Morgunblaðið - 27.07.1966, Side 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. júlí 1966
l)ng blómarós frá Skaga-
sfrönd 9Blómadrottning6
1 ' Hveragerðt, 25. júli: —
HINN ÁHLEGI blómadansleik-
ur Kvenfélags Hveragerðis fór
fram sL laugardag að Hótel
Hveragerði, fessir blómadans-
leikir hafa verið haldnir mörg
undanfarin ár og rennur allur
ágóði af þeim fil styrktar starf-
semi kvenfélagsins. Mikill mann
fjöldi var á þessum dansleik, og
skemmtu menn sér hið bezta.
ISTIITTU MUI
t )
Gromyko í Tók íó. t
Tókíó, 25. júlí — (NTB) — /
Andrei Gromyko, utanrik- J
isráðherra Sovétríkjanna, er 1
kominn í sjö daga heimsókn i
til Japan. Ræddi hann í dag í
við Etsusaburo Shiina, utan- ;
ríkisráðherra, og urðu þeir \
ásáttir um að efla efnahags- \
samvinnu ríkjanna. Ekki náð l
ist neitt samkomulag varð- ’
andi kröfur Japana um að \
fá aftur fjórar eyjar, sem Sov
étrikin lögðu undir sig í lok
síðari heimsstyrjaldarinnar
árið 1945.
Gengi pundsins.
London, 25. júlí — (AP) —
Sterlingspundið hækkaði
nokkuð á gjaldeyrismarkaðn
um í London árdegis á mánu-
dag, og komst gengið upp í
2,79 5/32 dollara. En það er
1/16 úr bandarísku centi
hærra en fyrir helgi. Ekki
tókst þó að halda þessari
kækkun nema stutta stund.
NATO-fundur.
París, 25. júlí — (AP)
Varnarmálaráðherrar At-
lantshafsbandalagsins sitja
nú ráðstefnu í París og ræða
skipulagsmál samtakanna og
áætlanir fyrir næstu fimm
____________
BOGOTÁ, Kolombíu — Tvær
öflugar sprengingar ur*ðu í Bo-
gotá í gær og urðu af mikil spjöll,
en engan mann sakaði. Varð önn-
ur sprengingin í bandarísku ræðis
mannsskrifstofunni í borginni, en
hin í herskála einum.
KALKÚTTA, Indlandi —
Tígrisdýr hafa banað 46 manns
það sem af er þessu ári í óshólm-
u*m Ganges, að því er skýrt var
frá í Kalkútta í dag. Fjöldi veiði-
manna leitar dýranna en hefur
akki haf.t erindi sem erfiði.
Að venju fór fram kosning um
blómadrottningu 1966, og sýndu
gestir kosningunum mikinn á-
huga. Stúikurnar, sem þátt tóku
í keppninni voru alls fimm tals
ins, þær Jóna Hallbjörnsdóttir,
Rósa Helgadóttir, Hafdís J. Lauf
dal, Auður Guðmundsdóttir og
Hrefna Þorbjörnsdóttir frá Skaga
strönd og varð hin síðastnefnda
hlutskörpust. Krýndi blóma-
drottningin frá því í fyrra, Ásrún
Auðbergsdóttir, hina nýju blóma
drottningu.
Húsið var fagurlega skreytt
blómum, eins og vanalega á þess
um dansleikjum. Gáfu garðyrkju
menn blómin, en kvenfélagskon
ur sáu úm skreytingar á sviði og
sal. — Georg.
— Vantraust
Framh. af bls. 1
efnahagsaðgerðir stjórnarinnar
og sagði að úrræðaleysi væri
hin raunverulega orsök efnahags
vandræðanna.,
Ekki er lengra síðan en í gær,
að 50 þingmenn Verkamanna-
flokksins risu gegn Wilson og
komu með aðra tillögu um lausn
á efnahagsmálunum. Þingmenn
þessir teljast til róttækari arms
Verkamannaflokksins og hafa
þeir eindregið lagzt gegn bind-
ingu launa og verðlags. Telja
þeir að hætta sé á að tala at-
vinnulausra manna í Bretlandi
muni við þessar aðgerðir hækka
upp í 250 þúsund, eða jafnvel
upp í hálfa milljón.
í varnarræðu sagði Callaghan
efnahagsmálaráðherra, að síð-
ustu aðgerðir stjómarinnar
myndu koma jafnvægi á utanrík-
isviðskipti Bretlands og leiða til
hagstæðs greiðslujafnaðar árið
1967.
Hann sagði að orsök efnahags
vandræðanna væri að finna í
hækkuðu verði á innfluttum vör-
um og minni framleiðslu í Bret-
landi, sem mætti rekja til þess
að fyrsta skrefið hefur nú ver-
ið stigið í áttina að 40 stunda
vinnuviku.
Stjórnmálafréttaritarar í Bret
landi telja að brezka verkalýðs-
sambandið (TUC) muni styðja
aðgerðir Wilsons um bindingu
launa og verðlags í 6 mánuði.
Átti efnahagsnefnd TUC að taka
ákvörðun um málið í kvöld og
var búizt við að hún yrði stjórn
inni í vil.
— Dáinn i 80 min.
Framhald af bls. 1
Lífgunartilraunirnar virtust
setla að verða algerlega ár-
angurslausar, og dauðamerki
tóku að sjást á manninum,
sjáöldrin víkkuðu og augun
stirðnuðu. Þegar lífgunartil-
raununum hafði verið haldið
áfram í 45 mínútur, án árang-
urs, ákváðu læknarnir að gefa
sjúklingnum raflost. En einn-
ig það reyndist árangurslaust.
Loks 75 mínútum eftir að
hjarta mannsins hætti að slá,
var ákveðið að gera síðustu
tilraun með því að nota gang-
ráð-raftæki, sem gefur hjart-
anu taktbundin slög) og eftir
u.þ.b. fimm mínútur tók
hjartað viðbragð. Það sló afar
hægt í fyrstu en æ hraðar unz
eðlilegum hjartaslætti var
náð. Maðurinn, sem farið
hafði inn í eilífðina fyrir 80
mínútum, var úr helju heimt-
ur, — hresstist von rbáðar og
er nú löngu útskrifaður af
sjúkrahúsinu og tekinn til við
sína atvinnu. Hann sér fyrir
konu sinni og börnum eins og
áður og kennir sér einskis
meins utan óþægilegrar andar
teppu öðru hverju, sem lækn
arnir segja þó að hann losni
við áður en langt um líður.
Sjálfur hefur þessi maður
ekki hugmynd um að hann
hafi verið dáinn í 80 mínútur
af æfi sinni.
Hrifinn af þróunar-
baráttu islendinga
Framkvæmdastjóri FAO á
blaðamaitnafundi í Khöfn
Kaupmannahöfn, 25. júlí.
Einkaskeyti frá Rytgaard.
Dr. Zen, a’ðalframkvæmda-
stjóri Matvæla- og landbúnaðar-
— Indonesia
Framhald af bls. 1
skapi vinnuhæfari og fram-
kvæmdasamari
Hin nýja stjóm mun vinna
embættiseiða sína að morgni
fimmtudags n.k. í forsetahöll-
inni.
Stjórnmálafréttaritarar í
Djakarta segja að hin nýja
ríkisstjórn verði að hraða eftir
megni að binda enda á hinar
þriggja ára gömlu deilur við
Malasyu. Fjárihagur Indónesa sé
mjög slæmur og ekki hægt að
búast við að erlendir aðilar hefji
fjárfestingu í landinu íyrr en
deilurnar hafi verið útkljáðar.
stofnunar Sameinuðu þjóðanna
(FAO) kom síðdegis í dag til
Kaupmannahafnar úr nokk-
urra daga heimsókn til íslands.
Fer hann á morgun áleiðis til
Grænlands, þar sem hann kynn-
ir sér ýms vandamál fiskiðnaðar-
ins.
Framkvæmdastjórinn ræ<}di í
dag við fréttamenn í upplýsinga-
skrifstofu SÞ, en forstöðumaður
hennar er íslendingurinn ívar
Guðmundsson. Lýsti dr. Zen þar
aðdáun sinni á íslandi, þar sem
hann sagði að smáþjóð hafi bar-
izt hetjulegri sigurríkri þróunar-
baráttu gegn náttúruöflunum.
Dr. Zen sagði að íþróunin í
matvælaframleiðslu landbúnað-
AÐALFUNDUR Samb. Yest-
firzkra kvenna var haldinn á i
tsafirði dagana 23. og 24. júlí. |
í sambandinu eru 14 kven- !
félög á Yestfjörðum og sóttu '■
fundinn 30 fulltrúar frá þeim. |
Voru rædd ýmis hagsmunamái |
kvenna. 1
Kvenfélögin á ísafirði, Htíf t
og Ósk, stóðu fyrir aðalfund- £
inum og móttöku fulltrúanna. /j
Þeir bjuggu í húsmæðraskól- 1
anum og þar voru fundir V
haldnir. Er þessi mynd tekin £
af konunum á tröppum Hús- í
mæðraskólans. í fremstu röð 1
eru m. a. þrjár konur úr I
stjórn. Formaður er Ingibjörg k!
Guðmundsdóttir frá Hnifsdal. j
arins, sem í Danmörku hafi
tekið 90 ár, hafi orðið örari
á fslandi. Þar hafi á ýmsan hátt
verið hlaupið yfir „járnibrauta-
aldurinn", og farið beint af hest-
baki yfir í flugvélarnar.
Vanþróuðu löndin eiga eftir
þetta þróunartímabil. En þau
geta notfært sér þá reynslu, sem
fengizt hefur á löngum tíma i
Danmörku, og á styttri tima á
íslandi, svo framfarirnar verði
enn örari. En dr. Zen varaði þó
við því að of ör þróun gæti
leitt til margvíslegra erfiðleika.
Norrænu lélögin halda
mót í Færeyjum
Mæsta takmark er Grænland
Tun Abdul Razak, varaíorsæt
isráðherra Malasyu sagði í Kuaia
Lumpur í gær, að hann vænti
þess að Indónesar staðfesti hið
bráðasta Bankoksamkomuiagið,
sem Indónesar og Malasíumenn
gerðu með sér fyrir skömmu.
Hingað til hefur Súkarnó Ind-
ónesíuforseti beitt sér gegn stað
festingunni.
Auk þessa máls fær hin nýja
stjóm mörg vandamál við að
stríða innanlands. Fátækt er
mikil í landinu en auður hefur
safnast á tiltölulega lítil svæði.
Einnig mun stjórnin halda áfram
baráttunni gegn kommúnistum
og stuðningsmönnum þeirra.
DAGANA 4.-7. júlí héldu sam
tök norrænu félaganna fyrsta
mót sitt í Færeyjum, en norrænu
félagið þar hlaut í fyrra upp-
töku í samtök félaganna. Við
setningu mótsins tóku til máls af
hálfu norræna félagsins í Dan-
mörku ritari mótsins, frú Stella
Kornerup, Birkeröd, og aðalrit-
ari samtakanna Franz Wendt.
í ræðu sinni lýsti frú Kornerup
því yfir, að næsta takmark sam-
takanna væri stofnun norræns
félags í Grænlandi, þegar Græn
lendingar æsktu þess sjálfir.
Á dagskránni voru m.a. fyrir-
lestrar, skemmtiferðir guðsþjón
ustur og opinberar samkomur,
þá voru í lok mótsins haldnir
stjórnarfundir og vinarbæjar-
mót, en Birkeröd er vinarbær
Þórshafnar í Danmörku.
Mót þetta fór sérstaklega vel
fram og voru gestir kvaddir í
hófi miklu, sem haldið var í
hátíðasal menntaskólans. Veizlan
hófst með borðhaldi og er sú
stærsta sinnar tegundar, sem
haldin hefur verið í Færeyjum
til þessa. Sátu hana alls 450
manns. Þar var skipst á ræð-
um og margs kyns skemmtiat-
riðum. Með móti þessu hafa
Færeyingar sýnt, að þeir eru
góðir og gildir meðlimir samtaka
norrænu félaganna.
Vörullutniibgabifreiðir
fara illa með vegi
ÞVÍ hefur oft verið haldið
fram hér, að hinar stóru vöru-
flutningabifreiðar, sem flytja
vörur landshornanna á milli, fari
mjög illa með vegi, sérstaklega
þegar votviðarsöm tíð er.
Mbl. sneri sér í gær til Sigurð-
ar Jóhannssonar, Vegamálastjóra
varðandi þetta mál, og fékk þau
svör, að það væri staðreynd að
þessar bifreiðar færu hörmulega
með vegina. Sigurður sagði að
bifeiðir þessar væru venjulega
ofhlaðnar, og með meiri öxul-
þunga, en þekktist annars staðar.
Þær gætu ennfremur hæglega
valdið stórslysum, þar sem þær
væru það þungar, að þær gætu
mölvað veikbyggðustu brýrnar,
án þess þó að þær hryndu. En
á himn bóginn gætu þær hrunið,
er næsta bifreið færi yfir þær,
og það gæti haft hinar alvarleg-
»stu afleiðingar
A T H U G I Ð
ei langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
Þegar miðað er við útbreiðslu,
blöðum.