Morgunblaðið - 05.07.1966, Side 1

Morgunblaðið - 05.07.1966, Side 1
28 sföur 53. árgangur. 149. tbl. — Þriðjudagur 5. júlí 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins. f Bandaríkjamenn halda áfram árásum á olíubirgðastöðvar Frakkar ioxdæma sprengjuárdsirnaj. Saigon, 4. júlí. — NTB-AP BANDARISKAR sprengjuflug- vélar gerðu sl. 1 augardag 68 eprengjuárásir á ýmsar stöðvar í N-Vietnam. Aðalárásirnar voru gerðar á samgöngumiðstöðvar. Vörpuðu flugvélarnar sprengjum á vegi, brýr og önnur mann- virki vi'ð strandborgirnar Thanh Hoa, Dong Hoi og Vinh, og á Mua Gia, en þar í gegn liggur mikilvægasta flutningaleið skæru liða til S-Vietnam. Segja flug- mennirnir, sem þátt tóku i árás- unum, að þeir hafi alls staðar mætt öflugri loftvarnarskothríð. Lítil átök voru á landi, en þó munu skæruliðar og Bandaríkja- menn hafa barizt eitthvað á tveim stöðum, en ekki er vitað um mannfall í liðum þeirra. Frá því var skýrt í Saigon í dag, að sprengjuárásir Banda- ríkjamanna á olíubirgðastöðvar í N-Vietnam hefðu valdið mikl- um truflunum á áætlunarflugi til Hanoi og hefur innanlands- flug algerlega lagzt niður. Ky forsætisráðherra S-Vietnam sagði á laugardag, að hann væri þess fullviss a'ð stjórnarhermenn og Bandaríkjamenn myndu vinna fullan sigur yfir skærulið- um Viet Cong innan fárra mán- aða. fbúar N-Vietnam myndu brátt verða þreyttir á sprengju- árásunum og steypa ríkisstjórn Ho Chi Minhs forseta. Yfirvöld í Washington skýrðu frá því nú um helgina að líkur bentu til að aðeins 1—2 almenn- ir borgarar í N-Vietnam hefðu beðið bana í sprengjuárásunum í síðustu viku. Eru þessar álykt- anir byggðar á ljósmyndum frá árásarsvæðunum og eftir heim- ildum frá Hanoi. Bandarískar flugvélar gerðu enn í dag sprengjuárásir á olíu- stöðvar í N-Vietnam. Vörpuðu þær sprengjum á olíustöð í 19 km. fjarlægð frá Haiphong og ollu miklu tjóni. Að sögn tals- Framhald á bls. 27 Ágreiningur milli Rússa og Rúmena á ráðstefnu Warsjárbandalagsins ' Búkarest, 4. júlí NTB—AP. RÁÐSTEFNA 7 aðildarríkja Varsjárbandalagsins hófst í Búkarest í dag. í upphafi ráð- stefnunnar virtist, sem alvarleg- ur ágreiningur væri milli Sovét- ríkjanna og Rúmeníu. Leiðtogar hinna 5 landanna byrjuðu að yfirgefa fundarsalinn 45 mínút- um eftir að fundur hófst, en Breznef aðalritari sovézka komm únistaflokksins og Ceausescu forsætisráðherra Rúmeníu sátu eftir ásamt sendinefndum sín- um og ræddust við í 3 klst. Þeg- ar þeir yfirgáfu fundarhöllina síðdegis í dag voru báðir mjög Framhald á bls. 27 Frakkar hófu sprengjutil raunirnar sl. laugardag Tæknimálaráðherra Bretlands biðst lausnar London 4. júlí NTB.: — FRANK Coussens, tæknimála ráðherra Bretlands, baðst lausn ar s.l. sunnudag sökum ágrein- ings um stefnu brezku stjórn- arinnar í verðlags- og kaup- gjaldsmálum, en í frumvarpi, sem lagt var fyrir neðri mál- stofu brezka þingsins í dag er verkalýðsfélögum í Bretlandi gert að skyldu að tilkynna fyrir fram kaupkröfur að viðlögðum sektum ef út af er brugðið. Coussens mun taka við for- anennsku í Samibandi flutninga- verkamanna, en við emibætti hans hefur tekið Wedgewood póstmálaráðherra. Svo virðist, sem lausnarbeiðni Coussens hafi komið stjóm Wilsons í slæmar kröggur, en Coussens telst til vinstri arms verkamannaflokksins, sem hing- að til hefur veitt frjálslyndari faðmi flokksins væga mótspyrnu í ýmsum málum. Er nú álitið að andspyrna vinstri armsins muni eflast og ef til vill skapa einhver vandamál innan flokks- ins. Papeete Tahiti, 4. júlí NTB. FRANSKIR vísindarpenn hófu á laugardag hinar umdeildu kjarn orkusprengjutilraunir á Kyrra- hafi, sem munu standa fram í nóvembermánuð nk. Var styrk- leiki sprengjunnar 5 sinnum meiri en sprengjunnar, sem varp að var á Hirosima á sínum tíma. Tilraunin«var gerð á Moruroa- eyjunni, sem er í 1250 km. fjar- lægð frá Papeete. Var sprengj- an ekki sterkan en svo, að menn gátu gengið um sprengjusvæðið í venjulegum klæðum 10 klst. eftir sprenginguna. Franskar þyrlur flugu mn í reykmökk- inn frá sprengingunni til þess að taka sýnishorn af geislavirkni hennar. Talsmaður frönsku stjórnar- innar neitaði í gær að gefa ná- kvæmar upplýsingar um styrk- leika sprengjunnar, en Ijóst er að hann hefur verið tiltölulega lítill, og álitið er að tilgangur- inn með þessari sprengingu hafi verið að kanna öryggisútbúnað og aðrar reglur. Sprengingin var þó það öflug að íbúar Tureia- eyjunnar í 110 km fjarlægð að grípa fyrir aukun, þegar sprengj an sprakk. Drunurnar frá spreng ingunni heyrðust til Gaobiereyj- unnar, sem er í um 500 km. fjarlægð frá frá Moruroa. Stjórnir margra landa hafa fordæmt þessar tilraunir Frakka. Meðal þeirra eru stjórnirnar í Perú, Chile, Bretlandi, Banda- ríkjunum og fjölmargar aðrar. Gert er ráð fyrir að Frakkar muni sprengja tvær sprengjur til viðbótar þessari í júlímánuði, og muni styrkleiki þeirra verða mun meiri, eftir þvrsem tilraun- unum miðar áfram. AÞENU, Grikklandi, 4. júlí, NTB. Starfsmenn borga og bæja í Grikklandi, um 50.000 manris, lögðu niður vinnu í 48 klst., frá og með deginum í dag til að knýja fram samþykkt laga um störf þeirra og stöðu. Bjarni Benediktsson Kosningar að óri stando um: Valfrelsi fdlksins eða skömmt- unarvald skrifstofumanna sagði Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra í Varðarferðinni í HINNI glæsilegu sumarferð Varðar sl. sunnudag flutti Bjarni Benediktsson, forsæt- isráðherra ræðu, þar sem hann sagði m.a. að alþingis- kosningarnar að ári mundu snúast um það, hvort val- frelsið væri fólksins eða skömmtunarvald í höndum einhverra skrifstofumanna. „Eg held, að ef almenning- ur áttar sig á því að þess eig- ið valfrelsi er í veði þurfum við engu að kvíða. En fólkið verður að skilja, hvað er und- ir þess eigin atkvæði komið. Þess eigin gæfa og vellíðan er í húfi. Með því að velja það sem því sjálfu er fyrir beztu, velur það þann veg, sem er íslandi farsælastur.“ Helztu atriði úr ræðu for- sætisráðherra fara hér á eftir. Forsætisráðherra hóf mál sitt á því að segja, að ferð að Skóga- fossi tæki nú ekki fleiri klukku- tíma en á æskuárum hans hefði tekið daga. „Trú míri er sú, að í þessari ferð séu jafnvel einhverjir sem þessa leið fóru áður en stórfljót- in höfðu veri'ð brúuð. Þetta sýnir okkur þá miklu breytingu, sem orðið hefur. Og það er ekki að furða, þótt íslendingar háfi þurft nokkuð á sig að leggja til þess ^ að koma fram þessum miklu breytingum í lifnaðarháttum þjóðarinnar. Þetta hefur ekki verið gert að kostnaðarlausu. En þó að það kosti okkur mikið í sköttum hljótum við að spyrja, hvernig hægt var áð lifa í okkar landi áður en þessar breytingar voru gerðar og hvort við höfum efni á því að sjá slíkar breyting- ar ekki verða að veruleika. Framhald á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.