Morgunblaðið - 27.07.1966, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur ?7. júlí 1966
FÁLKAFLUG
•••••••••••••
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
lengra en hinn og rak andstæð-
inginn niður á knén, og beindi
sverðsoddinum að hálsi hans,
heyrðist andvarp frá sitjandi
áhorfendunum, þegar maðurinn,
hálffallinn starði gegn um litlu
rifumar á grímunni og hvass
oddurinn vakti blóð. Þetta var
ekki nema eins og rispa, sem
menn geta fengið við rakstur, en
sverðið hafði gert þessa rispu og
blóðdroparnir runnu niður eftir
hálsinum og blíí&aðu hvítu skyrt
una fyrir neðamvý,...
V
— Þetta nægir! æpti Aldo. —
Þið hafði sýnt, favað þið getið.
Vel barizt og þakka ykkur fyrir!
Hann fleygði vasaklútnum sín
um til fallna mannsins, sem reis
á fætur og stöðvaði blóðrásina.
Báðir mennirnir gengu út úr
upplýsta ferhyrningnum og
hurfu út um dyrnar að svefnher-
bergi hertogans.
— Þið hafið séð, sagði Aldo,
— að uppgerðarbardagar hæfa
okkur alls ekki. Vilja nú hinar
fáu konur, sem hér eru, ganga
út, og svo hver sá, sem ekki
vill gerast sjálfboðaliði. Þeim
verður ekkert lagt til lasts. En
þeir, sem vilja gefa sig fram
sem sjálfboðaliða, verða kyrrir.
Ein stúlka ruddist fram og
hreyfði mótmælum, en hann
hristi höfuðið. — Því miður,
sagði hann, — hér verða engar
konur teknar. Ekki í þetta. Far-
ið þið heim og lærið að binda
sár, en þessi þáttur er fyrir okk
ur karlmennina.
Hurðinni út að hásætissalnum
var hrundið upp. Hægt og treg-
lega gengu konurnar út um dyrn
ar og á eftir þeim eitthvað tólf
karlmenn — hreint ekki meira.
Ég var meðal þeirra. Dyravörð-
urinn í hásætissalnum veifaði
okkur áfram. Við gengum þögul
út í salinn fyrir utan, og hurð-
in féll að stöfum á eftír okkur.
Við höfum kannski verið átján
eða tuttugu, alls og alls. Stúlk-
urnar settu upp fyrirlitningar-
svip og biðu ekki einu sinni eft-
ir neinum samferðamanni. Þær
sem þekktust, kræktu saman
örmum og skröltu síðan niður
stigann. Karlmennirnir, skömm-
ustulegir og niðurdregnir, buðu
hverir öðrum vindling.
— Ég er ekkert hrifinn af þess
um bjánalátum, sagði einn. —
Þetta er fasismi endurvakinn,
það er það, sem hann stefnir að.
BAHCO S/LENT
Viff
henta
an
alls
stadcir þar
sem l:rafizt
er
og
loftræslt
gódrar
hljö
drar
ingar.
GOTT
- vel
LOFT
IdTan
- hreinlaeti
HEIMAog á
VINNUSTAÐ.
Audveld luppsetn-
íng: lódré it, lárét t,
í hornogírúdu il
FÖMIXI
SUÐURCiÖTU 10
— Þú ert vitlaus, svaraði ann
ar. Sástu ekki, að hann var að
vega að stóriðjuhöldunum? Hann
er kommúnisti, það er alveg
greinilegt. Það er líka sagt, að
hann sé í kommúnistaflokknum.
— Ég held nú bara, að hann
gefi fjandann í alla pólitík, sagði
sá þriðji. Þetta er bara stórkost-
legur loddari, það er allt og
sumt, og þetta er aðferðin hans
til að gera hátíðina velheppn-
aða. Hann fór eins að í fyrra,
þegar hann útbjó lífvörð páfans.
Ég var reiðubúinn til að gefa
mig fram, þangað til ég sá þenn
an bardaga. En ég ætlaði ekki
að láta neinn Lislaforstj óra
brytja mig í spað.
Enginn þeirra var hávær. Þeir
rifust, en í áköfum hvíslingum.
Við skröltum allir niður stig-
ann í kjölfar stúlknanna.
— Eitt er víst, sagði einhver.
— Ef þetta berst til V og H, þá
verður framið morð.
— Hver verður myrtur?
— Eftir það, sem við vorum
að horfa á? Auðvitað V og H!
— Þá ætla ég að bjóða mig
fram. Ég vil allt til vinna til
þess að kála þeim bölvuðum
skríl.
— Sama hér! Upp með götu-
virkin!
Þei'r höfðu hrist af sér hræðsl-
una. Þeir stóðu á torginu og
voru enn að rífast og ræða mál-
ið, og var alveg greinilegt, að
fjandskapurinn milli V og H og
'hinna deildanna annarsvegar,
var djúpstæður. Svo slangruðu
þeir áleiðis til háskólans og stú-
dentagarðanna. Ég beið þangað
til persónan, sem ég hafði séð
standa á dómkirkjutröppunum,
slóst í för með mér.
— Jæja? sagði Carla Raspa.
— Jæja? svaraði ég.
— Mig hefur aldrei langað að
vera karlmaður fyrr en í kvöld,
ságði hún. Eins og í þessari ame
rísku vísu, þá hugsaði ég: „Hvað
sem þeir geta gert, get ég gert
betur“. Nema berjast, eða svo
virðist vera.
— Kannski verða líka kvenna
hlutverk, sagði ég. — Hann kall-
ar þig seinna í herinn. í svona
óaldaflokkum eru alltaf konur
— sem kasta steinum.
— Mig langar ekkert að öskra,
heldur vil ég berjast. Svo leit
'hún á mig með engu minni fyrir
íitningu en á kvenstúdentana og
sagði: — Hvers vegna gafstu þig
ekki fram?
— Vegna þess, að ég er hér
eins og hver annar farfugl, sagði
ég.
— Það er engin afsökun, sagði
hún. — Það er ég líka, ef út í
það er farið. Ég get farið hvenær
sem ég vil og haldið fyrirlestra
annars staðar. Fengið mig flutta
til. En bara ekki núna. Ekki eft
ir það, sem ég hef séð og heyrt
í kvöld. Það gæti verið.... hún
þagnaði sem snöggvast meðan ég
kveikti í 'hjá henni, — það gæti
verið, að þetta sé einmitt það,
sem ég er að leita að. Málefni
að berjast fyrir. Áhugamál....
Við lögðum af stað niður eft-
ir Rossinigötu.
— Gæti það gefið þér tilgang
að taka þátt í leiksýningu á
skólahátíð?
— Hann var ekki að tala um
neina leiksýningu.
Það var enn ekki framorðið
og af því að þetta var laugar-
dagskvöld var fólk á skemmti-
göngu þarna í götunni, fram og
aftur, pör og fjölskylduhópar.
Ekki svo mjög margir stúdentar,
fannst mér. Þeir voru farnir
heim til sín fyrir helgina. Ung-
lingarnir, sem nú voru á götunni
voru úr búðum, bönkum og skrif
□---------------n
26
□---------------□
stofum. Þetta voru innfæddir
Ruffanobúar.
— Hvað er hann búinn að
vera hér lengi? spurði ég.
— Hann Donati prófessor?
Víst í nokkur ár. Hann var fædd
ur hér, 'barðist í flughernum í
stríðinu, var talinn dauður, en
kom svo og tók háskólapróf. Svo
hélt hann hér áfram sem fyrir-
lesari og var tekinn á arma lista
ráðsins, sem eitthvert gáfnaljós,
og svo fyrir nokkrum árum kaus
það hann formann sinn. Hann
er nefnilega átrúnaðargoð sumra
þeirra, sem völdin hafa, en aðrir
eru honum eindregið andvígir.
Þó ekki Butali rektor. Hann trú-
ir á hann.
— Og rektorsfrúin?
— Livia Butali. Það veit ég
svei mér ekki. Hún er snobb.
Heldur sig út af fyrix sig og
hugsar ekki um annað en tón-
listina. Hún er að einhverri
fínni ætt í Firenze og lætur
mann vita af því. Og ég held
varla, að Donati prófessor mundi
hafa mikinn tíma aflögu handa
henni.
Við vorum nú komin á Lífs-
torgið. Ég hafði alveg gleymt
því þangað til nú, að ég hafði
boðið lagskonu minni út að
borða. Ég fór að velta því fyrir
mér, hvort hún hefði líka gleymt
því. Við gengum yfir í Mikjáls-
götu og stönzuðum úti fyrir nr.
5.
Þá rétti hún mér höndina,
snögglega. — Þú mátt ekki
halda, að ég sé ógestrisin, en
sannleikurinn er sá, að ég vil
vera ein. Ég vil hugleiða þetta,
sem við sáum í kvöld. Ég ætla
að hita mér súpu og fara svo
í rúmið. Hef ég gert þér von-
brigði?
— Nei, svaraði ég. — Mér er
nákvæmlega eins innantorjósts.
— Þá seinna, sagði hún. —
Kannski á morgun.........það fer
allt eftir..... Og svo ertu nú
nágranni.......rétt á næstu grös
um. Við getum alltaf hitzt.
CaroVn Somod/. 20 íro,
fró Bondorítjunum segir:
■ Þegar filipensor þjóðu- mig,
reyndi ég margvisleg efnl.
Elnungis Cleorasll hjólpoðl
raunverulega • ^U<w>f
QM-f"
Nr. 1 I USA þvi það er raunhcef hjálp — Clearacil
„sveltir” fílípensana
þetia visindalega somsetta efni getur hjálpað yður á sama
hátt og það hefur hjálpað miljánum unglinga f Banda-
rfkjunum og viðar - Þvi það er raunverulega áhrifamlkið...
*•*•*• Hörundslitað: Clearatil hylur bólurnar 6 meðan
það vinnur 6 þeim,
*•*•*• Þar sem Clearasil er hörundslitað leynast filípensarnfr -
,*,*,• samtimis þvi, sem Clearasil þurrkar þá upp með þvi að
•*•*•* fjarlaegja húðfituna, sem nœrir þá —sem sagt .sveltir" þá.
I
tmmMwmmmm
• « •••••••
1 Fer innl
húðina
2. Deyðir
gerlane
Clearasil
.3. „Sveltfr’*
filípenvana