Morgunblaðið - 27.07.1966, Side 13

Morgunblaðið - 27.07.1966, Side 13
Miðvikudagur 27. Júíf 1906 MORGU NBLAÐIÐ 13 Helma MSnning F. 7. maí 1925 — ». 19. júlí 1966. ÞEIR sem guðirnir elska, deyja ungir. Á sólfögrum vordegi í Hólm- inum bar fundum okkar fyrst saman. Ég man alltaf hve star- sýnt mér var á þig, það var svo mikil birta og vorljómi í för með þér og ég held að sá ljómi hafi aldrei yfirgefið þig. Frá bví við fyrst hittumst hélzt vinátta okk- ar alltaf fersk og ný. Tryggð þín var órjúfanleg. Ég man að sum- arið var allt fram undan og vio sumarið er svo margt bundið, sem fegurst er í lífinu. Þá er svo margt sem heiHar. Leiðirnar skildi. Þú lagðir leið þína á Suðurnesin. Mér fannst alltaf eins og þú ættir þar aldrei Iheima og ég man alltaf effir gleðinni og glampanum i auga þínu þegar þú á ný leizt Breiða- fjörðinn í sínu fegursta skarti. Þá varstu sannarlega komin heim. Ég held að ást þín á eyj- uni þinni, þar sem þú áttir svo marga fagra og góða æskustund hafi aldrei dvínað. Hún var al'ltaf í þínum huga sú paradís sem þú gast flúið til á erfiðum stundum. Allt sem var hrjáð og hrakið fann náð fyrir augum þínum sem voru svo fundvís á úrbætur. Nei, vissulega máttir þú ekkert aumt sjá. Þú fannst jafnvel til með litlu blómi sem varð úti í vornæðingnum og eins var með mannssálirnar sem kaldur klaki hversdagslífsins hafði snert. Þú áttir bros sem gat allan ís brætt. Og nú hefur leiðir skilið í bili, já í bili, því trúin segir: Helög höndin hnýtir aftur slit- inn þráð. Það er víst og satt, annars væri enginn tilgangur með lífinu. Til hinztu stundar varstu sterk og heil. Þú þekkir ekki hvað var að æðrast. Þú stóðst heldur ekki ein. Guð alls hins góða bjó í hug þínum og hjarta og trúin á hann er nú þinn vegvísir að hans náðarstóli. Trúrra þjóna laun bíða þín nú. Því trúi ég hiklaust. Jónsd. Ég vil með þesum fáu línum þakka þér alla tryggðina, vin- semdina ,og brosin þin björtu. Það allt skal geymt í safni minn ingana. Börnum þinum og manni sendi ég hlýjar samúðar- kveðjur. Góður guð blessi þig og launi þér. Á. II. t HELMA dáin! Mig setti hljóða þegar mér barst fregnin um andlát þessarar góðu konu sem ég hafði kynnzt fyrir 9 árum í Keflavík. Þótt ég hafi um langann tima vitað að hverju stefndi, kom mér þessi fregn á óvart eins og alltaf þegar dauðann ber að garði. Það var oft margt um mann- inn á heimili hennar enda var hún sérstaklega gestrisin og vildi öllum vel. Manni sínum Georg Selby og börnunum Richard 17 ára, Berg- þóru 13 ára og Margrete 10 ára, hafði hún búið gott heimili og helgaði þeim alla sína krafta til hinztu stundar. Hér ég sit og hugur drúpir húmjð fer um veg, lífs í blóma er brostinn strengur • blið og elskuleg vina kær sem var mér styrkur vönduð trygg og hlý, er nú horfin hér úr veröld. Hugann byrgja ský. Spurning vaknar: Vegna hvers er vegum þannig skipt? Hversvegna er á æviþráðinn svo oft í blóma klippt. Tæpt er allt í timans straumi. Trúin gefur svar: þar við fáum lífs að líta ljósið eilífðar. Minningar á hugann herja hjarta orna vel. Handtak þitt og brosið bjarta bugar ekki hel. Þú varst sterk og heil í hildi á hverju sem að gekk. Hjá þér oft á yndisstúndum afl og kjark ég fékk. Þakka ég allt að leiðarlokum. Ljóst er hvað er misst. Trúi að síðar glaðar getum guðs 4ranni hitzt. Bros þitt s.kært og birta trúar bugar ekkert hel. Heil og sterk á himinleiðum. Helma, farðu vel. Manni þínum og börnum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu þína, kæra vinkona. Kristrún Helgadóttir. Hljótt er í heima ranni horfin er góð móðir. Skjótt skipast í lofti, skúr eftir dag prúðan. Manni er mein búið máttugt. En dapur þáttur dauðans, hann dag styttir djarfur í leik, en bleikur. Minningar munu lifa. Mér voru ljúf kynni Geymi ég hljóð í huga harm á votum hvarmi. Þökk fyrir liðnar leiðir og lán, að ég fékk að kynnast drenglund þinni og djörfung. Dagana þakka lalla. Þín vinkona Kristín Jakobsdóttir. the 'elegant’ DE L’JXE leisure Siii % Sólstólar Margar gerðir nýkomnar. - Ódýrir - Ceysir M. í FERÐALAG ARSINS Filmur — Sólgleraugu — Sólolía — Rafhlöður í ferðatæki. Ferðasælgæti í úrvali — Hvergi meira úrval. — Ávextir í úrvali. Verzlunin Þöll Veltusundi 3. (Gegnt Hótel íslands bifreiðastæðinu). hvertsem þer farið/hvenærsem þertarið hvemig sem þér ferðist iBSb ,.f) * ^ feröaslysatnfBiiing OLIVETTI 14 slög á sekúndu S síritandi lyklar 46 lykla leturborð 29 cm skriflína — tekur víxileyðublað og tollskýrslu 2 Ieturgerðir fyrirliggjandi Möguleiki á 4 að auki. HIN NÝJA GLÆSILEGA RAFRITVÉL - SAMEINAR YFIRBURÐA- GÆÐI, STYRKLEIKA OG STÍLFEGURÐ - VERÐ AÐEINS KR. 13.860 m.s.sk. - FULLKOMIN V ARAHLUT A OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA G. Helgason 6l Melsted hf. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.