Morgunblaðið - 05.07.1966, Síða 17
Þriðjudagur 5. júlí 195B
MORGU NBLAÐIO
17
Megrunarnudd
Höfum opnað aftur. Erum með megr-
unar- og afslöppunarnudd, hjólhitakassa,
ljós og ýmiskonar nuddtæki.
Helena Rubinstein
vörur nýkomnar
í miklu úrvali
HYGEA!
Austurstræti 16 (Reykjavikur
apóteki). Sími 19866.
Nuddstofan
Laugavegi 13. — Sími 14656.
Finnbogi J. Arndnl
Minningnrorð
Fæddur 30. ágúst 1877.
Dáinn 38. júní 1966.
ÞAÐ var margt sem Finnboga J.
Arndal var gefið fram yfir aðra
menn og þó held ég að það sem
ihann hafi þakkað guði mest, var
að hann skyldi ávallt geta fylgzt
með, þrátt fyrir háan aldur
Allt , frá fyrstu persónulegum
kynnum mínum af Finnboga hef-
ur hann ávaiit sýnt óbilandi
áhuga á öllum íþróttum og fé-
lagsmótum Fimleikafélags Hafn-
arfjarðar og þá sérstaklega hand-
knattleiknum. Aldrei þreyttist
hann á að hlusta á og spyrja um
drengina og félagsstarfið. Það
voru hans mestu gleðistundir
síðari árin, er hann bjó á Sól-
vangi. að hann skyldi hafa tæki-
færi þaðan, áð horfa á hafnfirzka
íþróttamenn að æfingu eða leik,
þar sem Hörðuvellir blöstu við
honum frá Sólvangi.
Það var líka ein af mörgum
tilviljunum þessa lífs að svo
skyldi hittast á, að hann eyddi
síðustu útiverustundum sínum
einmitt við að horfa á hafn-
firzka íþróttamenn að leik. Það
var á síðastliðnum 17. júní að
ég sá Finnboga gamla, þar sem
hann sat í bíl á Tjarnarbraut-
inni við Hörðuvelli. Talið barst
fljótlega að Kristjönu, dóttur
hans, ásamt eiginmanni og
'barnabörnum, sem von var á
innan tíðar frá ísrael eftir langa
útivist og var það greinilegt að
mikil eftirvænting bjó í Finn-
boga, að fá að sjá þau öll aftur,
þó að örlögin höguðu því svo til
að ekki gat orðið úr því.
En ég minnist enniþá síðustu
orða hans áður en við kvödd-
ums't, en þá spurði hann mig al'lt
í einu: „Veiztu eftir hverju ég
er að bíða“? og heldur síðan
áfram án þess að bíða svars ,,Ég
er að bíða eftir að sjá drengina
leika handknattleik. Heldur þú
að ég sjái nokkuð héðan“?
Mér finnst þessi orð lýsa betur
en nokkuð annað þeim mikla i
áhuga sem í honum bjó og er
eftirsjá fyrir íþróttalífið í hverj-
um slíkum manni.
Þegar F.H. varð 25 ára var ég
einn af þeim er fór fram á það
við Finnboga að við fengjum að
notfæra okkur áhuga hans og
skáldskapargáfu og báðum hann
um að semja kvæði, tileinkað
F.H.
Kvæði þetta hefur og mun
ávallt fylgja F.H. bæði utan-
lands og innan og var það dæmi-
gert fyrir Finnboga að lagið sem
hann samdi við, var ,Táp og fjör
og frískir menn“.
Einnig sendi hann okkur kvæði
á þrítugsafmæli félagsins og man
ég það að síðast í haust, er Finn-
bogi var 88 ára gamall, sendi
hann sigurkvæði til mfl. í F.H.
Þessi fáu orð eru lítil kveðja
til þess manns, sem ég og félag-
ar í F.H. eigum svo margt að
þakka, en finnst lítið hafa getað
gert á móti.
Og um leið og við sendum að-
standendum hans okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, leyfi ég
mér að enda þessar kvéðjur með
ljóðlínu úr kvæði Finnboga til
F.H.
Minnast skulum margs í dag
margs er var með gleðibrag.
K.M.
Ræstingakona
óskast til ræstinga á skrifstofum í
Skerjafirði. — Upplýsingar í síma 11425.
'Clíufélagið Skel,'ungur hf.
8ö
Telpna sundbolír
Verð frá kr. 298,00.
dömu sundboiir
Verð frá kr. 482,00.
tBddy
Laugavegi 31. — Sími 12815.
Aðalstræti 9. — Sími 18860.
VERZIUNARSIARF
Viljum ráða
ungan og áhugasaman sölumann
í skóbúð.
Starfsmannahald SIS
STARFSMANNAHALD
F" U '• H "’'U
FRAMBYG6ÐIR
MEÐ FULLKOMNU VELTIHÚSI
Fóanlegir fyrir burðarmagn á grmd fra 1 til 9 smólestir - 3 gerðir
dieselvéla fjögurra og sex strokka - Vökvastýri - Vélhemill -
Einfalt eða tvöfalt drif - Fjögurra eða fimm gíra gírkassar -
Tvöfalt vökva-lofthemlakerfi. Komið og kynnist fullkomnum vörubíium
á hagstœðu verði.
KR.KR ST ANSSON H.
SUDURLANDSBRAUT 2 • SIMI 3 53 00
IVIatráðskona
óskast við mötuneyti félagsins í Skerjafirði. —
Upplýsingar í síma 11425.
Olíofélagið Skeljongor h.f.
/