöfn og Hamborg og fékk viðurkenningu sem sérfræðingur í lyflæknis- fræði árið 1931. Björn var kvæntur Elínu Hlíð- dal og áttu þau þrjá syni, Gunn- ' laug, Þorvald og Guðmund. Mikil gróður- setning á Heiðmörk í GÆR hafði Morgunblaðið samband við Einar G. E. Sæ- mundsen framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur og spurðist fyrir um vorstörfin á Heiðmörk. Einar sagði, að segja mætti að þrátt fyrir óvenjulega mikið frost í jörðu og miklar rigning- ar, fyrri hluta júnímánaðar, þafi vorgróðursetningin gengið ótrúlega vel. Að kveldi 16. júní var búið að g''óðursetja tæpar 70 þúsund plöntur af 150 þús- unum, sem áætlað er að gróður- setja í vor og seinnihluta sumars. Þessar plöntur eru gróðursettar af landnemum, þ.e. sjálfboðaliðum úr félögum, sem hafa spildur á Heimörk og hafa starfað að gróðursetningu urn 15 ára skeið, sum hver. Þá hefir Vmnuskóli Reykjavíkur unnið verulegan hluta að þessu og svo vinnuflokkar frá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur. Áætlað er að ljúka vorgróð- ursetningunni um næstu helgi og ér áríðandi að þau félög lano nema, sem ekki hafa lokið gróð ursetningu á þessu vori geri það fyrir þann tíma. Bent skal á, að félögin þurfa að tilkynna gróðursetningardag til skrifstofu Skógræktarfélaga Reykj avíkur í síma 40300 eða 40313. Vegir i Heiðmörk voru óvenju seint færir vegna aur- bleytu á þessu vori, en nú um síðustu helgi voru þeir allir orðnir færir, enda létu Reykvík. ingar ekki á sér standa að koma í griðland sitt. Á laugardag voru bifreiðir svo hundruðum skipti, og enn fleiri á sunnudag. Voru bílar á ölium útskotum og bíla- stæðum og fólk í hverri laut, sagði Einar G. E. Sæmundseu að lokum. Norrænt lögreglukóromót sett —Samsöngur við Menntaskólann i kvöld í GÆR kl. 18.30 var sett mót norrænna lögreglukóra. — Er þetta þriðja söngmótið sem kórarnir halda. Hið fyrsta var í Stokkhólmi árið 1950, og í Ósló var haldið mót árið 1961. Þátttakendur í mótum þess- um eru lögreglukórar frá höf- uðborgum allra Norðurland- anna. Fjöldi þeirra söng- manna, sem sækja mótið í Reykjavík að þessu sinni eru 144 talsins. f kvöld kl. 20.00 munu allir kórarnir fara í skúðgöngu frá Snorrabraut, niður Laugarveg og Lækjargötu og að Mennta- skólanum. Þar munu allir kór- arnir efna til útisöngs. Þeir munu syngja sitt í hvoru lagi og einnig munu þeir syngja fimm lög saman og munu hinir fimm söngstjórar skipta lögunum á milli sín. Útitónleikarnir munu hefjast á því að kórarnir munu sameiginlega syngja lagið „Á samhljómsvæng]um“ eftir Pál ísólfsson við texta eftir Stein- grím Thorsteinsson. Kórarnir munu einnig efna til samsöngs í Háskólabíói og verða þeir tón- leikar ». k. fimmtudag kl. 17.15.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.