Morgunblaðið - 09.07.1966, Page 7

Morgunblaðið - 09.07.1966, Page 7
T,augarclagur 9. Jéíí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 7 Fjjallagrös eru hoðl Hér birtist mynd af fjalla- grasi, það má vissulega full- yrða það, að á hallærisárum á íslandi, hafi þau verið líf- grös þjóðarinnar og haldið lífinu í mörgum íslendingum. Þegar litið er til baka og skyggnst inn í móðu liðinna alda, verður manni á að hugsa um allar þær miklu hörmung ar, sem dunið hafa yfir ís- lensku þjóðina. Oft hefur haf- ísinn lagst að landinu, með gífurlegum frosthörkum sem honum er svo oft samfara og lokað allar leiðir til bjargar. Einnig hefur það borið við, að ógurleg svaela úr gjósandi eldfjölum hefur fyllt loftið rykmekki, svo varla hefur sézt til sólar, og græn tún orðið að grýttu hrauni og góð graslendi orðið að eyðisönd- um. Auk alls þessa hafa jarð- skjálftar farið um landið, með braki og brestum svo allt hef ir leikið á reiðiskjálfi og blóm leg bændabýli hrunið til grunna. Á þessu sézt, að kjör landsmanna hafa stundum verið harla þungbær. — Á íslandi var svo mikið hallæri á seinni hluta 18. aldarinnar, að menn urðu fegnir að leggja sér til munns steiktar skó- bætur, og einnig hráar, þar sem ekki var glóð til að steikja þær við. — Þegar hallærið kom og skepnurnar hrundu niður, þá komu fá- tæklingamir í hópum saman að leyta á náðir þeirra sem ríkari voru, en brjóstgæði margra þeirra urðu þess valti- andi, að margir þeinra urðu sjálfir öreigar, af ágangi þessa mikla straums föru- manna, sem flæktust lands- homa á milli, til að leyta sér lífsviðurværis. Það kom fyrir að nytin úr einni kýr, var eina lífsvonin, og auk þess ( áttu hinir forsjálari ögn af ’ fjallagrösum, svo hjá þeim var hægt að elda grasagraut einu sinni á dag, því alit þurfti að spara, sem mest. — En kjarkur og óbilandi trú um bættari lífsafkomu hefur að líkindum fleytt mörgu af þessu þjóðar fólki yfir blind- sker hallærisáranna á íslandi. Ingibjörg Guðjónsd. FRETTIK Hjálpræðisherinn: Á sam- komunni laugardagskvöld kl. 8.30 syngja og vitna æskulýðs- kór frá Færeyjum ásamt Garðari -Ragnarssyni. Á sunnudag verða eamkomur kl. 11 fyrir hádegi og 8:30 e.h. Stúlkur frá Noregi syngja. Útisamkoma kl. 4. e.h. ef veðux leyfir. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóuhiíð 16 sunnudagskvöldið 10. júlí kl. 8. Allt fólk hjartanlega velkomið. Kristniboðsfélag karla í Reykja vík. Fundur mánudagskvöld kl. 8.30 í Betaníu. Kristileg samkoma á Bæna- staðnum, Fálkagötu 10 sunnu- dag 10. júlí kl. 4. Bænastund aila virkadaga kl. 7 e.m. Allir vel- komnir. Vegaþjónusta Félags íslenzkra bifreiðaeigenda helgina 9. og 10. júlí 1966. FÍB 1. Staddur á Egils stöðum við ljósastillingar. FÍB 2. Hellisheiði, Ölfus, Þjórsárdalur. FÍB 3. Þingvellir, Lyngdalsheiði, Laugarvatn. FÍB 4. Hvalfjörður, Borgarfjörður. FÍB 7. Sjúkrabif- reið, Hvalfjörður, Borgarfjörð- ur. Félag islenzkra bifreiðaeig- enda. . Séra Ólafur Skúlason, sóknar- prestur í Bústaðaprestakali, verð ur fjarverandi næstu vikur. * Nessókn. Munið safnaðarferð- ina sunnudaginn 10. júlí. Farmiða saia í Neskirkju í kvöld kl. 8—11 sími 16783. Félag Austfirzkra kvenna fer í skemmtiferð austur að Kirkju- bæjarklaustri miðvikudaginn 13. júlL Upplýsingar í síma 32009 og 18772. Nefndin. Langholtsprestakall. Verð fjar verandi næstu vikur. Séra Sigurð ur Haukur Guðjónsson. Slysavarnadetltin Hraun- prýði Hafnarfirði fer tveggja daga skemmtiferð í Bjarkarlund og víðar, 16. júlí. Nánari upp- lýsingar í símum 50597, 50290, 60231 og 50452. Nefndin. Óháði söfnuðurinn fer skemmti ferð í Þjórsárdal sunnudaginn 10. júlí kl. 9. Komið við í Skál- holti á heimleið. Farið verður frá bílastæðinu við Sölfhólsgötu inóti sænska frystihúsinu. Að- göngumiðar hjá Andrési, Lauga- veg 3. Kvenfélag Lágafellssóknar, Mosfellssveit, fer skemmtiferð mánudaginn 11. júlí. Farið verð- ur til Vatnsfjarðar. Gist í Bjark- arlundi og Reykhólum. Einnig stanzað í Búðardal i boði kven- félagsins þar. Ferðin tekur 2 til 2*A dag. Þátttaka tilkynnist sem fyrst til Ólafiu, Laugabóli, Krist- ínar sími 13259, Ingerðar sími 36043, sem veita allar upplýs- ingar. í dag verða gefin saman í hjónaband í Keflavíkurkirkju af séra Birni Jónssyni, ungfrú Margrét Lilja Valdimarsdóttir, Mánabraut lOa og Karl Sigmar Hermannsson, rafvirkji Sóltúni 1. í dag verða gefin saman i Keflavik af séra Birni Jónssyni ungfrú Auður Stefánsdóttir og Karl Ottó Karlsson. Heimili þeirra verður að Grettisgötu 57 Rvík. f dag verða gefin saonan í hjónaband í Langholtskirkju af séra Árelíusi Nielssyni ungfrú Sigrún Jóhannsdóttir, Álfheim- um 58 og Ingólfur Pálsson frá Öxl í Breiðavíkurhreppi í Snæ- fellsnessýslu. Heimili þeirra verður að Álfheimum 58. í gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ólöf Pétursdóttir, Vesturhrún 18 og Friðrik Pálsson Ytra-Bjargi, V-Hún. 30. júní voru gefin saman í hjónaband af Séra Eggerti Ólafs syni á Kvennabrekku, ungfrú Melkorka Benediktsdóttir, Saur- um, Laxárdal og Sigurbjörn Sig urðsson, Vígholtsstöðum, Lax- árdal, Dalasýslu. Heimili þeirra verður að Vígholtsstöðum. Systrabrúðkaup: Gefin verða saman í hjónaband í Dómkirkj- unni í dag, laugardag, af séra Jóni Auðuns, ungfrú Guðbjörg Kristín Jónsdóttir og stud. odont Gunnar Olaf Engilbertsson. Heimili þeirra verður að Grettis götu 83. Og ungfrú Anna Jóns- dóttir og Friðrik Georgsson, raf- vélavirki. Heimili þeirra verður að Suðurg. 40, Keflavík. Brúð- irnar eru systur. Laugardaginn 2ö. júní voru gefin saman í hjónaband í Dóm- kirkjunni af Dr. Jakobi Jónssyni ungfrú Hrafnhildur Bergdís Egils dóttir, Eskihlíð 13 og Garðar Briem, Tjarnargötu 28. (Vigfús Sigurgeirsson, ljósmyndastofa Miklubraut 64 — Rvík). SÖFN Minjasafn Reykjavikurborg ar, Skúlatúni 2, opið daglega írá kl. 2—4 e.h. nema mánu daga. Færeyingar í Fíladelfíu Þetta er kirkja Filadelfiusafnaðarins í Reykjavík. (Ljósm. Jó- hanna Björnsdóttir). Fíladelfía, Reykjavik: AlmennFæreyjum syngur í síðasta sinn samkoma sunnudagskvöld kl. 8. hér að þessu sinni. Fórn tekin Ræðumenn: Jóhann. Pálsson og vegna kirkjubyggihgarinnar. Úti Garðar Ragnarsson. Fjölbreytt- samkoma verður á sunnudag í ur söngur. Æskulýðskórinn fráLaugardal kl. 4, ef veður leyfir. Garðeigendur athugið Tökum að okkur að slá bletti með vél og orfi. — Sirni 37110. Afgreiðslustúlka Afgreiðslustúlka óskast í söluturn til að leysa af á kvöldin og um helgar. — Uppl. í síma 38673. Rýmingarsala Allt selst með 30—40% af- slættL Kjólapoplin, ullar- efni, rúskinnsveski, úrval eyrnalokka, festar, nælur o. fl. Verzluiftin hættir. — Verzl. Lilja, Laugav. 130. íbúð óskast Þriggja herbergja íbúð ósk ast til leigu. Þrennt full- orðið í heimili, góð um- gengni og reglusemi. Fyrir- framgr. möguleg. Uppl. í síma 21358 frá kl. 5—8 laugardag. HERBERGI TIL LEIGU Gott herbergi til leigu. — Upplýsingar í síma 38673. A T H U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, ei langtum ódýrara að auglýsa j Morgunblaðinu en öðrum blöðum. SKIPSTJÓRAR Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki óskar eftir vön- um skipstjóra á góðan 70 tonna bát. — Ðuglegur og traustur maður gæti orðið meðeigandi í fyrir- tækinu. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 14. júli, merkt: „Traustur — 4517“. SÖLIJMAÐIIR - VÉLAR Ungur, reglusamur maður óskast til sölustarfa hjá vélaheildverzlun við sölu á krönum og vélskóflum, gaffallyftitækjum. — Haldgóð starfsreynsla geski- leg, en þó ekki skilyrði. — Umsóknir með mynd, er tilgreini fyrri störf, kaupkröfur o.. s. frv. verður farið með sem trúnaðarmál, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „Röskur — 4519“. Breiöfirðingabúð DAIMSLEIKLR í KVÖLD K L . 9. Það er margsannað að Búðin er vinsælasti * skemmtistaður unga fólksins og í kvold eru það hinar vinsælu Beat hljómsveitir StrengSr og Ffarkar sem sja um Mætið tímanlega, síðast seldist upp á 30 mínútum. — Miðasala frá kl. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.