Morgunblaðið - 29.07.1966, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.07.1966, Qupperneq 8
8 MORCU N BLAÐIÐ 1 Fösfudagur 29. júlí 1966 Hvað áttu Vestmanna eyingar að bíða lengi Sjónvarpsmálið t Ijósi sögu og sfaðreynda Sjónvarpsmálið í ljósi sögn og staðreynda. Furðalegu moldviðri hefur ver ið þyrlað upp vegna áhuga Vest- mannaeyinga fyrir því, að hafa not sjónvarpstækja sinna, og framtaks til að svo mætti verða. Hvað okkur viðkemur er mál þetta afar einfalt og ætti ekki að vera neinum svo viðkvæmt, sem raun ber vitni, spurningin er einfaldlega þessi: Á að meina hluta Landsmanna að njóta sömu aðstöðu og stærsti hluti þjóðar- innar hefur notið á undanförn- um árum, til að sjá sjónvarp það, sem í landinu er starfrækt með leyíi stjórnarvalda? • Fólkiff sækir í þét'tbýiiff. iÞað er kunnara en frá þurfi að segja, að við, sem byggjum einangraða og oft afskekkta staði, förum margs á mis af þeim þægindum og tækifærum, sem fjölmennið í höfuðborginni og nágrenni hefur upp á að bjóða, og nútímafólk sækist eftir. Gleggsta dæmið er stöðugur fólksflutningur utan af lands- byggðinni í þéttbýlið. Oft á tíð- um er þetta mikil blóðtaka fyrir fámennari héruð, svo ekki sé talað um hina miklu fjármuna- flutninga dreifbýlinu í óhag, sem af þessu leiðir. En fólkið ræður, og fer þang- að, sem það telur sig njóta mests afkomuöryggis og þæginga. Hugtakið um jafnvægi í byggð landsins er vel meint og margt hefur áunnizt, en þótt risafram- farir hafi orðið viðast hvar á landinu á undanförnum árum í afkomumöguleikum og at- vinnuháttum, þykir samt mörg- um, sem þar búa, að bilið milli þeirra og þéttbýlisfólksins haldi áfram að breikka. • Þáttur Ríkisútvarpsins ómetanlegur. Ríkisútvarpið er sú stofnun, sem bezta aðstöðu hefur til að tengja þjóðina saman um hinar dreifðu byggðir landsins. Frá út- varpinu fáum við oftast nær fyrst vitneskju um það, sem er að ske meðal eigin og annarra þjóða. Hlutverk útvarpsins til fegrunar tungu og eflingar menn ingu þjóðarinnar er hafið yfir allan efa. Og enginn mundi vilja missa tækið hitt þótt stundum heyrist nöldur um efni þess, en svo mun að sjálfsögðu alltaf verða, þar sem skoðanafrelsi rík- Einar S. Jóhannesson vélstjóri — Minning í DAG fer fram i Fossvogs- kirkju útför Einars Sigurjóns Jó hannessonar, vélstjcra, Ásvalla- götu 10A. Hann andaðist í Landa kotsspítala hinn 20. þ. m. eftir stutta legu. Fæddur var hann 20. september 1892 í Eyvík í Gríms nesi og voru foreldrar hans hjón- in Guðrún Geirsdóttir og Jóhann es Einarsson, bóndi þar, sem and aðist háaldraður árið 1964. Á upp vaxtarárum var Einar heima í foreldrahúsum, en snemma komu í ljós hagleikur hans og hæfni til tæknilegra starfa. Nítján ára hóf hann nám í járn- smíði og gekk síðan í Vélstjóra- skólann, en þaðan útskrifaðist hann 1917. Frá þeim tíma fram til 1938 var hann á sjónum, vél- stjóri og lengst yfirvélstjóri á togurum. Lék þar hvert starf í höndum hans og margir vand- aðir smíðisgripirnir úr málmi liggja eftir hann frá frístundum þeirra ára. Heilsunnar vegna varð hann að hætta sjóferðum og starfaði hann síðan í landi til hinztu stundar. Árið 1923 kvæntist hann eftir lifandi konu sinni, Karólínu Guðmundsdóttur, sem þjóðkunn er af iðn sinni, listvefnaði og bjuggu þau allan sinn búskap hér í Reykjavík. Fóru í heimili þeirra og starfi saman hinir heilla vænlegu kostir: Dugnaður, smekk vísi og ráðdeild auk einstakrar gestrisni og hjálpsemi við skylda og vandalausEU Miklu barnaláni áttu þau að fagna, en þau eign- uðust tvo syni, sem hafa reynzt hinir nýtustu menn og hafa að því leyti fetað dyggilega í fót- spor foreldranna, en þeir eru Guðmundur, verkfræðingur, tæknilegur framkvæmdastjóri Aðalverktaka sf. og Jóhannes, verkfræðingur, framkvæmda- stjóri tækeideildar Loftleiða h.f. Eiga þeír ekki langt að sækja verkhyggnina og manndóminn og eigi skorti þá hvatningu for- eldranna til mennta né góðan heimanbúnað til háskólanáms í annarri heimsálfu. Auk þess sem Einar var mjög hugsandi maður um ýms mikil- væg mál og þá ekki sízt hvað við kunni að taka að lokum þessa lífs — en á þeim málum sem öðrum vildi hann taka með skyn- semi, en forðast skýjaborgir — hafði harnn mikið yndi af skáld- skap ef frá er skilinn sá nýtízku- legasti. Var hann stórvel lesinn á þessu sviði og minnugur, það svo að hann kunni utanbókar mikla ljóðabálka og má það sjald gæft teljast nú á dögum. Á síð- ari árum hafði honum daprast mjög sjón og auk þess sem það að sjálfsögðu háði honum við störf, má því nærri geta hvílíkt mótlæti það hefir verið jafn fróðleiksfúsum manni að vera eigi fær um að njóta lesturs góðra bóka. Þegar við, sem þekktum Ein- ar, kveðjum hann nú að sam- ferðarlokunrv minnumst við sann vandaðs dugnaðar- og heiðurs- manns, eins úr hópi þeirra, sem æðrulausir og yfirlætislausir standa vörð um þær dyggðir, sem reynzt hafa traustastir hornstein ar þess samfélags, sem við búum við. Valdimar Stefánsson. ír. Fyrir hinar dreifðu byggðir eru fréttaflutningar dagblaðanna yfir leitt ekki eins lifandi og útvarps ins, vegna minni hraða á dreif- ingu þeirra og ólíkra samgöngu- möguleika. • En mikið vill alltaf meira. Þegar myndin bættist við hið talaða orð á öldur ljósvakans, og sjónvarpið var komið til sög- unnar, rann úpp sú stund, að þessi merka uppfynding varð að veruleiki hér á landi. Svo mikið hefur verið rætt og ritað um sjónvarpið á Keflavík- urflugvelli tilgang þess og boð- skap, að engu verður hér við bætt, enda ekki unnt fyrir þann, sem ekki þekkir og getur dæmt af eigin raun. Aðeins skal endurtekin sú stað reynd, að meirihluti þjóðarinn- ar getur fylgst með sjónvarpi þessu, og virðist tilkoma þess, hvað mest hafa ýtt undir stofn- un sjónvarps Ríkisútvarpsins, sem nú, góðu heilli, er að hefja starfsemi sína. Þessi aðstaða í fjölmenninu, er ein forsenda þess, hve fólk, sem vant er orðið sjónvarpinu á erf- itt með að taka sig upp og flytja til þeirra staða, sem sök- um legu sinnar geta ekki boðið upp á sama. Á þetta ekki hvað sízt við menntamenn, sem sök- um legu sinnar geta ekki boðið upp á sama. Á þetta ekki hvað sízt við menntamenn, sem svo mikill skortur er á, í ýmsar stöð- ur, víðast hvar utan höfuðborg- arinnar og nágrennis. Þetta þekkjum við af reynsl- unnL • Á þeim sviffum, sem mögu- legt er eiga landsmenn aff sitja viff sama borff. Það eru þessvegna margar stoðir sem renna undir þá ósk Vestmannaeyinga og án efa ann- arra landsmanna, að þar sem því verður með góðu móti viðkomið, hafi þeir sama rétt og fólkið á fjölmenninu. Vestmannaeyingar voru orðn- ir leiðir á biðinni. Stjórnendur Landssímans og Ríkisútvarpsins voru aldrei tilbúnir að sinna okkur og veita þá smávægilegu aðstoð sem þurfti, til að gera sjónvarpsmyndatöku mögulega. Síðastliðin 3 ár hefur af og til verið leitað til framan- greindra aðila urn mál það, sem hér um ræðir. En þegar ekkert gagnaði, brast þolinmæðin, og var af eigin rammleik farið á stúfana. Og tilraunin heppnaðist. Má þess geta, að efniskostnaður við verk- Kennedy-fjölskyldan hefur undanfarnar 7 vikur dvalizt í sum arleyfi á Hawai-eyjum, en heldur nú heimleiðis. Myndin er af Jacqueline Kennedy og syni hennar John Jr. á flugvellin- um í Honolulu. ið er 18—20 þúsund krónur, eða álíka mikið og ódýrari gerðir sjónvarpstækja. • Vestmannaeyingar hafa Iært af reynslunni. Þá er rétt að bæta því hér við, að á sínum tíma var eftir okk- ar beiðni settur upp svo kölluð F.M. sendistöð, sem bæta átti úsendingar útvarpsins, einkum á hljómlistarflutningL Átti stöð þessi ekki að eins að koma Vest- mannaeyingum að gagni, heldur og öðrum Sunnlendingum. Hvernig sem á því stóð liðu tæp 2 ár frá því stöð þessi var sett upp þar til hún var formlega opnuð og tekin í notkun. Því miður fór svo að segja má strax, að stöðin reyndist ónothæf vegna sífelldra bilana. Er nú F.M. bylgj- an flestum gleymd hér um slóð- ir og ekki er kunnugt um að- gerðir henni til endurreisnar. í Ijósi framangreindra stað- reynda ætti flestum að skiljast undan hvaða rótum framtaks- semi Vestmannaeyinga í sjón- varpsmálinu er runnin. # Hvort Landssímakofanum á Klifinu hefur verið misboðið á dögunum, er álitamál, en full- yrða má að þetta fyrirferðalitla hjálpartæki (að ummáli eins og 4—5 símaskrár) til að auðvelda sjónvarpsmyndamóttöku, sem stungið var inn í Kofann, hefur komið að miklu betri notum en margnefndur F.M.-sendir sem nú stendur þar inng sem þögull minnisvarði hinna ágætu stofn- anna, sem að honum standa. Þegar hjálpartækinu hafði verið úthýst var því komið fyrir utan dyra, brá þá svo kynlega við, að gagnið af því varð mun meira, og hefur sjónvarpsmynd- in orðið miklu skýrari og stöð- ugrL eftir að útburðurinn fór fram. Hefðu þeir, sem að aðförinni stóðu betur mátt muna hið foma spakmæli: „Að betra er að iðrast við rætur fjallsins, ea á hátindi þess.“ Framhald á bls 25 Mót norrœnu búfrœði- félaganna haldið 3-8 ág, 95 erBendir gestir sitja métið IIINN 3. ágúst n.k. hefst hér á Iandi mót félagsskaparins Nordisk Jordbruksforskeres For ening (N.J.F.), effa Norræna B úf ræff if élagsins. Þetta félag var stofnaff 1918, en Isiand gekk í þaff 1927, og hefur mót sem þetta veriff einu sinni haldiff hér á landi áður — áriff 1954. 1 tilefni þessa móts munu koma hingað til lands 95 norræn ir mótsgestir, þar af 16 konur. Dagskrá mótsins verður mjög fjölbreytt, fjölmargir fyrirlestr- ar verða fluttir á mótinu, og er efni þeirra valið með sérstöku tilliti til áhugamála íslenzkra bú fræðimanna. — Fyrirlestrarnir verða fluttir á sænsku, dönsku og norsku. Setning mótsins fer fram í samkomusal Háskóla íslands kl. 15.30 miðvikudaginn 3. ágúst. Þar munu Gunnar Árnason, skrifstofustjóri, Ingólfur Jóns- son, landbúnaðarráðherra, bjóða hina erlendu gesti velkomna, og dr. Halldór Pálsson, landbúnað- arstjóri, flytur fyrirlestur. Fyrirlesarar og fyrirlestrar á móti þessu varða rúmlega 40 talsins, og verður í þeim gripið inn á æði mörg svið landbúnað- arins ,svo sem jarðvegsrann- sóknir, jurtakynbætur, rætt um vandamál dreifbýlisins, jurta- sjúkdóma, húsdýraræktun bygg- inga- og véltækni varðandi land búnaðinn, o.fL og fl. Fyrirlesararnir verða frá öll- um Norðurlöndunum, og meðal hinna íslenzku fyrirlesara verða þeir dr. Sturla Friðriksson, Ing- ólfur Davíðsson, dr. Bjarni Helgason, Pétur Gunnarsson, Ámi G. Pétursson, Þórir Bald- vinsson, Klemenz Tryggvason, Sigurður Jóhannesson, Jónas Haraldz, Torfi Ásgeirsson, Zop- honias Pálsson og Björn Stefána son. Fyrirlestrarnir verða fluttir í fundarsal Búnaðarfélags ís- lands að Hótel Sögu, dagana 4. og 5. ágúst. Næstu tvo daga heimsækja mótsgestir helztu sögustaði og tilraunastaði varðandi landbúnað inn hér á Suðvesturlandi. Mótinu lýkur svo hinn 8. ágúst. Öllum er heimilt að sitja fyrirlestrana sem verða á mótinu, en skýrt verður frá hvaða mál verða á dagskrá hvem dag í dagbókum dagblaðanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.