Morgunblaðið - 29.07.1966, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
FBstuclagur 29 júlí 196«
Egill Þórláksson,
Minning
F. 6. marz 1886. D. 25. júlí 1966.
ÓVENJULEGUR maður hefir
kvatt, vamanlaus og vítalaus, a'ð
liðnum blessunarríkuim ævidegi.
Egill Þórláksson er allur.
Hann fæddist hinn 6. marz
1886 að Þóroddsstað í Kinn. For-
eldrar hans voru hjónin Nýbjörg
Jónsdóttir og Þórlákur Stefáns-
son, bóndL Ungur missti Egill
föður sinn og ólst eftir það upp
í Stafni í Reykjadal hjá hjónun-
um Guðrúnu Tómasdóttur og
Páli H. Jónssyni, er þar bjuggu.
Egill lauk prófi frá Gagnfræða
skólanum á Akureyri vorið 1907
og Kennaraskólanum vorið 1910.
Þá um haustið gerðist hann kenn
ari í Bárðardal til ársins 1916, en
það ár fluttist hann hingað til
Akureyrar og var hér heimilis-
kennari næstu þrjú ár. Árin
1919—1939 var Egill kennari við
barnaskólann á Húsavík, en
næstu 10 ár við barnaskóla Ak-
ureyrar. Árið 1949 réðst hann
fastakennari vfð Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri og gegndi því
starfi til ársins 1956, er hann
náði hámarksaldri' opiniberra
starfsmanna. Eftir það var hann
stundakennari við skólann til
vorsins 1960, en síðan stundaði
hann kennslu barna innan skóla-
skyldualdurs, lengst af á heimili
sínu, þar til um síðustu áramót,
er hann varð að hætta því sakir
heilsubrests.
Árið 1915 kvæntist hann Aðal-
björgu Pálsdóttur frá Stóruvöll-
um í Bárðardal, og lifir hún
mann sinn. Þeim varð ek'ki barna
auðið, en ólu upp eina stúlku,
Sigríði Kristjánsdóttur, hús-
mæðrakennara, sem er gift Jón-
asi Kristjánssyni, cand mag.
Einnig hafa þau fóstrað son
hennar, Egil Benedikt Hreins-
son, sem nú stundar nám í M.A.
Egill Þórláksson fékk hægt
andlát í Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri snemma að morgni
mánudagsins 25. júlí. Hann verð-
ur borinn til grafar í dag.
Þetta eru helztu kennileitin á
ævislóð Egils Þórláksson, en þó
að þau séu talin, er ekki hálf-
sögð -sagan. Ég sagði í upphafi,
að hann hefði verið óvenjulegur
maður, og ber þar margt tiL
Vil ég þá fyrst telja, að hann
var kennari og fræðari af köllun
og guðs náð. Sérstaklega lét hon-
um vel að kenna ungum börn-
um, enda hreinn snillingur á því
sviði. Öll börn urðu elsk að hon-
um, og hann var þeim í senn
bróðir og fáðir. Honufn tókst að
gera námið að leik og leikinn
að námi. Börnin hlökkuðu til
kennslustundanna, sem voru
ferskar og lifandi. Þar beið alltaf
skemmtileg saga, falleg visa, við-
ráðanleg gáta, skringleg mynd, —
eitthvað, sem kom á óvart. Eitt
kom þó aldrei á óvart: ylríkt og
hýrlegt bros kennarans, fullt af
ástúð og glaðværð. Börnin urðu
læs og skrifandi á ótrúlega stutt-
um tíma, án þess að þau vissu
af.
Þá tókst Agli alltaf undravel
kennari
að laða fram góðan árangur, þar
sem gáfur og geta nemandans
var í knappara lagi. Aldrei
styggðaryr’ði, aldrei óþolinmæði,
aldrei vantraust. Af ríkum skiln-
ingi skyggndist hann eftir, hvað
ylli tregðunni, ruddi henni úr
vegi, ef þess var kostur, og tók
þátt í gleðinni að unnum sigri.
Enginn mátti verða eftirbátur.
Honum tókst að glæða metnað
og sjólfstraust nemendanna með
því að ætla hverjum einum við-
fangsefni, sem hann réð við og
veitti sigurgleði. Hann vissg að
ósigrar of erfiðar námsþrautir og
ofætlun við valdböðin skyldu-
verk fylla margan beiskju, van-
máttarkennd og vonleysi. Því
stefndi hann að því í öllu
kennslustarfi sínu að efla trú
nemenda sinna á eigin krafta, og
til þess þurfti honum ekki ráð
að kenna. Ræktun manngildisins
setti hann ofar öllh — að manns-
efnin yrðu að mönnum.
Sjaldgæft er að hitta fyrir
mann jafnfrábitinn allri verald-
arhyggju og Egill var. Þrátt fyr-
ir ómældan vinnudag við
kennslu — og ekki síður undir-
búning kennslustunda — varð
hann aldrei fjáður maður. Hann
fyrirvarð sig fyrir að taka sann-
gjörn laun fyrir vinnu sína. Hann
var stórtækur í kröfum til sjálfs
sín, en smátækur á launin.
Skyldurækni hans var harla ó-
venjuleg, og sjálfur taldi hann
skyldu sína við aðra margfalda á
vi'ð það, sem ætlazt varð til með
nokkurri sanngirni. Hann var
aldrei ánægður, fyrr en hann
hafði gert eitthvað fram yfir
það, sem skyldugt var. Hann
skuldaði aldrei neinum neitt,
þótt honum fyndist það ef til
vill sjálfum, en hinir eru ótaldir,
sem standa í óbættri þakkar-
skuld við hann.
Fleira var óvenjulegt við göfug
mennið Egil Þórláksson, þótt hér
verði fátt eitt talið. Stundvísi
hans brást aldrei, og snyrti-
mennska var honum eðlislæg í
einu og öllu. Þar sem í öðru var
hann nemendum sínum hin
glæsta fyrinmynd. Hann var
einn mesti listaskrifari þessa
lands, hver stafur hreinn, fagur
og traustur eins og maðurinn
sjálfur. Hann hafði mjög gott
vit á pennum og hafði yndi af
góðum penna eins og hestamaður
af gæ'ðingi. Einnig. fékkst hann
mikið við pennaviðgerðir og
tókst furðulega að gera góða
gripi úr gömlum skriflum.
Ást hans á fögru íslenzku máli
var hrein og djúp og smekkur-
inn óbrigðull. Ljóð góðskáldanna
léku honum á tungu, og orðgnótt
tungunnar var honum tiltæk
meir en öðrum mönnum flestum.
Lausavísur, kviðlinga og þulur
hafði hann á hraðbergi, og sjálf-
ur var hann hagorður í bezta
lagi og oft hraðkvæður.
En minnisstæ'ðust verður sam-
ferðamönnunum, hygg ég, göfgi
og hreinleiki hugarfarsins, mann-
ást og einlægni, sem geislaði frá
þessum góða dreng, hvar sem
hann kom. Hann var allra manna
glaðastur, en í rósemi, hógværð
og fullkomnu jafnvægi. Allt hótt-
erni hans og lífernL orð og at-
höfn, var mannbætandi og göfg-
andi þeim, sem hann samneytti.
Það var þroskavænlegt og and-
lega heilnæmt að kynnast hon-
um. Af honurrt varð margt num-
Ið, sem á skyldara við vizku en
lærdóm. Hann hugsaði aðeins
fallegar hugsanir.
Egill var kennari af köllun.
Hann hlýddi þeirri köllun til
hinztu stundar og starfaði, með-
an dagur entist. Þorsteinn M.
Jónsson, skólastjóri, kvað eitt
sinn svo. að orði um Egil, a'ð hann
væri sómi íslenzkrar kennara-
stéttar. Þeim orðum hefir ekki
verið hnekkt.
Að leiðarlokum reiðir Egiil
Þórláksson digran sjóð og þung-
an þess auðs, sem einn skiptir
máli og nokkurs virði er: ást,
þakklæti og blessun þúsund
barna og þúsund foreldra; vinar-
hug allra, sem kynntust honum.
Gagnfræðaskólinn á Akur-
eyri þakkar Agli Þórlákssyni
mikil og góð störf, unnin af trú-
mennsku og óeigingirni. Við,
sem nutum þess að eiga við
hann samstarf, þökkum órofa
vináttu hans og tryggð.
Loks vil ég færa mínum gamla,
góða vini, einlæga þökk fyrir
löng og góð kynni og velgjörðir
við mig og fjölskyldu mína.
Aðalbjörðu frændikonu minni og
skylduliði þeirra hjóna öllu vott
um við dýpstu samúð.
í dag blessar íslenzk þjóð
minningu Egils Þórlákssonar.
Sverrir Pálsson.
BOUSSOIS
insulating glass Einangrunar-
gler
Franska einangrunarglerið
er heimsþekkt fyrir gæði.
Leitið tilboða.
Stuttur afgreiðslutímL
HANNES ÞORSTEINSSON,
heildverzlun,
Sími: 2-44-55.
sagt að létta af læknunum þe’m
störfum, sem ekki þarf læknis-
menntun til að leysa af hendi,
svo sem ýmiskonar laboratori-
um-vinnu. skrifstofustörfum og
lyfjaafgreiðslu, sem margir
verða mjög leiðir á. Til þess
þarf tæknilegt aðstoðarfólk, enda
er það bruðl á starfskröftum
lækna að láta þá þurfa að vas-
ast í slíku. Það þarf því að sér-
mennta klinik-stúlkur til þeirra
starfa — það sem Þjóðverjar
kalla Árztehilferinnen. Þetta
virðist nefndin ekki hafa komið
auga á.
Læknamiðstöðvar úti á landi
og í sambandi við sjúkrahúsin
þar verða að geta veitt rann-
sókn og meðferð á öllum venju-
legum sjúkdómum, þar með tald
ar skurðaðgerðir við venjuleg
bráð tilfelli, svo sem botnlanga-
bólgu, sprungin iður eða utan-
legsfóstur, að ógleymdri allri eða
svo að segja allri fæðingarhjálp,
sem nú er orðið fer mest frtm
á sjúkrahúsum og á það svo að
vera. Þessar miðstöðvar þurfa
alls ekki að vera sjálfbjarga með
alla læknishjálp, því að fólk
með sjúkdóma, sem mjög erfitt
er að greina eða gera við, verð-
ur eftir sem áður að leita til
Reykjavíkur eða Akureyrar, þar
sem völ er á fullkomnustu tækj-
um og bezt sérhæfðum læknurn.
Þær eiga því að vera liður í
samfelldri skipun heilbrigðis-
mála, sem tekur til alls lands-
ins. Þær myndu spara fjölda
mörgu fólki utan af landi ferðir
tjl Reykjavíkur með rápi milli
sérfræðinga og rannsóknar-
stöðva, ásamt meðfylgjandi
hangsi á biðstofum.
Þá vex ýmsum ungum lækn-
um um of í augum ófrelsi hér-
aðslækna, en með lagni má venja
fólk af óþarfa kvabbi að kvöldi
eða nóttu til, án þess að sýna
þurfi þann stirðbusaskap, sem
kvartað er undan hjá sumum
yngri héraðslæknum, höldnum
þeirri meinloku að hægt sé eða
æskileet að ffeena ábvreðarstarfi
og vera þó ábyrgðarlaus mik-
inn hluta sólarhringsins. Fáir
munu hafna skipstjórastöðu
vegna þess, að skipstjóri verð-
ur alltaf að bera ábyrgð á skipi
og skipshöfn að meira eða minna
leyti, þótt hann hafi stýrimenn
til að standa vaktir. Einn af
mínum fyrrverandi aðstoðar-
læknum er nú héraðslæknir í
Svíþjóð, einn lækna í tíu þús-
und manna héraði, en hefur að
vísu hjúkrunarkonu, sem ann-
ast að nokkru skólaeftirlit og
bólusetningar; aðra sem vinnur
að laboratoríum-störfum og
einkaritara til þess að annast
bókfærslu. Auðvitað sendir
hann ýmsa sjúklinga úr umsjá
sinni á sjúkrahús, en ber þó
ábyrgð á héraði sínu allan sólar-
'hringinn.
Það þykir hvarvetna fínt
að vera ambassador, en varla
nær nokkur þeirri hefðarstöðu
meðal annarra þjóða, nema hann
hafi áður fengið starfsreynslu
sem undirmaður í utanrikisþjón
ustunni, verið sendur til þess
af einum hjara heims á annan
og það án þess að ráða nokkru
um slíka dvalarstaði hverju
sinni. Hér þurfa menn ekki einu
sinni að þekkja sitt eigið land,
þegar kemur út fyrir 20 km.
frá Lækjartorgi, né lífskjör
fólksins, sem lifir utan þeirra
takmarka, til þess að hafa vit
fyrir því og ráð þess í hendi
sér.
Þetta á ekki aðeins við um
lækna, heldur og guðfræðinga,
sem nú geta komið hráir og okar
aðir frá prófborðinu og tekið
við sálusorgum í fjölmennustu
söfnuðum landsins, eða lögfræð-
inga, sem geta orðið ráðuneytis-
stjórar í dómsmálaráðuneyti án
þess að hafa nokkurn tíma kom-
ið nálægt dómsstörfum eða lög-
gæzlu meðal lifandi fólks.
Mér virðist læknaskortur-
inn í Iandinu ekki vera eins al-
varlegur í sjálfu sér og í fljótu
bragði virðist. Finnar, sú ágæta
menningaiþjóð, hefur helmingi
færri lækna, miðað við fólks-
fjölda. Hér vantar fremur skyn-
samlega skipulagningu á starfs-
kröftum læknastéttarinnar og
sjálfsaga innan hennar. Sú eðli-
lega þjónusta, sem héraðslækn-
ar og heimilislæknar eiga að
láta í té, hefur verið brotin nið-
ur af stéttinni sjálfri og skamm-
sýni heilbrigðisyfirvalda. Mergð
sérfræðinga vinnur mikið af
þeim störfum, sem að réttu lagi
eiga að falla í hlut heimilislækna
og fólkið hrekst milli þeirra án
þess öryggis og leiðsagnar, sem
góður heimilislæknir getur og
á að veita. Það er nú haft í flimt
ingum, að reykvískur heimilis-
læknir þurfi ekki önnur starfs-
tæki en hlustpípu eina eða tvær
sprautur, kúlublýant og eyðu-
blaðablokkir fyrir lyfseðla, fjar-
vistarvottorð og tilvísanir til sér-
fræðinga. Matskeið getur hvert
heimili lagt til sjálft, ef skoða
þarf í kok á krakka. Annars
heyrir maður því haldið fram,
að ýmsir þessara kollega neiti
helzt að vitja sjúklinga og eru
þó undanteknir fyrrverandi hér
aðslæknar, sem ekki hafa enn
áttað sig á kostum þessa kyrra-
lífs.
í mörgum læknablöðum víða
um heim eru nú rædd nauðsyn
þess að draga úr óþörfum fjölda
sérfræðinga, takmarka verksvið
þeirra, endurreisa veg og virð-
ingu heimilislæknanna og end-
urvekja með því það persónu-
lega trúnaðartraust, sem þarf að
vera milli sjúklinganna og lækn-
is þeirra.
Héraðslæknar og störf þeirra
hafa verið vanmetin af stjórn-
arvöldum, Tryggingastofnun
ríkisins og þeim læknum fjöl-
býlisins, sem telja sig fínni
menn. Ár eftir ár kröfðumst við
þess að fá sömu greiðslu fyrir
sömu störf og almennir læknar
í kaupstöðunum, en það var eins
og að klappa í stein. Héraðs-
læknataxtanum var haldið und-
ir öllu skynsamlegu lagi og
Tryggingastofnunin á m i n n t i
sjúkrasamlögin um . að borga
ekki hærra en hann ákvað.
Þetta var ekki aðeins fjárhags-
atriði fyrir okkur, heldur vildum
við ekki láta vanmeta og lítils
virða störf okkar miðað við ann-
arra. Nú hefur heilbrigðisstjórn-
in vaknað við vondan draum og
taxti héraðslækna hefur sex-
faldast á þeim sex árum, sem
liðin eru síðan ég sagði af mér
embætti. En það er hægara að
brjóta en bæta.
Sú tillaga er upprunalega kom
in frá svæðafélögum héraðs-
lækna að steypa saman fámenn-
um héruðum, stofna læknamið-
stöðvar með tveimur eða fleiri
læknum og hafa úti um héraðið
eina eða fleiri annexíur, sem
læknir vitjar 2-3 sinnum í viku.
Við slíka miðstöð þarf einn yf-
irlækni, aðstoðarlækni og ef til
vill kandídat, en auk þess að-
stoðarfólk, sem annast labora-
toríumvinnu, bókfærslu og lyfja
afgreiðslu, ef sérstök lyfjabúð
er ekki á staðnum. Þessi tillaga
okkar virðist fá góðar undirtekt
ir hjá yngri læknum, svo sem
ráða má af grein Gísla G. Auð-
unssonar.
□
Einvaldsfurstar á 18. öld settu
metnað sinn í það að eignast
„raritetskabinett" og safna í það
allskonar sjaldgæfum og skrítn-
um hlutum. Nám og áihugi lækna
efna beinist um of að því að
virða fyrir sér allskonar „raritet"
í spítölunum hér, en of lítið að
praktiskri meðferð algengra sjúk
dóma. Það ætti því að vera lið-
ur í undirbúningsmenntun þeirra
og skilyrði fyrir því að fá próf-
skírteing að þeir hefðu þjónað
úti á landi, helzt sem aðstoðar-
læknar hjá eldri og reyndari
læknum, í 6-12 mánuði, og væru
þar læknamiðstöðvar ágætur
skóli. ítroðslu bóknámsins mætti
stytta að sama skapi og vil ég
þar vitna til ekki ómerkari
manns en Sir George Pickering;
sem flutti fyrirlestur um undir-
búningsmenntun lækna á Lækna
þingi hér fyrir nokkrum árum,
en Sir George er regius prófess-
or í Oxford og er það mest virta
kennarastaða í lyflæknisfræði
innan breza heimsveldisins.
Það gefur að skilja, að ef sér-
fræðingur þarf nokkur ár til
framhaldsnáms í grein sinni og
þar að auki þriggja mánaða ferð
til útlanda annað hvert ár til
þess að vita meira og meira u-m
minna og minna, eins og ein-
hver hnyttinn náungi komst að
orði, þá þarf að kosta einhverju
til framhaldsmenntunar þeirra
manna, sem eiga að vinna hér-
aðslæknastéttina upp úr því van
mati, sem henni hefur verið
hrundið út L Yfirlæknir við
læknamiðstöð þarf því 4-6 ára
framhaldsnám, ásamt svipuðum
launakjörum og sérfræðingar
þéttbýlisins hafa. Þá er til ein-
hvers að vinna fyrir þá ungu
menn, sem vilja fara út á lands-
byggðina, ekki aðeins í fjáröfl-
unarskyni á stuttri vertíð þar,
heldur til þess að verða emfoætt-
islæknar, halda uppi sóma stétt-
ar sinnar og inna af höndum
nauðsynlega þjónustu við þjóð-
félagið. Til þess þarf bætt skipU
lag, en gott skipulag verður allt-
af ódýrara þegar til lengdar
lætur heldur en skipulagsleysi
og glundroði.
Það sem mér finnst ánægju-
legast við áðurnefnda grein
Gísla G. Auðunssonar er sýni-
legt tákn þess að til eru innan
læknastéttar ungir menn, sem
við þá ef ekki á að síga lengra
leggja það á sig að hugsa um
framtíð hennar og sóma. Heil-
brigðisstjórnin verður að hafa
kjark í sér til að koma til móts
á ógæfuhlið.