Morgunblaðið - 27.07.1966, Blaðsíða 15
UHðvikadagur 27. júlí 1966
MORGUNBLAÐIÐ
15
Sérfræðingar segja að svo sé,
en eigandinn þverneitar
Rafael?
Að manni sínum látnum, á-
kvað frúin að láta sérfræðing
þaulrannsaka málverkið og
fékk til þess verks Jac. A.
Bulters.
Við rannsóknir sínar hefur
Bulters mjög stuðzt við bók
danska prófessorsins Vilhelms
Wanschers „Raphaello Santi da
Urbino — líf hans og list“ sem
út kom árið 1919. í bók þess-
ari greinir frá málverkinu og
segir þar m.a.: „Lítið málverk
af Hieronymusi að gjöra yfir-
bót var um 1530 í eign læknis
nokkurs í Padova" (Padúa).
Málverkið umdeilda ber upp-
hafsstafina „R.S.“ (en fullt
nafn listamannsins var Rapha-
ello Santis eins og áður sagði)
og málverk það sem segir frá
í bók prófessorsins hefur verið
glatað síðan 1530.
Hin nákvæma rannsókn
Bulters á þessu litla málverki
sýnir á skemmtilegan hátt
hvernig starf listfræðings get-
ur stundum líkst starfi leyni-
lögreglumannsins, sem þræðir
mjóan veg sanninda og líkinda
í leit að lausn gátunnar sem
hann fæst við hverju sinni. For-
sendur fyrir niðurstöðum
Bulters eru sagðar mjög senni-
legar og honum hefur tekizt að
Norrœnt tónlistarmót
œskufólks í Lundi
ísraelskur myndhöggvari, Habbad að nafni, búsett- ?
ur í Bagdad, hefur til þessa verið kunnastur af
stórgerðum höggmyndum, hrjúfum listaverkum unn-
um úr málmi. En honum er fleira til lista lagt og
meðal annars sem vakti athygli manna og nokkra
skemmtan á sýningu er Habbad hélt í París nýverið,
voru þessir fjórir silfurgafflar ,sem listamaðurinn i
hefur farið um höndum á heldur óvenjulegan máta. i
Málverkið góða af heilögum Hieronymusi.
sannfæra sérfræðinga um að
hér sé raunverulega um að
ræða mynd eftir Rafael.
Þess er ekki kostur, að rekja
hér lið fyrir lið greinargerð
Bulters varðandi rannsóknir
hans á málverkinu af
Hieronymusi, en þar bendir
hann m a. á litasamsetningu
myndarinnar og uppbyggingu
og leiðir að því sterkar líkur að
myndin sé gerð i byrjun 16.
aldar.
Nú er myndin góða metin á
30 til 60 milijónir ísl. króna og
listaverksalar gera í hana til-
boð hver um annan þveran —
en hin aldna frú Lundeby sit-
ur við sinn keip og kveðst viss
um að hér sé aðeins um eftir-
mynd að ræða.
LISTFRÆÐINGUR nokkur
í Noregi hefur í eitt og hálft
ár rannsakað málverk, sem
er í eigu norskrar ekkju, og
komizt að þeirri niðurstöðu,
að hér sé um að ræða mál-
verk eftir Rafael frá árinu
1530. Svo undarlega bregður
þó við, að eigandi málverks-
ins neitar að trúa niðurstöðu
listfræðingsins.
Listfræðingurinn, sem er
hollenzkættaður, Jac. A. Bult-
ers að nafni, hefur lagt niður-
stöður rannsókna sinna fyrir
Rafael-sérfræðinga Vatikans-
safnsins, prófessorana di Campo
og di Fredrici, og málverkið
með, og telja þeir þær réttar.
Þrátt fyrir þessar ákveðnu
skoðanir sérfræðinganna, sagði
eigandi myndarinnar, frú Ruth
Lundeby. sem býr í Lillehamm-
er, að hún teldi enn, að hér væri
um eftirmynd að ræða. Gamla
konan, sem er ekkja listmálar-
ans Alf Lundeby, er lézt árið
1961, á 91. aldursári, sagði eft-
ir að hafa kynnt sér þessar nið
urstöður sérfræðinganna, að
sér fyndist ástæðulaust, að slá
(því þannig opinberlega föstu,
að hún ætti mynd eftir Rafael.
Aðspurð, hvort hún ætlaði að
selja málverkið, svaraði hún
hlæjandi: „Björninn er ekki
unninn enn, og því nokkuð
snemmt að selja af honum
feldinn.“
Á skömmum tíma hefur at-
hygli allra beinzt að gcknlu
konunni og málverkinu hennar
en hún berst gegn því af al-
efli, að þetta komi umróti á
vanabundið líf sitt. -
Málverkið sýnir heilagan
(Hieronymus, þar sem hann
krýpur á kné inni í helli fyrir
framan opna Biblíu og Krists-
mynd, í forgrunni liggur ljón
Eigandi málverksins, frú
Lundeby, sem harðneitar að
það sé eftir Rafael sjálfan og
segir það aðeins eftirmynd.
Rómuð frammistaða íslenzks
fiðluleikara
en í bakgrunni ber kirkju við
himinn. Myndin er máluð á
kopar og stærð hennar er að-
eins 25,5 x 19 cm.
Árið 1896, er Alf Lundeby og
kona hans voru yngri að árum,
sóttu þau Rómaborg heim. Þar
fundu þau m.a. annars á skran
markaði einum málverkið góða
og Alf Lundeby keypti það
handa konu sinni fyrir 72 krón
ur ísl. Frá þeim tíma hefur
málverkið hangið í íbúð list-
málarans í Lillehammer, og
glatt augu allra, sem sáu það,
en enginn gerði sér grein fyrir
þvi, að þarna væri ómetanlegt
listaverk eftir sjálfan Rafaei.
Um miðjan júnímánuð sl.
kom saman í háskólabæn-
um Lundi í Svíþjóð hópur
ungra tónlistariðkenda frá
Norðurlöndum. Tilefnið var
árlegt tónleikahald „Nord-
iska ungdomsorkestern“ eða
norrænu æskulýðshljóm-
sveitarinnar, sem sett hefur
svip sinn á þennan forn-
fræga háskólabæ Svía í sex
tán sumur.
Töluvert hefur verið skrifað
um norrænu æskulýðshljóm-
sveitina í sænsk blöð, enda
að vonum og þykir frammi-
staða þátttakenda betri í ár
en nokkru sinni fyrri Sex
íslendingar tóku þátt í þessari
tónlistarhátíð í Lundi þenn-
an mánuð sem hún stóð yfir.
Meðal þeirra Var Rut Ingólfs-
dóttir, íslenzkur fiðluleikari
sem stundaði nám í Malmö sl.
vetur og átti því stutt að sækja
til Lundar. Rut lék einleik á
nokkrum tónleikum hljómsv. og
þótti takast frábærlega vel.
Eftir síðustu tónleikana, sem
haldnir voru sunnudaginn 10.
júlí fóru fram styrkveitingar
til þátttakenda í verðlauna-
skyni og hlaut Rut einn styrkj
anna, en fé til þeirra lögðu
fram Norræna-félagið í Lundi
og Lionsklúbburinn þar.
Eins og áður sagði, lék Rut
Ingólfsdóttir einleik á fiðlu á
nokkrum tónleikanna og voru
blaðadómar um leik hennar
mjög lofsamlegir. Meðal annars
lék hún „Introduction“ og
„Rondo capriccioso“ eftir
Camille Saint-Saéns af ná-
kvæmri tilfinningu og jafn-
Rut Ingólfsdóttir.
vægi. Maður hlaut að hrífast af
túlkun hennar og valdi á við-
fangsefninu", sagði einn gagn-
rýnandinn. Á öðrum tdnleikum
lék hún verk eftir Eugeune Ys-
aye, sónötu nr. 3 fyrir einlks-
fiðlu og um hana sagði Walde-
mar Welander í gagnrýni sinni
á tónleikunum að þar hefði
hann heyyt bezt leikið á fiðlu á
öllum tónleikum norrænu
æskulýðshljómsveitarinnar til
þessa, leikur hennar hefði ver
ið kunnáttusamlegur og músi-
kalskur og einkum ehfði það
verið áfcerandi. hversu fullkom
ið vald hún hefði á öllum tví-
gripum.
Af öðrum íslendingum sem
þátt tóku í starfi norrænu
æskulýðshljómsveitarinnar í
Stuölar - strik - strengir
Lundi í ár má nefna yngri
systur Rutar, Unni Maríu, 15
ára gamla, sem líka hefur kjör
ið sér fiðluna og fékk góða
dóma fyrir frammistöðu sína
og Hafstein Guðmundsson
sem lék á fagott og þótti einn-
ig vel takast. Af öðrum íslend-
ingum er þarna voru höfum
við ekki fregnir úr blöðum
þaðan, en þar voru auk ofan-
greindra, Sigurður Jónsson,
Unnur Sveinbjarnardóttir og
Þórunn Stefánsdóttir og léku
öll á fiðlú.
Þátttakendur í norrænu
æskulýðshljómsveitinni hafa
ærinn starfa þennan mánuð
sem þau dveljast í Lundi því
æfingar standa yfir mest-
an hluta dags og svo
eru sjálfir tónleikarnir tvisvar
í viku og jafnvel oftar. Stund-
um er líka tilsögn eða kennsla
milli æfinga og fátt frístunda.
En það sýtir enginn, því það
er ekki á hverjum degi sem
kornungir tónlistariðkendur —
yngsti þátttakandinn er að-
eins fjórtán ára, sænsk stúlka
og leikur á fiðlu og tók einnig
þátt í norrænu æskulýðshljóm
sveitinni í fyrra — fá tæki-
Framhald á bls. 21
Vel mælt
Guð metur ekki bænir
manna eftir því hvaða trú-
flokki þeir tilhe.yra.
Dr. Wolfgang Trillhaas,
guðfræðiprófessor við háskól-
ann í Göttingen.
Hinn raunsæi maður leitar í
sífellu þó leynt fari ævintýr-
anna sem áður voru og alls
þess sem ber svip af þeim.
Eugene Ionescu, rúmenskur
leikritahöfundur, búsettur í
París.
Er málverkið eftir