Morgunblaðið - 05.07.1966, Qupperneq 12
12
MORGUHBLAÐID
Þriðjudagur 5. júlí 1966
AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI
Við erum sammála um
KENWOOD
Konan mín vill Kenwood Chef sér til aðstoðar
í eldhúsinu . . . og ég er henni alveg sammála,
því ekkert nema það bezta er nógu gott fyrir
hana.
* .
KENWOOD CHEF
er miklu meira og allt annað
en venjuleg hrœrivél —
Engin önnur hrærivél býður upp á jafnmikið úrval
ýmissa hjálpartækja, sem létta störf húsmóðurinnar En
auk þess er Kenwood Chef þægileg og auðveld í notkun,
og prýði hvers eldhúss.
1. E-ldföst leirskál og/eða stálskál
2. Tengilás fyrir þeytara, hnoð-
ara og brærara, sem fest er og
losaö mcð einu léttu handtaki
3. Tengilás fyrir hakkavéi, græn-
metis- og ávaxtarifjárn, kaffi-
kvöra, dósaupptaka o. fl.
4. Tengilás, lyftið tappanum,
tengið tækið, og það er allt.
5. Tengilás fyrir hraðgengustu
fylgitækin. — Aðrir tengilásar
rofna, þegar lokinu er lyft.
6. Þrvstilinappur — og vélin opn-
ast þannig, að þér getið hindr-
unarlaust tekið skálina burt.
KENWOOD CHEF fylgir:
Skál, þeytari, hnoðari, hrærari,
sleikjari og myndskreytt upp-
skrifta- 'og leiðbeiningarbók.
Verð kr: 5.900.—
Viðgerða- og varahluta|)jónusla
Sími
11687
21240
Laugavegi
170-172
HOTEL
Franreió$!unemar óskast
Upplýsingar hjá yfirþjóni.
Ekki í síma.
Hótel Loftleiðir
Stjórn Skógræktarfélags islands og ísfirzkir skógræktarmenn í Tungudal síðastliðinn laugar-
dag. Á myndinni eru talið frá v.: Hákon Bjarnason, Daníel Kristjánsson, Hákon Guðmundsson,
Ágúst Leós, Oddur Andrésson, Snorri Sigurðsson, Jóhann Einvarðsson, Finnur Magnússon og
Sarnúel Jónsson.
Fundur skócjrækt-
armanna á Ísafirði
IJnnið að því að skógarvörður
*
verði búsettur á Isafirði
SÍÐASTLIÐINN laugardag
hélt stjórn Skógræktarfélags
Islands fund með nokkrum
forystumönnum skógræktar-
mála á Vestfjörðum ásamt
fulltrúum frá bæjarstjórn ísa
fjarðar. Hófst fundurinn kl.
3 síðdegis á laugardaginn og
stóð til klukkan að verða 6
síðdegis.
Hákon Guðmundsson, for-
maður Skógræktarfélags ís-
lands setti fundinn og stjórn-
aði honum. Kvað hann mikla
skógræktarmöguleika á Vest-
fjörðum og ræddi m.a. hið
mikla brautryðjendastarf,
sem M. Simson hefur unnið á
ísafirði. Þakkaði hann jafn-
framt bæjarstjórn ísafjarðar
fyrir myndarlegan stuðning
við skógræktina.
Hákon Bjarnason, skógræktar-
stjóri talaði næstur og kvað fulla
ástæðu til bjartsýni á framtíð
skógræktarinnar á Vestfjörðum.
Ræddi hann um það sem þegar
hefði verið gert og það sem gera
yrði. M.a. minntist hann á að til
stæði að Skógræktin keypti
Langabotn í Geirþjófsfirði og
Vatnsfjörður á Barðaströnd yrði
friðaður. En á báðum þessum
stöðum er mikið landrými, sem
hentugt er til skógræktar. Hákon
Bjarnason minntist einnig á
skógræktargirðingarnar að Lauga
bóli við ísafjarðardjúp og í Aust-
ur-Barðastrandasýslu.
>á ræddi skógræktarstjóri um
nauðsyn þess að skógarvörður
hefði búsetu á ísafirði. En hlut-
verk hans væri að vinna með
skógræktarfélögunum á Vest-
fjörðum og annast jafnframt al-
menna leiðbeiningastarfsemi um
skógrækt í þessum landshluta.
Helzt þyrfti þessi maður að vera
lærður skógfræðingur.
27 skógræktargirðingar
Snorri Sigurösson erindreki
Skógræktarfélagsins skýrði frá
því að 27 skógræktargirðingar
væru nú á Vestfjörðum, en til-
töiulega fáum plöntum hefði
verið plantað í þær.
Björgvin Sighvatsson, forseti
bæjarstjórnar ísafjarðar bauð
stjórn Skógræktarféiags íslands
velkomna til bæjarins og kvað
bæjarstjórn reiðúbúna til þess að
vinna áfram að eflingu skóg-
ræktar.
Aðrir sem til máls tóku voru
Daníel Kristjánsson frá Hreða-
vatni, Sigurður Bjarnason al-
þingismaður, Matthías Bjarna-
son alþingismaður, Oddur And-
résson frá Hálsi, Helgi Hersveins
son, form. Skógræktarfél. Vest-
ur-Barðastrandasýslu, Helgi
Guðmundsson, form. skógræktar-
félagsins í Önundarfirði og
Samúel Jónsson, sem á sæti í
stjórn Skógræktarfélags ísfirð-
inga. Á fundinum voru einnig
mættir þeir Ágúst Leósson og
Finnur Magnússon, sem báðir
eiga sæti í stjórn Skógræktarfé-
lags ísfirðinga. M. Simson, form.
Skógræktarfélags ísfirðinga var
erlendis.
Mikill áhugi
Allir voru fundarmenn sam-
máia um að brýna nauðsyn bæri
til að efla_ skógræktina á Vest-
fjijrðum. í fjörðum og dölum
Vestfjarða væru víða ágæt skil-
yrði til skógræktar. Mikill áhugi
kom fram á fundinum á því að
sérstakur skógarvörður yrði ráð-
inn með búsetu á ísafirði.
Af hálfu bæjarstjórnar fsa-
fjar'ðar sátu einnig fundinn þeir
Marselíus Bernharðsson skipa-
smíðameistari, Jóhann Júlíusson,
útgerðarmaður og Jóhann Ein-
varðsson, hinn nýkjörni baéjar-
stjóri á ísafirði.
Var þessi fundur skógræktar-
manna á ísafirði hinn ánægju-
legasti og sýndi mikinn og vax-
andi áhuga á málefnum skóg-
ræktarinnar vestra.
Skógræktarfélag ísfirðinga
bauð stjórn Skógræktarfélags ís-
lands til hádegisverðar á laugar-
dag og bæjarstjórn ísafjarðar
bauð fundarmönnum til kveld-
verðar á Eyrarveri.
Þrír stjórnarmeðlimir úr stjórn Skógræktarfélags Isfirðinga við
sitkagreni sem gróðursett var árið 1950. Talið frá v.: Ágúst Leós,
Samúel Jónsson og Finnur Magnússon.
B!kiai
Einlit — Tvílit. — Verð frá kr. 426,00.
Unglinga- og dömu stærðir.
toOi6ír%
Laugavegi 31 — Sími 12815