Morgunblaðið - 22.07.1966, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fftsturtagur 22. Jótí 196*
Árbæ’arhverfi
Höfum til sölu flestar stærðir og gerðir íbúða víð
Hraunbæ. Seljast tilbúnar undir tréverk og máln-
ingu. Sameign öll frágengin.
Ennfremur fokhelda íbúð.
Hagstæð verð og greiðsluskilmálar.
FASTEIGNA
SKRIFSTOFAN
AUSTURSTRÆTI 17 (HtíS SILLA OG VALDA) SÍMI 17466
L AUGARDALS VOLLUR:
I. DEILD
í kvöld (föstudag) kl. 8.30 leika
Valur - ÍBK
Dómari: Baldur Þórðarson.
Verður liðið, sem sigrar í kvöld Islands-
meistari í ár ?
Nú verður það fyrst spennandi!
Mótanefnd.
Reyðarvatn
Veiðileyfi eru seld hjá Sófusi Bender, Hrísateigi 15,
sími 35529 og hjá veiðiverði.
Bátar verða leigðir út um helgina.
1 herbergi, ennfremur 2jn til 3jn
herbergjn íbúð ósknst.
Uppl. n skrifstofu vorri.
FASTEIGNA
SKRIFSTOFAN
AUSTURSTRÆTI 17 (HllS SILLA OG VALDA) SlMI
Tryggvi Ófeigsson iít-
gerðarmaður, sjötugur
HANN er fæddur 22. júlí 1896
að Brún í Svartárdal, A-Húna-
vatnssýslu. Sonur hjónanna
Ófeigs Ófeigssonar frá Fjalli á
Skeiðum og Jóhönnu Frímanns-
dóttur frá Hvammi í Langadal.
Ófeigur, faðir Tryggva, var
Ófeigsson Ófeigssonar ríka frá
Fjalli á Skeiðum og Ingunnar
Eiríksdóttur frá Reykjum á
Skeiðum (Reykjaætt). Móðir
Ingunnar var Guðrún Kolbeins-
dóttir prests að Míðdal í Laugar-
dal (Kolbeinsætt). Móðir Ófeigs,
föður Tryggva, var Vilborg Ey-
jólfsdóttir frá Auðsholti Guð-
mfundssonar frá Brúsastöðum í
Þingvallasveit.
Aldamótaárið fluttu foreldrar
Tryggva til Keflavíkur, síðar
fluttu þau að Brunnastöðum á
Vatnsleysuströnd og þaðan á
Vesturkot á Hvaleyri við Hafn-
arfjörð. Þaðan fluttu þau að
Ráðagerði í Leiru og bjuggu þar
í tvo áratugi. Systkinin voru tíu
og var Tryggvi næstelztur. Af
þeim komust 8 til fullorðins ára.
Leiran er samfelldur gras-
blettur, uppblástur ofan garðs,
en sjórinn áð neðan. 200 manns
voru þar á vetrarvertíð, þar af
Vs hluti vermenn úr ýmsum sýsl-
um landsins, þar eru nú 2 eða 3
býli í byggð, en nú engin fleyta,
þar sem áður voru tveir tugir
skipa, smárra og stórra, en helm-
ingur túnanna er golfvöllur.
Leiran var minnsta útgerðar-
plássið á Suðurnesjum. En þar,
eins og í öðrum verstöðvum, stóð
verkmenning á háu stigi. 1912
var keyptur þangað mótorbátur-
inn Ágúst, formaður var Stefán
Sigurfinnsson frá Vatnsleysu. Á
þeim báti var Tryggvi vetur, vor
og sumar. Þetta var fyrsta ís-
lenzka fleytan, sem hélt uppi
landhelgisgæzlu. Nánar verður
það ekki rætt hér, því það er
áður skráð.
Tryggvi byrjaði sjóróðra barn
að aldri í Leirunni. Á Austfjörð-
um á 15. ári og hafði 1 kr. í dag-
kaup fyrsta sumarið, alltaf á ára-
bátum. 14 ára byrjaði hann að róa
á vetrarvertíð hjá Ólafi Bjarna-
syni á Steinum í Leiru. Ölafur
var þekktur formaður og þrek-
menni.
Vetrarvertiðina 1914 fór hann
fyrst á togara á hollenzka botn-
vörpunginn Ocean frá Hafnar-
firði, þá 17 ára. Togararnir voru
þá keppikefli allra dugandi
manna. Vetrarvertíðina 1915 rerj-
hann á áttæringi Stefáns Sigur-
finnssonar frá Bakkakoti. Þetta
var skóli þeirra tíma. í vetrar-
vertíðarbyrjun 1916 fór hann á
togarann Braga frá Reykjavík og
var þar í góðu yfirlæti og góðum
skóla, því að skipstjórinn var Jón
Jóhannsson frá Njarðvík, yfir-
vélstjóri Markús ívarsson, síðar
eigandi Vélsmiðjunnar Héðins
og valinn maður í hverju rúmi;
var hann á því skipi þar til það
var selt til Frakklands ásamt 9
öðrum togurum haustið 1917.
Einkennilegt atvik kom fyrir
seinni hluta vetrarvertíðar 1916,
þá brauzt út sjómannaverkfall.
Þetta þótti honum einkennilegt,
því að þá hafð ihann haft fyrir
mánuðina marz og apríl fjórfalt
kaup á við það sem tíðkaðist á
áraskipum þá.
Það voru mikil viðbrigði að
komast á togara af opnum .bát-
um, fæðið veizlumatur og allir
strangir reglumenn þeir, sem þar
komust að. Vökur voru miklar,
en það tíðkáðist á flestum fleyt-
um, þar sem sjósókn var stund-
uð af kappi.
Haustið 1917 fór Tryggvi í
sjómannaskólann og lauk þaðan
prófi 1919 með hæstu einkunn,
sem þá var gefin við skólann.
Undirstöðumenntun var ekki
önnur en almenn barnafræðsla,
en það get ég borið um, að þá
munh onum hafa komið vel sú
fræðsla, er hann naut í æsku hjá
föður sínum, þv íað Ófeigur var
maður stór vel að sér og mörg-
um lærðum mönnum lærðari.
1918 var Tryggvi á Snorra
goða, eign Kveldúlfs. skipstjóri
var Páll Matthíassön. 1918—1920
var hann á togaranum Vínland
og á togaranum Ara. Á vetrar-
vertíðinni 1921 gerði D. H. Book
les í Hafnarfirði út 5 togara,
framkvæmdastjóri var Þórarinn
Egilsson. Tryggva var þá falin
skipstjórn á öðru bezta skipinu,
J. M. Reed frá Aberdeen. Gekk
þetta allvel á þessu skipi, en að
vertíðinni lokinni fóru togararn-
ir aftur til Skotlands. Fór hann
þá um haustið bátsmaður til Sig-
urðar á bv. Geir og var hjá þeim
ágæta manni í eitt ár. Um sum-
arið hafði hann verið á bát á
síldveiðum fyrir Norðurlandi,
einnig var það honum happa-
sumar, afli í bezta lagi.
Tvö ár var hann svo stýrimað-
ur hjá Jóni Otta á bv. Walpole
sem honum þótti bæði ágætur
maður og góður skipstjóri. Sum-
arið 1924, me'ðan togararnir
voru bundnir í höfn, fór hann
skipstjóri á togarann Helga
magra fyrir Ásgeir Pétursson á
síldveiðar og gekk það sæmi-
lega. Haustið 1924 keypti Einar
Þorgilsson í Hafnarfirði bv. Sur-
prise. Tryggvi sigldi honum til
Islands og var með hann í 2 túra.
Samvera þeirra gat ekki orðið
lengri vegna þess að Tryggvi var
þá ráðinn hjá Hellyer. Einar var
rausnarmaður, hann rétti að
Tryggva kr. 1000, þegar hann
fór, framyfir umsamið kaup. Það
var þriggja mánaða hásetakaup
á þeim tíma.
I vertíðarbyrjun 1924 höfðu
Hellyer Brothers komi'ð til Hafn-
arfjarðar með 5 eða 6 togara,
sem lögðu upp afla sinn í Hafnar-
firði. Þeir þurftu að fá íslenzka
skipstjóra á skipin. Þá réði Geir
G. Zoega. Réði hann Tryggva á
togarann Kings Gray, sem átti að
koma til Hafnarfjarðar næstu
vetrarvertíð, en þeir áttu í smíð-
um nýjan togara, sem var stærsti
og langbezt útbúni togari Bret-
lands á þeim tíma. Engum þótti
trúlegt að Tryggva yrði falin
stjórn þess skips og sízt honum
sjálfum, en svo fór að honum
var fengið skipið og stjórnaði
hann því í 5 ár. Kom hann á
skipið svo til eignalaus ma’ður,
en fór af því tilbúinn til að festa
kaup á parti í togara. Þetta var
hinn þekkti togari Imperialist ig
voru aflabrögðin meðan Tryggvi
stjórnaði honum í samræmi við
skipið. Auk þess að hafa hjá
Hellyer-bræðrum mjög góð kjör,
þá hlaut hann þar staðgóðan lær-
dóm í öllu sem viðkom togaraút-
gerð, sem reyndist honum mjög
verðmætt veganesi. Hann telur
sig standa í mikilli þakkarskuld
við þá bræður.
Sumarið 1926 byrjuðu Hellyer-
bræ'ður lúðuveiðar við Vestur-
Grænlan. Létu þeir Tryggva
flytja sig frá Bretlandi og til
baka aftur og var Tryggvi eini
íslendingurinn um borð, en á
þeim árum þótti ekki fýsilegt að
fara til Grænlands. Með engum.
þeim fullkomnu siglingatækjum,
sem nú þekkjast. Þetta gekk allt
vel, engu síður en hjá hinum
skipunum, sem höfðu linuskipa-
skipstjóra til að færa skipin það
sumar. Sumarið 1927 var aftur
haldið til Grænlands og hafði
Tryggvi þá íslenzka skipshöfn og
nokkra opna mótorbáta til að
fiska á lúðuna. Þetta gekk slysa-
laust og eftirtekjan var góð hjá
öllum. Þessi útgerð Hellyers við
Grænland var stórkostleg, rekin
með mörgum skipum og tugum
af smáum, opnum mótorbátum,
sem voru allir mannaðir Norð-
mpönnum nema þeir, sem fylgdu
Imperialist, á þeim voru eingöngu
Islendingar. í flotanum voru m.a.
tvö mjög stór stöðvarskip. Fyrlr-
hyggju Hellyer-bræðra má m.a.
marka á því, að aldrei slcorti
neitt til veiðanna og engarbik n-
ir urðu, sern ekki var ráðið við.
Tryggvi hefur alla tíð verið
hneigður til útgerðar, frá því
hann var á Bakkafirði, 17 ára að
aldri, með _ tveim félögum úr
Leirunni á líkum aldri. Þeir
gerðu út árabát og farnaðist vel.
í árslok 1929 fór Tryggvi á tog-
arann Júpíter. Félag með saria
nafni var stofnað þá um sumarið.
Hluthafar voru Tryggvi, krónur
112.500, Þórarinn Olgeirsson a.
fl„ kr. 75.000, Joe Little, kr. 75,-
000, Loftur Bjarnason og bræður
hans, kr. 37.500, samtals krónur
300.000. Þetta var mikið fé á þei.n
tíma. Tryggvi var ráðinn sem
skipstjóri til 5 ára og fram-
kvæmdastjóri Loftur Bjarnason.
Afli á skipið var mjög mikill og
hagnaður flest árin og var einn'g
ágæt samvinna milli allra eig-
enda. Þórarinn Olgeirsson cg
Tryggvi höfðu verið samstarf;-
menn á sjó um árabil og telur
hann Þórarinn Olgeirsson ha"a
verið glöggasta mann á fiski-
fræði og fiksimið, sem hann hef-
ur þekkt.
1936 var togarafélagið hf.
Venus stofnað. Aðaleigendur
voru: Loftur Bjarnason fr.im-
kvæmdastjóri, Þórarinn Olgeirs-
son og hinn annálaði aflamaðuc
Vilhjálmur Árnason skipstjóri.
Báðum félögunum gekk vel g
skiluðu góðum hagnaði. Tryggvi
var einn af eigendum.
1939 kaupir Ólafur Ófeigsson
togarann Hafstein. Með hönum
urðu áðalhluthafar Loftur Bjarna
son, Vilhjálmur Árnason, Þórar-
inn Olgeirsson og Tryggvi Ófeigí
son. Þetta var hlutafélagið Marz.
Ólafur var skistjóri á skipinu,
enda viðurkenndur aflamaður.
Ólafur var skipstjóri á togaran-
um Hafstein, þegar hann fór ein-
skipa vestur í Grænlandsísinn að
bjarga 53 þýzkum sjómönnum f
sökkvandi stórskipinu Bahia
Blancka. Þá var þessi vísá keðin:
Þin og Leifs er líðum kunn
list í Ránar mani.
Bjargvættur við Ishafs urm
Ægis trölla bani.
*
Fyrir nokkru mætti Ólafu
manni á götu, sem heilsaði hon-
um og þakkaði honum fyrir síð-
ast. Ólafur bar ekki kennsl á
manninn. „Mannstu ekki eftir
því“, sagði maðurinn, „þegar þú
bjargaðir okkur skipshöfninni af
sökkvandi Hansínu VE á Sel-
vogsbanka í vonzku veðri?“ Ýms
um fleiri hefur Ólafur bjargað
úr sjávarháska, þó það verði ekki
talið hér.
f ágústmánu'ði 1940 hætti
Tryggvi skipstjórn og fór í land.
Á miðju ári 1935 hafði komið
stýrimaður á Júpíter, sem þá
hóf starf, sem mikið skyldi verða.
Hann tók við skipstjórn á Júpiter
af Tryggva og hafði þá sam-
fleytt verið stýrimaður í 5 ár.
Þessi maður var Bjarni Ingi-
marsson. Hann var óslitið skip-
stióri með Júpiter til ársins 1947.
Framhald á bls. 19