Morgunblaðið - 27.07.1966, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. júlí 1968
Jón Matthiesen
kaupm. 65 ára
EINN þekktasti borgari Hafnar-
fjarðar, Jón Mathiesen, kaupmað
ur, er 65 ára í dag.
Jón er sonur frú Arnfríðar
Jósefsdóttur og Matthíasar Á.
Mathiesen kaupmanns og sicó-
smíðameistara, fyrst í Reykja-
vík, en síðar í Hafnarfirði. Ekki
verður ætt Jóns né uppruni nán
ar rakið hér, enda þessi orð sem
hér birtast aðeins hamingjuósk-
ir Jóni til handa frá mér, konu
minni og börnum.
Jón Mathiesen er um margan
hátt sérstæður persónuleiki. Stór
og mikill að vallarsýn, hrókui
fagnaðar ef því er að skipta,
hrjúfur, en þó svo bljúgur og
hlýr, að fáa þekki ég slíka, enda
hjarta hans stórt í þess orðs
beztu merkingu. Félagslyndur er
J'ón Mathiesen og hefir víða
komið við í félagslífi Hafnfirð-
inga og einnig í margskonar
landssamtökum og allsstaðar
munað um starfskrafta han3 og
fórnfýsi. Engar upptalningar
skulu þó tilfærðar hér á marg-
háttuðu félagsmálastarfi, enda
er Jón svo þekktur af þessum
erilsömu störfum, að þess gerist
ekki þörf að tiunda slíkt.
Lífsstarf sitt hefir Jón unnið
við búðarborðið og þar stendur
hann enn og deilir geði við við-
skiptavini sína. Er verzlun hans
nú rúmlega 40 ára gömul. Stofn
sett 1922.
Þeim er þetta ritar er Jón
Mathiesen þó minnisstæðastur
af heimilislífi sínu og hans mik-
ilhæfu konu frú Jakobínu.
Og þegar til heimilis þeirra
Mathiesen hjóna er hugsað kem-
ur í hugann þessi ljóðlína Ólaf-
ar frá Hlöðum:
„Mitt skip er í höfn
þar sem skjólið er mest.“
Af nánum kynnum er ljúft og
skylt að á það sé minnzt hversu
samlíf þeirra hjóna og heimilis-
dbragur allur er til fyrirmyndar.
Jakobínu og Jóni fæddust tvær
dætur, Soffía er giftist Davíð
Sch. Thorsteinsson framkvæmda
stjóra í Reykjavík og Guðfinna,
gift Marthy Bevans, majór í
ameríska hernum, búsett í V-
Þýzkalandi um þessar mundir.
Fyrir rúmlega þremur árum
urðu þau hjón fyrir þeirri miklu
sorg, að eldri dóttir þeirra,
Soffía, lézt og gefur að skilja,
að söknuður þeirra var sár og
bitur. Kom þá vel í ljós hvern
hug samborgarar og aðrir vinir
þeirra hjóna, Jakobínu og Jóns
báru til þeirra og er mér kunn-
ugt um það, að samhúgur sá
yljaði þeim á þeirra sáru rauna-
stundum.
Heimili þeirra Jakobínu
frænku minnar og Jóns, er íburð
arlaust en smekklegt og listrænt,
en umfram allt hlýlegt, og nota-
legt er þar að vera, hvort heldur
er í fámennum fjölskylduhópi,
eða í fjölmennari fagnaði, enda
þau hjón bæði samhent um höíð
ingsskap og rausn.
Ekki verður svo skilizt við
þennan þátt í lífi þeirra Mathie-
sen-hjóna að þess sé ekki minnst,
hve spor þeirra liggja viða um,
til þeirra, sem á einhvern hát;
þurfa liðsinnis við. En í því vei.t
ula starfi sinu, eru þau, sem á
öðrum sviðum svo samhent að
til mikillar fyrirmyndar er,
minnug þess, að sælla er að gefa
en þiggja.
Eitt er það sem einkennir allt
líf Jóns Mathiesen öðru fremur
og hefir svo verið alla tíð, það
lengi ég man, sem litill snáði,
en það er barngæði hans og hve
létt honum er að laða að sér
börn og unglinga, enda hrein un-
un að sjá Jón í hópi barna, glað-
an, veitulan og ætið „yngstan“
í hópnum.
Augasteinar Jóns eru og dætra
börnin hans 8, þrjú börn Soffíu
heitinnar og Daviðs og fimm
börn Guðfinnu og Marthy, sem
sífellt gleðja afa sinn, hvort
heldur er með návist sinni eða
úr fjarlægu landi „með beztu
kveðjum, elsku afi og amma á
íslandi“.
Að lokum sendi ég Jóni mín-
ar og fjölskyldu minnar beztu
afmælisóskir.
Jón dvelur í dag utanbæjar.
Jóhann Petersen.
Fatðpressa A. Kúld
Vesturgötu 23.
Lokað frá og með 1.—22. ágúst.
Viðskiptavinir eru beðnir að ná í fatnað fyrir
30. þessa mánaðar.
Ibúð óskast
6—7 herb. einbýlishús óskast til leigu fyrir sendi-
ráðsritara, helzt nálægt sjónum (Ægissíðu). —
Upplýsingar í síma 19535 og 19536 fiá kl. 9—5,30.
ALLT í ÚTILEGUNA
TJÖLD POTTASETT SVEFNPOKAR
Mikið úrval
2ja manna
3ja manna
4ra manna
5 manna
6 manna
með eða án himins.
Stálsúlur og hælar.
Lítil og stór.
GASPRÍMUSAR
MATARSETT
í töskum,
fyrir 2 og 4.
Teppapokar
Dúnpokar
Vindsængur
VIKING —
2ja ára ábyrgð.
Þéttiefni fyrir tjöld.
Kaupið vöruna hjá
þeim, sem reynslu
hafa í notkun
hennar.
Snorrabraut 58
HOBART
rafsuðutransarcu
Háfum fyrirliggjandi hina
vinsælu 180 amp. 1 fasa
rafsuðutransara.
Fylgihlutir: Rafsuðuhjálmur,
rafsuðutöng, jarðkló, raf-
suðukapall 20 fet, járð-
kapall 15 fet og tengill.
HOBART-gæði.
Hagkvænit verð.
R. GUDMUNDSSON 8 KUARAN H F.
VÉLAR . VEI ÁRMÚLA 14, IKFÆRI . IDNADARVÖRUR REYKJAVÍK, SÍMI 35722
Crimplen-kjólar
Ný sending.
Verð aðeins kr. 1.495,00.
Wdgn
U toOöírt _
Laugavegi 31. — Sími 12815.
Deildarstjóra
PILT eða STÚLKU vantar okkur nú
þegar. Einnig afgreiðslustúlku.
XUliaimUi
Aðalstræti.
Húsasmíðameistarar
21 árs gamall maður óskar eftir að kom-
ast að sem nemi í húsasmíði. —
Upplýsingar í síma 33979,
Smiðir
eða laghentir menn óskast strax.
Steinstúlpar h*.
Súðavogi 5. — Sími 30848.
INlotaðar Volvo bifreiðir
til sölu:
Amazon 4ra dyra, árgerð 1962.
P-544 Favorit, árgerð 1963.
P-210 sendi/stationbifreið, árgerð 1964.
Bifreiðarnar eru til sýnis hjá oss.
*
unnai Sqbzehbbm h.f.
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavik - Símnefni: nVolver* - Slmi 35200