Morgunblaðið - 29.07.1966, Side 22
22
MORCUNBLAÐIÐ
Fösludagur 29. júlí 1966
Hjartanlega þakka ég öllum þeim ættingjum og vin-
um, fjær og nær, sem glöddu mig og auðsýndu mér
vináttu með heimsóknum, heillaskeytum og gjöfum á
100 ára afmæli mínu, 20. þ. m.
Guð blessi ykkur ölL
Steinunn Thordarson.
Verzlun — Iðnaður
Atvinnuhúsnæði við mikla umferðagötu í úthverfi
til leigu, ca. 40 ferm. — Næg bílastæði — hitaveita.
Heppilegt fyrir hverskonar smárekstur.
Tilboð, sem tilgreini fyrirhugaðan rekstur o. fl.
sendist afgr. Mbl. fyrir nk. miðvikudag, merkt:
„Atvinnuhúsnæði — 4727“.
Stúlka óskast
í eldhús stofnunarinnar. —
Upplýsingar gefur matráðskona.
Elli og hjúkrunarhcimilið Grund.
í ferðalaglð
Nýkomið: Danskir ANORAKAR barna,
unglinga- og fullorðnisstærðir.
Laugavegi 31. — Sími 12815.
Föðursystir okkar,
SIGURLAUG GUNNARSDÓTTIR
frá Lóni,
andaðist fimmtudaginn 28. júlí.
Nanna Ólafsdóttir, Ólafur Skaftason.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
JÓHÖNNU ÁSTU HANNESDÓTTUR
frá Auðsholtshjáleigu.
Hjörtur Sigurðsson, börn,
tengdabörn og bamabörn.
Innilegustu þakkir eru færðar öllum þeim, sem sýndu
samúð og hlýhug við jarðarför konu minnar, móður,
tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR MAGNÚSDÓTTUR
Njálsgötu 50.
Guðmundur Þorstcinsson,
Sigurður Guðmundsson,
Ragna Jörgensdóttir,
og barnaböm.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför litla drengsins okkar og bróður,
ÓLAFS ARNARSSONAR
Sólvöllum, Bergi, Keflavík.
Hólmfríður Ármannsdóttir, Árni Ólafsson,
Ármann Árnason, Guðný Árnadóttir.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim. sem auðsýndu
samúð, hjálp og vinarhug við andlát og minningar-
athöfn
HANNESAR FRÍMANNS JÓNASSONAR
.
Ástríður Torfadóttir,
Sigurður Hannesson, Svala ívarsdóttir og börn,
Birgir Hannesson, Jón Hannesson.
— Aíeð jbv/ crð
Framhald af bls. 17.
vísu þarf ég að skifta um lest
þrisvar sinnum, en ferðalög
reynast mér ekkert erfið leng
ur. Ég fer allra minna ferða
upp á eigin spýtur, nota bara
staf, margir nota hund, unn-
usta mín notar líka bara staf.
I>að er tekið tillit til þess,
þegar maður er með hvítan
staf, fólk er manni hjálplegt,
þó oft sé maður ekki eins
hjálparþurfi og haldið er. Ég
hef járnhæla á skónum og
heyri því hvort hljóðið end-
urkastast frá einhverjuin
hlut, eða fær enga mótstöðu,
t.d. get ég labbað á milli bíla
án þess að snerta þá, — ég
get líka heyrt þig ganga
fram hjá ljósastaur. Skynjun-
arfærin verða næmari hjá
okkur, bæði með lykt, bragð
og heyrn. — Ég heyri t.d.
ekkert með öðru eyranu, en
mér finnst ég heyra tvöfalt
betur með hinu. Nú og svo
get ég heyrt hvort fólk er
lítið eða stórt, þegar það
stendur fyrir framan mig og
talar.
Stúlkan segist hafa verið í
þessum sama blindraskóla í
mörg ár, en haldið' svo áfram
skólagöngu sinni, farið í
menntaskóla og er nú við
nám í sögu við háskóla í
New York. Einnig hefur hún
kennt á blindraskólanum, þar
sem þau Leifur kynntust. Að
spurð segir hún að það sé
að vísu erfiðara að stunda
nám við verijulegan skóla,
þar sem kennslubækur í há-
skólum séu svo stórar, að
ekki sé unnt að færa þær
yfir á . blindraletur. „Pess
vegna fáum við fólk til að
lesa fyrir okkur inn á segul-
band og svo lærum við eftir
þvL í prófunum eru spurn-
ingarnar lesnar upp fyrir mig
en svörin skrifa ég á ritvél. í
blindraskóla er allt lesmál á
blindraletrL það auðveldar
okkur auðvitað námið.
Hún segist hafa verið blind
frá fæðingu. — Ég og tvíbura
systir mín fæddust þrem
mánuðum fyrir tímann, og
vorum við látnar í súrefnis-
kassa. Þetta var á þeim tím-
um, eða fyrir 26 árum, þegar
súrefniskassar voru alger nýj
ung. Var okkur gefið of mik
ið súrefni, sem orsakaði
blindu. Um það leyti voru
tilfellin 48, ári síðar voru þau
300.
— Hvernig kantu við þig
á íslandi?
— Vel, segir hún. Hérna
hefur fólk það gott. Við höf
um ferðast mikið um landið,
komið á ísafjörð, og verið við
Mývatn og á Hólum. Við fór
um með fólki sem sagði okk-
ur mikið, útskýrði fyrir okk-
ur alla hluti, — það er nú
aðalatriðið.
— Við böðuðum okkur i
heitri laug við Mývatn. Það
fannst mér sérstaklega gam-
an. Enginn þurfti að útskýra
fyrir okkur heita vatnið, það
gátum við sjálf fundið. Eins
var það í kirkjunni á Hólum,
þar gátum við komið við
ýmsa forna hluti. Við fáum
meira út úr því, en þegar oks
ur er sagt frá hlutunum.
Lífið er yndislegt, segir
Leifur að lokum. Það er ynd
islegt og hefur gefið mér svo
ótal margt. Ég er búinn að
sætta mig við þeita, og
myndi ekki láta skera mig
upp, þó það væri hægt. Ég
er ánægður.
— s. ól.
Volkswagen 1965 og ’66.
Þórsmörk
Ferðir í Þórsmörk um verzlunarmannahelgina frá
Bifreiðastöð íslands, Umferðarmiðstóðinni.
Fimmtudag kl. 9,30 og 20.00.
Föstudag kl. 20.00.
Laugardag kl. 13,30.
Til baka sunnudag og mánudag.
Ennfremur munum við ferja farþega úr smærri
bílum frá Jökulsá yfir í Húsadal sömu daga.
Upplýsingar og farmiðasala hjá Bifreiðastöð íslands
sími 22-300.
Auslurleið hf.
ARBÆJARHVERFI
2ja herb. íbúðir á 530 þúsund.
3ja herb. íbúðir á 640—660 þúsund.
4ra herb. íbúðir á 710—735 þúsund-
5 herb. íbúðir á 850 þúsund.
Seljast tilbúnar undir tréverk og málningu
með frágenginni sameign.
Ennfremur fokhelda 4ra herb. íbúð.
FASTEIGNA
SKRIFSTOFAN i
AUSTURSTRÆTI 17 (HllS SILLA OG VALÐA) SlMI 17466
Ung í anda,
ung i (íffifi
Haldið hörundi yðar ungu með
Secret of the sea og Satura kremi frá
DOROTHY GRAY ''fiB*
Ingölfs apótek
Til sölu
BENZ
Lítið keyrður
190
Argerð 1963. — Nýlegur. — Afar vel út-
lítandi. — Fallegur litur.
Bllasala Maffhíasar
Höfðatúni 2. Sími 24540.