Morgunblaðið - 05.07.1966, Qupperneq 15
Þriðjuðagur 9. Júlí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
15
Konungsríkið í
eyðimörkinni
sem snúizt hefur ú brout frumfuru og umbótu
' Riyadh, Saudi-Arabíu.
HÉR í hinum órósömu Miðaust-
urlöndum ávinnur sér leiðtogi
ee meira álits sem mótvægi
gegn útþenslustefnu Gamal
Abdel Nassers, forseta Egypta-
lands. Þessi ieiðtogi er Faisal
ibn Abdul Aziz, konungur
Saudi-Arabiu, sem einmitt um
þessar mundir hefur farið í
eina af hiaium fáu ferðum sín-
um út fyrir Miðausturlönd, en
hann hefur verið í Bandaríkj-
unum, sem gestur Johnsons,
forseta. Einnig kom konungur-
inn við á Spáni.
Konungurinn, sem er sextug-
ur að aldri, ræður yfir landi
sem nær yfir stærsta hlutann
af Arabíuskaga, en arabískir
byltingarseggir hafa lengi litið
skagann hýru auga vegna
hinna auðugu olíulinda þar.
Faisal hefur haft forystuna í
þeirri baráttu margra þjóða, að
halda öllum Arabíuskaga utan
áhrifasvæðis Nassers og ann-
ara byltingarsinnaðra leiðtoga
Falsal konungur
Araba. Að undanförnu hefur
hann notið vaxandi siðferðilegs
stuðnings og hernaðaraðstoðar
í þessari baráttu sinni frá Bret-
um og Bandaríkjamönnum.
Það hefur tekið Faisal marga
mánuði að móta þessa stefnu
sína og það hefur gerzt smátt
og smátt. Til að treysta aðsttiðu
sína hefur hann gripið til eftir-
andi aðgerða:
1. Eflt herstyrk sinn og í því
skyni hefur hann meðal annars
undirritað samning um kaup á
tækjum og útbúnaði til loft-
varna fyrir 400 milljónir doll-
ara frá Bretlandi og Bandaríkj
unum.
2. Hert á mótspyrnunni gegn
hernaðaraðgerðum Egypta í
Jemen, sem á landimæri við
ríki hans.
3. Veit.t furstadæmum við
Persaflóa, sem njóta verndar
Breta, efnahagsaðstoð og
og þannig stuðlað að því að
koma í veg fyrir að Egyptar
veiti þeim sams skonar aðstoð.
4. Leitað bandamanna til að
gerast aðilar að „Múhameðs-
trúarsáttmálanum", sem Nass-
er stendur opinberlega til boða
að gerast aðili að, en er í raun-
inni bandalag gegn Nasser. í
þessu skyni hefur hann farið í
opinberar heimsóknir til íran
(Persiu), Jórdaníu og Súdan.
5. Leitað eftir bættri sambúð
við Bretland, um stundarsakir
að minnsta kosti. Deilumál um
yfirráð yfir eyðimerkurvin hef-
ur í kyrrþei verið lagt á hill-
una. Stöðugt fleiri og fleiri
tæknifræðingar frá Bretlandi
halda til Saudi-Arabíu til starfa
þar. Það virðist ljóst að Bretar
ráðgeri að fela Faisal stöðugt
meiri ábyrgð* fyrir vörnum
þessa heimshluta, þegar þeir
yfirgefa herbækistöð sína í
Aden eftir aðeins tvö ár.
Land aðstæðnanna
En hvers konar ríki er það,
sem er um það bil að taka að
sér mikilvægt hlutverk í þess—
um þýðingarmikla heimshluta?
Stjórnmálalf.ga séð er landið
enn bundið þeim venjum og
hefðum, sem þar hafa verið í
heiðri hafðar um aldir. Og það
30 árum eftir að olíuvinnsla
hófst í landinu og hinn óhemju
mikli auður þess tók að skap-
ast.
Efnahagsleg uppbygging
landsins er þó enn á frumstigi.
Það er aðeins hin síðustu árin
sem tekjurnar af olíunni hafa í
nokkrum mæli verið notaðar til
uppbyggingar og hún hefur
gengið seint. Þegar Saudi-Ara-
bía hefur sigrazt á þeim erfið-
leikum, sem skortur á mennt-
uðu fólki og þjálfuðu vinnuafli
veldur, má búast við því að
uppbyggingin geti gengið harð-
ar fyrir sig.
í félagsmálum hafa nokkrir
mikilvægir áfangar náðzt eins
og tií dæmis varðandi mennt-
un kvenna og stofnun sjónvarps
stöðva. En til að skilja, hversu
Saudi-Arabía á langt í land með
að verða nútima ríki, er nauð-
synlegt að hafa eftirfarandi
staðreyndir í huga:
★ Að minnsta kosti þriðj-
ungur íbúanna um 5 milljónir
manna eru ólæsir og óskrif-
andi Bedúínar, sem eyða tíma
sínum í að reikna um hinar
víðáttumiklu eyðimerkur lands
ins í leit að grasi fyrir úlfalda
sína, kindur og geitur.
★ Um fjórðungur íbúanna
lifir í kofum við grænar eyði-
merkurvinjar, þar sem þeir
rækta döðlutré, grænmeti og
korn svo að segja á sama hátt
og ættmenn þeirra hafa gert
um aldir.
★ Konurnar í Saudi-Ara-
bíu, með fáum undantekning-
um, sjást aðeins á almannafæri
með andlit sín hulin á bak við
slæður. Þeim er bannað með
lögum að aka bifreiðum.
★ Lög landsins eru enn
þann dag í dag hin fornu lög
Kóransins — hitinar heigu bók
ar Múhameðstrúarmanna. Sam-
kvæmt þessum lögum trúar-
innar er dæmt í öllum málum,
allt frá morðuin til hjónaskiln-
aðar, svo og t. d. í flóknum
málaferlum vegna viðskipta-
samninga. Önnur lög en þessi
eru ekki til.
TÍr Stjórn iandsins er algjör
lega konungsins, sem stjórnar
af velvild til þegnanna, en án
nokkurrar stjórnarskrár. Hann
deilir nokkru af völdum sín-
um með ráði ráðherra, sem
hann skipar, en hann er ekki
ábyrgur gagnvart neinni kjör-
inni fulltrúasamkundu.
Þannig er ástandið í landi,
sem framleiðir fimmta hlutann
af allri olíu i heiminum og á
undir eyðimerkursandi sínum
ef til vill fimmtung allra
þeirra oiiulinda, sem þekktar
eru í heiminum í dag.
Saudi-Arabía varð fullvalda
ríki með sínum núverandi
landamærum árið 1932, þegar
faðir núverandi konungs beitti
hinum herskáu Bedúínum sín-
um til að sigiast á nokkrum
keppinautum sínum á skagan-
um. v
Á þessum tíma voru atvinnu-
vegirnir ekki aðrir en kvikfjár
rækt og döðlurækt. Lífið var
þrotlaus barátta við að afla sér
Evrópu. Þessi gegndarlausa
eyðsla átti sér stað árum sam-
an.
Fyrir sex árum, þegar Faisal
var krónprins, byrjaði hann að
taka við sumum af skyldustörf
um Sauds og nokkru af völd-
um hans. Hann takmarkaði
hinn gegndariausa fjáraustur
konungsættarinnar úr ríkis-
sjóðnum. Eftir að hann settist
sjálfur í hásætið í nóvember-
mánuði 1964 varð ey&slusemin
að víkja fyrir sparseminni.
Þani) tíma sem Faisal hefur
stjórnað hefur þegar talsvert
áunnizt. Sérstaklega verður
uppbyggingarinnar vart í höf-
uðborginni Riyadh, þar sem
mikið af hinm gömlu borg hef-
ur verið rifið niður. Ný breið-
stræti byggð í staðinn og
standa raðir nýtízkulegra bygg
inga við t þau. Nýir flugvellir
áburðarverksmiðjunni, skömmu
eftir að þau voru sett á mark-
að.
Það er ekki unnt að neita
því, að mikið hefur áunnizt í
kennslumálum. í landinu eru
nú 1340 skólar, en voru aðeins
fáeinir tugir fyrir 10 árum.
Kennsla og námsbækur eru
ókeypis, en í verknámsskólum
fá nemendur greitt fyrir að
stunda nám sitt. í Riyadh er
háskóli og bráðlega verður ann-
ar opnaður í Jidda. Um 1200
nemendur frá Saudi-Arabíu
eru við nám í báskólum erlend
is.
Þótt mikið hafi áunnizt á
skömmum tíma, er þó enn þörf
á víðtækum umbótum. Hér
skal minnst á nokkur dæmi.
Það er ólöglegt að taka vexti
af lánum — því það er bannað
samkvæmt Kóraninum. Þó fara
Bedúínarnir reika um eyðimörkina. Þeir
eru taldir vera
ariunar.
um 5 milljónir, eða þriðjungur þjóð-
brýnustu nauðsynja, fæðu og
vatns. Meðalúrkoma um allt.
landið var minni en 4 þumlung
ar á ári.
Fyrsti stjófnandi hins nýja
ríkis var auk þess í þakkar-
skuld við hóp trúarlegra her-
manna, sem þekktir eru undir
nafninu Wahhabitar, en þeir
börðust biturlega gegn hvers
konar menningarlegum, félags-
legum og efnahagslegum breyt
ingum í hinu nýja ríki.
Faisal konungur vinnur
smátt og smátt á í baráttu sinni
við að færa landið nær tuttug-
ustu öldinni, þrátt fyrir mót-
mæli Wahhabitanna. En hann
hefur verið mjög varkár í því
hafa verið byggðir og þotur eru
notaðar til flugsamgangna við
helztu borgir. Steyptur vegur
liggur nú milli Riyahd og olíu-
stöðvarinnar Dbahran á aust-
urströndinni. Að auki hafa
hundruð mílna af öðrum veg
um verið lagðir Verzlunarborg
in Jidda á vesturströndinni
hefur vaxið hröðum skrefum
og líflegur innflutningur hefur
orðið til að fylla verzlanii*borg
arinnar af hvers konar vörum,
allt frá rándýrum myndavél-
um til frystra matvæla.
Þungaiðnaður hefur enn
sem komið er lítið vaxið upp,
en byggingarframkvæmdir eru
um það bil að hefjast ,eða ný-
Nútíma farartæki taka í vaxandi mæli við hlutverki úlfaldans.
að þvinga ekki endurbætum í
gegn of íljótlega í andstöðu við
hinar djúpstæðu og rótbundnu
hefðir í landinu.
Hallir og kádiljákar
Bróðir Faisals og fyrirrenn-
ari er Saud konungur, sem býr
nú í óformlegri útlegð vegna
olíuvinnslu bandaríska olíufé-
lagsins, Aramaco. Einungis
lítiS brot af olíutekjunum var
notað til uppbyggingar lands-
ins. Meslur hluti þeirra var not
aður af konungmum og hundr-
uðum prinsa til byggingar
halla, kaupa á kádiljákum og
fjárausturs í skemmtiferðum í
byrjaðar, við áburðarverk-
smiðju, stálverksmiðju, tvær
olíuhreinsunarstöðvar, verk-
smiðju til að eima vatn úr sjó
og stóra stíflu.
Eyðsla konungsættarinnar
hefur verið skorin niður úr
17% af þjóðartekjunum, eins
og átti sér stað á valdatíma
Sauds, og niður fyrir 4%.
Tákn um r.ina heilbrigðu
.uppbyggingu sést meðal ann-
ars af því, að meira fjármagn
er nú fest í landinu sjálfu en
áður, en fjármagnið streymdi
út úr Saudi-Arabíu um árabil.
Ekki var unnt að anna eftir-
spurn eftir hlutabréfum í
bankar í kring um þetta með
því að taka þoltnun fyrir „þjón
ustu“.
Tryggingar eru einnig ólög-
legar. Þær eru taldar vera eins
konar fjárhættuspil. Þó er
nokkur tryggir.garstarfsemi rek
in, en fóik, sem stundar hana,
verður að vera mjög aðgætið.
til að komast hjá handtökum.
Hinir trúarlegu lögreglu-
þjónar í Saudi-Arabíu, mut-
aww'een, eru enn á ferðinni,
þótt þeir séu ekki eins aðgangs
harðir og áður fyrr. í hinum
gömlu hverfum höfuðborgar-
innar má þó enn sjá þessa
khaki-klæddu fulltrúa Kórans-
ins banka á glugga verzlana
váð sólarlag með bambusstöf-
um til að minna alla á, að kom-
inn sé tími til að hætta vinnu
um stund og hefja bænalestur.
Þessir lögregluþjónar trúar-
innar hafa meira að segja vald
til að banna fólki að reykja á
götum úti eða veita því áminn-
ingu fyrir að borða án þess að
hafa þvegið sér um hendurnar.
Peningar í banka
Saudi-Arabia fær nú yfir 700
milljónir dollara á ári i tekj-
ur af olíuvinnsiunni. Þetta eru
um 84 prósent af tekjum þjóð-
arinnar. Borgarar landsins
þurfa ekki að greiða tekju-
skatta, en erlendir ríkisborgar-
ar verða þó að gera það.
Aðili, sem er öllum hnútum
kunnugur í Saudi-Arabíu, tel-
ur, að ríkisstjórnin eigi um
þessar mundir um 700 milljón-
ir dollara í bönkum erlendis
og bíði þetta fé eftir því að
vera notað. Mikið af þessu fé
liggur í bönkum af þeirri
ástæðu, að oft líður langur
tími frá því fé er veitt til ákveð
inna framkvæmda og þar til
hafizt er handa.
Líkur eru til að auður Saudi-
Arabíu fari enn vaxandi í fram
tíðinni, því fundizt hafa svæði
auðug af gulli og silfri, mikið
magn af fosfati og nærri tveir
milljarðar tonna af járngrýti
og öðrum málmtegundum.
Rannsoknir á þessum fundum
Framh. á bls. 11