Morgunblaðið - 22.07.1966, Qupperneq 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Föstudagur 22. jútí 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, ReykjavíK.
j’ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Simi 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið.
DÓMUR ÞJÓÐAR-
INNAR OG VALDA-
BRASK FRAMSÓKNAR
¥ almennum al'þingiskosn-
ingum, sem fram fóru
sumarið 1963 lagði ríkis-
stjórnin fyrir kjósendur störf
sín og þá stefnu sem hún
hafði fylgt síðasta kjörtíma-
bil. Jafnframt hét ríkisstjórn-
in því að halda áfram sömu
stefnu ef þjóðin veitti henni
^traust.
Hver var svo dómur þjóð-
arinnar, úrskurður íslenzkra
kjósenda?
Hann var ótvíræður og at-
hyglisverður. Ríkisstjórnin
hlaut áfram starfhæfan meiri
hluta á Alþingi, ríflegan meiri
hluta kjósenda í landinu og
jók meira að segja þann
meirihluta verulega. Stjórn-
arflokkarnir juku fylgi sitt
hjá þjóðinni úr 54,9% í haust-
kosningunum 1959 upp í
55,6%. Hinsvegar fengu
stjórnarflokkarnir einum
þingmanni færra sumarið
1963 en haustið 1959. Stafaði
það af því að ekki næst jöfn-
uður milli flokka með upp-
bótarþingsætum, því að enn
er kjörfylgi Framsóknar-
flokksins ekki í samræmi við
"þingmannatölu hans, þrátt
fyrir síðustu kjördæma-
breytingu.
Sjálfstæðisflokkurinn jók
fylgi sitt úr 33.800 atkvæðum
í haustkosningunum 1959 upp
í 37.021 atkvæði og úr 39,7%
gildra atkvæða upp í 41,4%.
En hann hlaut þrátt fyrir það
ekki fleiri þingsæti, heldur
sömu þingsætatölu og í haust-
kosningunum 1959.
Engum dylst að hér var um
ótvíræða traustsyfirlýsingu
kjósenda að ræða. Er í þessu
sambandi sérstaklega athyglis
vert að þetta er í fyrsta skipti
hér á landi, að ríkisstjórn,
sem starfað hefur áður heilt
kjörtímabil hlýtur fylgis-
aukningu og verulegan meiri-
hluta allra kjósenda.
Af þessum kosningaúrslit-
um leiddi að sjálfsögðu að
ríkisstjórnin sat áfram og hef
ur það sem af er þessu kjör-
tímabili unnið ötullega að
fjölþættri uppbyggingu og
framförum í þjóðfélaginu.
í>egar alls þessa er gætt
verður augljóst hversu fárán-
legar eru stöðugar kröfur
Framsóknarflokksins um að
ríkisstjórnin segi af sér. —
Framsóknarflokkurinn hefur
nú verið í stjórnarandstöðu
síðan haustið 1958 eða í nær
átta ár. Engum dylst að leið-
togar hans kunna ákaflega
illa við sig utan stjórnar. Þeir
beinlínis brenna í skinninu af
ákafri þrá eftir því að komast
í ríkisstjórn að nýju.
En hefur Framsóknar-
flokkurinn sýnt það að hann
eigi það skilið að þjóðin veiti
honum það traust að efla
hann til stjórnarþátttöku að
nýju?
Sannarlega ekki. Fram-
sóknarmenn hafa undanfarið
komið fram af fullkomnu á-
byrgðarleysi. Þeir hafa í ná-
inni samvinnu við kommún-
ista reynt að gera allt sem í
þeirra valdi hefur staðið til
þess að auka verðbólguna sem
pólitískt baráttutæki til að
skapa sér valdaaðstöðu. Þeir
hafa barizt gegn öllum ráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar
til þess að halda jafnvægi í
efnahagsmálum landsmanna.
Þeir hafa ekki sjálfir getað
bent á eitt einasta úrræði til
lausnar á þeim vandamálum,
sem við hefur verið að etja.
Kjarni málsins er að núver-
andi ríkisstjórn fer með völd
í ótvíræðu umboði íslenzkra
kjósenda, að hún hefur unnið
stórmerkilegt uppbyggingar-
starf og lagt grundvöll að
meiri velmegun og velgengni
í íslenzku þjóðfélagi en
nokkru sinni fyrr.
UPPBLÁSTURS-
HÆTTAN
Drófessor Herbert Hesmer
frá Vestur-Þýzkalandi
hefur dvalizt hér á landi und-
anfarið og ferðazt hér allvíða
um land ásamt Klose, skóg-
ræktarstjóra Vestur-Þjóð-
verja. í ræðu, sem prófessor
Hesmer flutti í hádegisverð-
arboði landbúnaðarráðherra
fyrir nokkrum dögum komst
hann m.a. þannig að orði, að
hann hefði hvergi í heimin-
um séð eins mikinn uppblást-
ur og eyðingu lands og hér á
íslandi.
Okkur íslendingum hættir
til þess að skella skollaeyrun-
um við því sem okkar eigin
menn segja um staðreyndir í
iandi okkar. Þegar útlending-
ar mæla hinsvegar jafn alvar-
leg aðvörunarorð og prófessor
Hesmer hefur gert um upp-
blásturshættuna, þá hrökkum
við við. Þá finnum við að
ekki er allt með felldu.
Þessi ummæli hins þýzka
vísindamanns mættu gjarnan
verða til þess að auka áhuga
okkar á vörnum gegn land-
eyðingunni. En þær eru
fyrst og fremst landgræðsla,
friðun lands, sandgræðsla og
skógrækt. Allt þetta verður
að haldast í hendur.
Það er ákaflega mikils
NÝ VIÐHORF í STJÓRN
MÁLUM V-ÞÝZKAL.
S.L. SAUTJÁN ár hefur nú-
verandi kanzlari Vestur-
Þýzkalands, dr. Ludwig Er-
hard hlotið ýmiss konar auk
nefni. Sum þeirra eins og
„efnahagsundursfrændinn“ og
L „sá feiti“ tjá í góðláitlegu
/ gríni samband Erhards og
/ hinnar efnahagslegu velmeg-
\ unar, sem ríkt hefur í V-
t Þýzkalandi, því að framar
1 nokkrum öðrum var það hann
/ sem lagði grundvöllinn að
\ henni. En það viðurnefni,
i sem hann ef til vill hefur
l sjálfur verið hreyknastur af,
/ er hið langa orð „kosninga-
* dráttarvél (Wahlkampfloko-
motive). — Það hlaut hann
sl. haust, þegar Kristilegi
demókrataflokkurinn undir
forystu hans vann mikinn sig
ur í þingkosningunum í v-
Þýzkalandi. Nú hefur þetta
hins vegar snúizt við. í fylkis
kosningum, sem fram fóru í
Nordrhein-Westfalen fyrir
tveimur vikum beið kanzlar
inn og flokkur hans mikinn
ósigur og hefur það breytt
mjög viðhorfum á stjórnmála
sviðinu í V-Þýzkalandi.
Vestur-þýzka Sambandslýð
veldinu er skipt í fylkj
(Lander) og er Nordrhein-
Westfalen þeirra fjölmennast.
Þar er Ruhrhéraðið með mikl-
um hluta af stóriðnaði Þýzka-
lands. Kosningarnar þar
drógu því mjög til sín athygli
manna og úrslit þeirra þá
þeim mun fremur. Jafnaðar-
menn unnu mikinn sigur.
Frambjóðendur þeirra voru
kjörnir í hverju kjördæminu
á fætur öðru allt frá kaþólsk-
um sveitakjördæmum, þar
sem kristilegir demókratar
hafa verið öruggir til þessa,
til verzlunar- og bankamið-
stöðvarinnar Dússeldorf, sem
er höfuðborg fylkisins. Á með
al þeirra frambjóðenda kristi-
legra demókrata, sem urðu að
1 lúta í lægra haldi, voru sum-
ir efnilegustu yngri stjórn-
málamanna þeirra svo sem
dr. Max Adenauer, sem um
skeié yar borgarstjóri í Köln.
Hann er sonur dr. Konrads
Adenauer fyrrv. kanzlara V-
Þýzkalands og er kunnur ís-
landsvinur.
Kristilegir demókratar töp-
uðu 10 af 96 þingsætum, sem
þeir höfðu í löggjafarþingi
fylkisins, en í því eiga sæti
200 þingmenn. Flokkur þeirra
hefur farið með völd í fylkinu
ásarnt flokki frjálsra demó-
krata en hinir síðarnefndu
hltutu 15 þingsæti í kosning-
unum nú og höfðu unnið eitt.
Ludwig Erhard.
Fer vegur hans minnkandi?
Þessir flokkar hafa því sam
anlagt 101 þingsæti í fylkis-
þinginu og þannig meirihluta.
Sá meirihluti er hins vegar
svo naumuT, að ekki er al-
mennt talið, að hann geti orð
ið grundvöllur áframhaldandi
samsteypustjórnar flokkanna.
Jafnaðarmenn hlutu 49.5%
greiddra atkvæða og 99 þing-
sæti. Þannig höfðu þeir áþreif
anlega ýtt kristilegum demó-
krötum til hliðar sem stærsta
flokki fylkisins.
Hvers vegna urðu úrslit
kosninganna eins og raun
varð á? Á yfirborðinu snerust
kosningarnar fyrst og fremst
um héraðsmálefni. Staðreynd
in var hins vegar sú, að Er-
hard, sem hefði unnið mjög ót
ullega í kosningunum og flutt
um 100 ræður í jafnmörgum
stærri og smærri borgum í
Ruhr, gerði álit sitt sem stjórn
málamanns að aðalefni kosn-
inganna. Því var það skoðun
flestra þeirra, sem með kosn-
ingunum fylgdust, að sá sem
raunverulega hefði tapað kosn
ingunum væri Ludwig Er-
hard.
Helzta ástæðan fyrir því,
hve halloka Erhard fór, er
að enda þótt hann sé almennt
viðurkenndur sem höfundur
efnaragsundursins í V-Þýzka-
landi, þá hefur það einmitt
gerzt að undanförnu í iðnaðar
miðstöðvunum í Ruhr, að þar
er skollin á alvarleg efnahags
kreppa, sem virðist vera að
fæða af sér atvinnuleysi. Þá
var það einnig tekið mjög ó-
stinnt upp og gert mikið úr af
andstæðingum kanzlarans, að
á einum kosningafundinum,
þar sem hann skyldi flytja
ræðu, var hrópað á hann og
æpt, þannig að hann gat ekki
flutt ræðu sína. Við þetta
reiddist kanzlarinn og hróp-
aði á móti: „Siðlausi skríll“.
Strax eftir að úrslit kosn-
inganna voru kunn, komst á
kreik orðrómur um það í Bonn
að keppinautar kanzlarans í
flokki hans myndu nú nota
tækifærið og reyna að ýta hon
um til hliðar. Allt slíkt virðist
þó hafa verið út í hött. JSn
framtíð Erhards sem stjórn-
málamanns er ekki að iitiu
leyti komin undir því, hvers
konar stjórn verður í Nordr-
hein-Westfalen. Ef foringjar
Kristilega demókrataflokks-
ins þar ákveða að mynda
„stóra samsteypustjórn“ þ.e.
með jafnaðarmönnum, yrði
það áreiðanlega til þess að
þeirri hugmynd yxi fiskur um
hrygg, að kristilegir demó-
kratar gangi til samstarfs við
jafnaðarmenn og þeir myndi
ríkisstjórn saman. í slíkri
stjórn er ekki endilega vist,
að Ludwig Erhard yrði Kanzl
ari. í kosningunum sl. haust
kom hugmynd einnig fram,
og töldu sum þýzk blöð, að í
slíkri stjórn myndi Eugen
Gerstenmaier, forseti sam-
bandsþingsins vel koma til
greina sem kanzlari. Kosning
amar sl. haust voru hins veg-
ar í ríkum mæli persónulegur
sigur Erhards, þannig að ann
að var nær óhugsanlegt, en
að hann yrði stjórnarformað-
ur. Nú hefur þetta snúizt við,
eins og rakið hefur verið hér
að framan, og önnur viðhorf
skapazt. Þá dylst og engum,
að áhrif jafnaðarmanna í V-
Þýzkalandi fara stöðugt vax-
andi.
virði að almenningur taki þátt
í varnarstarfinu gegn upp-
blæstrinum. Þess vegna er
framtak Lionsklúbbsins Bald;
urs mjög þakkarvert. En fé-
lagar hans hafa tekið fyrir á-
kveðin svæði og farið þangað
með fræ og áburð með það
fyrir augum að hefta frekari
uppblástur og reyna að varð-
veita gróðurleifar. — Slíkt
starf hefur auk þess ómetan-
legt uppeldislegt gildi fyrir
æsku landsins.
STEFÁN ÍSLANDI
¥slenzka þjóðin fagnar hin-
■*■ um ágæta listamanni
Stefáni íslandi og býður harin
velkominn heim nú þegar
hann hefur flutt heim til
ættlands síns, eftir nær 40
ára dvöl erlendis. Stefán ís-
landi hefur unnið sér meiri
frægð erlendis en flestir ís-
lenzkir söngvarar. Jafnframt
hefur hann borið hróður ís-
lands vítt um lönd og álfur.
Þessi glæsilegi listamaður
er nú kominn heim og heldur
áfram störfum í þágu hinnar
göfugu listar. Um leið og þjóð
hans fagnar honum og fjöl-
skyldu hans er honum þakk-
að mikið og glæsilegt starf
•úti í hinum stóra heimi.
Fréttir úr Kjós
Valdastöðum 18. júlí ’66.
NOKKUÐ er síðan að þeir fyrstu
byrjuðu slátt, og hafa þeir þegar
flutt nokkurt magn af heyi í
hlöðu. Nú eru flestir byrjaðir að
slá, en sumir lítið. Veldur þar
um, að grasspretta er ekki góð.
Og nokkuð ber á kali í túnum.
Sr allt í seinna lagi, frá venju-
legu árferði. Enn er eftir að
gera full fjárskil á vori, og tefur
það að sjálfsögðu fyrir heyskapn
um. Seint var sett niður í garð-
lönd, og jafnvel sumsstaðar ekki
verið gert.
St. G.
LAXÁ í KJÓS
Síðustu viku má segja að verij
hafi jöfn og góð veiði. Alls eru
komnir á land um 330 laxar í
Laxá, og auk þess í Bugðu nokkr
ir laxar, sem ég veit ekki tölu
á með vissu.
St. G.
VÍSA TIL ÖRYGGIS-
RÁÐSINS
New York, 21. júlí, NTB-AP - -
Stjórn Sýrlands hefur óskað eft-
ir fundi Öryggisráðsins til þess
að ræða meintar sprengjuárásir
fsraelsmanna á bækistöðvar í
Sýriandi.