Morgunblaðið - 22.07.1966, Page 3

Morgunblaðið - 22.07.1966, Page 3
ij'ostudagur 22. juií 19B6 INUKUUIVCLAtlftf Farið hefur fram tilnefning lim vígslubiskup í Skálholtsbisk- upsdæmi hinu forna. Atkvæöi voru talin talin í skrifstofu bisk- ups í gærkvölði. Séra Sigurður Pálsson pró- fastur á Selfossi hlaut 32 atkvæði og séra Jón Xhorarensen, sóknar- prestur í Reykjavík, 26 atkvæði, séra Þorgrímur Sigurðsson pró- fastur á Staðarstað, hiaut 5 at- kvæði. Auk þess hlutu nokkrir prestar eitt atkvæði. Mbl. náði tali af séra Sig- ■urði í gær, og ræddi við hann stutta stund. „Það er ekki hægt að tala um kosningasigur í sambandi við jþessar kosningar, heldur er þetta eins konar heiðursgjöf frá presta stéttinni til mín. Og ég vil taka það fram að ég er mjög þakk- látur fyrir þessa gjöf,“ sagði Kigurður í upphafi. „Eru einhver þau mál á dag- skrá í kirkjumálum, sem þér mynduð vilja beita yður fyrir „Megin áhugamál að endur- nýja messuna og allt helgihald" — Segir sr. Sigurður Pálsson vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi binu foma að framkvæma, séra Sigurður?" „Vígslubiskupsembættið gefur mér í sjálfu sér engin völd, en á hinn bóginn er það mitt megin áhugamál að endurnýja mess- una og allt helgihald. Mér er það ennfremur brenn- andi áhugamál að endurskipu- leggja kirkjuna með tilliti til hinna breyttu þarfa í þjóðfélag- inu — ekki að draga úr starf- semi hennar, heldur að auka hana. Ég tel t.d. alls ekki mega fækka prestaköllum í landinu, eins og kom fram á prestastefn- unni hér á dögunum, en hitt er sjálfsagður hlutur að breyta til, þar sem þess er þörf. Mér er það líka mikið áhugamál að komið verði á djáknastarfsemi við hlið ina á prestunum. I Loks myndi mér þykja vænt um að geta beitt mér fyrir því, að hinir gömlu biskupsstólar yrðu endurreistir. Biskupsstarfið er ákaflega mikilvægt fyrir kirkjuna, og það er alls ekki vantraust á biskupinn þó að Séra Sigurður Pálsson vígslu- biskup í vinnustofu sinni. — Hann heldur á svonefndri flokkabók, sem prentuð var í Viðey 1843.1 henni er að finna fæðingarsálma, Passíusálma, upprisusálma og hugvekju- sálma. (Ljósm.: vig.) biskuparnir yrðu þrír, einn að Skálholti, annar að Hólum, og hinn þriðji í höfuðstaðnum, því verkefnin eru hreinlega of mörg fyrir einn mann. Og þau verða stöðugt meiri og meiri, meðan þjóðinni fjölgar eins ört og verið hefur.“ Séra Sigurður Pálsson er fædd ur 8. júlí 1901 í Haukatungu Hnappadal, og voru foreldrar hans Páll Sigurðsson bóndi og Jóhanna Guðríður Björnsdóttir. Hann varð stúdent í Reykjavík 1928 og cand. theol. frá Háskóia íslands 1933. Honum var veitt Hraungerði í Arnessýslu 9. maí 1933, og hefur hann gegnt, því prestakalli síðan. Sigurður hef- ur átt sæti i stjórn Kristnega bókmenntafélagsins og Presta félags Suðurlands, og tvisvar sótt þing Lútherska heimssam- bandsins. Hann hefur fengizt nokkuð við ritstörf og þýðingar. Kona séra Sigurðar er Stefanía Gissurardóttir, og eiga þau börn. Zambia staðhæfir Portúgal neitar Lusaka, Lissabon. 21. júlí NTB STJÓRN Portúgals hefur vís- að á bug þeim staðhæfingum stjórnarinnar í Zambiu, að port- úgalskar flugvélar hafi i gær varpað sprengjum yfir land- svæði skammt frá landamær- unum hjá Balovala. Talsmaður forseta Zambiu, Kenneths Kaunda ítrekaði hins- vegar staðhæfingar þessar í dag og sagði að æðstu ráðamenn hersins hefðu farið til svæðis þessa og í fylgd með þeim ver- ið fulltrúar stjórnarinnar til þess að kanna alla málavöxtu betur. Muni forsetinn kunngjöra gagnráðstafanir, er honum hafi borizt skýrsla þessara sendi- manna sinna. Hundruð flóttamanna frá portúgölsku nýlendunni Angola hafa flykkzt til Balovalasvæð- isins áð undanförnu vegna átaka milli uppreisnarmanna í Angola og portúgalskra hermanna. lilómadrottning kjonn 1 Hveragerði NÆSTKOMANDI laugardags- kvöld verður hinn árlegi Blóma. dansleikur, sem Kvenfélag Hvera gerðis gengst fyrir, haldinn 1 Hótel Hveragerði. Hafa garðyrkjumenn í Hvera- gerði gefið blómaskreytingu og um kvöldið er ætlunin að kjör- in verði blómadrottning ársins 1966. Um mörg ár hefur kvenfélagið staðið fyrir slíkum dansleikjum og hefur ágóðinn runnið til Lei'k skóla Hveragerðis, sem konunrn- ar reiátu fyrir þremur árum, Mun sami háttur hafður á í ár. 7 8IAKSTEIIVAR Valírelsið í veði Ræða Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra, i Varðaríerð- inni 3. júlí sl. hefur vakið mikla athygli og jaínframt tauga- óstyrk hjá stjórnarandstöðu- blöðunum. í ræðunni sagði for- sætisráöherra m.a.: „Að ári liðnu eigum við að kjósa um það, hvort valfrelsið eigi að vera borgaranna sjálfra eða einhverra yfirvalda. Þær fjölmörgu konur, sem hér eru, geta ráðið því með atkvæði sínu, hvort þær fá að velja sér sínar eigin vörur, eða hvort einhverjir menn á stjórnarskrifstofum eigi að skammta þeim að vild sinni. Ég held, að ef almenningur áttar sig á því, að þess eigið valfrelsi er i veði þurfum við engu að kvíða. En fólkið verður að skilja, hvað er undir þess eigin atkvæði komið. Þess eigin gæfa og vellíð- an er í húfi. Með því að velja það, sem því sjálfu er fyrir beztu, velur það þann veg, sem er íslandi farsælastur“. Greinilegt er af viðbrögðum stjórnarandstöðublaðanna að þeim stendur hvað mestur stugg- ur af þessum ummælum for- sætisráðherra. — Þau gera sér grein fyrir því, að enn er ekki svo langt um liðið frá stjórnar- tið vinstri stjórnarinnar, að al- menningur sé búinn að gleyma því stjórnarfari. Fólk man enn þá skömmtunartíð, sem þá ríkti í landinu. Þá var ekki hægt að fá það úrval neyzluvara, sem nú er á boðstólum og orðið hefur almenningi mikil kjarabót. Þá gengu ýmsar almennar nauð- synjavörur kaupum og sölum á svörtum markaði. Þá var oft ó- kleyft bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki að fá keyptan gjald- eyri. Hann var ekki til og ísland riðaði á barmi greiðsluþrots. Þá gengu leyfi fyrir bifreiðum kaup um og sölum á okurverði og svo mætti lengi telja. Fólkið í landinu man enn þessa tíma og það veit fullvel hvilík breyting hefur á orðið í tíð núverandi ríkisstjórn ar. Tuttugu þúsund nýir bílar frá 1961 sanna þá vaxandi velmegun sem rikt hefur í land inu i tíð núverandi rikisstjórnar. Um þetta munu kosningamar að ári snúast. Um stjórnarfar vinstri manna, sem komu upp skömmtunarveldi skrifstofu- manna og um það stjórnarfar, sem nú ríkir og fært hefur fólk- inu frelsi til þess að velja og hafna. Um þetta verður barizt og undan þeirri baráttu geta vinstri menn engann veginn skof ið sér. Fólkið man þeirra verV og gleymir ekki. „Oít ratast...........u Austri segir i gær um breyt- ingar á skipulagi framleiðslu og iðnaðar i Sovétrikjunum: „Eftir þvi, sem framleiðslan hefur margfaldast og orðið fjöl- skrúðugari hafa hinar fornu hag stjórnaraðferðir, sem miðuðust við mjög sterkt miðstjórnarvald, orðið þyngri í vöfum og boðið heim æ meiri skriffinnsku. Lausnin á þessum vanda hefur orðið sú að dreifa valdinu til eirstakra ráðuneyta, lýðvelda og héraða, fyrirtækjahópa og ein- stakra fyrirtækja. M.a. er nú verið að framkvæma þá tilraun, að allmargar verksmiðjur fái sjáifar að gera áætlun um fram leiðslu sína, en þær verða um leið að bera ábyrgð á áætlun- inni, láta tekjur og gjöld stand- ^st á.“ Þetta er einkar fróðleg játn- ing af hendi helzta málsvara sós ialismans á íslandi, sem viður- kennir nú að ofstjórnarskipulag sósíalismans hafi ekki reynst fært um að halda upp háþróuð- um iönaði í nútímaþjóðfélari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.