Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJuly 1966Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 05.07.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.07.1966, Qupperneq 12
12 MORGUHBLAÐID Þriðjudagur 5. júlí 1966 AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝÐI Við erum sammála um KENWOOD Konan mín vill Kenwood Chef sér til aðstoðar í eldhúsinu . . . og ég er henni alveg sammála, því ekkert nema það bezta er nógu gott fyrir hana. * . KENWOOD CHEF er miklu meira og allt annað en venjuleg hrœrivél — Engin önnur hrærivél býður upp á jafnmikið úrval ýmissa hjálpartækja, sem létta störf húsmóðurinnar En auk þess er Kenwood Chef þægileg og auðveld í notkun, og prýði hvers eldhúss. 1. E-ldföst leirskál og/eða stálskál 2. Tengilás fyrir þeytara, hnoð- ara og brærara, sem fest er og losaö mcð einu léttu handtaki 3. Tengilás fyrir hakkavéi, græn- metis- og ávaxtarifjárn, kaffi- kvöra, dósaupptaka o. fl. 4. Tengilás, lyftið tappanum, tengið tækið, og það er allt. 5. Tengilás fyrir hraðgengustu fylgitækin. — Aðrir tengilásar rofna, þegar lokinu er lyft. 6. Þrvstilinappur — og vélin opn- ast þannig, að þér getið hindr- unarlaust tekið skálina burt. KENWOOD CHEF fylgir: Skál, þeytari, hnoðari, hrærari, sleikjari og myndskreytt upp- skrifta- 'og leiðbeiningarbók. Verð kr: 5.900.— Viðgerða- og varahluta|)jónusla Sími 11687 21240 Laugavegi 170-172 HOTEL Franreió$!unemar óskast Upplýsingar hjá yfirþjóni. Ekki í síma. Hótel Loftleiðir Stjórn Skógræktarfélags islands og ísfirzkir skógræktarmenn í Tungudal síðastliðinn laugar- dag. Á myndinni eru talið frá v.: Hákon Bjarnason, Daníel Kristjánsson, Hákon Guðmundsson, Ágúst Leós, Oddur Andrésson, Snorri Sigurðsson, Jóhann Einvarðsson, Finnur Magnússon og Sarnúel Jónsson. Fundur skócjrækt- armanna á Ísafirði IJnnið að því að skógarvörður * verði búsettur á Isafirði SÍÐASTLIÐINN laugardag hélt stjórn Skógræktarfélags Islands fund með nokkrum forystumönnum skógræktar- mála á Vestfjörðum ásamt fulltrúum frá bæjarstjórn ísa fjarðar. Hófst fundurinn kl. 3 síðdegis á laugardaginn og stóð til klukkan að verða 6 síðdegis. Hákon Guðmundsson, for- maður Skógræktarfélags ís- lands setti fundinn og stjórn- aði honum. Kvað hann mikla skógræktarmöguleika á Vest- fjörðum og ræddi m.a. hið mikla brautryðjendastarf, sem M. Simson hefur unnið á ísafirði. Þakkaði hann jafn- framt bæjarstjórn ísafjarðar fyrir myndarlegan stuðning við skógræktina. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri talaði næstur og kvað fulla ástæðu til bjartsýni á framtíð skógræktarinnar á Vestfjörðum. Ræddi hann um það sem þegar hefði verið gert og það sem gera yrði. M.a. minntist hann á að til stæði að Skógræktin keypti Langabotn í Geirþjófsfirði og Vatnsfjörður á Barðaströnd yrði friðaður. En á báðum þessum stöðum er mikið landrými, sem hentugt er til skógræktar. Hákon Bjarnason minntist einnig á skógræktargirðingarnar að Lauga bóli við ísafjarðardjúp og í Aust- ur-Barðastrandasýslu. >á ræddi skógræktarstjóri um nauðsyn þess að skógarvörður hefði búsetu á ísafirði. En hlut- verk hans væri að vinna með skógræktarfélögunum á Vest- fjörðum og annast jafnframt al- menna leiðbeiningastarfsemi um skógrækt í þessum landshluta. Helzt þyrfti þessi maður að vera lærður skógfræðingur. 27 skógræktargirðingar Snorri Sigurösson erindreki Skógræktarfélagsins skýrði frá því að 27 skógræktargirðingar væru nú á Vestfjörðum, en til- töiulega fáum plöntum hefði verið plantað í þær. Björgvin Sighvatsson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar bauð stjórn Skógræktarféiags íslands velkomna til bæjarins og kvað bæjarstjórn reiðúbúna til þess að vinna áfram að eflingu skóg- ræktar. Aðrir sem til máls tóku voru Daníel Kristjánsson frá Hreða- vatni, Sigurður Bjarnason al- þingismaður, Matthías Bjarna- son alþingismaður, Oddur And- résson frá Hálsi, Helgi Hersveins son, form. Skógræktarfél. Vest- ur-Barðastrandasýslu, Helgi Guðmundsson, form. skógræktar- félagsins í Önundarfirði og Samúel Jónsson, sem á sæti í stjórn Skógræktarfélags ísfirð- inga. Á fundinum voru einnig mættir þeir Ágúst Leósson og Finnur Magnússon, sem báðir eiga sæti í stjórn Skógræktarfé- lags ísfirðinga. M. Simson, form. Skógræktarfélags ísfirðinga var erlendis. Mikill áhugi Allir voru fundarmenn sam- máia um að brýna nauðsyn bæri til að efla_ skógræktina á Vest- fjijrðum. í fjörðum og dölum Vestfjarða væru víða ágæt skil- yrði til skógræktar. Mikill áhugi kom fram á fundinum á því að sérstakur skógarvörður yrði ráð- inn með búsetu á ísafirði. Af hálfu bæjarstjórnar fsa- fjar'ðar sátu einnig fundinn þeir Marselíus Bernharðsson skipa- smíðameistari, Jóhann Júlíusson, útgerðarmaður og Jóhann Ein- varðsson, hinn nýkjörni baéjar- stjóri á ísafirði. Var þessi fundur skógræktar- manna á ísafirði hinn ánægju- legasti og sýndi mikinn og vax- andi áhuga á málefnum skóg- ræktarinnar vestra. Skógræktarfélag ísfirðinga bauð stjórn Skógræktarfélags ís- lands til hádegisverðar á laugar- dag og bæjarstjórn ísafjarðar bauð fundarmönnum til kveld- verðar á Eyrarveri. Þrír stjórnarmeðlimir úr stjórn Skógræktarfélags Isfirðinga við sitkagreni sem gróðursett var árið 1950. Talið frá v.: Ágúst Leós, Samúel Jónsson og Finnur Magnússon. B!kiai Einlit — Tvílit. — Verð frá kr. 426,00. Unglinga- og dömu stærðir. toOi6ír% Laugavegi 31 — Sími 12815

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 149. tölublað (05.07.1966)
https://timarit.is/issue/113190

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

149. tölublað (05.07.1966)

Iliuutsit: