Morgunblaðið - 27.07.1966, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.07.1966, Qupperneq 27
Miðvikudagur 27. júlí 1968 MORCUNBLAÐIÐ 27 Meistaramótið: Setti íslandsmet í fyrsta sinn er hún kastaði spjóti — Jón Þ. Ófafsson stókk 2,06 metra i hástökki 40. MEISTARAMÓT fslands í frjálsum iþróttum hófst á Laug ardalsvellinum í fyrrakvöld. Að þessu sinni voru óvenju margir þátttakendur skráðir tii leiks, eða 101 talsins. Að venju mættu þó ekki nærri allir til leiks og má t.d. um það nefna hástökkið, en þar voru 9 keppendur skráð- ír en aðeins þrír mættu. Góð þátttaka var i nokkrum grein- um sérstaklega í langstökki, en þar voru keppendur 12 talsins og í kuluvarpi voru 8 keppend- ur. Góður árangur náðist í nokkr- um greinum, enda var veðrið gott til keppni. Jón Þ. Ólafsson setti nýtt vallarmet í hástökki og stökk vel yfir 2,06 metra. Af- rek Jóns er jafnframt meistara- mótsmet og líkiega 5. bezti árang ur sem náðzt hefur í hástökki á Norðurlöndunum í ár. Þeir fjór ir, er stokkið hafa hærra cn hann eru allir Svíar. Jón átti allgóðar tilraunir við 2,09 metra. ' Skemmtilegasta keppni fyrsta dags mótsins var í 800 metra hlaupi á milli þeirra Halldórs Guðbjörnssonar og Þorsteins Þorsteinssonar. Þorsteinn leiddi fyrri hluta hlaupsins, en Halldór fylgdi vel á eftir og fór fram úr er um 300 metrar voru eftir i mark. Á síðustu metrunum tókst Þorsteini síðan að jafna bilið og komu þeir nær jafnir í mark og fengu sama tíma 1:55,2 mín., sem er nýtt meistaramótsmet. Hlaut Halldór nú til eignar bikar þann er keppt var um í þessari grein og gefin var af Pétri Einarssyni. Eitt fslandsmet var sett, í spjótkasti kvenna. Þar var að verki ung stúlka úr Hafnarfirði, Valgerður Guðmundsdóttir, og keppti hún í fyrsta skipti í spjót kasti. Kastaði hún 38.26 m. og bætti því eldra íslandsmet í greininni um tæpa tvo metra. Annað lengsta kast hennar var einnig lengra en fyrra íslands- Jón Þ. stekkur 2,06. metið. Er ekki vafi á, að Valgerð ur mundi bæta metið enn að mun, ef meiri æfing og aukin tækni kæmi til. Þá voru einnig sett tvö héraðsmet, bæði í 4x100 m boðhla.ipi. Sveit HSK hljóp á 45,9 sek.. og skorti því aðeins 1/10 úr sek. að bæta landsmet ungmennafélaga, sem UMSK á. Sveit HSH hljóp á 46,0 sek., sem er þeirra héraðsmet. Eins og áður segir voru kepp- endur í langstökkinu 12 og stóð keppni í því yfir um tvær klukku stundir. Ólafur Guðmundsson KR sigraði örugglega með 6,99 m. stökki, sem hann náði í síðustu umferð. Meðal keppenda var Tyrkinn Askin Tuna og varð hann fjórði, stökk 6,55 m. Valbjörn Þorláksson, KR, varð íslandsmeistari , fjórum grein- um í fyrrakvöld. Hann var i sveit KR er sigraði í 4x100 m boðhlaupinu, í spóótkasti, 400 m grindahlaupi og 200 m hlaupi, en þar varð aðalkeppinautur hans, Ragnar Guðmundsson, Á, HELGINA 16,—-17. júlí n.k. verð- j ur haldið skíðamót í Kerlingar- fjöllum. Mótið er opið til þátt- töku fyrir skíðamenn af öllu landinu og þar sem nú er orðið bílfært inneftir er búizt við mikilli þátttöku allsstaðar að. Skíðaskóli Valdimars Örnólfs- sonar hefur þegar tekið til starfa og er nú þegar orðin mikil þátttaka fólks víðsvegar að af landinu. Keppendur ungir og gamlir, sem áhuga hafa á að dvelja í Kerlingarfjöllum vikuna fyrir mótið eru beðnir að hafa samband við Valdimar hið allra fyrsta, sem veitir nánari upplýs- ingar. Fyrirhugað er að kepp- endur og aðrir géti fengið far með áætlunarbíl skíðaskólans i fyrir því óhappi að togna í úr- slitahlaupinu. Það sem annars setti svip á meistaramótið var mikil þátt- taka utanbæjarmanna. Væri ósk- andi að þeir sæu sér oftar fært að keppa á mótum í höfuðborg- inni, þar sem svo oft hefur verið dauf þátttaka í keppnisgreinum. Framkvæmd mótsins var eftir atvikum góð, en nokkuð lang- dregin. Eftir fyrsta daginn skiptast Valgerður: Met í fyrstu keppni. sem fer frá Umferðamiðstöðinni kl. 8 s.d. föstudaginn 15. júlí. En Valdimar tekur sérstakelga fram að farseðill sé sóttur daginn áður, eða fimmtudaginn 14. júlí. Skáli Ferðafélags íslands mun verða til umráða fyrir skíða- skólann þessa helgi og er fyrir- hugað að keppendur skíðamóts- ins haldi til þar. Þeir skíðamenn sem hafa tjöld og viðleguútbún- að eru vinsamlegast beðnir að hafa það með sér. Keppt verður á laugardag eftir hádegi og á sunnudag fyrir hádegi, svo að keppendur geta verið tilbúnir til heimferðar síðdegis á sunnu- dag. Mótsstjóri er Valdimar Örn- ólfsson og aðrir í mótsstjórn eru: Árni Kjartansson, Ármanni og Halldór (t.b.) og Þorsteinn meistarastigin þannig milli félaga: Karlagreinar: Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur 8 meist aratitla, íþróttafélag Reykjavík- ur 1. Kvennagreinar: Héraðs- sambandið Skarphéðinn 4 meist aratitla, Fimleikafélag Hafnar- fjarðr 1. St. L. Úrslit urðu sem hér segir: 400 m grindahlaup: 1. Valbjörn Þorláksson,KR, 57.1 2. Helgi Hólm, ÍR, 57,6 3. Kristján Mikaelsson, Á, 59,6 Kúluvarp: 1. Guðm. Hermannss., KR, 15,39 Sigurjón Þórðarson Í.R. Kepp- endur frá Reykjavíkurfélögun- um eru beðnir að tilkynna þátt- töku sína til Leifs Gíslasonar, K.R., Sigurðar Einarssonar, Í.R. og Arnórs Guðbjartssonar, Ár- manni, fyrir fimmtudaginn 15. júlí. Síðustu fiéttir frá skíða- skólanum herma að nú sé skíða- færi mjög gott þar efra og mikil ánægja ríkir hjá skíðamönnum þar. Urslit i einstökum greinum urðu þessi: Kvennaflokkur: Jóna E. Jónsdóttir, ísafirði 72,7 Hrafhildur Helgad., Árm. 72.7 Guðrún Björnsd., Árm. 92.1 Þórunn Jónsdóttir, Árm., 95.9 Drengjaflokkur: Tómas Jónsson, Árm. 62.0 Eyþór Haraldsson, 1R 62.5 Haraldur Haraldsson, ÍR 68.4 Björn Haraldsson, Húsavík 69.1 Karlaflokkur: Kristinn Benedikts., ísaf. 75.0 Björn Ólsen, Sigluf. 75.9 Guðni Sigfússon, ÍR 76.3 Haraldur Pálsson, ÍR 84.5 koma að marki í 800 m. hl. 2. Jón Pétursson, KR, 14,44 3. Erl. Valdimarss., ÍR, 14,0 Langstökk: 1. Ólafur Guðmundss., KR, 6,99 2. Gestur Þorsteinss., UMSS 6,80 3. Guðm. Jónsson, HSK, 6,63 200 m. hlaup: Valbjörn Þorláiksson KR 22,7 Þórarinn Ragnarsson KR 23,2 Sigurður Jónsson HSK 23,9 800 m. hlaup: Halldór Guðbjörnss. KR 1:55,2 Þorsteinn Þorsteinsson KR 1:55,2 Þórarinn Arnórsson ÍR 2:04,8 Hástökk: Jón Þ. Ólafsson, ÍR 2,06 Kjartan Guðjónsson, ÍR 1,86 Donald Rader, UMSK 1,70 Spjótkast: Valbjörn Þorláksson, KR 60,37 Björgvin Hólm, ÍR 58,24 Kjartan Guðjónsson, ÍR 51,80 5000 m. hlaup: Agnar J. Levý, KR 16:06,4 Halldór Jóhannesson HSÞ 16:15,3 Framhald á bls. 21 Þag ðir HINAR sigruðu „knattstjörn- ur“ Brasilíu komu heim til sín í gær. Búizt var við mikl- um óeirðum og alls kyns var- úðarráðstafanir gerðar. Allt lögreglulið var til staðar og 300 óeinkennisklæddir lög- reglumenn sem fylgja áttu leikmönnum heim og vera við heimili þeirra ef að þeim yrði ráðizt. En þegar liðið lenti má segja að ósigur þess hafi fullkomn- ast. Það mætti enginn til að gera uppþot, ekkert skammar- yrði heyrðist og enginn tóm- atur flaug. Viðstaddir voru aðeins skyldmenni farþega. Þeir voru „þagðir í hel“. Gylmar markv. og Garr- incha voru gripnir í útvarpið í Sao Paulo. Þeir skelltu skuld inni á forystumenn knatt- spyrnumálanna og þá er velja liðið er leikur hverju sinni. Segja þeir að þeir hafi valið góða einstaklinga en ekki tek- ið tillit til heildarleiksins. Einn kom ekki heim með flugvélinni. Það var Feola þjálfari liðsins. Æstur múgur hafði áður gert aðsúg að heim- ili hans og hótað eiginkonu hans lífláti. Þar er nú lög- regluvörður — en enginn eig- inmaður ennþá. Keppendur í kvennaflokki. Sumarmót skíöafólks í Kerlingarfjöllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.