Morgunblaðið - 09.07.1966, Page 12
MORCUNBLAÐIÐ
taugardagur 9. jálf 1996
1*
fÍ0rj0MJtM&frí$r
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 5.00 eintakið.
HÆKKUN
HITA VEITUGJALDA
k fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur síðastl.
fimmtudag var lögð fram til-
laga um hækkun á gjaldskrá
Hitaveitunnar, sem hefur í
för með sér 30% hækkun á
vatnsverði Hitaveitunnar, og
ennfremur nokkra hækkun á
mælaleigu og heimæðagjöld-
um. Jafnframt er ráðgert að
gjaldskrá Hitaveitunnar
hækki eða lækki í samræmi
við/ byggingarvísitölu fram-
vegis.
Þessi hækkun á gjaldskrá
Hitaveitunnar er nauðsynleg
til þess, að hún geti haldið
áfram hinum umfangsmiklu
framkvæmdum, sem staðið
hafa sl. fjögur til fimm ár,
og hafa leitt til þess, að um
90% borgarbúa búa nú á hita
veitusvæði, en í árslok munu
um 95% íbúa Reykjavíkur
njóta hita frá Hitaveitunni.
í ræðu, sem Geir Hall-
grímsson, borgarstjóri, hélt á
borgarstjórnarfundinum benti
hann á, að vatnsverð Hita-
veitunnar hefur hækkað um
23%, á sama tíma sem bygg-
ingarvísitala hefur hækkað
um 89%, og vinnulaun í
lægsta flokki Dagsbrúnar-
samninga um 103%. Það ligg-
ur Ijóst fyrir, að þegar Hita-
veitan stendur í svo umfangs
miklum framkvæmdum, sem
verið hafa nú síðustu fjögur
til fimm árin, er ekki unnt
að halda þeim áfram með því
móti, að vatnsgjaldið hækki
ekki nokkurn veginn í hlut-
falíi við þróun verðlagsins í
landinu samanber byggingar-
vísitöluna.
Borgarstjóri sagði, að ýms-
ir bentu á þann möguleika að
afla frekari lána til hitaveitu-
framkvæmda í stað þess að
hækka gjaldskrána, en hann
sagði, að það væri tæpast
unnt nema að mjög takmörk-
uðu leyti, og einnig væri á
það að líta, að vaxta- og af-
borganabyrði Hitaveitunnar
þyngist nú sífellt vegna
þeirra lána, sem tekin voru
í upphafi framkvæmdatíma-
bilsins.
„Við stöndum því nú
frammi fyrir þeirri stað-
reynd“, sagði Geir Hallgríms-
son, „að annað tveggja verð-
um við að gera, að hækka
verð á þessari þjónustu til
þess að geta haldið áfram
framkvæmdum* Hitaveitunn-
ar og ná því takmarki, að ný
hús verði tengd hitaveitu
jafnóðum og þau verði byggð,
eða að láta hér staðar numið
og hætta öllum framkvæmd-
um og halda óbreyttu verð-
lagi á hitaveitugjöldum. Þá
er aðstaðan sú, að þeir borg-
arbúar, sem tengdir eru hita-
veitusvæðunum núna greiða
helming þess verðs til hitun-
ar húsa sinna, sem þeir borg-
arar munu þurfa að greiða,
sem reisa hús sín í nýjum
hverfum.
Fulltrúar minnihlutaflokk-
anna í borgarstjórn voru þrí-
skiptir í afstöðu sinni til
hækkunar á gjaldskrá Hita-
veitunnar. Fulltrúi Framsókn
arflokksins lagði til, að hún
hækkaði um 15%, fulltrúi Al-
þýðubandalagsins kvaðst mót
fallinn öllum hækkunum á
gjaldskrá Hitaveitunnar, en
fulltrúi Alþýðuflokksins í
borgarráði hefur lýst yfir því,
að hann mundi fylgja 20%
hækkun á gjaldskrá Hitaveit-
unnar. í tilefni af þessari af-
stöðu fulltrúa minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn
beindi Geir Hallgrímsson,
borgarstjóri þeirri fyrirspurn
til þeirra, hvort þeir væru
reiðubúnir til þess að taka af-
leiðingum af afstöðu sinni til
þessa máls. „Eru fulltrúar
minnihlutaflokkanna reiðu-
búnir að sleppa því að leggja
hitaveitu í Árbæjarhverfi eða
Breiðholtshverfi eða Foss-
vogshverfið? Það mundi ein-
mitt verða afleiðing þeirrar
afstöðu, sem þeir hafa tekið
gagnvart þessum tillögum
um hækkun á gjaldskrá Hita-
veitunnar,“ sagði borgarstjóri.
Hitaveita Reykjavíkur hef-
ur reynzt borgarbúum hag-
kvæmt fyrirtæki. Hitaveitu-
gjöldin hafa alls ekki hækk-
að í samræmi við launahækk-
anir og aðra verðlagsþróun í
landinu, eins og glöggt mátti
sjá af línuriti því, sem Morg-
unblaðið birti í gær. Með nú-
verandi gjaldskrá er meðal-
hitunarkostnaður með hita-
veitu tæpur helmingur hitun-
ar með gasolíukyndingu, en
ef tillögur um hækkun á
gjaldskrá Hitaveitunnar ná
fram að ganga, verður hitun-
arkostnaður með hitaveitu
% af kostnaðinum við olíu-
hitun. Ef nú yrði látið staðar
numið um frekari fram-
kvæmdir Hitaveitunnar í t.d.
fimm til sex ár, mundi að
þeim tíma liðnum, e.t.v. um
20 þúsund af íbúum borgar-
innar búa utan hitaveitu-
svæða, árleg útgjöld þessara
íbúa til hitunar húsa sinna
yrðu að óbreyttu verðlagi um
eða tæplega 40 milljónum kr.
hærri en jafnmargra íbúa á
hitaveitusvæðum. Það er því
ljóst, að það er borgarbúum
mikið hagsmunamál að hald-
ið verði áfram þeim umfangs-
miklu framkvæmdum við
Hitaveituna, sem staðið hafa
undanfarin ár, þannig að náð
verði því marki að öll ný hús
Sérhver borgari getur krafizt þess að sjá opinber skjol og gögn
Washington.
„ENGINN á að hafa aðstöðu
til þess að byggja þagnarmúr
um ákvarðanir, sem hægt er
að gera opinberar án þess að
það skaði hina opinberu hags-
muni“, sagði Johnson Banda-
rikjaforseti sl. mánudag, er
hann undirritaði á þjóðhátíð-
ardegi Bandaríkjanna ný lög,
sem tryggja eiga rétt fólksins
til uppiýsinga.
Hin nýju lög hafa verið í
undirbúningi í nær áratug, og
á þeim tíma hefur tekizt a'ð
leysa þann vanda, eða a.m.k.
að skilgreina nánar en áður
var það vandamál, að tryggja
rétt borgaranna til þess að
fylgjast með stjórn landsins án
þess að þjóðaröryggi væri jafn
framt stefnt í voða.
Lögin gera ráð fyrir því, að
sérhver bandarískur rikisborg
ari geti krafizt þess að fá að
sjá opinber skjöl og gögn.
Neiti yfirvöldin að láta um-
beðnar upplýsingar í té, er;
hægt að leggja kröfuna fyrir
alríkisdómstól. Og það er ekki
borgarinn, sem upplýsinganna
krefst, sem gera skal grein
fyrir því, hvers vegna hann
geri það, heldur er þa'ð hið
opinbera, sem verður að sanna
að upplýsingarnar falli utan
þess ramma, sem lögin hafa
sett.
Undantekningarnar taka
ekki aðeins til mála, sem
varða þjóðaröryggi og sam-
bandið við önnur lönd, held-
ur og til viðskiptaupplýsinga,
sem ríkisstjórnin hefur fengið
frá sérstökum heimildum, inn
byrðis bréfaskrifta milli ráðu-
neyta og upplýsinga, sem
brjóta friðhelgi einkalífsins.
Lyndon B. Johnson
Um þessar undantekningar
sag'ði Johnson forseti, að nauð
synlegt væri með tilliti til
bæði velferðar þjóðarinnar og
einstaklinga að halda vissum
upplýsingum leyndum. Þann-
ig verða hernaðarleyndarmál
fyrir hendi jafnlengi og heims
friðnum er ógnað, og á sama
hátt verða borgararnir að
geta snúið sér til yfirvald-
anna —- líkt og blaðanna —
án þess að þurfa að óttast að
heimildir verði gefnar upp.
Forsetinn var ekki sammála
þeim, sem talið hafa a'ð hin
nýju lög verði allri stjórn
landsins Þrándur í Götu.
„Ég hef ávallt litið svo á,
að rétturinn til upplýsinga |
væri svo mikilsverður, að í
því sambandi mætti ekki taka
tillit til óska embættismanna
eða einstakra borgara, heldur
yrði hliðsjónin af þjóðarörygg
inu að vera það eina, sem rétt- ,
læti að útaf væri brugðið",
sagði forsetinn.
Eftir að hafa undirritað lög- í
in bætti hann við að hann j
hefði undirritað þau „stoltur
af því, að Bandaríkin eru opið
og frjálst þjóðfélag manna,
þar sem réttur borgaranna til
þess að vita er verndaður." ]
Forsetinn hefði allt að einu
getað minnst á það í þess^
sambandi, að Bandaríkin eru
eitt örfárra landa, þar sem I
prentfrelsi og blaðafrelsi er t
tryggt með sjálfri stjórnar-
skránni.
Maður sá, sem öðrum frem-
ur hefur unnið að hinum nýju
lögum, er John E. Moss, þing- 1
máður í fulltrúadeildinni. — i
Hann er formaður þingnefnd-
ar, sem fengið hefur það verk
efni að hafa eftirlit með skrif-
stofubákninu og tilhneiging-
um þess til pukurs.
Fram til síðasta dags bjugg 1
ust ýmsir við því, að Johnson
forseti myndi beita neitunar-
valdi sínu, og neita að undir-
rita lögin, svo sem ýmsir
kviðnir embættismenn munu
hafa ráðlagt honum að gera. ,
En eftir að forsetinn hafði
undirritað lögin, sagði Moss, ,
að hann hefði í starfi sínu og
samvinnu við Hvíta húsið
kynnzt því, að forsetinn „bæri
mikla virðingu fyrir rétti
fólksins til þess að vita.“
verði tengd hitaveitu jafn
óðum og í þáu er flutt. Það
er einnig sanngirnis- og rétt-
lætismál, að allir íbúar borg-
arinnar njóti þeirrar kjara-
bótar, sem leiðir af lækkuð-
um hitakostnaði vegna hita-
veitunnar, og þess vegna er
enginn efi á því, að borgar-
búar munu allir sammála
um að halda beri áfram fram-
kvæmdum Hitaveitunnar,
jafnvel þótt ekki verði hjá
því komizt að hækka gjald-
skrá hennar nokkuð nú. —
Meirihluti borgarstjórnar
Reykjavíkur hefur í þessu
máli tekið þá afstöðu, sem
farsælust mun verða íbúum
borgarinnar, þegar fram líða
stundir, þótt engum sé það
ánægjuefni að hækka gjöld
þjcmustufyrirtækja Hitaveit-
unnar. Ef hins vegar væri
farið að tillögum minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn
mundi ýmist verða að stöðva
algjörlega framkvæmdir Hita
veitunnar eða draga mjög úr
þeim, og er þá fyrirsjáanlegt,
að mikill hluti borgarbúa
mundi á næstu árum verða
að greiða miklu hærri hit-
unarkostnað en ell?
NÝJAR RÁÐSTAF-
ANIR TIL AÐ-
STOÐAR TOG-
ARAÚTGERÐ
fundi borgarstjórnar
Reykjavíkur síðastl.
fimmtud. var samþykkt með
samhljóða atkvæðum ályktun
um vandamál togaraútgerðar-
innar, þar sem bent er á, að
nauðsynlegt sé að gripið verði
til nýrra ráðstafana til að-
stoðar togaraútgerðinni, eigi
togaraútgerð í landinu ekki
að leggjast niður með öllu.
Jafnframt var borgarráði fal-
ið að óska sérstakra viðræðna
við ríkisstjórnina í því sam-
bandi.
Það kom greinilega fram í
ræðu borgarstjóra Geirs Hall-
grímssonar, hversu alvarlegs
eðlis erfiðleikar togaraútgerð
arinnar eru, en hann vakti at-
hygli á því, að auk ríkis-
styrksins til togaranna, sem
nemur frá 20—25% af afla-
verðmæti þeirra, leggur borg-
arsjóður til viðbótar til tog-
ara Bæjarútgerðarinnar 15%
til 45% af aflaverðmæti
þeirra. Þetta þýðir að ofan á
það fiskverð, sem togararnir
fá, bæta ríki og borgarsjóður
frá 35% og allt upp í 65% af
aflaverðmæti skipanna.
Það liggur auðvitað ljóst
fyrir að slíkar aðgerðir getá
ekki staðið nema í takmark-
aðan tíma, og óeðlilegt að eitt
sveitarfélag taki á sig slíkar
byrðar.
En þessar upplýsingar und-
irstrika enn frekar það al-
varlega vandamál, sem við
er að eiga í togaraútgerð nú,
og að á því vandamáli er eng-
in einföld lausn. Flestir þeir,
sem að undanförnu hafa rætt
þessi mál opinberlega, hafa
lagt áherzlu á, að togararnir
verið að fá ný veiðisvæði,
breyta þurfi vinnutilhögun á
þeim og fækka fjölda áhafn-
ar, svo og lagfæra ýmis önn-
ur atriði, sem nú eru togara-
útgerðinni þung í skauti. Er
þess að vænta, að þær miklu
umræður, sem að undanförnu
hafa farið fram um vandamál
togaraútgerðarinnar verði til
þess að hraðað verði að finna
varanlega lausn á þeim erfið-
leikum, svo að togaraútgerð
leggist ekki niður með öllu
og einhæfni í fiskveiðum okk-
ar aukist.