Morgunblaðið - 27.07.1966, Side 28

Morgunblaðið - 27.07.1966, Side 28
Helmingi útbreiddara. en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins Smyglað áfengi og sígar- ettur tekið í Kópavogi — Var ekið frá skipshtið í Þorlákshöfn f GÆR tóku tollverðir og lögregla fjóra stóra kassa með smygluðu áfengi og sígarettum við bílskúr í Holtagerði í Kópavogi. Var þetta smyglvarningur úr Skógafossi, og hafði honum verið ekið til Reykjavíkur frá Þorlákshöfn. Skógafoss var að koma frá Evrópuhöfnum, Haim!bor.g og Gautaborg. Kom skipið fyrst að Au-sturlandi og var tollafgreitt á Seyðisfirði. Á leiðinni til Reykja víkur var komið við í Þorláks- höfn, til að setja á land vélar til Búrfellsvirkjunar. Hefur köss unum þá verið komið í land um leið og þeim síðan ekið á bílum í Kópavog, þar sem tollverðir úr I síld við Jan Mayen í GÆRKVÖLDI símaði frétta ritari blaðsins á Raufarhöfn að síldar hefði orðið vart 90 mílur suður af Jan Mayen. Var vitað um tvö skip, sem voru lögð af stað með söltunarsíld til Raufar- hafnar, Faxi og Helga Guðmunds dóttir og voru þau með allt að fullfermi. Einnig hafði heyrzt um að fleiri bátar væru að fá síld þarna. T.d. hafði Ólafur Magnússon fengið 600 tunnu kast. Síldar flutningaskipið Dag- stjarnan er á miðunum við Jan Mayen og tekur vafalaust síld af einhverjum bátunum. Gotí veður var á þessum slóðum og bátarnir stefndu þangað. í fyrrinótt tilkynntu aðeins 4 skip um afla, 289 lestir, en það var afli frá því fyrir storminn. Reykjavík og lögreglu'þjónar úr Kópavogi voru mættir í gær og tóku vaminginn. Kassamir voru fjórir á þess- um stað, gríðarstórir og því vafa laust allmikið magn af áfengi og sígarettum í þeim. Starfsmenn tolls og lögreglu vörðust allra frétta í gærkvöldi, sögðu málið í rannsókn. En tveir menn voru í yfirheyrslum hjá rannsóknar- lögreglunni og munu þeir hafa játað að vera við málið riðnir. lÍEtdirskíriStaskjöl í Möðruvallaprestakalii Votta kosnum presti traust AKUREYRI, 26. júlí. — Undan- farið hafa undirskriftaskjöl geng- ið um allar fjórar sóknir Möðru- vallaklaustursprestakalls. Er sam eiginlegur texti þeirra svohljóð- andi: „Við undirrituð, fullveðja með- limir þjóðkirkjunnar í Bakka-, Bægisár-, Glæsibæjar- eða Möðruvallasókn vottum hérmeð herra vígslubiskupi, séra Sigurði Stefánssyni á Möðruvöllum, okik- ar fyllsta traust og virðingu og þökkum honum ágæt störf í þágu kirkjunnar. Sömuleiðis vottum við séra Ágústi Sigurðssyni á Möðruvöll- um traust okkar og óskum eftir að fá að njóta starfskrafta hans áfram. Ennfremur s'korum við á kirkjustjórnina að veita honum tafarlaust formlega prestsembætt ið í Möðruvallaklausturspresta- kalli, samkvæmt úrslitum prests- kosninganna 8. maí síðastliðinn. Að gefnu tilefni lýsum við hryggð okkar og undrun yfir iþeim ofsóknum, sem séra Ágúst og fjölskylda hans hafa orðið fyrir af hendi nokkurra manna í prestakallinu. 1 júlímánuði 1966“. Undir þennan texta hafa ritað nöfn sín 207 fullveðja sóknar- börn. — Sv. P. Þennan svartbak varð að aflífa í gær þar sem einhverjir níð- ingar höfðu bundið á hann fuglshræ, og sleppt honum svo. Var hræið bundið með snæri við lappir fugisins. Sigurjón Pálsson, lögregluþjónn, fór upp að Rauðavatni og skaut fuglinn og sést hann hérna með hann. Hrakningar í sandbyl á örœfum: Tjöld fuku hjá læknum við Veiðivötn 96 manns /e/fuöu skjóls i Jökulheimum - 10 menn himdu á bilþaki i Tungnaá FERÐAMENN, sem lögðu leið sína inn á Landmannaafrétti um sl. helgi, lentu margir í hrakn- ingum vegna óveðursins mikla, sem gekk yfir síðdegis á laugar- dag og fram á sunnudag. Var ofsarok á þessum slóðum og sandfokið slíkt, að ekki sá út úr augum og skóf af bilunum. Tjöld féllu og jafnvel rifnuðu ofan af 40 manna hópi, mest læknum og fjölskyldum þeirra, við Veiðivötn og flúði hópurinn á sunnudags- morgun niður að Skarði á Landi. Ungs manns saknað síðan á sunnudag Viðtæk leit fer tram á Barðaströnd SAKNAÐ er 19 ára gamals járn- smiðanema úr Reykjavík, Sig- urðar Theodórssonar, Réttarholts vegi 55, en síðast er vitað um hann kl. 2 aðfaranótt sunnudags, er dansleik var að ljúka í félags- heimilinu Birkimel á Barða- strönd. Var í gær og fyrradag umfangsmikil leit að honum þar um slóðir, en hann var ófundinn er blaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Sigurður hafði verið í sumar- leyfi hjá fólki á Tálknafirði. Hafði hann upphaflega ætlað suður á laugardag, en frestaði ferðinni til þriðjudags. Fór hann með tveimur öðrum piltum á dansleik í Birkimel á laugar- dagskvöldið. Sást hann rétt um það leyti, sem fól'k var að fara af dansleiknum, en kom ekki til félaga sinna, sem að lokum fóru án hans heim. Lögreglan, sem var við gæzlu á dansleiknum, leit í alla bíla á leið suður, til að athuga hvort bílstjórar væru ekki allsgáðir, og telur ek'ki að piltur- inn hafi verið í neinum þeirra. Þar sem hann var ekki kominn fram í fyrradag var hafin leit. Fréttaritari blaðsins á Patreks- firði símaði í gærkvöld: Leitað var í gær. Þá leituðu um 70 manns í nánd við samkomuhúsið. I dag var svo aftur leitað og tóku þátt í þeirri leit um 150 manns frá Patreksfirði, Barðaströnd, Bíldudal, Tál'knafirði og Rauða- sandhreppi. Leitað var um Móru- dal og Arnarbýludal, sem eru kjarri vaxnir og erfiðir yfirferð- ar. Ennfremur var leitað með ám og með vaðli, sem sjór feUur upp í. Flugvél kom frá Slysa- varnafélaginu og leitaði aðallega með ströndinni. í kvöld voru svo leitarflokkar sendir til að leita í skurðum meðfram vegi beggja megin samkomuhússins á Barða- strönd. í dag á svo að leita í fjöllum með þyrlu frá varnarliðinu, sem vegna óhagstæðra skilyrða gat ekíki leitað í gær. Nær 100 manns leituðu skjóls í skálum Jöklarannsóknarfélagsins í Tungnaárbotnum, þar á meðal 50 Akureyringar. Og á sunnudag sátu 10 karlmenn á þaki á föstum bíl sínum á miðri Tungnaá á Hófsvaði, þar til bíll kom og bjargaði þeim úr ánni. Fastar áætlunarfirðir eru um helgar í Veiðivötn með Jónasi Guðmundssyni á Hellu og er far- ið úr Reykjavík kl. 9 á föstu- dagsmorgnum. Sl. föstudag var í ferðinni hópur lækna og sumir með fjölskyldur sínar, þar á með- al voru 4 börn innan við 10 ára og lenti hópurinn í hrakningum. Tjöldin fuku Mbl. hringdi til Valtýs Bjarna- sonar, læknis, sem var í förinni. Hann sagði, að á laugardags- kvöldið hefði skollið á ofsarok með sandbyl. Var veðrið svo mik ið að súlur í tjöldunum bognuðu og brotnuðu, og stög rifnuðu. Féllu eða voru felld 21 tjald. Lágu margir í niðurföllnum tijútvarpið eitt má reisa endurvarpsstöðvar Samhljóda ályktun útvarpsráðs i gær Á FUNDI útvarpsráðs í gær var samþykkt eftirfarandi ályktun með samhljóða atkvæðum: Að gefnu tilefni minnir út- varpsráð á, að samkvæmt ísl. lögum hefur enginn aðili annar en Ríkisútvarpið í umboði og ríkisstjórnar og Alþingis heim- ild til að láta reisa endurvarps- stöðvar í landinu. Útvarpsráð treystir því að þessum lögum verði framfylgt, enda mundi leiða til stöðugra og vaxandi erfiðleika ef aðrir aðiljar fengju að endurvarpa innlendu eða erlendu efni. tjöldunum eða voru I bílnum, en aðrir höfðust við í hálfbyggðum eftirlitsmannskofa, sem enn er gluggalaus. Það var eklkert að fólkinu, sagði Valtýr, nema hvað sandrokið var óþægilegt. Vitin fylltust af sandi og allt dótið var þakið sandi. Auk þess þýddi ekk- ert að hugsa um mat. Undir morgun lægði og kl. 7.30 drifu menn sig af stað til byggða. En veðrið herti aftur og var taf- samt í sandrokinu að komast leið Framhald á bls. 21 Erfiðleikur hjd filmfólki ÞÆR fréttir berast norðan úr Þingeyjarsýslu að kvikmynda gerðarfólkið, sem er að taka myndina Signý og Hagbarður nálægt Hljóðaklettum, eigi nú í mestu erfiðleikum vegna ó- færðar á slóðinni upp með Jökulsá. Hafa trukkar þeirra rist svo sundur moldarslóðina, ein.kum eftir að hún blotnaði að ófært er milli kvikmynda tökustaðarins og Skúlagarðs, þar sem fólkið býr. Hafa trukkarnir verið spilaðir á- fram með vírum yfir þennan kafla. Og eru Danirnir nú að tala um að rcyna að fá leigða þyrlu til að flyí, • fólkið á milli. Eins munu einhverjir erfið leikar hafa orðið vegna mik- illar vinrtu hjá kokkum og þj'Jnustuliði í Skúlagarði, þar sem kvikmyndafólkið þarf að fá mat á öllum tí / .1 sólar- hringsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.