Morgunblaðið - 22.07.1966, Síða 4
4
MORCUNBLADIÐ
FSstuaagur 22. júlí 1966
BÍLALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 400.
Kr. 3,50 per km.
SÍMI 34406
SENDUM
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMl 22022 •-
LITLA
bílaleigoB
Xngólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Simi 14970
Eyjólfur K. Sigurjónsson
löggiltur endurskoðandi
Fiókagötu 65. — Simi 17903.
BOSCH
SPENNUSTILLAR
6 VOLX
12 VOLT
24 VOLT
Brœðurnir Ormsson
Lágmúla 9.
Sími 3-88-20.
Þjóðhátíðardagur
pólska ,,alþýðu-
lýðveldisins“
f dag heldur pólska
kommúnistastjórnin í Varsjá
hátíð, af því að 22 ár eru liðin
síðan Stalín kom leppstjórn-
inni í Lúblín á laggirnar og
gerði landráðamanninn Bole-
slaw Bierút að oddvita hennar.
Þessi dagur hefur verið gerð-
ur að þjóðhátíðardegi í pólska
„alþýðulýðveldinu". Um leið
er þess minnzt, að tíu aldir eru
liðnar frá því að sjálfstætt ríki
var stofnað í Póllandi.
í júlí 1944 sóttu sovézkar
hersveitir hratt fram vestur á
bóginn í austurhluta Póllands
og hröktu þýzka herinn á und-
an sér. Pólsk landsvæði, sem
féllu í hlut Sovétríkjanna,
þegar þau skiptu Póllandi
bróðurlega á milli sín og Hitl-
ers-Þýzkalands árið 1939, lentu
á ný undir sovézkum yfirráð-
um, og stjórnin í Moskvu gerði
það þegar lýðum ljóst, að hún
ætlaði ekki að skila Pólverjum
þessum landsvæðum, heldur
leggja þau undir Sovétríkin.
Pólska neðanjarðarhreyfingin
í þessum landshlutum var af-
vopnuð jafnóðum og Rauði
herinn náði þeim á sitt vald
og pólsku frelsishermennirnir
sendir til Síþeríu, þrátt fyrir
mótmæli pólsku útlagastjórn-
arinnar í Lundúnum og banda-
manna. -
Rauði herinn beið
á bökkum Vistúlu-
fljóts !
í júlílok stóð Rauði her-
inn á bökkum Vistúlu, austan
Varsjár, og búizt var við falli
Varsjár innan fárra daga. Út-
varpið í Moskvu hvatti pólska
ættjarðarvini í Varsjá til þess
að rísa upp gegn nazistum og
auðvelda þannig Rauða hern-
um töku og frelsun borgarinn-
ar. Yfirmaður pólsku leyni-
hreyfingarinnar í Varsjá,
Tadeusz Bor-Komorowski, bað
um leyfi pólsku stjórnarinnar
í Lundúnum til þess að gera
allsherjaruppreisn í borginni
og koma þannig í veg fyrir, að
Þjóðverjum tækist að sprengja
byggingar í loft upp o" fremja
önnur hervirki, áður cn þeir
yfirgæfu borgina og Rauði her-
inn hefði náð henni. Leyfið var
veitt, og 1. ágúst 1944 hófst
uppreisnin. Sama dag var búizt
við, að sovézki herinn héldi
inn í úthverfin.
En svo varð ekki, og hófst nú
einn ljótasti harmleikur síðari
heimsstyrjaldarinnar. Upp-
reisnarmenn náðu fljótlega á
sitt vald ýmsum borgarhverf-
um og sögulegum byggingum,
sem þeim var mjög í mun að
bjarga. Pólsku ættjarðörvin;-
irnir miðuðu uppreisn sína við
það, að þeim tsekist að halda
sínum hlut þessa örfáu daga,
sem gætu liðið, áður en Rauði
herinn héldi inn í borgina.
Treyst var á loforð Moskvu-út-
varpsins og fullyrðingar sov-
ézkra ráðamanna um, að borg-
in yrði tekin þegar í stað. En
þetta fór á annan veg. Sovézki
herinn hreyfðist ekki úr stað,
heldur hélt kyrru fýrir ’rétt
austan við Varsjá. Nú skildu
Þjóðverjar, hvað á spýtunni
hékk. Rússum var mjög um-
hugað um að láta eyða pólsku
frelsishreyfingunni, því að þeir
vissu, að tilvist hennar var
heizta hindrunin á því, að
Rússum tækist þegjandi og
hljóðalaust að innlima helming
Póilands í Sovétríkin að styrj-
öldinni lokinni og gera afgang-
inn að þægu leppríki. Lepp-
stjórnin, sem búin var til aust-
ur í Lúblín, og eingöngu var
skipuð dyggum kommúnistum,
er áttu sér annað og æðra föð-
urland austur í Moskvu, féllst
þegar á landakröfur Rússa.
Þessir pólsku kommúnistar
samþykktu umyrðalaust, að
Rússar mættu leggja undir sig
helming Póllands! Sovétstjórn-
in vissi, að frelsishreyfinguna
yrði að uppræta, og því þá ekki
að láta Þjóðverja vinna verk-
ið fyrir sig að eins miklu leyti
og unnt var?
* Blóðbaðið
Þjóðverjar, sem voru að
búa sig undir að yfirgefa
Varsjá, skildu nú, að Rauði
herinn mundi láta þá af-
skiptalausa fyrst um sinn. Þess
vegna hættu þeir við að flýja
borgina, en tóku til við að
berja uppreisnina niður. Upp-
reisnin var kæfð í ægilegu
blóðbaði. Blóminn úr pólsku
frelsishreyfingunni féll í val-
inn, og Þjóðverjum gafst tími
til þess að „hreinsa" Gyðinga-
hverfið með alkunnum afleið-
ingum (mörg hundruð þúsund-
ir Gyðinga voru skotnar eða
sveltar til bana), og hefur það
áreiðanlega glatt Stalín og
aðra Gyðingahatara í Kremi.
Uppreisnarmenn börðust til
síðasta manns. Bæði trúðu þeir
því ekki, að Rússar mundu
ekki verða við neyðarkalli
þeirra og áskorunum bandá-
manna um að koma þeim til
hjálpar, og í öðru lagi vissu
þeir, að engrar miskunnar var
lengur að vænta af hálfu Þjóð-
verja, þótt þeir gæfust upp. ,
■Ar ...Frelsunin“
Þetta ægilega blóðbað
stóð yfir í 63 daga. Frelsis-
hernum var útrýmt, Gyðingun-
um var útrýmt, gífurlegur
fjöldi óbreyttra borgara lét líf-
ið, og borgin var eydd, svo að
varla stóð steinn yfir steini. 2.
október 1944 neyddist Tadeusz
Bor-Komorowski loks til þess
að gefast upp með síðustu leif-
um frelsishersins. Þjóðverjar
létu kné fylgja kviði.
Loks hafði sovétstjórninnl
tekizt að láta eina áætlun sína
standast. Það var svo ekki fyrr
en 17. janúar 1945, að Rauði
herinn „frelsaði" rústahrúg-
una, sem hét Varsjá, imdir for-
ystu Rokossovskís marskálks.
Rússar tróðu síðar þessum
marskálki sínum upp á Pól-
verja og gerðu hann að her-
málaráðherra í leppstjórn
pólska „alþýðulýðveldisins“.
Sovétstjórnin í Kreml ber
jafnmikla ábyrgð á eyðingu
Varsjár og nazistastjórnin í
Berlín.
★ 1000 ár frá upphafi
allsherjarríkis
í Póllandi
Frelsisástin býr enn I
brjóstum Pólverja. Það hafa
atburðirnir 1956 og síðari at-
burðir sýnt umheiminum. Nú,
þegar þúsund ár eru liðin frá
upphafi allsherj arríkis í Pól-
landi, eiga menn ekki aðra ósk
betri Pólverjum til handa en
þá, að senn linni svartnætti
því, sem grúft hefur yfir
pólsku þjóðinni um sinn, og
að hún öðlist von bráðar full-
komið sjálfstæði.
Contemnit procellas er víg-
orð Varsjárborgar, sem átt gæti
við alla pólsku þjóðina, en það
þýðir: „stenzt alla storma" eða
eitthvað á þá leið.
Skiptatundur
í þrotabúi Önnu Guðmundsdóttur, Tömasarhaga 46,
hér í borg, ekkju Þorbjörns Áskelssonar, útgerðar-
manns frá Grenivík, verður haldinn í skrifstofu
borgarfógeta, Skólavörðustíg 12 hér 1 borg, miðviku
daginn 27. júlí 1966, kl. 2 síðdegis. Verða þá teknar
til athugunar eignir búsins, svo og lýstár kröfur.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 7. júlí 1966.
Harðviður
TEKK 2”—2- Afromosia l”-lV4”-2”.
Beyki l”-l%”-2”. — Eik 2”.
Jón Loftson hf.
Hringbraut 121. — Sími 10-600.
Við Sæviðarsund
Til sölu eru skemmtilegar 4ra lierb. íbúðir á hæð-
um. Seljast fokheldar. — Aðeins 4 íhúðir í húsinu. —
Sér hitaveita. — Uppsteyptir hílskurar í kjallara
hússins.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala.
Suðurgötu 4. — Sími 14314.
3ja herb. ibuð
Til sölu er vönduð 3ja herb. íbúð í sambýlishúsi við
Hátún. íbúðin er í bezta standi. — Teppi á skála
og stofu.
ÁRNI STEFÁNSSON, HRL.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4 — Sími 14314.
Bílar til sölu
Volga bifreið, 6 manna, árgerð 1959 og Mosk-
witch ’59, með 4ra gíra kassa til sötu.
Báðar bifreiðarnar eru í ágætu lagi.
Bifr. og Landbúnaðarvélar
Suðurlandsbraut 14. —- Sítni 38-600.
Skiptafundur
í þrotabúi Verklegra framkværnda h.f. Reykjavík,
verður haldinn í skrifstofu borgaifógeta, Skóla-
vörðustíg 12, hér í borg, föstudaginn 29. júlí 1966,
kl. 2 síðdegis og verður þá gerð grein fyrir eign-
um búsins og rannsakaðar lýstar kröfur.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 7 júlí 1966.