Alþýðublaðið - 19.07.1920, Síða 4

Alþýðublaðið - 19.07.1920, Síða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ c?f!oSSrir nt&nit geta fengið atvinnu frá i. næsta mánaðar í síldarolíuverksmiðjum Hinna sameinuðu íslenzku verzlana, Siglufirði. Semjið sem fyrst við 'ffiésfíiffafálag ié. ALÖalstræti 8. Sími 701 og 801- Þórður Kristinsson, Hverfisgötu 76 B, selur í smásölu og heildsölu ýmsar góðar vörur, sem : : allir þurfa með. — Verðið er mjög lágt. : : Dren siðprúðan og skilvísan, vantar til að bera Alþýðu- : : : blaðið til kaupenda í Vesturbæinn. : : : leli konungnr. Eftir Upton Sinclair. Þriðja bók: Pjónar Kola konungs. (Frh.). Því næst lyfti hann henni upp í vagninn, kvaddi hin með handa- bandi og horfði á eftir þeim er þau lögðu af stað. Þegar þau voru farin, fann hann, að hann hataði þessa æskuvini sína, enda þótt hann viðurkendi, að þeir gætu engu áorkað, og höfðu enga á- stæðu til þess að dvelja. En það eitt, að hann sá þau aka á braut í skrautvagni til þess að koma nógu snemma á dansleikinn, með- an hann snéri afturs til þess að reyna að útvega frú Zamboni leyfi til þess, að safna saman jarð- neskum leyfum manns hennar, æsti hann upp. Fjórða bók: Erfðaskrá Kola konungs. I. Náma dauðans var tekin að segja frá leyndarmálum sínum. Qg sögurnar, sem gengu mann Irá manni í héraðinu, sögðu frá ótrúlegum þjáningum ©g ótrúleg- um hetjumóði. Menn, sem verið höfðu í fjóra daga matar og vatns- lausir, vildu ekki láta fara með sig upp, fyr en þeir höfðu hjálp- að til við björgun félaga sinnal Menn höfðu legið hver hjá öðrum í myrkrinu og þögninni og haldið lífinu við á vatninu sem seitlaði úr berginu. Þeir höfðu skifst á um það, að liggja upp í loft, þar sem lak niður, eða þeir höfðu vætt tusku úr fötum sínum og sogið rakann úr þeim. Björgunar- mennirnir sögðu frá því, að þeir hefðu barið í veggina, og heyrt hin veiku svör þeirra innibyrgðu. Þeir sögðu frá þvf, hve mjög þeir hefðu hamast við það að rífa sig 1 gegnum veggina, og að gleði- ópin hefðu kveðið við í móti þeim, er þeir loksins höfðu búið til ofurlítið gat, og þeir sáu glampa i augu vesalinganna inni i myrkrinu, meðan þeir aðfram- komnir biðu eftir því, að gatið yrði nógu stórt til þess, að hægt væri að . koma vatni og mat í gegnum það inn til þeirra! Sumstaðar urðu þeir að berjast við eldinn. Langar slöngur höfðu verið fluttar niður, og þeir fikuðu sig áfram fet fyrir fet, eftir því sem loftdælan saug reykinn og gufuna út, fram undan þeim. Vinnan var afarhættuleg, en eng- inn hikaði, enginn hugsaði sig um; altaf gat verið von um að finna innilukta menn innar í námunni. Hallur hitti Cotton við dyrnar á vogarskýlinu, sem nú hafði verið breytt í bráðabirgðasjúkrahús. Það var í fyrsta sinn, sem þeir hittust, eftir að Joe Smith hafði kastað blæjunni f eimlest Percy Harrigans, og námueftirlitsmaður- inn heilsaði honum og brosti beisklega. „Jæja, herra Warner, þér unnuð víst sigur", sagði hann. Hallur gengdi engu, en fór að mæla með konunum, sem hópuð- ust utan um hann. Mundi eftirlits- maðurinn ekki geta leyft nokkr- um þeirra að koma inn, svo þaer gætu fengið vitneskju um hvernig ástatt var með ástvini þeirra? Kartöflur og laukur ódýrast í Kaupfélagi Reykjavíkur (Gamla bankanum). Fyrirspurnir. (Aðsent.) Mér kemur til hugar að spyrja hiutaðeigendur að því, hvort það eigi að vera vottur um siðmenn- ingu Reykvíkinga í kristinni trú, að guðshúsið dómkirkjan sé ómál- að er hans hátignkemur? Eg trúi þó ekki öðru en að málarar fengj- ust til að gera það; að minsta kosti á sunnudögum. • Sagax judcx.. Eftir hvers fyrirlagi var það, að slegið var á sunnudegi á blett- inum fyrir neðan aðal mentastofra- un landsins. Verzlunin *Hlíf“ á Hverfisgötu 56 A, sfmi 503 selur: Ágætar kartöflur f sekkjum og lausri vigt, dósamjólk á i,oo, steikarafeitina ágætu og leðurskæði. niðurrist. Alþbl. kostar I kr. á mánuði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.