Morgunblaðið - 09.07.1966, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.07.1966, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. júlí f966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Og aftur svaraði' bergmál- ið: Ég er hérna. Komdu á eftir mér. Ég gekk nú áfram, upp stig- ann mikla og upp í ganginn uppi, en í hverju skoti og hvelf ingu stóð Malebranche-fálkinn og fangamarkið C. M., sem gat 9>ýtt hvorn hertogann sem vera viidi, Claudio eða Carlo. Turt- mannhjónin komu stikandi á eftir mér. Við stönzuðum andar- tak í ganginum, svo að þau gæti blásið mæðinni, og þarna var enn bekkurinn, sem Marta var vön að sitja á og prjóna, en ég hljóp fram og aftur eftir gang- inum, fyrir framan hana eða ég gerðist svo djarfur, ef Aldo var hvergi nærri að taka mér tak — að hlaupa allan hringinn, en stanzaði öðru hverju til að horfa út um gluggana stóru, sem vissu út að torginu fyrir neðan. — Jæja, sagði herra. Turt- mann, og starði á mig. Ég leit aftur af ganginum með tóma Ibekknum, og sneri til hægri, inn í hásætissalinn. Ó guð minn, . . . þessi óviðkunnanlega fúkalykt frá liðnum öldum .... frá liðn- um ófriði .... framliðnum her- togum og hertogaynjum .... Jöngu dauðum .... hirðmönn- um .... knöpum. Þessi þefur af veggteppum. Hinir dauðu voru f för með mér þegar ég gekk gegn um þennan gamalkunna sal. Ekki aðeins svipir sögunnar, sem ég hafði lært um, brjáláði hertog- inn Claudio, hinn ástsæli Carlo, hin yndislega hertogafrú og kvennalið hennar — mínir eigin framliðnu voru líka í för með mér. Faðir minn, — sjálfur með yndisþokka eins og hertogi, að sýna höllina sagnfræðingum frá Róm eða Firenze, Marta, sem sussaði ef ég hafði hátt og reyndi að lokka mig nógu langt frá þessum fínu framandi — Aldo .... já, fyrst og fremst Aldo, sem kom í áttina til mín á tánum með fingur á vör. — Hann bíður! — Hver bíður’ — Fáikinn .... Til þess að hremma þig með klónum og bera þig burt. Nú heyrðist orðasjcvaldur að baki mér. Hópur af ungu fólki, sjálfsagt stúdentar, í för með kennslukonu, komu nú inn í há- sætissalinn til okkar og fylltu hann alveg með nærveru sinni. Jafnvel Turtmannhjónin létu truflast. Ég benti þeim áfram inn í móttökusalinn, sem var næstur. Einkennisbúinn vörður, sem var að leyna geispa sinum, náigaðist samferðafólk mitt, sýnhega í von um skilding. Hann kunni eitthvert hrafl í ensku og héit að Þýzkararnir xninir væru trosverjar. — Takið eftir loftinu, sagði hann. — Loftið er mjög fallegt. Endurbætt af Tolomeo. Ég lét hann einan um það og læddist burt. Ég sleppti alveg svefnherbergi hertogaynjunnar og hélt áfram inn í Kerúbasal- inn og svefnsal hertogans. Hvort tveggja var tómt. Umsjónarmað- ur svaf í gluggasætinu lengst burtu. Hér var ekkert breytt. Hall- irnar standast timans tönn bet- ur en mannskepnan. Aðeins höfðu myndirnar verið færðar til, eftir að þær höfðu verið tekn ar úr geymslum sínum eftir styrjöldina, til þess að sýna þær aftur, og ég neyddist til að við- urkenna, að þær fóru betur nú en í tíð föður míns. Þær voru heppilegar settar upp, svo að ljósið féll nú betur á þær en áð- ur. Móðirin með barnið, sem var uppáhald mömmu, hékk nú ekki lengur í tiltölulega miklum skugga, heldur stóð á grind, þar sem nú naut sín miklu betur í einmana hátign sinni. Glans- lausar marmara-brjóstmyndirnar frá seinni öldum, sem voru áður víðsvegar í salnum, höfðu nú verið teknar burt. Nú var ekkert til að draga athyglina frá Guðs- móðurinni. Umsjónarmaðurinn opnaði ann að augað. Ég gek'k til hans. — Hver er hallarvörður núna? spurði ég. — Það er enginn hallarvörðuv, svaraði hann. — Höllin er undir stjórn Listaráðs Ruffanoborgar — það er að segja listaverkin og ailir salirnir uppi. En bókasafn- ið niðri heyrir undir háskólann. — Þakka yður fyrir, sagði ég. Ég flýtti mér burt áður en hann gæti bent mér á dansandi kerúbana á arinhillunni. Sú var tíð, að hver þeirra átti sitt nafn hjá mér. Ég gekk inn í svefnsal hertogans og leitaði ósjálfrátt að málverkinu, sem þar var áður á veggnum, „Freistingunni“ sem hr. Turtmann hafði minnzt á við konu sína. Hún var þarna enn. Ekkert Listaráð hefði getað farið að stilla henni upp á grind. Ógæfusami Kristur, eða eins og listamaðurirm hafði málað hann, ógæfusami Claudio .... Hann stóð þarna í gulu klæðun- um ,sínum með aðra hönd á mjöðm og starði út í bláinn — nema hann hafi verið að stara á húsamænana í sýnaheimi sinum — heiminum, sem hann hefði getað eignazt, hefði hann látið freistast. Djöfullinn, í mynd vinar og ráðgjafa, var að hvísla að honum. En að baki var rósrauður himininn, sem boðaði dagbrún sigursins. Ruffanoborg svaf, reiðubúin að vakna og hlýða skipunum hans. — Altt þetta vil ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig. Ég hafði gleymt því, að augu hans voru ljósleit eins og gullna hárið, og að hárið sjáift, sem var eins og umgerð um föla andlitið líktist mest þyrnum. Nú heyrðist mannamál að ba'ki, Turtmannhjóninn og hinn fortölusterki fylgdarmaður þeirra, svo og stúdentarnir og kennslukonan þeirra, voru kom in fast á hælanna á mér. Ég smeygði mér inn í áheyrnarsal- að verðinum nokkur hundruð inn, vel vitandi, að eltingasveit- in myndi ekki einasta tefja við myndina, sem ég hafði yfirgef- ið, heldur og beygja til vinstri inn í vinnustofu hertogans og kapelluna. Og með því að skjóta lírum, gætu Turtmannhjónin meira að segja fengið hann til að sýna þeim snúna stigann upp í turninn. Hérna í Áheyrnarsainum voru leynidyrnar að stiganum upp í þinn turninn. Enda þótt snúni stiginn þar Væri eftirmynd hins, var hann í tið föður míns aldrei talinn öruggur. Þeir ferðamenn, sem voru til í að herða upp hug- ann og bjóða svimanum byrgin, voru leiddir að hægra turninum, gegn um búningsherbergi her- togans. Ég gekk að veggnum og lyfti teppinu, sem var fyrir leyni- hurðinni. Dyrnar voru þarna enn og lykillinn f skránni. Ég sneri honum og opnaði. Frammi fyrir mér var stiginn, sem gekk f sífelldum snúningum, upp í turninn uppi yfir mér, en fyrir neðan var stiginn niður, þrjú hundruð fet eða meira, niður í undirdjúpin fyrir neðan. Ég fór að velta því fyrir mér, hve langt mundi síðan nokkur maður hafði stigið á öll þessi þrep. Litli blý- glugginn var fullur af kongu- lóarvef og dauðum flugum. □- -□ 11 □- -□ Gamla hræðslan og gömlu töfr arriir gripu mig. Ég studdi hendi á kalt steinþrepið og bjóst til að klifra upp. — Hver er þar? Það er bannað ganga upp stigann. Ég leit um öxl. Vörðurinn, sem ég hafði skilið við sofandi í Kerúbasalnum, hafði elt mig og stóð nú og glápti á mig og aug- un samankipruð af eintómri tor- tryggni. — Hvað eruð þér að gera? Hvernig komjjzt þér hingað? Ég fylltist áragamalli blygð- un. Fyrir annað eins og þetta, hefði pabbi rekið mig í rúmið, matarlausan, þangað til Marta hefði smyglað einhverju til mín að éta. — Afsakið, sagði ég. Ég lyfti teppinu af tilviljun og sá hurð- ina bak við það. Hann beið meðan ég gekk framhjá honum. Síðan læsti hann dyrunum og kom teppinu í lag. Ég gaf honum 500 lírur. Þá mildaðist hann og benti á Snyrtistofa salinn framundan okkur. — Páfasaiurinn! sagði hann. Hring- inn í kring þar eru brjóstmynd- ir af tuttugum páfum. Mjög eftir tektarverðar. Ég þakkaði honum og hélt áfram. Ég hafði aldrei verið neitt hrifinn af Páfasalnum. Ég fór lauslega gegn um hina salina, með leirkerasmiðinni og lágmyndunum. f gamia daga höfðu þær verið ágætir felu- staðir, því að bergmálið heyrð- ist þar betur en annars staðar. Ég gekk aftur niður aðalstig- ann, yfir húsagarðinn og alia leið út á götu. Ég kveikti mér í vindiingi og hallaðist upp að eirijni súlunni á dómkirkjunni, og beið eftir hjónunum. Póstkorta- sali kom og bauð fram vörur sín. ar, en ég veifaði honum frá mér. — Hvenær byrjar aðsóknin? spurði ég. Hann yppti öxlum. — Hvenær sem er úr þessu, sagði hann, — ef veðrið skánar. Bæjarstjórnin gerir sitt bezta til að koma Ruffano á kortið, en við erum illa staðsettir. Þeir, sem ætla ti! strandarinnar, vilja heidur fara beinustu leið. Það er helzt, að við seljum stúdentum þetta dót. Hann fletti póstkortunum sín- um, svo og litlum reiðhjólaflögg um með fálka Marebranche-ætt- arinnar á. — Eru þeir margir? — Stúdentarnir? Yfir. fimm þúsund, er sagt. Margir þeirra koma bara yfir daginn, af því að bærinn getur ekki hýst þá alla. Þetta hefur orðið svona á síðustu þremur árum. Það hefur nú mætti talsverðri andstöðu frá gamla fólkinu — að þetta spilli borginni og allt það, og stúdent- arnir séu svo uppivöðslusamir. Nú, en þeir eru nú einu sinni ungir, ekki satt. Og þetta eykur viðskiptin. Aðsóknin að háskólanum hlaut að hafa tvöfaldazt ef ekki þre- fa'ldazt. Ég var ekki alveg viss. Siúdentarnir ollu iitlum vand- ræðum áður fyrr, að því er ég bezt gat munað. Mér fannst þá þeir allir vera að læra ti'l kenn- ara. FJOLHÆFASTA FARARTÆKIÐ BENZÍN EBA DIESEL LANDj* ^ROVER Fræðari minn lötraði burt og meðan ég beið eftir Turtmar.n- hjónunum og reykti vindlmg- inn minn, þá fékk ég það á til- finninguna í fyrsta sinn um langt skeið, að nú lægi mér ekk ert á. Nú ferðaðist ég ekki efdí neinni áætlun. Það var enginn Sólskinsferðavagn að bíða eftir mér úti á torginu. Snjórinn þiðnaði sem óðast í sólarhitanum. Krakkar voru í eltingarleik kring um gosbrunn- inn. Gömul kona kom að dyrun- um hjá bakaranum fyrir handan, með prjónana sína í höndunum. Fleiri 'stúdentahópar fóru fram hjá mér og inn í hertogahöllina. Ég starði á fálkann uppi yfir hallardyrunum, með brons- vængina reiðubúna til flugs. í gærkvö'ldi, þegar hann var snævi þakinn, og stóð á ská upp í himininn,. hafði mér fundizt hann ógnandi — ógnun við hvern sem framhjá gekk. En nú tákn- uðu útbreiddir vængirnir frelsi, enda þótt hann væri eftir sem áður vörður hallarinnar. Djúpradda klukkan í klukkna turninum sló elíefu. Varla hafði síðasti hljómurinn dáið út, er Turtmannhjónin skelltu aftur hurðinni á Fólksvagninum. Þau hlutu að hafa komið út án.þess að ég sæi þau og vildu nú kom- ast af stað tafariaust. — Við höfum séð allt, serh við kærum okkur um, gelti sam- ferðamaður minn. — Við viljum fara út úr borginni yfir hæðina hinumegin, þegar við höfum tek ið mynd af styttu Carlo hertoga. Þá fáum við betri tíma í Rav- enna. — Eins og yður þóknast, sagði ég. Ég steig upp í ökusætið, eins og í gær. Við yfirgáfum Stærra- torgið og ókum til Líftorgsins og siðan gegn um miðborgina og upp norðurhæðina til torgs Carlo hertoga. Nú ski'ldist mér, hversvegna Longhihjónin höfðu tapað viðskiptum. Nýja Pano- rama-hótelið með útsýni yfir borgina og umhverfi hennar, fallega máluðum svölum og gras blettum og litlum appelsínu- trjám, var glæsilegra í augum skemmtiferðamannsins en vesl- ings Hertogahótelið. — Ha, sagði hr. Turtmann. — Þarna hefðum við átt að gista. Hann sneri sér að mér, reiður 1 bragði. — Of seint, kall minn, of seint. tautaði ég á mínu eigin tungu- má'Ii. — Hvað? Hvað segið þér’ — Hotel Panorama verður ekki opnað fyrr en á páskum, sagði ég blíðlega. Ég stöðvaði vagninn og þau fóru út til- að taka mynd af styttu Carlo her- toga og umhverfinu. Hingað var farin skemmtiganga á sunnu- dögum. Heídra fólkið á staðnum, ásamt konum, börnum og hund- um voru þarna á gangi um gras- vel'lina með runnum á og sumar blómum. Hérna var ofurlítil tii- breyting, ef nokkursstaðar. Ný hús höfðu verið byggð niðri í hlíðinni, og barnaheimiiið, sem forðum hafði staðið þama, Ijótt og einmanalégt var nú orðið um- kringt af snotrari búsum. Þetta skildist mér vera ríkismanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.