Morgunblaðið - 29.07.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.07.1966, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ I Fðstudagur 29. júK 1966 IB Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Aiiglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti S. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið. HLUTVERK HAG- ■ FRÆÐINNAR T ðngum hafa kommúnistar byggt vonir sínar um sig- ur yfir lýðræðinu á því, að kreppur og efnahagsvand- ræði mundu lama lýðræðis- þjóðirnar og þannig greiða götu kommúnismans til heims yfirráða. Heynslan hefur hinsvegar orðið sú, að sér- fræðingar á sviði efnahags- og fjármála, hagfræðingarnir, hafa getað bent á leiðir til að forðast kreppur og örva efna- hagsframfarir. Þeir hafa að vísu engin algild úrræði á takteinum, sem ætíð henti, en reynslan sýnir þó, að hagfræð in hefur þróazt svo langt, að menn vita nú nokkurn veg- inn, hvernig bregðast á við þessum vandamálunum eða hinum. Danskur efnahagssérfræð- ingur ritaði á sínum tíma grein, sem hann nefndi „Kreppur án kreppu“. Þar benti hann á, að í öllum lýð- ræðisþjóðfélögum væri við stöðug vandamál að etja. — Segja mætti, að um sífelldar smákreppur væri að ræða, en til nauðsynlegra úrræða væri gripið, áður en þær hefðu eflzt svo, að hætta væri á meiriháttar kreppu. Slíkar ráðstafanir gera hinar ein- stöku ríkisstjórnir, en njóta auk þess stuðnings og ráð- legginga alþjóðasamtaka, sem á efnahagssviðinu starfa. Kommúnískir ráðamenn hafa nú gert sér grein fyrir því, að vonir þeirra um, að kreppur í lýðræðisþjóðfélög- um mundu kollvarpa lýðræðis skipulaginu, hafa brugðizt, og hagfræðin býr yfir úrræðum, sem nægja til að hindra alvar- legar kreppur. Þeir eru meira að segja að reyna að fikra sig í áttina til „kapítalismans“ al- ræmda og hagnýta sér kenn- ingar þær og reynslu, sem vestræn hagfræði byggir á. En hér á íslandi er til mað- ur, sem heldur því blákalt fram, að allt það, sem hag- fræðin segir, og allt það, sem unnið er af öflugum vísinda- stofnunum á sviði hagrænna málefna, sé hjóm eitt og mesta vitleysa. Hann var ung- nr að árum fjármálaráðherra á íslandi — á tímum krepp- unnar — og hugsunarháttur hans er enn gamli kreppu- hugsunarhátturinn. Brjóstvit- ið sagði honum á þeim tíma að gera þessar ráðstafanir eða hinar. Honum fannst þær gef- ast vel, þótt öðrum fyndist annað. Og hann vill byggja á þeirri reynslu, sem hann öðl- aðist fyrir þremur áratugum, en telur öll hagvísindi, sem síðan hafa þróazt, hálfgerða móðgun við þá almennu skyn semi, sem hann einn búi yfir. Þetta væri raunar aðeins skemmtileg sérvizka á öld vís inda og mennta, ef ekki vildi svo til, að þessi maður væri áhrifamikill; sem sagt for- maður annars stærsta stjórn- málaflokks þjóðarinnar. — Eða er hann áhrifamikill? Hann talaði um „hina leið- ína“, og enginn skildi á hvaða vegferð hann var. Og í gær er „hin leiðin“ í blaði hans orð- in „þriðja leiðin“, og enn er allt veglaust. Kynni það eftir allt saman að vera svo, að á- hrif Eysteins Jónssonar nægðu til þess eins að gera flokk hans áhrifalausan um langa framtíð? Ef svo er eiga Sjálfstæðismenn honum mik- ið upp að unna, því að fyrsta verk Framsóknarflokksins, ef hann kæmist til áhrifa, yrði nú sem fyrr að reyna að kné- setja einkaframtak og efla SÍS og ríkiskapítalismann. Og mikilvægt er það fyrir þjóð- arheildina, að brjóstvit Ey- steins Jónssonar, sem stað- næmdist á kreppuárunum og dvelst enn 30 ár aftur í tím- anum, nái ekki oftar að hafa áhrif á íslenzka stjórnar- stefnu. VANDINN AF VERÐHÆKK- UNUNUM lTinar miklu kjarabætur, sem launþegar hafa feng- ið síðastliðin tvö ár og nema a.m.k. hjá hinum lægra laun- uðu stéttum 15—20%, hafa bakað atvinnuvegunum marg háttaðan vanda. Er nú svo komið, að allir viðurkenna, að nauðsynlegt sé að stemma stigu við áframhaldandi hækk unum, staldra við, treysta grundvöll atvinnulífsins og byggja nýja velmegun í fram- tíðinni á þeim árangri, sem náðst hefur á undanförnum árum. í aðvörununum, sem borizt hafa víða að um hættur verð- bólgunnar, er í raun og veru fólgið, að koma verði í veg fyrir nýjar hækkanir, sem sligað gætu atvinnulífið, enda ljóst, að atvinnuvegirnir fá ekki staðið undir nýjum grunnkaupshækkunum, en hinsvegar fá launþegar með vísitölugreiðslu bættar allar verkhækkanir, sem orðið hafa. Einn þeirra, sem um þessi mál hafa rætt, er Guð- mundur H. Garðarsson, við- skiptafræðingur, en hann seg- ir í grein í Mbl. í gær, er hann Vopnakapphlaup, sem hvorugur vill Bandaríkin og Sovétríkin dregin inn r deilu, sem hvorugt ríkið vildi í raun og veru eiga aðild að BANDARÍKJAMENN og Sovétmenn eiga nú í víg- búnaðarkapphlaupi í Afr- í'ku, kapphlaupi, sem hvor- ugur aðilinn hafði mikinn áhuga á að taka þátt í. raun að ræða til að hindra Kenyatta, forseta, í kosninga- baráttu þeirri, sem hann hafði þá hafið gegn flokki Oginga Odinga. Stjórn Kenya heldur því Báðir aðilar munu kom- ast að því, að það verður erfitt fyrir þá að draga sig í hlé, nema forsætisráð- herra Súdan, Mohammed Ahmed Mahjoub, takist að draga úr deilu þeirri, sem nú stendur milli Sómalíu og tveggja grannríkja, Kenya og Eþíópíu. Það gefur hins vegar góðar vonir, hve hart stjórn Sómalíu leggur að sér við að reyna að stilla til friðar. Hins vegar er á- standið mjög alvarlegt, því að við sjálft liggur nú, að Kenya eigi í vopnaviðskipt um við Sómalíu, en ráða- menn Eþíópíu eru haldnir miklum grunsemdum. Því er eins farið með þá, sem Sómalíu byggja, og fsra- elsmenn, að Sómalíumenn vilja, að landar þeirra, sem erlendis búa, snúi heim til föðurlandsins, þar sem lýð- veldi var komið á fót fyrir sex árum. Þá urðu fyrrum brezka og ítalska Sómalía að einu ríki. Sómalíumenn eru um hálf fjórða milljón talsins, en af þeim búa um ein milljón í Ogaden-héra'ði í Eþíópíu, norðurhéruðum Kenya og Franska Sómalílandi. Stjórn Sómalíu vill þó fara að á ann- an hátt en ísraelsmenn, og rekur stjórnin útþenslustefnu, þ.e. vill innlima umrædd hér- uð. Vatnssikortur í Sómalíu er svo mikill, að landið myndi nú ekki brauðfæða hálfa fjórðu milljón. Stjórn Sómalíu telur þessa stefnu sina eðlilega, enda sé hún aðeins skref í áttina til fulls sjálfsákvörðunarréttar Sómalíumanna. — Stjórnir grannríkjanna telja hins veg- ar, að hér sé um árásarstefnu að ræða. Þegar á árinu 1964 kom til vopnaðra átaka milli Sómalíumanna og herliðs frá Eþíópíu. Allt frá því, að Ken- ya fékk sjálfstæ'ði, 1963, hafa uppreisnarliðar Sómalíu- manna valdið miklu umróti í norðurhéruðum Kenya. Árásir uppreisnarliðanna jukust í síðasta mánuði, og töldu ráðamenn í Kenya, að hér væri um greinilega til- fleiri hermenn en 8.500. Sovét- ríkin hafa afhent flugher landsins milli 20 og 30 orustu- þotur af MIG-gerð, en flestar þeírra munu enn liggja í köss- um ,því að stjórn Sómalíu hef ur ekki efni á að greiða þær út. Kenyatta — óeirðirnar juk- ust, er hann hóf kosninga- baráttuna. einnig fram, að her Sómalíu, sem njóti stuðnings Sovétríkj- anna, veiti uppreisnarmönn- um beinan stuðning. Stjórn Sómalíu neitar þessu. Afleiðingin er sú, a'ð öill við- skipti milli Kenya oð Soimalíu liggja nú niðri, og komið hef- ur verið á ströngu eftirliti með landamærum ríkjanna. Hefur 15 mílna svæði á landa- mærunum verið lýst „einskis manns land“. Stjórnir Kenya og Bþíópíu hafa miklar áhyggjur af stuðn ingi Sovétríkjanna við Sóma- líu. Það voru Sovétríkin, sem tóku að sér, 1964, að þjálfa her Sómalíu, en þá hafði Pek- ingstjórnin boðið slíka hjálp. Bandaríkjamenn þjálfa enn lögregluliðið í Sómalíu, en hins vegar eru Kínverjar þar fásé'ðir. Erfibt er að gera sér grein fyrir, hve mikil aðstoð Sovét- ríkjanna er. Á því leikur hins vegar enginn vafi, að stjórnir Kenya og Eþíópíu ofmeta þá aðstoð. Sennilegt verður að teljast, að her Sómalíu telji ekki (Observer ■ áskilin) • öll réttindi Um 40% af þjóðartekjum Sómalíu fara tiil að greiða kostnað af her- og lögreglu- liði. Mikill grei'ðsluhalli hefur verið á fjárlögum, og ekkert erlent ríki hefur enn viljað taka að sér að hlaupa undir bagga. Því er Sómalía hvorki í að- stöðu, fjárhagslega eða hern- aðarlega, til að segja Kenya eða Eþíópíu stríð á hendur. Her Sómalíu er fyrst og fremst varnarlið, sem grípa skal til, komi aftur til átaka eins og þeirra, sem áttu sér stað 1964. Bæði grannríki Sómalíu líta illu auga hvatningar þær, sem útvarp landsins flytur stöðugt uppreisnarliði því, sem áður getur, og látið hef- ur að sér kveða í Kenya. Því þykjast bæði Eþíópía og Kenya hafa fulla ásitæðu til þess að auka allan viðlbún- að. Því hafa Eþíópiumenn farið þess á leit við Banda- rikjamenn, að þeir veiti nú hernaðaraðstoð. Því gerist það, er Sómalía tilkynnti, að Sovétríkin myndu senda orustuþotur til aukinna varna, að Bandaríkin sáu sig tilneydd til þess að heita Eþíópíu því, að landið skyldi fá betri þotur en þær sovézku, sem fara áttu til Sómalíu. Því hafa nú Sómalíu menn farið fram á aukinn stuðning frá Sovétríkjunum. Því lítur helzt út fyrir, að fórnardýr þessarar togstreitu séu Bandaríkin og Sovétríkin, en ekki Afríkuríkin. Því bíða menn með athygli eftir því, hvort forsætisráð- herra Súdan tekst að draga úr deilum þeim, sem nú standa í þessum hluta heims. ræðir vanda sjávarútvegsins: „í glímunni við verðbólg- una verður að fara verðjöfn- unarleiðina með því m.a. að draga úr opinberum fram- kvæmdum, einkaneyzlu og ó- arðbærum atvinnurekstri og beina að ákveðnu marki fjár- magninu í uppbyggingu fisk- iðnaðar, sem eykur útflutn- ingsverðmæti fisk- og síldar- hráefnis. Eins og málum er nú háttað geta íslendingar í heild þrautarlítið dregið um takmarkaðan tíma úr einka- neyzlu vegna betri framtíðar fyrir eftirkomendur, jafn- framt því sem þeir styrkja sjálfstæði þjóðarinnar. Efling íslenzkra atvinnuvega og betri nýting auðlinda hafsins hlýtur að vera keppikefli sér- hvers hugsandi íslendings, og getur enginn skorast undan þeirri ábyrgð að taka af heil- indum þátt í nauðsynlegum aðgerðum til að treysta grund völl útflutningsframleiðslunn ar og byggja þjóðinni bjart- ari framtíð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.