Morgunblaðið - 05.07.1966, Síða 27

Morgunblaðið - 05.07.1966, Síða 27
Þriðjudagur 5 júlí t96ð MORGUNBLAÐ'D 27 „Gestaleikhúsið“. Sitjandi frá v.: Bríet Héðinsdóttir, Helga Val týsdóttir, Una Collins, Kristín Anna Þórarinsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir. Karlmenn talið frá v.: Kevin Palmer leiikstjóri, Arnar Jónsson, Bjarni Steingrímsson, Karl Guðmundsson ogMatthías Karelsson. (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag.). Gestaleikhúsiö sýnir „Bunbury" úti á landi Á föstudag n.k. leggja leik- listarmenn úr Iðnó og Þjóðieik- húsinu af stað í ferðalag viða um land og hyggjast sýna gam- anleik Oscar’s Wilde „Bun- bury“, sem einnig er nefndur „The Importance of being Ern- est“. Ferðaleikflokk sinn nefna leiklistarmennirnir „Gestaleik- hús“, og er það nýstofnað. Leikstjóri „Bunbury“ er Kev- in Palmer, sá hinn sami og svið- setti leikrit Þjóðleikhússins „Oh, what a lovely war“. Honum til aðstoðar er Una Collins, sem teiknaði leiktjöld og búninga við fyrrgreint leikrit, en hún hefur einnig teiknað kvenbún- inga og leikmynidir við „Bun- bury“. A fundi fréttamanna i gær sagði Arnar Jónsson leikari, að „Gestaleikhúsinu** væri mikil á- nægja, að hafa fengið þau Palm- er og Collins til starfa fyrir það, en þau hefðu sýnt frábæra hug- kvæmni og atorkusemi við upp- setningu „Bunbury“. Þá lýsti Kevin Palmer leikn- um í nokkrum orðum. Hann væri háttvísisgamanleikur, sem ætti sér stað og tíma á viktorí- anska tímabilinu í lok 19. aldar. Kvað Palmer þetta leikrit ein- stætt snilldarverk í gamanleikja bókmenntunum. Það nyti, ásamt öðrum leiðritum Wild’es sívax- andi vinsælda í Englandi. Sagði Palmer, að uppistaða leiksins væri misskilningur milli höfuð- persónanna; slíkt er oft algengt í gamanleikjum, en allt endar hamingjusamlega að lokum. Leikendur eru átta talsins, og þar af fer einn, Karl Guðmunds- son með tvö hlutverk. Aðrir leikendur eru þessir: Helga Val- týsdóttir, Kristín Anna Þórar- insdóttir, Bríet Héðinsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Arnar Jónsson, Bjarni Steingrímsson og Matíhías Karelsson. Arnar Jónsson, sem örð hafði fyrir leikurum „Gestaleikhúss- ins“, sagði að fyrsta sýningin yrði á Hellissandi 8. júlí n.k. Þá yrði farið um Vestur-, Norður- og Austurland og væri sýnt á hverju kvöldi. Yrði „Gestaleik- húsið“ á stöðugu ferðalagi fram í ágústmánuð, en sýnir „Bun- bury“ í Reykjavík á hausti kom anda. Óráðið er þó hvar og hve- nær leikurinn verður sýndur hér í borginm. Arnar sagði, að kvartað hefði verið um hversu léleg leikrit hefðu verið sýnd af ferðaleik- flokkum úti á landi fram að þessu. Úr þessu vildi nú „Gesta- leikhúsið“ bæta og sýna sígilt leikhúsverk eftir heimskunnan snilling leikhúsbókmenntanna. Þá er þess að geta, að „Herra- nótt Menntaskólans í Reykjavik færði „Bunbury" upp á sviði Iðnó í vetur við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Hópurinn, sem saínaöist saman á Laufásvegi. — Viefnam Framhald af bls. 1 manns bandarísku herstjórnar- innar í Saigon voru þar geymd- ar 14000 lestir af olíu. Talsmað- urinn skýrði einnig frá að bandarískar sprengjuflugvélar hefðu gert árás á og eyðilagt eld- flugastöð 28 km frá Hanoi. í NTB frétt frá Hong Kong í dag segir, að Nhan Dhan, hið opinbera. málgagn N-Vietnam- stjórnar hafi í gær lýst því yfir að ekki verði hægt að koma á friði í Vietnam fyrr en Banda- ríkjamenn hafi lýst sig sigraða og flutt hersveitir sínar burt úr landinu. Blaðið heldur því fram, að sprengjuárásirnar í síðustu viku beri -ljósan vott um ein- lægnina í friðarlali Bandaríkja- manna. Kínverska stjórnin mótmælti á sunnudag sprengjuárásum Banda ríkjamanna á olíustöðvar við Hanoi og Haiphong. Segir í mót- mælayfirlýsingunni, að Kínverj- ar séu nú reiðubúnir til baráttu, ef styrjöldin færist út. Banda- ríkjamenn séu ábyrgir gagnvart afleiðingunum ,sem þessar árás- ir kunni að leiða af sér. Franska ríkisstjórnin gagn- rýndi á sunnudag sprengjuárás- ir Bandarikjanna. Var tilkynn- ing þess efnis gefin út að lokn- um ríkisstjórnarfundi, sem de Gaulle forseti stýrði. Segir í til- kynningunni að franska ríkis- stjórnin fordæmi þessar sprengja. árásir, sem hafi það eitt í för með sér að stríðið dragist enn meira á langinn. — Agreiningur Framhald af bls. 1. alvarlegir. Álitið er að aðal umræðuefni fundarins verði sambúðin milli Austurs og Vesturs. Ekki er bú- izt við neinum sérstökum við- burðum á ráðstefnunni, en að henni ljúki innan 3—4 daga með ýmsum sameiginlegum yfirlýs- ingum fundaaðila. Cornelíus Manscu utanríkis- ráðherra Rúmeníu sagði í gær á fundi með fréttamönnum að ágreiningnum milli Sovétmanna og Rúmena mætti líkja við hjónaerjur, og ekki þyrfti að búast við æsiiréttum frá ráð- stefnunnL 4ra herb. íbúð á 3. hæð við Hraunbæ Selst tilbúin undir tréverk. Afhent eftir áramót. fasteignasalah HÚS&EIGNIR BANK AST8ÆTI é Símar 16637 og 18828. Vinnuvélar Eftirtaldar vinnuvélar eru til sölu: Kranabíll, dráttabíll og vagn. — Gaffallyftari með skóflu. — Staurabor á bíl og margt fleira. Sími 34333 og 34033. Skrifstofustúlka óskast sem fyrst. — Vélritunarkunnátta nauðsyn- leg. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 8. þ.m., merkt: „Framtíð •— 9553“. IÐIMSVNIIMGIIM 1966 Þeir þátttakendur í iðnsýningunni 1966, sem enn hafa ekki skilað gögnum í Iðn- sýningarskrána (umsögnum og auglýs- ingum) fá lokafrest til kl. 23.00 í kvöld. Gögnum sé skilað til Auglýsingastofunn- ar, Lindarbæ við Lindargötu, sími 1-15-17. Rröfuspjaldahopur við bandaríska sendiráðið UM hádegisbilið í gær safnaðist lítill hópur manna, flestir þekkt- ir kommúnistar, fyrir utan bandaríska sendiráðið við Lauf- ásveg. Báru menn kröfuspjöld um að Bandaríkin viðurkenni upp- reisnarhreyfingu Víet Cong í Suður-Víetnam og láti af loftár- ásum á Norður-Víetnam, en sem kunnugt er hafa kommúnistar þar gert innrás í Suður-Víetnam. Kröfuspjaldahópurinn, sem taldi milli 40 og 50 manns, stóð um hríð fyrir utan sendiráðið, en hélt svo á brott. 1 gær var þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna og efndu þá kommúnistar víða um heim til mótmæla við sendiráð þeirra og vildu með því lýsa stuðningi við skoðanabræður sína í Norður- Víetnam. Dregið 15. fúli DRÆTTI í happdrætti Fram hefur verið frestað um 10 daga, eða til 15. júlí, þar sem full skil hafa ekki enn borizt. Vinnings- númerin munu birtast í dag- blöðunum þann 16. júlí. ( Frá Fram). Iðnsyningarskráin verður prentuð í 15—20 þúsund eintök- um. Þeir aðilar, sem hafa áhuga á að aug- lýsa í Iðnsýningarskránni, geta pantað auglýsingarými í dag og á morgun. — * Auglýsingarými fyrir aðra en þátttak- endur í sýningunni er mjög takmarkað. Auglýsingastofan, Lindarbæ við Lindargötu, sími 1-15-17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.